Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U L L O G D E M A N TA R 50 ÁRA Sigurður Stefán fæddist á Akureyri, ólst upp á æskuheimilinu í Byggðavegi 101 á Brekkunni og varð stúdent frá náttúrufræðibraut MA árið 1991. Um haustið fór hann í viðskiptafræði í Há- skóla Íslands, en fann sig ekki í því námi og fór aftur til Akureyrar og vann þar í Bókabúð Jónasar í mið- bænum næstu tvö árin. „Svo dreif ég mig í ensk- unám í HÍ 1994, lauk BA-prófinu árið 1997 og síðan kennslufræði til kennsluréttinda árið eftir. Það eru margir kennarar í kringum mig í fjölskyldunni, systur mínar tvær, tvær móðursystur, pabbi kenndi ensku í hlutastarfi í nokkur ár við Gagnfræðaskól- ann og afi minn, Sigurður Haraldsson, var farandkennari á Austurlandi fyrir um 100 árum, þó sá árafjöldi hljómi furðulega.“ Eftir námið fór Sigurður í hálft ár til Hollands að kenna ensku þar sem hann kynntist konu sinni, Thamar Melanie Heijstra, sem er prófessor í félagsfræði við HÍ. Árið 1999 hóf Sigurður störf við enskudeild Garðaskóla í Garðabæ þar sem hann kennir enn. Sigurður er áhugamaður um enska boltann og gallharður Liverpool- maður frá unglingsárum. „Svo hef ég verið á kafi í golfinu í nærri 40 ár. Golf- ið er tæknileg íþrótt en líka félagsleg, og hefur í heild gefið mér mikið. Við förum samhliða golfinu í ræktina, og potturinn er alltaf góður á eftir öllu sprikli. Á veturna eru það svo skíðin og við höfum líka ferðast heilmikið.“ Sigurður Stefán Haraldsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gerðu enga samninga, hvorki stóra né smáa, án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Leitaðu uppi gleði því hún bætir og kæt- ir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Daginn ættir þú að nota í til- raunastarfsemi í eldhúsinu. Ekki efast um þig og þína getu, þú ert miklu klárari en þú heldur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ekki hafa samviskubit, þú gerðir þitt besta í aðstæðum sem þú dast inn í. Farðu í göngutúr í náttúrunni og hreins- aðu hugann. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Takist þér ekki að koma málstað þínum til skila tekst engum það. Láttu engan bilbug á þér finna. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú getur þurft á góðum ráðum að halda til þess að koma ákveðnu verkefni í höfn. Líf þitt breytist til batnaðar snemma á komandi ári. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ný ástarsambönd eru í uppsiglingu. Mundu að láta ekki segja þér fyrir verk- um. Þú ert verkstjórinn í þínu lífi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Láttu það nú eftir þér að hrinda draumum þínum í framkvæmd þótt það kosti einhverjar fórnir. Góð- mennska þín á sér engin takmörk. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. Vertu viðbú- in/n því að aðrir komi þér á óvart næstu daga. Þú kannt að hressa fólk við. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú munt sjá að samvinna skil- ar betri árangri en að hver sé í sínu horni. Reyndu að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir þína framtíð. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu það sem aðrir segja um fyrirætlanir þínar sem vind um eyru þjóta (ef það er eitthvað neikvætt). Maki þinn kemur þér rækilega á óvart. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda. Eitt góðverk á dag er stefna þín þessa dagana. 1982 og stofnaði eitt af fyrstu verð- bréfafyrirtækjum landsins, Ávöxtun. „Þá var íslenskt viðskiptaumhverfi áratugum á eftir því sem þekktist t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi, og ég kom með margar nýjungar og var viðriðinn fjölmörg önnur fyrir- tæki. En ég fékk aldrei frið frá yf- irvöldum. Á þessum tíma rýrðu bankarnir sparifé landsmanna en þeir sem tóku lán græddu. Þetta var alveg absúrd staða og mjög staðnað kerfi. Að lokum tókst kerfinu að sprengja Ávöxtun í loft upp 1988 og ég stóð bara á sviðinni jörð og þurfti að byrja upp á nýtt eins og Þjóð- verjar eftir seinni heimsstyrjöldina. Ég átti engan rétt á bótum eða stuðningi frá ríki og borg sem sjálf- stæður atvinnurekandi, svo ég varð bara að bjarga mér sjálfur. Það má segja að það tóku við ákaflega erfið ár en ég beit á jaxlinn og sagði við sjálfan mig: „Ármann, þú hefur lifað Almenna bókafélagið. Ég skynja best íslenskar rætur á vel settum ís- lenskum bóndabæjum, og þessi fróð- leikur kom allur aftur til mín þegar ég fór að skrifa.