Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. LJÓLIN ERU BYRJUÐ Á MATARKJALLARANUM BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslensku hugbúnaðarfyrirtækin Lucinity og Fractal 5 munu í dag kynna starfsemi sína á nýsköpunar- ráðstefnunni Slush í Helsinki í Finn- landi. Slush er ein stærsta ráðstefna af þessu tagi í Evrópu ár hvert. Von er á tæplega níu þúsund gest- um en fjöldinn er minni í ár vegna faraldursins. Alla jafna sækja Slush um tuttugu og fimm þúsund manns. Hluti af Nordic Showcase Kynning fyrirtækjanna tveggja er hluti af „Nordic Showcase“, eða Norrænum vettvangi, í lauslegri þýðingu. Tíu fyrirtæki, tvö frá hverju Norðurlandanna, eru valin inn í þann flokk á hverju ári. „Þetta eru þau fyrirtæki í löndunum fimm sem eru talin líklegust til að verða einhyrningar,“ segir Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóri Fractal 5 í samtali við Morgunblað- ið. Hugtakið einhyrningur er notað um ung fyrirtæki sem eru meira en einn milljarður Bandaríkjadala að markaðsvirði, jafnvirði 130 ma. kr. Breiðþotur leigðar undir gesti Meðal fyrirtækja sem áður hafa komið fram á Nordic Showcase eru kennslufyrirtækið Kahoot og danska leigubílafyrirtækið Bolt. Bæði félögin eru í dag orðin stórfyr- irtæki. „Slush er samkomustaður þar sem lítil sprotafyrirtæki, stærri tæknifyr- irtæki, fjárfestar og annað áhugafólk hittist til að sjá það allra nýjasta í heimi nýsköpunar,“ útskýrir Guð- mundur Hafsteinsson. „Oft hafa heilu breiðþoturnar verið leigðar undir gesti sem fljúga inn víðs vegar að úr heiminum, úr öllum heimsálfum.“ Guðmundur Kristjánsson segir að hann og nafni hans muni kynna fyrir- tæki sín, vörur og framtíðarsýn á Norræna vettvangnum. „Yfirskriftin í ár er fyrirtæki sem safnað hafa minna en tíu milljónum dala í fjár- mögnun, sem á við fyrirtæki okkar beggja.“ Þeir nafnarnir eru sammála um að það sé talsverð upphefð í því fólgin að vera valdir til að tala á ráðstefnunni. Spurður nánar um þýðinguna segir Guðmundur Hafsteinsson að það sé mikilvægt að ná augum og eyrum fjárfesta og annarra. „Við erum lítið sjö manna fyrirtækið að þróa sam- skiptalausnina Break. Ég mun bæði ræða þróun vörunnar, hvernig Break auðveldar fólki að eiga raunveruleg samskipti við stærri hóp af fólki en áður, en einnig hvernig ég sé fyrir mér að samkeppnisumhverfið sé að breytast. Í leiðinni ætlum við að setja í loftið nýja útgáfu af appinu okkar, sem hægt er að sækja í snjallsímann á break.is frá og með deginum í dag. Markmiðið er að koma okkur á kortið og halda svo áfram til sóknar.“ Finna framtíðarstarfsfólk Guðmundur Kristjánsson segir að markmið hans sé að ná athygli nýrra fjártæknifyrirtækja. „Það er mikið að gerast í fjártækniheiminum og hundruðir nýrra fyrirtækja að verða til á hverju ári. Á ráðstefnunni verða margir fulltrúar slíkra fyrirtækja og við viljum ná í gegn hjá þeim.“ Einnig vonast Guðmundur til þess að ná athygli fjárfesta og framtíð- arstarfsfólks. „Við erum alþjóðlegt fyrirtæki sem þurfum gott starfsfólk víða um heim. Slush er mjög góður vettvangur til að ná til þess.“ Blaðamaður biður nafnana að út- skýra hvaða vörur og þjónustu Luc- inity og Fractal 5 bjóða upp á. Guð- mundur Hafsteinsson verður fyrri til svars. „Fyrirtækið er stofnað í upp- hafi faraldursins. Ég og meðstofn- andi minn, Björgvin Guðmundsson, fórum að velta fyrir okkur hvernig við tölum við annað fólk og höldum sambandi við það í miðjum sam- komutakmörkunum, þegar félagslíf- inu hefur verið kippt frá okkur. Við veltum fyrir okkur hvernig vinir, samstarfsfólk eða fjölskylda ættu að geta hist án mikillar fyrirhafnar, eiga óformleg samskipti og hvernig mað- ur gæti rekist á fólk sem maður þekkti án þess að það þyrfti mikla skipulagningu, mörg textaskilaboð, símtöl eða senda eitthvað sem líktist formlegu fundarboði. Þó að það séu til ýmsir samfélagsmiðlar þá fannst okkur vanta miðil mitt á milli þess að senda beint skilaboð á fólk eða á alla vini á samfélagsmiðlum. Við viljum kalla okkur „Social life“ en ekki „Social media“, því þar er þitt raun- verulega félagslíf eins og þú upplifir á kaffihúsinu.