Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 SNORRI STURLUSON: Frumkvöðull frjálslyndrar íhaldsstefnu? Samræða um túlkun Hannes H. Gissurarson Sverrir Jakobsson Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor flytur erindi um stjórnmálahugmyndir Snorra Sturlusonar eins og þær birtast í Heimskringlu, og Sverrir Jakobsson sagnfræðiprófessor bregst við. Hannes helgaði Snorra kafla í bók sinni, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem kom út í árslok 2020. Miðaldastofa Háskóla Íslands stendur að samræðunni. Fimmtudaginn 2. desember kl. 16.30 í Lögbergi 101 JAPANSK IR GÆÐA HNÍFAR EINHVERJIR BEITTUSTU HNÍFAR SEM VÖL ER Á www.bakoisberg.is E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA Myndin sýnir stöðu vatnsmiðlana (heildregnar kúrfur) í raforkukerf- inu 22. nóv. 2021 ásamt vatnsgildis- kúrfum (brotnar kúrfur). Með vatnsgildi miðlana er vatn í vatnsmiðlunum, sem notað er til raf- orkuframleiðslu, metið til fjár (USD/ MWh) og notað við stýringu þeirra, bæði við gerð áætlana og í rekstri. Vatnsgildiskúrfan eins og er sýnd á myndinni segir til um þá stöðu miðlana sem mundi gilda ef miðað er við vatnsgildið 40 USD/MWh, sem er talið hóflegt markaðsverð. Að öðru leyti er vatns- gildið breytilegt eftir árstíma og stöðu miðl- ana á hverjum tíma, á bilinu 0-500 USD/ MWh samkvæmt þeim forsendum sem ég hef stuðst við. Ef staða lóna fer nið- ur fyrir viðeigandi vatnsgildiskúrfu þá er komið á hættuástand sem gæti verið leiði- snúra við að meta hvernig eigi að keyra virkjanir á næstunni. Sem dæmi þá er þessa dagana vatnsgildi Hálslóns talið vera 1,20 USD/MWh og sameiginlegt vatns- gildi Þórisvatns og Blöndulóns 130 USD/MWh. Þess vegna ætti nú þeg- ar að auka vatnstöku úr Hálslóni til raforkuframleiðslu eins og kostur er, en létta að sama skapi á vatns- töku úr Þórisvatni. Er vandamál í gangi? Enn sígur á ógæfuhliðina í Þóris- vatni og þyrfti eins fljótt og hægt er að reyna að spara vatn þar eins og kostur er, til að hægja á niðurdrætti. Þórisvatn er að keyra í gegnum sína lægstu mögulegu stöðu sem mælst hefur eða er ámóta því sem gerðist veturinn 1982 til 1983. Þá kom upp skelfilegt ástand á Þjórs- ársvæðinu vegna þess að þá varð al- gjört hrun í vatnsrennsli við virkj- anir. Hrauneyjafossvirkjun var þá í byggingu og sem mótvægisaðgerð var gangsetningu fyrstu véla- samstæðunnar hraðað með sér- stökum ráðstöfunum. Um þessar mundir er ekki nein virkjun í byggingu á vegum Lands- virkjunar, en HS Orka er í gangi með 30 MW stækkun á Reykjanesvirkjun, sem mun nýta affallsvarma frá núverandi virkjun með betri nýtingu á jarðvarmaorkunni. Ef vatnsleys- isástandið veturinn 1982/83 væri fært upp á kerfið í dag þá hefði það í för með sér gríðarlegar skerðingar sem mundu vara frá deginum í dag fram í miðjan maí á næsta ári eða í fimm og hálfan mánuð. Þá er ég sérstaklega að tala um Þjórs- ársvæðið og höfuðborgarsvæðið og hinn orkufreka iðnað á suðvest- urhorninu. Ég get mér til um að þetta ástand sé að koma aftur og núna með margföldum þunga vegna miklu stærra kerfis og umfangs- meiri markaðar. Nauðsynlegt er að taka saman væntanlegt tjón af þessum sökum bæði fyrir almenning og iðnaðinn í landinu þ. á m. málmbræðslurnar og gagnaverin. Eitt af verkfærunum við þessar aðgerðir væru vafalaust gjaldskrárhækkanir hjá orkunot- endum sem eru ekki á langtíma- samningum, bæði hjá almennum iðnaði í landinu og hjá almenningi. Mér er ekki ljóst hvort Lands- virkjun hefur þegar hafið undirbún- ing þessa eða gripið ráðstafana þar að lútandi. Hvað er til ráða? Við þessar aðstæður mætti draga Hálslón meira niður með því að auka framleiðslu í Fljótsdalsvirkjun en afltakmarkanir þar og takmörkuð flutningsgeta byggðalínu hefur mik- ið að segja í því sambandi. Þar er aðallega um að ræða flutn- inga um svokallað snið IIIB, sem liggur sunnan Blönduvirkjunar og einnig sunnan Fljótsdalsvirkjunar, eins og sýnt er í rauntíma á heima- síðu Landsnets. Flutningar um þversniðið hafa upp á síðkastið verið á bilinu 120 til 163 MW, alla vega þegar ég fletti því upp. Mér skilst að þetta sé aðalflöskuhálsinn í flutningi raforku í suðurátt á milli landshluta og muni ekki ráðast úr honum fyrr en með 220 kV tengingu milli Hval- fjarðar og Hrútatungu, sem raun- gerist varla fyrr en upp úr 2030. Það þýðir aftur að á því tímabili verður vindmyllum ekki fyrir komið norðan þessa sniðs á Norður- og Austur- landi nema þær komi með eigin markað með sér. Ég á erfitt með að koma auga á lausnina á þessu máli yfirleitt án nýs raforkumarkaðar, sem margir bíða í ofvæni eftir frá Landsneti. Ég sé einnig fyrir mér að það gæti valdið verulegri seinkun á orkuskiptum að fá ekki nýjar virkj- anir á vindorku í gagnið á tíma- bilinu. Aukin orkuþörf vegna auk- inna veiðiheimilda á loðnu á komandi vetri verður væntanlega á Austurlandi. Eins og staðan er sé ég ekki aðra möguleika í stöðunni en að nú þegar verði settar í gang ráðstafanir til að minnka vatnsnotkun úr Þórisvatni og samkeyra lónin í landshlutunum til að ná fram betri nýtingu og sem mestri hagkvæmni. Blotar á hálendinu á komandi vetri gætu létt á, en varlega skal treysta á það. Svo mætti skoða hvort aðrennsli Þórisvatns eða frárennsli t.d. leki hafi eitthvað breyst á síðustu árum. Erfitt er að geta sér til um svona hluti án grunnrannsókna. Og hefur ekki landgrunnurinn allur verið á fleygiferð upp á síðkastið með jarð- skjálftum og eldsumbrotum? Staða vatnsmiðlana í raforkukerfinu og horfur Eftir Skúla Jóhannsson »Enn sígur á ógæfu- hliðina í Þórisvatni og þyrfti eins fljótt og hægt er að reyna að spara vatn þar eins og kostur er, til að hægja á niðurdrætti. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.