Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M ér finnst þetta satt að segja út í hött, að ég sé að fá þessi verðlaun. Ég held þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Ég er ekki að leggja neitt af mörkum, bara að heimsækja vini mína og stundum færa þeim nýbakaðar pönnukökur,“ segir Þórný Þórarinsdóttir, en í gær var henni veitt Fjöreggið, viður- kenning sem Öldrunarráðs Íslands veitir árlega til einstaklings, stofn- unar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu aldraðra. Þórný hefur í ára- raðir haft fasta liði þrjá daga vik- unnar að heimsækja aldraðar vin- konur og vini sem ýmist dvelja á hjúkrunarheimilum eða á eigin heimili og eiga ekki heimangengt. Þórný er níræð, lögblind og fer allra sinna ferða gangandi og í strætó. „Ég geri þetta ekki síður fyrir sjálfa mig, af því mér finnst miklu skemmtilegra að fara eitthvað og hitta fólk og spjalla, heldur en að fara út að ganga erindisleysu, til að fá mína daglegu hreyfingu. Ég skipti þessum heimsóknum skipu- lega á vikudagana, svo aðstand- endur viti hvaða daga ég kem, þá geta þau komið aðra daga. Ég fer tvisvar í viku í vatnsleikfimi, en þrisvar í viku í heimsóknir. Á mánu- dögum fer ég til Þóru vinkonu minn- ar á Hrafnistu, en við kynntumst í gegnum Kvenfélag Langholtskirkju á sínum tíma. Eftir að hún fékk heilablæðingu þá getur hún ekki tjáð sig með orðum. Við hliðina á Hrafnistu er Skjól, og þar hef ég oft átt vinkonur til að heimsækja, en þær eru dánar. Á miðvikudögum fer ég svo í Eirarholt, sem er hluti af Eir, til að heimsækja vinkona mín frá Húsavík, Önnu Maríu Þór- isdóttur, sem þar býr ásamt manni sínum. Við höfum þekkst frá því ég var tólf ára, svo vináttan hefur hald- ist í tæp áttatíu ár, en hún er orðin níutíu og tveggja ára. Anna María skrifaði á sínum tíma vikulegar hug- leiðingar í Morgunblaðið sem hétu Krækiber og hún vann líka við þýð- ingar,“ segir Þórný og bætir við að hún hafi verið vön að heimsækja alltaf í leiðinni bekkjarsystur sína sem bjó líka í Eirarholti. „Hún hét Vilhelmína Þorvalds- dóttir og var fyrsta lögreglukonan á Íslandi, lærði sitt fag úti í Ameríku.“ Á fimmtudögum fer Þórný svo í Mörkina að heimsækja Sólrúnu vin- konu sína sem er 17 árum yngri en hún. „Við vorum að kenna saman í mörg ár og urðum góðar vinkonur, hún er núna komin með alzheimer.“ Töluðum bara um jákvætt Í ljósi þess að Þórný er orðin níræð, þá hefur hún misst margar af þeim vinkonum sem hún heimsótti reglulega. „Ein þeirra er nýdáin, Jóhanna Hjaltadóttir, en hún bjó á Grund. Hún var orðin 102 ára þegar hún lést, en hún var heima hjá sér í eigin íbúð þar til hún varð 101 árs og þangað heimsótti ég hana líka. Við urðum vinkonur vegna þess að þeg- ar við vorum báðar orðnar lögblind- ar þá var kortum víxlað í pósti sem við fengum til að veita okkur afslátt í leigubíla,“ segir Þórný sem sér ekkert með öðru auganu en fær reglulega sprautur í hitt augað til að halda sjóninni þar við. „Ég varð blind á hægra auganu eftir aðgerð, en þetta er ellihrörnun í augnbotnum,“ segir Þórný og bæt- ir við að hún hafi gert sér ferð til Jó- hönnu sem þá var henni ókunnug kona, til að víxla aftur kortunum. „Jóhanna hringdi viku síðar og spurði hvort ég gæti ekki komið aft- ur. Hún sagðist ekki vilja missa af mér. Við náðum vel saman, þótt hún væri tólf árum eldri en ég blessunin. Hún sagði mér margar merkilegar sögur frá sínum yngri árum, en Jensína móðir hennar var systir Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. Jensína passaði oft dætur Ásgeirs og Jó- hanna lék sér mikið við þessar frænkur sínar. Hún var send með hressingu til Kjarvals út í hraun þegar hann var að mála á Þingvöll- um. Jóhanna var alltaf brosandi og glöð. Við töluðum aldrei um neitt nema jákvætt. Við kvöddumst með virktum rétt áður en hún dó, líka brosandi, því hún var tilbúin að fara.