Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Sigrún Elíasdóttir er handritshöfundur og annar stjórnandi hlaðvarpsþáttanna Myrka Ísland. Þar fara hún og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir yfir hinar ýmsu hörmungar Íslandssögunnar og það er af nægu að taka. „Við spjöllum um eldgos, pest- ir, drauga, útilegumenn, aftökur og skipsströnd á léttan og skemmtilegan hátt. Hljómar sér- lega óviðeigandi, en það er jú bara þannig sem við Anna erum sem persónur almennt. Það er fátt sem ekki er þess virði að hlæja að. Mig langaði til að hafa þættina fræðandi en um leið aðgengilega og með skemmtanagildi. Handritsgerðin er samt sem áður grafalvarleg og heilmikil, alltaf tíu blaðsíðna heimildavinna að baki hvers þátt- ar. Það er ástæðan fyrir því að ég hef bara nennt að gera þetta verkefni í 10 þátta skorpum, því ég myndi aldrei ráða við þessa pressu allar vikur ársins!“ segir Sigrún en hún er sagnfræðingur að mennt en hefur líka skrifað barna- og kennslubækur. Hún deildi þeim hlaðvörpum sem hún hlustar helst á þessa dagana en þau eru eftirfarandi: Morðcastið „Þær morðcast-systur komu mér á sporið með að hlusta á glæpa- hlaðvörp, bæði er ég jú frekar mikið ógeðs- megin í lífinu og svo finnst mér þær bara svo skemmtilegar. Þær voru mér talsverðar fyr- irmyndir í því að vilja hafa eigin þátt í svona spjall- formi.“ Lore „Þetta er eiginlega fyrsti hlaðvarps- þátturinn sem ég fór að hlusta á eftir ábendingu frá aðila sem sagði mér að það vantaði svona þátt um íslensk efni og varð í rauninni kveikjan að mínum eigin þáttum. Aaron Mahnke kafar ofan í hryllilegt eða yfirnáttúruleg efni frá öllum hornum heimsins. Hann getur verið smá drama- tískur í frásögn en ég hef gaman af honum.“ Myrkur „Já, ég er svona myrk týpa, það var vitað. Nína segir líka frá morðum og misþyrm- ingum á skemmtilegan og hressan hátt. Hún er góður orðasmiður og lýsir hræðilegum hlutum svo frábærlega. Háski „Hér segir Unnur Regína frá venjulegu fólki sem lendir í ótrúleg- um lífsháska og hremmingum og nær oftar en ekki að lifa af á magn- aðan hátt. Spennandi og óhugnan- legt en oftar en ekki með meiri möguleika á eftirlifendum heldur en í glæpahlaðvörpunum!“ Supernatural „Supernatural með Ashley Flowers er þáttur þar sem farið er yfir mannshvörf, geimverur, samsæriskenningar, draugagang og annað óþekkt og dularfullt í heiminum. Málin eru rannsökuð frá mörgum hliðum og stundum koma fram rökréttar skýr- ingar á málunum en stundum er ekkert slíkt að finna og málin halda áfram að vera óupplýst án nokk- urrar skýringar.“ Önnur hlaðvörp sem eru í uppáhaldi hjá Sigrúnu eru Crime Junkie og International Infamy sem eru þættir með Ashley Flowers, Villains, Serial Killers. „Svo má ekki gleyma Kaupfélaginu með Jóni frænda en hann er reyndar í pásu,“ sagði Sigrún að lokum. Er ógeðsmegin í lífinu Sigrún Elíasdóttir er annar stjórnandi söguhlaðvarpsins Myrka Ísland þar sem fjallað er um hörmungar Íslandssögunnar. K100 fékk hana til að deila sínum uppáhaldshlaðvörpum en hún segist vera „frekar mikið ógeðsmegin í lífinu“ og hlustar sjálf sérstaklega á glæpahlaðvörp og hlaðvörp um ýmsar hörmungar og yfirnáttúrulega hluti. Hörmungar Sigrún stjórnar hlaðvarpinu Myrka Ís- land sem fjallar um hörmungar