“ Guðmundur segir að til dæmis geti maður gefið menntaskólavinum, vinnufélögum og fleiri hópum merki um að vilja hitta þá. „Einhver réttir þá upp hönd ef hann er til í spjall. Break bætir félagslíf fólks og þú get- ur auðveldlega fylgst með hvað er að gerast í þínum vinahópum og meldað þig með ef þú hefur tíma og áhuga.“ Á blússandi siglingu Lucinity á sér lítið eitt lengri sögu en Fractal 5 eins og Guðmundur Kristjánsson útskýrir. Fyrirtækið framleiðir gervigreindarhugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti. „Við erum á blússandi siglingu. Ég var einn árið 2019 en nú eru starfsmenn orðnir 48. Við erum komin með fjölda þekktra viðskiptavina og erum að fara að til- kynna um enn fleiri á næstunni. Einn af stóru viðskiptavinunum sem bætt- ust við nýverið er Currencycloud sem greiðslumiðlunarfyrirtækið Visa keypti á dögunum á einn milljarð Bandaríkjadala.“ Líklegustu einhyrningarnir Tækni Guðmundur Hafsteinsson og Guðmundur Kristjánsson á Slush. - Lucinity og Fractal 5 kynna fyrirtæki sín, vörur og framtíðarsýn á Norrænum vettvangi á Slush ný- sköpunarráðstefnunni í Finnlandi - Vilja ná athygli fjárfesta, starfsfólks og fjártæknifyrirtækja m.a. launahækkana en sem nemur launa- breytingum á almennum vinnumark- aði,“ segir Halldór. En frá mars 2019 til ágúst 2021 hafi launavísitala á al- mennum markaði hækkað um 16%, 18% hjá ríkinu og 24% hjá sveit- arfélögunum. Skýrist ekki af lægri launum „Því hefur verið haldið fram að umframhækkun sveitarfélaganna skýrist af því að laun þar séu lægri en á almennum vinnumarkaði. Það stenst ekki skoðun. Lægri meðallaun geta skýrt um 1% viðbótarhækkun en raunhækkun er nær 7% umfram almenna markaðinn. Meðallaun hjá ríki eru hins veg- ar hærri en á al- mennum markaði og því hefðu krónutöluhækk- anirnar átt að hækka meðallaun ríkisstarfsmanna minna en á al- mennum mark- aði, eða sem nem- ur 1%. Almenni vinnumarkaðurinn verður að vera leiðandi við gerð kjarasamninga. Sú þróun sem birtist okkur í tölum kjaratölfræðinefndar gengur ekki upp til lengdar og er uppskrift að launaskriði á almenna markaðnum,“ segir Halldór Benjamín og víkur að þeirri ályktun í ViðskiptaMogganum að það kosti á aðra milljón að meðal- tali að ráða hvern ríkisstarfsmann, ef launin nálgast milljón. Hann segir þetta vanmat. Launatengd gjöld, líf- eyrissjóður, tryggingagjald og ýmis sjóðagjöld bæti yfir 20% ofan á greidd laun og laun fyrir óunninn tíma, orlof, rauðir dagar og veikindi starfsmanna og barna þeirra, bæti öðrum 20% við. Að teknu tilliti til annars kostnaðar, s.s. launa í neyslu- hléum, sé kostnaðurinn 55-60% ofan á laun fyrir virkan vinnutíma. Við þetta bætist ýmis annar kostnaður. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir það ekki geta gengið upp að hið opinbera leiði launaþróun á Íslandi. Fram kom í ViðskiptaMogganum í gær að heildarlaun ríkisstarfsmanna nálgast að vera að meðaltali milljón eftir hækkanir síðustu ára. „Samanburður á launaþróun opin- berra starfsmanna samanborið við almennan vinnumarkað er sláandi. Mælingar Hagstofunnar hafa stað- fest að útfærsla lífskjarasamningsins hjá hinu opinbera hafi leitt til meiri Hækkanir uppskrift að launaskriði - Framkvæmdastjóri SA segir ekki ganga upp að hið opinbera leiði launaþróun - Kostnaður við hvern ríkisstarfsmann sé langt umfram meðaltal heildarlauna Halldór Benjamín Þorbergsson 2. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.37 Sterlingspund 172.59 Kanadadalur 101.25 Dönsk króna 19.767 Norsk króna 14.3 Sænsk króna 14.291 Svissn. franki 140.94 Japanskt jen 1.1466 SDR 181.34 Evra 147.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.5105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.