Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Bjarni Jónsson rafmagnsverk- fræðingur skrifar á blog.is um verð á orku á meginlandi Evr- ópu og á Bretlandseyjum og bendir á að það sé hátt. Þá segir hann: „Þann 8.11. 2021 tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raf- orkuverðs skamm- tímasamninga við almenningsveit- urnar og ber við lágri miðlunarlóns- stöðu, enda er vatnshæðin í Þóris- vatni óbeysin í byrjun vetrar. Ef orkumálum landsins væri al- mennilega stjórnað, og ekki bara látið reka á reiðanum, þá væri ný virkjun á borð við Hvamms- virkjun (95 MW) að taka til starfa nú í haust, og engin hætta væri á vatnsleysi í Þórisvatni (sama vatnið og í virkjunum ofar), en enginn er lagalega ábyrgur fyrir því, að á hverjum tíma, nema í náttúruhamförum, sé tiltæk næg raforka.“ - - - Bjarni segir einnig að með því að hækka raforkuverðið sé ætlunin að draga úr eftirspurn- inni, en hefur efasemdir um að fólk dragi úr raforkunotkun vegna verhækkunar Landsvirkj- unar. - - - Þá nefnir Bjarni að Landsnet undirbúi nú uppboðskerfi raforku, „og þá mun orkuskort- urinn bitna á almenningi fyrir al- vöru,“ segir hann og vísar til þess að Noregur sé með svipað kerfi og hátt orkuverð. - - - Og Bjarni spyr: „Munu innviða- ráðherra og/eða orkuráð- herra grípa í taumana, áður en tjöldin verða dregin frá í þessu leikhúsi fáránleikans, eða á að skýla sér á bak við Orkupakka 3 frá ESB, sem jú er í gildi hér.“ Bjarni Jónsson Óþarfur orkuskortur? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrr á þessu ári var heim- ilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skil- yrði og eru í almannaheillaskrá. Hann getur numið samtals 350 þúsund krónum á almanaksári. Meðal þeirra skilyrða sem lög- aðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda eru: Mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs-, íþrótta- og menningar- málastarfsemi, starfsemi björg- unarsveita, vísindaleg rannsókn- arstarfsemi, starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra mennta- sjóða, neytenda- og forvarna- starfsemi, starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Viðkomandi móttakandi gjafar eða framlags þarf að vera skráður í al- mannaheillaskrá á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag veitt. Lögaðilar sem uppfylla skil- yrði til að vera skráðir í almanna- heillaskrá þurfa að sækja um það til Skattsins. sisi@mbl.is Búið að opna almannaheillaskrá - Gjafir eða framlög til skráðra félaga skapa skattafrádrátt hjá gefandanum Morgunblaðið/sisi Skatturinn Hefur umsjón með skránni yfir félög til almannaheilla. Jón Sigurbjörnsson leik- ari lést á Hrafnistu í Reykavík sl. þriðjudag, 30. nóvember, 99 ára að aldri. Jón fæddist á Ölvalds- stöðum í Borgarfirði 1. nóvember 1922. For- eldrar hans voru Ingunn Kristín Einarsdóttir húsfreyja (1896-1986) og Sigurbjörn Halldórsson (1873-1948). Jón ólst upp í Borg- arnesi og hóf sinn starfs- feril sem vega- vinnumaður og mjólkurbílstjóri. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941. Stundaði nám í Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar 1944-45 – jafnhliða tónlistarnámi hjá Páli Ísólfsssyni. Síðan fór hann til leiklistarnáms við The American Academy of Dramatic Arts í New York. Einnig nam Jón óp- erusöng, bæði á Ítalíu og á Íslandi. Jón hóf leiklistarferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavikur vorið 1949. Hann lék þar næstu ár og var for- maður félagsins 1956-59. Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1960-67, að undanskildum árunum 1964 og 1965 er hann var ráðinn til konunglegu sænsku óperunnar í Stokkhólmi. Óperuhlutverk hans voru mörg, bæði erlendis og hér heima. Jón var fastráðinn leikari Leikfélags Reykjavikur árin 1967- 1992. Þar lék hann mörg hlutverk, t.d. í Villiönd- inni eftir Henrik Ibsen og Pétri og Rúnu eftir Birgi Sigurðsson. Jón var jafnframt mikil- virkur leikstjóri. Hann var heiðursfélagi Leik- félags Reykjavíkur. Hann leikstýrði svo töluvert hjá áhugaleik- félögum, og þá helst á Flúðum. Hann var mik- ill áhugamaður um kvik- myndir og lék í þeim nokkrum, t.d. Landi og sonum eftir Ágúst Guð- mundsson og Magnúsi eftir Þráin Bertelsson. Árið 1977 kom út hljómplatan Fjórtán sönglög eftir íslenska höf- unda með söng Jóns þar sem Ólafur Vignir Albertsson lék með á píanó. Árið 2003 gaf Ríkisútvarpið út veg- legan geisladisk með söng Jóns undir yfirskriftinni Útvarpsperlur. Jón fluttist að Helgastöðum í Bisk- upstungum árið 1992, þar sem hann stundaði hestamennsku og hrossa- rækt. Síðustu sex árin bjó Jón á Hrafnistu í Reykjavík. Jón kvæntist Þóru Friðriksdóttur leikkonu (1933- 2019). Þau skildu 1981. Dætur Jóns og Þóru eru Lára og Kristín. Andlát Jón SigurbjörnssonBaðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.