Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 ✝ Reynir Bene- diktsson fædd- ist 5. janúar 1946 í Reykjavík. Hann lést á sjúkrahúsi í Alicante á Spáni 11. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Benedikt Kristinsson, f. 17. sept. 1906, d. 18. maí 1986 og Anna Elín Guðmunds- dóttir, f. 27. ágúst 1917, d. 22. ágúst 1993. Systkini Reynis eru Ragnheiður Benediktsdóttir, f. 8. desember 1936, Þorbjörg Lára Benediktsdóttir, f. 12. des- ember 1941, Sigurður Hjörtur Benediktsson, f. 31. ágúst 1943, d. 1. september 1998, Stella Sig- ríður Benediktsdóttir, f. 16. apr- íl 1950 og Jóhannes Viðar Bjarnason, f. 9. ágúst 1955. Reynir kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Gunn- arsdóttur, f. 19. ágúst 1946, þann 21. ágúst 1969. Synir þeirra eru Rúnar Reynisson hljóðtæknimaður, f. Hann byrjaði ungur að stunda sjómennsku sem háseti á hinum ýmsu togurum og fiski- skipum í Reykjavík og síðar á Rifi á Snæfellsnesi. Þangað flutti hann ásamt verðandi eig- inkonu sinni í ársbyrjun 1966 og nokkurra mánaða syni þeirra og hófu þau búskap sinn á Hell- issandi 19. nóvember sama ár og bjuggu þar um tuttugu ára skeið ásamt sonum sínum fjór- um. Reynir hlaut stýrimannsrétt- indi veturinn 1973 og starfaði sem stýrimaður og skipstjóri til ársins 1996 frá Rifi og frá Hafn- arfirði. Hann átti og gerði út sína eigin báta nokkrum sinnum á sinni sjómannstíð og var virk- ur í félagsstörfum og stéttabar- áttu. Hann var um tíma formað- ur Verkalýðsfélagsins Aftureld- ingar á Hellissandi ásamt því að vera í Sjómannadagsráðinu þar. Hann var lengi varaformaður Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Öldunnar og sat sem varamaður í stjórn Félags skipstjórnarmanna. Reynir sinnti ýmsum störfum í landi að lokinni skipstjórnartíð sinni og varði tíma sínum að mestu með eiginkonu og afkomendum sín- um. Útför Reynis fer fram í dag, 2. desember 2021. 26. júní 1965. Einar Ingi Reynisson stýri- maður, f. 20. janúar 1975. Benedikt Reynisson kynning- arfulltrúi, f. 5. ágúst 1977, sambýliskona hans er Rósa María Óskarsdóttir. Gunn- ar Reynisson húsa- smiður, f. 10. janúar 1979, eiginkona hans er Sigríður Kristín Kristþórsdóttir. Barna- börn þeirra eru: Kristþór Reynir og Ása Margrét Gunnarsbörn, Konráð Ari, Reynir Erling og Óskar Glói Benediktssynir. Reynir ólst upp í Laugarnes- hverfinu í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla. Ungur að aldri var hann sendur í sveit austur fyrir Stokkseyri sem og á Hafra- nes í Reyðarfirði. Hann var snemma efnilegur íþróttamaður og skaraði hann fram úr í hand- knattleik, setti Íslandsmet í skriðsundi ungur að aldri og var einnig mjög lipur á skautasvell- inu. Elsku pabbi minn, orð eru fremur fátækleg til að lýsa þakk- læti mínu og tilfinningunum í þinn garð. Allt frá blautu barnsbeini hef ég verið stoltur að fá að eiga Reyni Ben sem föður. Pabbi var harð- duglegur, áreiðanlegur og alltaf til staðar. Ég minnist þess þegar ég var barn og fjölskyldan bjó á Hellis- sandi þar sem faðir minn var far- sæll skipstjóri. Pabbi tók mig með sér á sjóinn, en ég fékk maga- kveisu í öll skiptin. Þegar í land var komið var ég spurður á bryggjunni hvort ég hefði verið sjóveikur? Áður en ég gat svarað greip pabbi fram í: „Nei dreng- urinn, hann fann ekki fyrir því.“ Því hefur oft verið fleygt fram að pabbi hafi átt níu líf og get ég heilshugar tekið undir það. Hann var um borð í mb. Gunnari Há- mundarsyni þegar hann sökk út af Langanesi 10. september 1962. Forlögin sáu til þess að Gunnar móðurafi minn sem þá var skip- stjóri á Kristjáni Hálfdáns kom pabba og áhöfn til bjargar. Pabbi hafði þá ekki hugmynd um að skipstjórinn ætti gullfallega dótt- ur sem ætti eftir að verða stóra ástin í lífi hans. Er það sú kona sem mér hefur hlotnast sá heiður að eiga fyrir móður. 