Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 SNORRI STURLUSON: Frumkvöðull frjálslyndrar íhaldsstefnu? Samræða um túlkun Hannes H. Gissurarson Sverrir Jakobsson Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor flytur erindi um stjórnmálahugmyndir Snorra Sturlusonar eins og þær birtast í Heimskringlu, og Sverrir Jakobsson sagnfræðiprófessor bregst við. Hannes helgaði Snorra kafla í bók sinni, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem kom út í árslok 2020. Miðaldastofa Háskóla Íslands stendur að samræðunni. Fimmtudaginn 2. desember kl. 16.30 í Lögbergi 101 JAPANSK IR GÆÐA HNÍFAR EINHVERJIR BEITTUSTU HNÍFAR SEM VÖL ER Á www.bakoisberg.is E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA Myndin sýnir stöðu vatnsmiðlana (heildregnar kúrfur) í raforkukerf- inu 22. nóv. 2021 ásamt vatnsgildis- kúrfum (brotnar kúrfur). Með vatnsgildi miðlana er vatn í vatnsmiðlunum, sem notað er til raf- orkuframleiðslu, metið til fjár (USD/ MWh) og notað við stýringu þeirra, bæði við gerð áætlana og í rekstri. Vatnsgildiskúrfan eins og er sýnd á myndinni segir til um þá stöðu miðlana sem mundi gilda ef miðað er við vatnsgildið 40 USD/MWh, sem er talið hóflegt markaðsverð. Að öðru leyti er vatns- gildið breytilegt eftir árstíma og stöðu miðl- ana á hverjum tíma, á bilinu 0-500 USD/ MWh samkvæmt þeim forsendum sem ég hef stuðst við. Ef staða lóna fer nið- ur fyrir viðeigandi vatnsgildiskúrfu þá er komið á hættuástand sem gæti verið leiði- snúra við að meta hvernig eigi að keyra virkjanir á næstunni. Sem dæmi þá er þessa dagana vatnsgildi Hálslóns talið vera 1,20 USD/MWh og sameiginlegt vatns- gildi Þórisvatns og Blöndulóns 130 USD/MWh. Þess vegna ætti nú þeg- ar að auka vatnstöku úr Hálslóni til raforkuframleiðslu eins og kostur er, en létta að sama skapi á vatns- töku úr Þórisvatni. Er vandamál í gangi? Enn sígur á ógæfuhliðina í Þóris- vatni og þyrfti eins fljótt og hægt er að reyna að spara vatn þar eins og kostur er, til að hægja á niðurdrætti. Þórisvatn er að keyra í gegnum sína lægstu mögulegu stöðu sem mælst hefur eða er ámóta því sem gerðist veturinn 1982 til 1983. Þá kom upp skelfilegt ástand á Þjórs- ársvæðinu vegna þess að þá varð al- gjört hrun í vatnsrennsli við virkj- anir. Hrauneyjafossvirkjun var þá í byggingu og sem mótvægisaðgerð var gangsetningu fyrstu véla- samstæðunnar hraðað með sér- stökum ráðstöfunum. Um þessar mundir er ekki nein virkjun í byggingu á vegum Lands- virkjunar, en HS Orka er í gangi með 30 MW stækkun á Reykjanesvirkjun, sem mun nýta affallsvarma frá núverandi virkjun með betri nýtingu á jarðvarmaorkunni. Ef vatnsleys- isástandið veturinn 1982/83 væri fært upp á kerfið í dag þá hefði það í för með sér gríðarlegar skerðingar sem mundu vara frá deginum í dag fram í miðjan maí á næsta ári eða í fimm og hálfan mánuð. Þá er ég sérstaklega að tala um Þjórs- ársvæðið og höfuðborgarsvæðið og hinn orkufreka iðnað á suðvest- urhorninu. Ég get mér til um að þetta ástand sé að koma aftur og núna með margföldum þunga vegna miklu stærra kerfis og umfangs- meiri markaðar. Nauðsynlegt er að taka saman væntanlegt tjón af þessum sökum bæði fyrir almenning og iðnaðinn í landinu þ. á m. málmbræðslurnar og gagnaverin. Eitt af verkfærunum við þessar aðgerðir væru vafalaust gjaldskrárhækkanir hjá orkunot- endum sem eru ekki á langtíma- samningum, bæði hjá almennum iðnaði í landinu og hjá almenningi. Mér er ekki ljóst hvort Lands- virkjun hefur þegar hafið undirbún- ing þessa eða gripið ráðstafana þar að lútandi. Hvað er til ráða? Við þessar aðstæður mætti draga Hálslón meira niður með því að auka framleiðslu í Fljótsdalsvirkjun en afltakmarkanir þar og takmörkuð flutningsgeta byggðalínu hefur mik- ið að segja í því sambandi. Þar er aðallega um að ræða flutn- inga um svokallað snið IIIB, sem liggur sunnan Blönduvirkjunar og einnig sunnan Fljótsdalsvirkjunar, eins og sýnt er í rauntíma á heima- síðu Landsnets. Flutningar um þversniðið hafa upp á síðkastið verið á bilinu 120 til 163 MW, alla vega þegar ég fletti því upp. Mér skilst að þetta sé aðalflöskuhálsinn í flutningi raforku í suðurátt á milli landshluta og muni ekki ráðast úr honum fyrr en með 220 kV tengingu milli Hval- fjarðar og Hrútatungu, sem raun- gerist varla fyrr en upp úr 2030. Það þýðir aftur að á því tímabili verður vindmyllum ekki fyrir komið norðan þessa sniðs á Norður- og Austur- landi nema þær komi með eigin markað með sér. Ég á erfitt með að koma auga á lausnina á þessu máli yfirleitt án nýs raforkumarkaðar, sem margir bíða í ofvæni eftir frá Landsneti. Ég sé einnig fyrir mér að það gæti valdið verulegri seinkun á orkuskiptum að fá ekki nýjar virkj- anir á vindorku í gagnið á tíma- bilinu. Aukin orkuþörf vegna auk- inna veiðiheimilda á loðnu á komandi vetri verður væntanlega á Austurlandi. Eins og staðan er sé ég ekki aðra möguleika í stöðunni en að nú þegar verði settar í gang ráðstafanir til að minnka vatnsnotkun úr Þórisvatni og samkeyra lónin í landshlutunum til að ná fram betri nýtingu og sem mestri hagkvæmni. Blotar á hálendinu á komandi vetri gætu létt á, en varlega skal treysta á það. Svo mætti skoða hvort aðrennsli Þórisvatns eða frárennsli t.d. leki hafi eitthvað breyst á síðustu árum. Erfitt er að geta sér til um svona hluti án grunnrannsókna. Og hefur ekki landgrunnurinn allur verið á fleygiferð upp á síðkastið með jarð- skjálftum og eldsumbrotum? Staða vatnsmiðlana í raforkukerfinu og horfur Eftir Skúla Jóhannsson »Enn sígur á ógæfu- hliðina í Þórisvatni og þyrfti eins fljótt og hægt er að reyna að spara vatn þar eins og kostur er, til að hægja á niðurdrætti. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.