Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
✝
Ólafur Hreinn
Sigurjónsson
fæddist 30. maí
1950 á Hvolsvelli.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 25.
nóvember 2021.
Foreldrar Ólafs
voru Margrét
Hreinsdóttir og
Sigurjón Sigurjóns-
son. Systkini hans
eru Björg og Sig-
urjón. Hálfsystur sammæðra
Andri, f. 18. desember 1982.
Andri er giftur Tinnu Schram
og eiga þau tvö börn, Dagbjart
Stefán og Berglindi Svövu. Son-
ur Andra úr fyrra sambandi er
Sigursteinn. Móðir hans er
Charlotte á Kósini.
Ólafur var stúdent frá
Menntaskólanum að Laug-
arvatni árið 1970, tók BS-próf í
jarðfræði frá Háskóla Íslands
árið 1975 og uppeldis- og
kennslufræði árið 1981. Hann
stundaði nám í University of
Strathclyde frá 2002 til 2003.
Ólafur starfaði lengst af sem
skólameistari við Framhalds-
skólann í Vestmannaeyjum eða
frá 1984-2017.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
eru Erla Schoell-
kopf og Þórunn
Matthíasdóttir.
Ólafur giftist
Svövu Hafsteins-
dóttur 3. október
1975. Börn þeirra
eru:
Anna, f. 28. októ-
ber 1971. Anna er
gift Haraldi Hann-
essyni og eiga þau
þrjú börn, Baldur,
Hannes og Ólaf Má.
Í dag kveð ég hann elsku
pabba minn. Á milli okkar pabba
var alltaf sterkur strengur.
Hann sagði að ég hefði hann í
vasanum og líka að þannig vildi
hann einmitt hafa það. Og þann-
ig var það svo sannarlega. Þegar
ég var kannski um fjögurra ára
gömul og mamma og pabbi fóru
til Danmerkur var ég í pössun
hjá ömmu Búddu og Martin.
Pabbi hafði alltaf lesið fyrir mig
kvöldsögu fyrir svefninn, svo
honum datt í hug að lesa uppá-
haldssöguna mína um Köttinn
með höttinn inn á segulband, svo
ég gat heyrt röddina hans alla
daga meðan þau voru í burtu.
Þetta svínvirkaði og gerði pöss-
unina þægilegri en á þessum ár-
um var ég ekki svo þægilegt
barn. Það hefur eflaust komið
sér vel hvað hann hafði ríkulega
þolinmæði að ala upp svona litla
frekjudós. Aðrir góðir eiginleik-
ar hans eins og ómæld þjónustu-
lund, hjálpsemi, jafnaðargeð,
mannvirðing auk þess að vera
barngóður, úrræðagóður og
lausnamiðaður hafa nýst mér og
mínum vel. Hann var alltaf sér-
staklega bóngóður og sagði já
næstum alltaf þegar ég bað hann
um eitthvað. Eins og þegar það
kom rotta inn til okkar og ég
hringdi í pabba sem var mættur
á núll einni og gekk frá henni, en
ég lömuð af skelfingu. Allir sem
þekktu hann vita hversu mikill
rólyndismaður hann var og hann
var almennt ekki að æsa sig eða
skamma. Þegar ég hugsa til
baka man ég eftir tveimur skipt-
um sem hann æsti sig við mig, og
vegna þess hversu sjaldan það
gerðist þá hrökk maður í kút og
hlýddi. Mér fannst alla tíð æð-
islegt að eiga hann að til að
hjálpa mér með allskonar lær-
dóm. Hann var auðvitað besti
stærðfræðikennarinn og það var
þvílíkur lúxus að hafa hann
heima sem einkakennara. Þegar
ég var svo komin í háskóla og
átti í erfiðleikum með eðlisfræð-
ina þá hjálpaði hann mér í gegn-
um síma. Drengirnir mínir nutu
svo góðs af þessu líka, þeir fóru
oft til ömmu og afa til að læra og
fengu góða hjálp frá þeim báð-
um.