25. febrúar 1980 þegar faðir minn var á Saxhamri, þá skolaði honum með brotsjó út úr stýris- húsinu og fyrir borð. Fyrir ein- staka mildi tókst honum að grípa í borðstokkinn á fluginu og hékk ut- an á síðu skipsins, uns honum tókst að vega sig aftur um borð. Það var þekkt í flotanum hvað pabbi átti gott með að leggja tölur á minnið og geymdi hann snur- voðableyðurnar sínar í hausnum á sér. Var hann þó boðinn og búinn að miðla þekkingu sinni til þeirra skipstjóra sem til hans leituðu. Pabbi vildi aldrei neitt umstang í kringum sig. Hann vildi t.d. ekki vera heiðraður á sjómannadaginn og bikarinn sem hann fékk til eignar eftir að hafa unnið stakka- sundið þrjú ár í röð notaði hann sem skrúfubox í bílskúrnum. Pabbi var maður fárra orða en það sem hann sagði var fullt af visku. Ef það var eitthvað sem honum mislíkaði í gjörðum fólks og gat ekki umborið, þá sagði hann þeim það beint út sama hver átti í hlut. Hann lagði það ekki í vana sinn að baktala eða blóta neinum, nema þá kannski kvótakerfinu og póli- tíkusum í fréttatíma sjónvarps. Faðir minn var með sterka réttlætiskennd. Hann reyndi aldr- ei að móta mínar skoðanir en dró mig þó á stofnfund Frjálslynda flokksins sem haldinn var í gömlu Rúgbrauðsgerðinni í nóvember 1998, þar sem helsta baráttumálið var að breyta fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Hann fór með mig á fundi hjá Skipstjóra- og stýrimanna- félagi Öldunnar þar sem hann sat í stjórn og þar sem ég var nú í Stýrimannaskólanum fannst pabba brýnt að ég skyldi láta þessi málefni mig varða. Þeir sem til föður míns þekktu vita að hann notaði iðulega orðið elskan. Hann var ekki mikið fyrir að tjá tilfinningar sínar í orðum, heldur sýndi hann þær í verki og naut ég góðs af því. Faðir minn nærðist á því að hjálpa þeim sem stóðu honum næst. Pabbi var dugnaðarforkur og harðjaxl, allt fram á seinasta dag. Þú hefur verið mín helsta fyr- irmynd og verður alltaf. Farðu í friði, elsku pabbi minn. Meira á www.mbl.is/andlat Þinn sonur, Einar Ingi. Elsku besti pabbi minn. Ég man vel þegar ég upplifði sorg og fann að þú varst ekki ódauðlegur harðjaxl þegar ég heimsótti þig á Landspítalann við Hringbraut fyrir um 25 árum. Þar sá ég þig fyrst í sjúkrarúmi þar sem þú varst að jafna þig eftir hjartaáfall- ið þitt og ég fór bak við glugga- tjöldin að fela tárin af því ég vildi ekki að þú sæir mig gráta. Þegar ég horfi til baka sé ég hvað þetta er sérstakt en þetta var það sem ég kunni þá og ég veit hver við- brögð þín hefðu verið hefði ég grátið fyrir framan þig. Út á við varstu harðjaxl sem var alltaf mættur fyrstur allra og alltaf síðastur til að fara og ef það var eitthvað sem þú vildir alls ekki gera var það að láta bíða eftir þér. Þegar ég hugsa til þín og hvaða orð þú sagðir langoftast af öllum þá var það orðið „elskan“ og al- gengasta spurningin þín til mín var: „Hvað get ég gert fyrir þig elskan mín?