Íslandssögunnar. Fimm hlaðvörp frá Sigrúnu í Myrka Íslandi Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Anna Þóra Ísfold og barnsfaðir hennar skildu árið 2017 og segist hún hafa fengið hálfgert áfall við að vera án barnanna sinna fyrstu jólin það ár en hún og barns- faðir hennar ákváðu að skiptast á að hafa börnin á hátíðunum. Hún uppgötvaði þó í kjölfarið hversu mikið tækifæri væri í því fólgið að leita inn á við á þessum tíma og ákvað að deila reynslu sinni með öðrum konum og býður nú upp á valdeflandi jólaslökunarferð fyrir konur yfir hátíð- arnar. „Ég var búin að vera mikið í hefð- unum. Alltaf með stórfjölskyldunni um jólin. Og þá runnu upp jól þetta skiln- aðarár þar sem ég var bara ein. Um þessi jól fór ég í skíðafrí til Akureyrar en á Þorláksmessu, þegar ég var komin til Akureyrar, fyrstu jólin án barnanna, fékk ég bara hita og spennufall af álagi við að vera án þeirra,“ sagði Anna í Ís- land vaknar í gærmorgun. „Þetta var bara örmagnandi tilfinning. Auðvitað er fyrsti tíminn eftir skilnað rosalega erfiður hjá öllum,“ sagði Anna. „En það sem gerist síðan í kjölfar skiln- aðarins er að það hefst uppbyggingar- tímabil hjá fólki,“ bætti hún. „Þegar ég fór að fara inn á við fór ég að átta mig á tækifærinu sem þessi tími er fyrir mig. Nú eru fram undan yndisleg jól og börnin mín munu eiga yndisleg jól hjá pabba sínum. Þá ætlaði ég að finna leið til að fara inn á við og gefa af mér,“ sagði Anna en jólaferðin verður í Birki- hof á Suðurlandi og verður frá Þorláks- messu og þar til annan í jólum. Mun fag- fólk í jóga og jógadáleiðslu og hugleiðslu taka þátt í dagskránni. Fjórtán konur verða samankomnar yf- ir jólin og segir Anna að þær séu allar í afar ólíkum aðstæðum. Sumar eiga upp- komin börn eða eru með jafna umgengni eins og Anna sjálf. Aðrar hafa ákveðið að vera með út af álagi og kjósa að nýta þennan tíma til uppbyggingar. Skráning er farin vel af stað en enn eru laus pláss í boði. „Þetta hefur lengi tikkað í mér, að finna tilgang í því sem ég er að gera. Ég er menntaður viðskiptafræðingur og svo einhvers staðar á ævinni snerist við- skiptafræðingurinn í jógastelpu og D-vítamíngúrú,“ sagði Anna. Konurnar sem taka þátt í ferðinni verða leiddar inn í innri heim sinn, læra að heyra í innsæinu og setja sér markmið fyrir nýja árið, og er markmiðið að allar konurnar komi endurnærðar og vald- efldar út úr jólahátíðinni. Fá má upplýsingar og skrá sig í ferð- ina á isfold.is. Öðruvísi jól Anna býður 14 konum að koma um jólin í slökunardvöl í Birkihofi. Tækifæri í að vera ein um jól Anna Ísfold áttaði sig á tækifærinu við að verja tíma ein um jólin eftir að hún og barnsfaðir hennar skildu árið 2017 en hún átti afar erfitt með að eyða fyrstu jólunum án barna sinna það ár. Hún býður nú konum upp á vald- eflandi upplifunardvöl í Birkihofi á Suðurlandi yfir jólin. Ljósmynd/ Ísfold.is Ella Frank 7.995.- / St. 41-45 ep er ugo 13.995.- / St. 41-45 Tommy Hilfiger inniskór 8.995.- / St. 41-45 Ella Jill 6.995.- / St. 36-40 Shepherd Tessan 14.995.- / St. 36-41 Calvin Klein inniskór 8.995.- / St. 36-40 Bisgaard inniskór 7.995.- / St. 25-30 ep er or s 7.995.- / St. 16-22 Viking Njord 6.995.- / St. 19-26 Gefðu hl a ólagjöf KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.