Pabbi var í mörg ár skóla-
meistari Framhaldsskólans í
Vestmanneyjum og var mjög vel
liðinn af nemendum, þeir bera
honum vel söguna, hann var góð-
ur kennari, sumir kunnu að meta
svæfandi röddina, og svo var
hann líka launfyndinn, t.d. þegar
hann mætti í tíma með Michael
Jackson-grímu.
Ég minnist pabba með ást og
hlýju, hann með sína góðu mann-
kosti var mér mikil fyrirmynd,
hann kom fram við alla af virð-
ingu og sem jafningja, og hann
talaði ekki illa um fólk. Þetta hef
ég reynt að tileinka mér.
Það hefur verið sárt að fylgj-
ast með hvernig heilabilunin yf-
irtók hann. Að vera eins og læst-
ur inni í eigin líkama og missa
málið og svo smám saman aðra
færni. En nú ertu laus frá þessu,
elsku pabbi minn. Nú getur þú
farið í góða gönguferð, tekið
sundsprett, horft á Liverpool
spila og allt það sem þér þótti
svo skemmtilegt að gera. Ég trúi
því að nú gangir þú um hress og
kátur í Sumarlandinu, að þú vak-
ir yfir okkur öllum, mömmu,
börnunum þínum og barnabörn-
um og passir upp á okkur.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allt sem þú kenndir mér og
endalausa hjálpsemi og þolin-
mæði. Allar góðu minningarnar
munu hugga mig í sorginni, Guð
geymi þig, elsku pabbi minn.
Anna.
Fyrstu orðin sem koma upp í
hugann þegar Óla Hreins er
minnst eru rólegur, traustur, yf-
irvegaður og vandaður. Samleið
okkar með Óla Hreini spannar
um 53 ár og jafnvel lengur þegar
tekið er tillit til þess að Þórólfur
og hann fæddust í sama húsi fyr-
ir langt löngu á Hvolsvelli.
Sérstaklega náið samband
okkar hófst hins vegar fyrir um
52 árum þegar hann og Ögga
(Svava Hafsteinsdóttir) eigin-
kona hans tóku að stinga saman
nefjum en Ögga er systir Söru
og hann því mágur okkar og
svili. Ótalmargar samverustund-
ir áttum við öll þessi ár sem
kryddað hafa líf okkar og fyrir
það ber að þakka.
Mannkostir Óla Hreins urðu
einnig til þess að honum var
treyst fyrir mörgum trúnaðar-
störfum eins og stallaraembætti
Menntaskólans á Laugarvatni
og síðar stöðu skólameistara
Framhaldsskólans í Vestmanna-
eyjum.
Þá var hann og þau hjónin vin-
mörg og minnisstæður er erill-
inn á heimili þeirra alla tíð, bæði
í Granaskjólinu í Reykjavík sem
og í Áshamri og á Hólagötunni í
Vestmannaeyjum. Í Granaskjól-
inu, þar sem búskaparárin byrj-
uðu, var ávallt margt um mann-
inn, jafnvel nokkrir næturgestir
í þessari litlu íbúð, lúdó spilað á
mánudagskvöldum og annað
meira gert um helgar. Ekki
þurfti alltaf marga fermetra ef
við vildum vera saman og eitt
sinn um páska sváfum við fimm í
sama rúmi hjá okkur á Ránar-
götu. Einnig minnumst við ótal
sumarbústaðaferða jafnt að
sumri sem vetri.
Þótt Óli Hreinn væri að jafn-
aði rólegur og yfirvegaður þá
gat hann einnig, þegar það átti
við, verið þver og fastur fyrir og
jafnvel hækkað róminn. Einnig
var hann ágætur húmoristi og
gat svo sannarlega verið hrókur
alls fagnaðar. Rólegt fas Óla
Hreins birtist stundum í hægum
talanda og minnisstætt er þegar
eiginkonunni leiddist þófið og
botnaði setningarnar, við mis-
jafnar undirtektir. Þá var hann
mikill stuðningsmaður Liver-
pool þótt ekki væri hann íþrótta-
maður sjálfur.
Óli Hreinn var greindur með
alzheimersjúkdóm 2014 en ein-
kenni um sjúkdóminn höfðu
nokkru áður gert vart við sig.