“ Þú varst alltaf til reiðu og ekkert verk var of mikið skítverk fyrir þig og ég veit að lík- ami þinn var ekki alltaf ánægður með seigluna þína enda var áfalla- og sjúkrasaga þín lengri en lang- flestra. Til að hlífa þér vorum við fjölskyldan farin að fela fram- kvæmdir fyrir þér af því að við vissum að þú værir strax mættur ef það þyrfti að koma einhverju í verk. Bak við alla eljusemina, hörk- una, og ósérhlífnina sem var þinn skrápur var óendanleg ást og hlýja. Þessi hlýja var alltaf til staðar en hún kom enn meira í ljós með árunum og ég veit nú að ég hefði fengið hana margfalt til baka hefði ég grátið fyrir framan þig á Landspítalanum um árið. Sem barn og unglingur mynd- aði ég sjálfur minn skráp sem að hluta til er sá að ég vil ekki sýna öðrum mig og að ég verði að vera harður og standa mig líkt og þú gerðir allt til síðasta andardráttar. Ég er þér og mömmu ævinlega þakklátur fyrir fórnir ykkar í mína þágu og strákanna minna, þið studduð hvort annað og þú gafst þig allan í þitt hlutverk sem faðir og afi. Allt sem þú kunnir og gast gafstu frá þér og sérhlífni var ekki til í þér. Aldrei léstu styggð- arorð falla um nokkra manneskju en lást þó aldrei á skoðunum þín- um og stóðst alltaf með þér eða öðrum sem minna máttu sín. Sam- kennd þín og réttlætiskennd var ótæmandi og það tók mig langan tíma að ná utan um hvernig þú sýndir ást þína. Þau sem hafa ver- ið náin mér hafa heyrt mig tjá hversu erfitt mér þótti að heyra ekki orðin: „Ég elska þig.“ Blessunarlega varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta mann sem sagði mér nokkuð sem ég mun aldrei gleyma: „Pabbi þinn er alltaf að segja þér að hann elski þig en hann gerir það ekki með orðunum heldur með tilfinning- unni.“ Þegar ég heyrði þetta var níðþungu fargi af mér létt og ég sá þig og ást þína svo skýrt. Þú varst ekki maður sem tjáði sig mikið með orðum en nærvera þín, rödd- in og þjónustan var hlýrri og meiri en hægt er að lýsa með orðum. Fólk jafnt sem dýr löðuðust að þessari hlýju þinni og maður sá að börn, konur, dýr og veðurbarðir harðjaxlar ljómuðu í þinni nær- veru eða einfaldlega heyrðu á þig minnst. Takk elsku pabbi minn, þú gerðir allt. Benedikt Reynisson. Reynir Benediktsson HINSTA KVEÐJA Enga rödd ég heyri, ekkert faðmlag fæ, ekkert bros að morgni, enginn segir hæ, snöggt til himna fórstu, lífið frosið er, en minningarnar ylja, þær búa í hjarta mér, þær kraft mér gefa og gleði, yfir því að vera til, og von og trú á lífið, sem ég njóta áfram vil. (Steinunn Valdimarsdóttir) Þín Jóhanna. - Fleiri minningargreinar um Reyni Benediktsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðmunda Jó- hanna Dag- bjartsdóttir fæddist í Neðri Hvestu, Hærribæ í Ket- ildölum Arnarfirði 8. október 1922. Hún lést á Landspít- ala 16. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Bogadóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1894 í Hringsdal í Ket- ildalahreppi, d. 5. mars 1944, og Dagbjartur Elíasson útvegs- bóndi, f. 27. júlí 1890 að Upp- sölum í Selárdal, d. 31. ágúst 1978. Munda eins og hún var kölluð var 5. í röðinni af 12 al- systkinum sem eru: Lára, f. 24.7. 1917, d. 7.3. 2013, Bogey Kristín, f. 10.10. 1918, d. 21.2. 2014, Halla, f.20.1. 1920, d. 16.7. 1990, Guðrún Jóna, f. 8.7. 1921, d. 23.8. 2005, Kristín, f. 12.7. 1924, d. 2.6. 2016, Elías Jón, f. 12.12. 1925, d. og Magnúsar Sveinssonar frá Hvilft í Önundarfirði, skipstjóra og stýrimanns, f. 20.6. 1888, d. 16.1. 1947. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Sigríður, f. 1.2. 1945, kennari, gift Ingimar Heiðari Þorkels- syni, f. 25.10. 1942, viðskipta- fræðingi. Þeirra börn eru: a) Þorgerður Jörundsdóttir, B.A. í heimspeki og myndlistarmaður, f. 24.7. 1969. Dóttir dr. Jörundar Hílmarssonar, fyrri eiginmaður Jóhönnu. Þorgerður er gift Óskari Sturlusyni, tölvunarfræðingi. Börn þeirra eru: Solveig gift Bjarka Ármannssyni, Jörundur, Eiríkur, Dagbjartur og Sturla. b) Pétur Guðmundur Ingimarsson, tölvunarfræðingur, giftur Eevu Anttinen. Þau eiga Iivari Ingi- bjart og Hildu Hönnu. c) Heiðar Örn Ingimarsson B.S. í lækn- isfræði. 2) Magnús Þórir, f. 28.9. 