“ Ármann hóf nám í lagadeild Há- skóla Íslands en fór til London og lauk viðskiptagráðu frá London School of Foreign Trade. „Síðan lauk ég námi í viðskiptum frá London School of Economics, en ég bjó á hinu fræga Baker Street í hjarta Lundúna, þar sem sögupersónan Sherlock Holmes var látinn búa. Það er á árunum í London sem ég upp- götva sjálfan mig og ég náði að þroska minn persónuleika. Fyrir ut- an námið hellti ég mér í listalíf borg- arinnar og það nám hefur ekki síður nýst mér vel á lífsleiðinni. Ég var í viðskiptum öll sumur þegar ég var að selja og lærði þar allan grunninn í viðskiptum og sölumennsku.“ Ármann kom heim frá Lundúnum Á rmann Reynisson fædd- ist 2. desember í Reykjavík. „Ég átti að fæðast 1. desember en seinkaði um tvo klukku- tíma og korter, sem hefur komið sér vel þegar halda á veislu.“ Fyrstu sjö árin ólst Ármann upp í Laugarnes- hverfinu og síðar í Heimahverfinu og gekk í Langholts- og Vogaskóla. „Ég ólst upp við mikið ástríki foreldra minna, sem ég hef búið að allar götur síðan og undirbúið mig fyrir áföll síð- ar í lífinu. Við erum fjögur systkinin og ég var alinn upp heima, því móðir mín var húsmóðir. Hún lagði alltaf mikla áherslu á að við systkinin vær- um snyrtilega til fara og ég hef hald- ið þeim sið alla tíð.“ Ármann var í sunnudagaskóla og KFUM og var ylfingur í skátafélag- inu Birkibeinum. „Ég var sendur í sveit árið 1960 á Grund á Langanesi og hef aldrei fengið betri mysing á ævinni, en húsmóðirin útbjó hann sjálf. Ég var á alþjóðlega skáta- mótinu á Þingvöllum sumarið 1962 og þar kom Lady Baden Powells og ég hef skrifað vinjettu um þennan viðburð.“ Sumarið 1963 fór Ármann í sveit að Arnarnúpi í Dýrafirði. „Þá var ennþá strokkað á Vestfjörðum og ég hef aldrei fengið betra smjör á ævinni.“ Eftir grunnskólann fór Ármann í Kennaraskóla Íslands og lauk bæði kennaraprófi og stúdentsprófi það- an. „Ég hef samt aldrei fengist við kennslu, en námið kom sér mjög vel þegar ég var knúinn að skrifborðinu síðar á lífsleiðinni, því þar var snilld- ar íslenskukennsla. Ég hugsa að það hafi verið síðasta ósk mín að verða rithöfundur, en maður ræður stund- um ekki sinni vegferð þegar kippt er í þráðinn.“ Ármann vann öll sumur sem ung- lingur og hann bar út póst vítt og breitt um borgina í fimm sumur og kynntist henni því mjög vel. Síðan á námsárunum fór hann í söluferðir út um allt land átta sumur og kynntist bæði landi og þjóð inn að innstu rót- um. Hann seldi bæði vélar og tæki, slökkvitæki og allt mögulegt. „Síðari árin seldi ég ritsöfn í metravís fyrir svo góða daga og nú skaltu sýna þjóðinni að þú getir unnið úr þessu áfalli.““ Eftir langdregna baráttu í réttarkerfinu var Ármann dæmdur í eitt ár í fangelsi á Kvíabryggju. „Þar var ég nú bara eins og karlinn í tunglinu, uppáklæddur með þver- slaufu upp á hvern dag. Ég notaði tímann til að næra anda og sál með lestri heimsbókmennta og hlustun á klassíska tónlist og reyndi að gera sem best úr þessum tíma. Ég segi oft að kerfið gerði mig að rithöfundi og öll þessi reynsla hefur nýst mér vel. Einn daginn sat ég á álfhól og horfði yfir Breiðafjörðinn þegar ég heyrði karlmannlega rödd segja: „Ármann, þú verður að skrifa sögur til að leið- rétta mál þín.“ Svo liðu sjö ár, en sumarið 2000 var ég bara knúinn af innri krafti og vissi ekkert hvað ég var að fara að skrifa, en þessi sagna- aðferð vinjettunnar fæddist full- sköpuð frá mér.“ Ármann Reynisson vinjettuskáld og lífskúnstner – 70 ára Morgunblaðið /Hari Fagurkerinn Ármann er fæddur á aðventunni og setur upp handsmíðað, antikmálað jólatré úr Stykkishólmi frá árinu 2000. Skrautið á trénu eru dýrindis listmunir víða að úr heiminum, en hann er mikill listunnandi og safnari. Lít glaður um öxl og fram á veg Til hamingju með daginn Patreksfjörður Ingibjörg Lilja Arn- ars Pétursdóttir fæddist 27. ágúst 2020 kl. 22.01. Hún vó 3.380 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Pétur Ingi Haraldsson og Kittý Arnars Árnadóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.