“ Ófrísk þegar missti manninn Þórný hefur búið í Vogahverf- inu frá því hún flutti suður frá Akur- eyri 1957 og byrjaði að búa með manni sínum, Hauki Eiríkssyni, í Karfavoginum. „Við Haukur kynntumst þegar við vorum 19 ára á lokaárinu okkar í Menntaskólanum á Akureyri. Við fluttum saman suður og Haukur lærði norrænu en ég fór í Kennara- skólann. Við eignuðumst fimm börn saman, fjóra stráka og eina stúlku, en ég var ófrísk að fimmta barni okkar þegar Haukur lést úr krabba- meini árið 1963. Þá fór ég að vinna sem kennari í Vogaskóla og kenndi þar í 36 ár. Vogaskóli var á þessum tíma fjölmennasti skóli á landinu, þar voru um 1.700 nemendur. Það kom sér vel að einungis voru nokkur skref yfir í vinnuna hjá mér úr Karfavoginum, enda var aldrei til bíll á heimilinu,“ segir Þórný og ját- ar að vissulega hafi verið mikil vinna að vera ein með fimm börn. „Ég hafði ágæta aðstöðu því tengdafaðir minn, Eiríkur Stefáns- son kennari, bjó með okkur Hauki frá byrjun í Karfavoginum, en hann hafði misst konu sína um fimmtugt. Tengdapabbi bjó áfram hjá mér eft- ir að Haukur féll frá. Hann var þakklátur og glaður að fá að vera á heimilinu með þessum einu afabörn- um sínum, því Haukur var hans eina barn. Eiríkur hjálpaði mér auðvitað líka og hann var afskaplega þægi- legur og geðgóður, yndislegasta gamalmenni sem hægt var að hugsa sér. Vissulega var vinna fyrir mig að annast um hann og hann fékk líka oft gesti að norðan og samkennara sína úr Langholtsskóla, en sam- búðin gekk vel,“ segir Þórný og bætir við að hún hafi engan tíma haft til að ná sér í mann eftir að Haukur dó. „Ég átti vin til fimm ára löngu seinna, en krabbameinið tók hann líka frá mér. Sjálf greindist ég snemma á þessu ári með krabba- mein í legi. Það var skorið og ég þurfti líka að fara í geisla, en nú er ég laus við þetta og geri allt sem mér sýnist.“ Harðir krepputímar í æsku Þórný bjó á mörgum og ólíku stöðum þegar hún var barn, meðal annars á tveimur sem fóru í eyði fyrir sjötíu árum, Aðalvík norðan við Ísafjarðardjúp og Flatey á Skjálf- anda. „Ég fæddist í Kjósinni, fyrsta barn foreldra minna, en flutti þaðan nokkurra mánaða gömul með þeim til Reykjavíkur. Á bernskuárum mínum voru harðir krepputímar og foreldrar mínir voru fátækir. Þau leigðu lítið herbergi í húsi hér í Reykjavík og í því litla rými bjugg- um við fjögur, því föðurafi minn flutti til okkar, örvasa blint rúm- liggjandi gamalmenni. Við fluttum til Aðalvíkur þegar foreldrar mínir sáu fram á að geta ekki lifað af vet- urinn, vegna hungurs. Þetta var alvörukreppa. Pabbi var með kenn- arapróf en engin laus kennarastaða var í bænum. Hann fór á bryggjuna hvern dag til að leita að vinnu og vissi aldrei hvort hann yrði valinn eða ekki til dagsstarfs. Þegar pabbi fékk kennarastöðu í Aðalvík, var ekkert annað í stöðunni en að flytja, þó afskekkt væri og ekki fært þang- að nema sjóleiðina. Hálfsmánaðar- lega þurfti að fara til Ísafjarðar að ná í póst og vistir. Sama staða var uppi þegar við fluttum til Flateyjar á Skjálfanda, þá þurfti að sigla til Húsavíkur eftir vistum. Í Flatey bjuggum við í einu litlu loftskeyta- herbergi inn af skólaganginum, ég, foreldrar mínir og fjögurra mánaða systir mín. Í samanburði við þetta finnst mér litla blokkaríbúðin mín hér í Ljósheimum eins og höll sem ég er ein að hringla í,“ segir Þórný sem þarf enga heimilisaðstoð og sér sjálf um þrif og annað í sínu lífi. Henni finnst heimtufrekja og tilætl- unarsemi hrjá marga í nútamíma- samfélagi. Afkomendur Þórnýjar eru þrjátíu: fimm börn, tólf barna- börn og þrettán langömmubörn. Margir afkomenda hennar búa utan Íslands, í Svíþjóð, Noregi og Lond- on. Sonur hennar, Eiríkur Hauks- son, rauðhærði rokkarinn sem allir þekkja, hefur búið í Noregi í meira en þrjátíu ár og þar er hann orðinn fjórfaldur afi. Þetta hlýtur að vera misskilningur „Í Flatey bjuggum við fjögur í einu litlu loftskeyta- herbergi. Í samanburði við það finnst mér litla blokk- aríbúðin mín hér í Ljósheimum eins og höll,“ segir hin eldspræka níræða Þórný sem man tímana tvenna. Í gær hlaut hún viðurkenningu, Fjöreggið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þórný Fer allra sinna ferða fótgangandi og í strætó, þótt hún sé lögblind. Aldrei var til bíll á heimili hennar og barnanna. Ástfangin Þórný og Haukur 19 ára og nýútskrifaðir stúdentar frá MA. Ánægð Þórný tók við Fjöregginu í gær frá Öldrunarráði Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.