1946, fluggagnafræðingur, kvæntur Kristínu Guðmunds- dóttur fóstru. Þeirra börn eru a) Margrét, f. 1966, sálfræðingur, gift Bjarna Einarssyni. Þeirra börn eru: Benjamín, unnusta hans er Tinna Vibekka, og Mirra. b) Pétur Magnússon, f. 1968, iðnrekstrarfræðingur kvæntur Selmu Unnsteinsdóttur. Þau eiga Kristmund, Berglindi og Magnús Emil. 3) Ólöf Guðrún, f. 29.4. 1957, hjúkrunarfræð- ingur og myndlistarmaður, gift Þorsteini Njálssyni lækni. Þeirra börn eru a) Tómas Davíð, mann- auðsstjóri, kvæntur Elenu Lo- sievskaja. Þau eiga: Stefán Bald- ur, Elísabetu Ásu og Daníel Frey. b) Matthías Guðmundur, tölvunarfræðingur. c) Lovísa Margrét verkfræðingur. d) Njáll Pétur verkfræðingur, unnusta hans er Bethany Erin. e) Ísabella Ólöf, B.A. í heimspeki, gift Han- lin Wang og Alexander háskóla- nemi. Guðmunda Jóhanna var fé- lagslynd. Hún var meðlimur í Frímúrarareglu karla og kvenna í 70 ár og sinnti þar ýmsum störf- um. Hún sinnti eigin rekstri og vann á Ægisborg. Útför Guðmundu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 2. desember 2021, kl. 13. Vegna fjöldatak- markana verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://laef.is/Munda/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 22.2. 1995, María, f. 18.8. 1927, d. 26.4. 2016, Ragnhildur Hólmfríður, f. 14.11. 1928, d. 13.9. 1986, Þóra Rúna, f. 2.12. 1931, d. 13.11. 1976, Oddur Kristinn, f. 7.3. 1933, Einar Gísli, f. 26.7. 1936, og hálf- systir Laufey f. 20.10. 1920, d. 6.6. 2005. Guðmunda ólst upp í Hvestu við fjölbreytt sveitastörf. Þegar hún kom til Reykjavíkur vann hún á Hvítabandinu og var síðan á ár- unum 1942 til 1943 nemandi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún giftist 21. júní 1944 Pétri Magnússyni, atvinnurekanda og seinna í endurskoðunardeild Seðlabanka Íslands, f. í Reykja- vík, 10.10. 1915, d. 11.3. 2003. Hann var sonur hjónanna Jó- hönnu Pétursdóttur frá Patreks- firði, f. 25.9. 1890, d. 19.1. 1920, Allt hefur sinn tíma hér á jörðu. Nú hefur fjölskyldan misst ættmóður sína, „rós“ sem óx og dafnaði undir háum hamrabjörgum Vestfjarða. Móð- ir mín Guðmunda Jóhanna er fædd í Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði. Næsti dalur við Hvestu er Hringsdalur, en þar fæddist og ólst upp móðir henn- ar Þórunn. Á milli bæjanna gnæfir Hringsdalsnúpurinn hár og tignarlegur. Landið mótar börnin sín og gerir þau lík sér. Fegurð landsins er óviðjafnan- leg á góðum dögum en getur verið farartálmi þegar veður eru válynd. Móðir mín er alin upp á kær- leiksríku heimili, við kvöldvökur, guðsorð, hljómlist, sálma, söng, vísur og ljóð, sem fylgdu henni fram á síðasta dag, lestur Ís- lendingasagna, taflmennsku, vinnu innanhúss og útiverk. Hún þótti góð í að leita uppi lömb sem fallið höfðu niður í gjótur og ærnar gátu ekkert að gert. Hún stundaði sund, var mjög skipulögð og hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum. Kærleika og hjartahlýju áttir þú nóg af og ekki þurftum við að fara langt því næga vináttu fengum við hjá þér. Í lífinu hef- ur hamingjan verið mér hliðholl, að eignast slíka foreldra sem ykkur pabba er ekki sjálfgefið. Líf þeirra var auðvitað ekki allt- af auðvelt, en gæfan var þeirra megin sökum lyndiseinkunnar þeirra. Það var mér mikils virði ungri, nýfarin að kenna í Mela- skóla, þegar Sigríður Eiríksdótt- ir kennari sagði mér frá áliti sínu á þeim. Það var gott að heyra frá henni það sem ég vissi. Stórfjölskylda mömmu leitaði stundum til þeirra og fóru þau aldrei bónleysu. Pabbi var kletturinn, sá um fjárhaginn, og mamma dugnaðurinn og gjaf- mildin. Þau bættu hvort annað upp. Þau voru bæði náttúruunn- endur, höfðu mikinn áhuga á ræktun landsins og að fegra allt umhverfis sig, sem heimili þeirra ber vott um. Móðir mín er skírð í höfuðið á tveimur mönnum, sem amma hennar Kristín Árnadóttir ól upp, en þeir voru frá barnmörg- um heimilum, en fórust við fisk- veiðar í Arnarfirði. Þeir vitjuðu nafna hjá Þórunni ömmu. Afi Dagbjartur var ekki sáttur en varð að lúta í lægra haldi. Mamma sagði oft að þeir fylgdu sér og styddu. Allt er afmarkað í tíma og rúmi. Nú ert þú farin til hins ei- lífa austurs. