Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 43

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Ljósaskipti Austurhiminninn yfir Hellisheiðinni var litríkur í ljósaskiptunum í gær og gufan frá Hellisheiðarvirkjun og jarðhitasvæðunum var áberandi og steig hátt til himins. Eggert Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjart- sýni varðandi þau tækifæri sem til stað- ar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt sam- félagið og lagfært það sem þarf að laga. Það er einlæg skoðun mín að eitthvert besta skref til auk- innar skilvirkni í kerfinu hafi verið tekið með ákvörðun um sérstakt innviðaráðuneyti. Það er algjörlega ljóst að samþætta þarf skipulags- mál sveitarfélaga til að fá betri yf- irsýn yfir uppbyggingu húsnæðis í nútíð og framtíð og annarra þátta; svo sem vegaframkvæmda. Mik- ilvægt er að gera nauðsynlegar breytingar á starfsemi Skipulags- stofnunar til að auka skilvirkni í framkvæmdum öllum, en í mínum huga hefur sú stofnun staðið brýnni uppbygginu verulega fyrir þrifum á undanförnum árum og mætti líklega með réttu nefna Taf- arstofnun ríkisins. Ánægjulegt er að sjá áherslu á styrkingu iðn- og verknáms um land allt koma fram með skýrum hætti í stjórnarsátt- málanum og að Tækniskólinn skuli byggður í Hafnarfirði í samræmi við þá viljayfirlýsingu sem und- irrituð var nú í sumar. Kvikmyndir og græn atvinnu- uppbygging Það var ánægjulegt að sjá fréttir af því að nýlega hefði ráðherrum borist bréf frá streymisveitunni HBO þar sem lýst var yfir áhuga á því að taka upp að fullu upp stór verkefni hér á landi ef kosning- arloforð Framsóknar um hækkun endur- greiðsluhlutfalls á sjónvarps- og kvik- myndaverkefni myndu ná fram á ganga. Enn ánægju- legra var að sjá það koma skýrt fram í stjórnarsáttmálanum að alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi sjón- varps- og kvikmynda- efnis yrði eflt enn frekar. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að hraða orkuskiptum og setur það fram með skýrum hætti. Markmiðið er að Ísland nái kolefn- ishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Eigi þessi metnaðarfullu og góðu markmið að nást, er nauðsynlegt að skapa sátt um nýjar virkjanir sem byggja munu upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Lokið verður við þriðja áfanga ramma- áætlunar og kostum í biðflokki verður fjölgað til að bregðast við þeim áskorunum sem fram undan eru. Sérstök lög verða sett um nýt- ingu vindorku með það að mark- miði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Þetta eru góð skref og mikilvæg. Eftir Ágúst Bjarna Garðarsson » Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru. Ágúst Bjarni Garðarsson Höfundur er þingmaður Framsóknar. Skipulagsmál og Tækniskólinn til HafnarfjarðarKjarnorku- sprengjan og Rúss- arnir eru ekki lengur einu grýlurnar, það er komin ný: Kolefn- issporið. Allir eiga nú að minnka kolefn- issporið til að koma í veg fyrir hamfara- hlýnun. Risavaxnar ráðstefnur eru haldn- ar. Sameinuðu þjóð- irnar senda frá sér grýlusögur um mestu vá mann- kyns. Vesturlönd mörg hafa þegar sett lög og reglugerðir á hana. Baráttan við nýju grýluna er þegar farin að kosta geigvænlegar fjárhæðir og umhverfisspjöll. „Orkuskipti“ þýða að léleg orku- mannvirki eru reist og rekin með almannafé, hagkvæmum orkuver- um er lokað. Varasöm farartæki eru niðurgreidd með almannafé. Rafmagn notað þar sem óhagstætt er að nota það. Fjárfest í „græn- um“ verkefnum sem almannasjóð- ir eru látnir borga tapið af beint og óbeint. Mýrarvilpur end- urheimtar og kýrnar skammaðar fyrir að leysa vind. Lélegt elds- neyti framleitt úr lélegum hráefn- um (koltvísýringi og vatni), kostn- aður (taprekstur) greiddur með „kreditum“, peningum sem koma frá arðgefandi fyrirtækjum. Felu- leikur til að leyna því að heimili og fyrirtæki standa undir óheyri- legri sóun orkuskiptanna. Orkukreppa og efnahags- hrörnun, afleiðingarnar, eru