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga. Takk, elsku mamma, fyrir allt. Þú fékkst rúmlega 99 ár á jörðinni, alltaf heilbrigð, gefandi og farsæl. Er hægt að biðja um meira? Þín elskandi dóttir, Jóhanna Sigríður Pétursdóttir. Elsku amma mín. Amma mín Guðmunda Jó- hanna Dagbjartsdóttir var fædd í Fremri-Hvestu í Arnarfirði. Hún var ein af tólf systkinum og var hún fimmta elst. Systurnar voru níu og bræðurnir þrír. Af systkinahópnum eru tveir bræð- ur á lífi, Oddur Kristinn og Gísli. Amma sagði mér að hún hefði fyrst séð afa, Pétur Magnússon, þegar hann kom ríðandi á hvít- um hesti inn í Arnarfjörð. Afi var þá nýkominn frá Kanada, þar sem hann ólst upp frá fimm ára aldri. Þar kviknaði kannski fyrst neistinn í sambandi þeirra. Amma var mikill dugnaðar- forkur og spakmælið „Á morgun segir sá lati“ lærði maður fljótt. Hún vann í rækjunni á Bíldu- dal á unglingsárum og hjálpaði til á heimilinu. Hún hugsaði um aldraða ömmu sína, Kristínu, sem þá bjó á heimilinu. Þegar amma flutti suður átján ára gömul til Reykjavíkur réð hún sig til starfa á Hvítabandið, lítið sjúkrahús efst á Skólavörðustíg. Einnig fór hún í Húsmæðraskól- ann í Reykjkavík 1942-43. Ömmu langaði alltaf að fara í hjúkrun en hjúkrunarnemar á þessum tíma þurftu að búa í heimavist, svo það gekk ekki upp. Amma og afi giftust 1944 og voru þau gift í 59 ár. Þau leigðu til að byrja með á Lauga- vegi 144, en fluttu síðan árið 1949 í Sörlaskjól 9 í Vesturbæn- um. „Framkvæma meira en tala minna“ var annað spakmæli sem maður heyrði oft ömmu segja. Amma vildi alltaf gefa og hjálpa þar sem hún gat. Hún hugsaði alltaf um aðra fyrst. Sörlaskjól 9 var hannað þann- ig að það var verslunarhúsnæði í öðrum enda þess. Afi var sjálfur með verslunina þangað til hann hóf störf í endurskoðunardeild hjá Seðlabanka Íslands. Árið 1965 tók amma sjálf við rekstr- inum og rak hún nýlenduvöru- verslunina Vör í 15 ár. Amma var mikill fagurkeri, hafði unun af fallegu umhverfi og elskaði rósirnar sínar í garðinum. Allt spratt í kringum hana börn og blóm, þvílík var umhyggja henn- ar. Afi og amma höfðu gaman af að ferðast og oft var gestkvæmt í Sörlaskjólinu. Amma hugsaði um afa í 7 ár eftir að hann fékk blóðtappa, allt þar til hann lést árið 2003. Afi og amma voru bæði í al- þjóðlegri Frímúrarareglu karla og kvenna. Amma hafði unun af því að fara í sund og var hún oftast með þeim fyrstu sem mættu í Vesturbæjarlaugina á morgn- ana. Hún hafði gríðargott minni og gat þulið upp heilu ljóðabálk- ana á góðum stundum. Sérstak- lega var hún iðin við að fara með vísur og ljóð fyrir barnabörnin, sem hún passaði oft á meðan heilsan leyfði. Að lokum gaf hún okkur þá gjöf að geta verið með okkur á heimili hennar, þegar hún hélt upp á 99 ára afmælið sitt 8. október síðastliðinn. Sú stund mun seint líða úr minni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Njáll Pétur Þorsteinsson. Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir - Fleiri minningargreinar um Guðmundu Jóhönnu Dag- bjartsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.