komnar í ljós, orkukreppa sem leiðir af sér ekki bara of hátt orkuverð heldur líka skort. Ástandið fer dagversnandi í Evr- ópusambandinu og víðar þar sem grýlan leikur lausum hala. Ófor- sjálnin og óðagotið er mikið, for- sjálir menn rífa ekki húsið sitt áð- ur en nýja húsið er tilbúið, hvað þá orkukerfið. Fyrirtæki og fjöl- skyldur flýja vegna hás kostnaðar og óöryggis. Alvarleg efnahags- hrörnun er skollin á. Grýlan sjálf, kolefnissporið, koltvísýringurinn sem mannkyn sendir út í andrúmsloftið, er samanlagt ríflega 30 milljarðar tonna á ári. Jörðin sjálf sendir frá sér um 800 milljarða tonna á ári og tekur upp svipað magn. Upptaka jarðar fer vaxandi og gróð- urvöxtur eykst þegar meira er í loftinu sem stöðvar aukninguna með tímanum. Nú eru 3.000 milljarðar tonna, ríflega 0,04% af loft- hjúpnum, koltvísýringur. Aðrar gróðurhúsalofttegundir, s.s. haug- loft (metan), eru í litlu magni og hafa hverfandi áhrif þótt margir haldi fram hinu gagnstæða. Ekki er vitað hvernig ástandið væri ef engir menn væru á jörðinni. En vitað er að þegar jurtagróðurinn var einna öflugastur, löngu fyrir daga mannsins, var 15-20 sinnum meira af koltvísýringi í loft- hjúpnum en nú er. Þótt Kínverjar og Indverjar brenndu öllum sínum kolalögum (250 milljörðum tonna) mundi það ekki valda neitt nálægt þeim koltvísýringsstyrk sem var í því góðæri. Athuga ber að almennt aðgengi- legar upplýsingar um loftslag eru oft óáreiðanlegar, óskhyggja, ágiskanir og jafnvel falsanir frá stofnunum og fólki sem eru í gísl- ingu nýju grýlunnar. Loftslagshlýnunin er okkur sagt að sé vegna þess að vaxandi koltvísýringur taki upp vaxandi hluta af varmageisluninni frá jörð- inni sem annars færi út úr gufu- hvolfinu. Í þessu felst grófasta rangfærslan um loftslagsbreyt- ingar. Það rétta er að gróðurhúsa- lofttegundirnar sem fyrir eru í lofthjúpnum taka nú þegar upp nær alla útgeislun sem þær á ann- að borð geta tekið upp. Það breyt- ist lítið þótt meira verði af þeim í loftinu. Koltvísýringurinn tekur aðallega upp bylgjulengdirnar 4,3 og 14,9 míkron, haugloft aðallega 3,8 og 8 míkrón en útgeislunin sem sleppur út úr gufuhvolfinu er ekki á þeim bylgjulengdum heldur aðallega í kringum 10 míkrón, sem gróðurhúsalofttegundirnar geta ekki tekið upp. Gróðurhúsaáhrifin stafa að- allega (9/10) af loftraka. Áhrifa- þættir loftslags eru margir, s.s. ský, geimgeislar og sólin sem yfir- gnæfir. Áhrif, samspil og þróun þáttanna er ekki vel þekkt, líklega mun langur tími líða þar til full yfirsýn næst. Þó er orðið ljóst að aðalatriði varmaupptöku loftteg- undanna upplýsast með innrauðu bylgjurófi þeirra og geislastyrks- mælingum eins og lýst var hér á undan þótt þeir sem skálda grýlu- sögurnar reyni að gera málið flóknara. Hitastig samkvæmt öruggum mælingum síðustu 100 árin hefur ekki staðfest hlýnunar- áhrif koltvísýrings, t.d. var kólnun á árunum 1965-1979 þótt koltví- sýringurinn hafi verið í vexti. Rannsóknir á loftslagi fyrri skeiða sýna að koltvísýringur og hitastig breytast óháð hvort öðru þótt viss aukning koltvísýrings verði jafnan eftir að loftslag hlýnar. Kolefnissporið spillir ekki lofts- laginu, sú grýla má gefast upp á rólunum strax áður en hún tekur okkur í pokann og fer með okkur til Leppalúða. Fátækir Indverjar geta haldið áfram að nota kolin sín, það gagnast okkur í uppsker- unni. Og við getum keyrt áfram á góðum bílum í fallegu vindmyllu- lausu landi. Loftslagsbreytingar vegna „kolefnisspors“ mannkyns verða aldrei annað en dropi í haf stöðugra náttúrulegra loftslags- breytinga; hlýnunar fyrir 11.700 árum, kólnunar síðustu 8.000 árin, sveiflna inn á milli og áfram. Eftir Friðrik Daníelsson » Þeir sem skálda grýlusögurnar reyna að gera einfalt mál flókið. Kolefnisspor manna spillir ekki loftslaginu. Friðrik Daníelsson Höfundur situr í stjórn Frjáls lands. Kolefnissporið er ný grýla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.