Sjúkdómurinn ágerðist hratt hin
síðari ár og leiddi hann loks til
dauða þ. 25. nóvember sl.
Við vottum Öggu, Önnu,
Andra, fjölskyldum og afkom-
endum okkar innilegustu samúð.
Þórólfur og Sara.
Það var samheldinn hópur
ungra kennara sem hóf störf
fljótlega eftir að gosi lauk í Vest-
mannaeyjum. Einn þeirra var
Ólafur Hreinn og öllum varð
fljótlega ljóst að þar fór hæfi-
leikaríkur, traustur maður sem
gott var að leita til í leit að lausn-
um mála. Ekki skemmdi frábært
skopskyn þeirra hjóna, enda
varð heimili þeirra fljótlega mið-
depill samskipta utan skóla-
starfsins. Þarna kynntumst við
líka hversu mikill fjölskyldu-
maður Óli var og hverrar virð-
ingar hann naut innan fjölskyld-
unnar. Einhverju sinni rétt fyrir
jól voru bekkjarfélagar Önnu að
metast um hversu marga pabba
þeir ættu og höfðu þar verið
nefndar ótrúlegar tölur, en eitt-
hvað stóð á svari hennar uns hún
sagði: „Ég á nú bara einn pabba
og það nægir mér.“ Þegar við
hjónin hófum búskap vorum við
svo heppin að búa fyrsta árið í
blokk við hlið þeirra Öggu og Óla
og þar má segja að hafist hafi
órjúfanleg vinátta okkar. Við
fluttum síðan árið 1982 á Hóla-
götu 32 og skömmu síðar fluttu
þau í hattinn (efri hæðina) hjá
Ragga og Fríðu á 34. Það voru
margar ferðir farnar á milli í
heimsóknir. Stundum nokkrum
sinnum á dag. Þá var oft gott að
leita til Óla ef semja átti ávörp
og ræður. Hann var hagmæltur
og átti auðvelt með að setja sam-
an bráðskemmtilegar vísur og
texta.
Þessi vinahópur brallaði
margt saman. Þegar slátur var
tekið á haustin treystum við
bara Óla til að halda utan um
verkið. Keppirnir saumaðir á
föstudagskvöldi og svo var klár-
að á laugardegi og borðaður
kvöldverður. Síðan var haldin
árshátíð sláturfélagins og þorra-
blót kom líka við sögu. Jólaund-
irbúningur var líka fastur liður.
Laufabrauðsbakstur með til-
heyrandi gleði og þau voru
nokkur piparkökuhúsin sem Óli
setti saman fyrir hin ýmsu börn.
Jólaboðin annan í jólum voru
heldur ekki leiðinleg en hætt var
að ganga í kringum jólatré þeg-
ar einungis fullorðnir voru eftir í
dansinum.
Óli greindist með heilabilun
fyrir nokkrum árum og fluttu
þau Ögga síðar upp á land. Þá
stofnuðum við fljótlega „Litla
gönguhópinn“ ásamt gömlum
skólafélaga og vini Óla, Birni
Marteinssyni, og Ólöfu Helgu
Þór og fór sá hópur í margar
gönguferðir hér innan borgar-
innar og í næsta nágrenni.
„Kreppumatarklúbburinn“
hafði verðið settur á laggirnar
eftir bankahrun. Hugmyndin
var að vinir kæmu saman og
borðuðu venjulegan heimilis-
mat. Félagar hans áttu allir
tengingar til Eyja. Hann var sí-
stækkandi eftir því sem tíminn
leið frá kreppu og veldi hans
líka. Nú var enginn kreppubrag-
ur yfir þessum félagsskap. Ut-
anlandsferðir og veislumatur í
hverju boði. Óli átti góðan tíma
um stund og þau hjón nutu lífs-
ins eins og kostur var. Það hefur
verið sorglegt að horfa upp á
þennan hæfileikaríka vin okkar
hverfa smám saman og missa
færni þar til yfir lauk. Við eigum
fjölda ógleymanlegra minninga
frá samverustundum bæði hér-
lendis og erlendis og þökkum af
heilum hug fyrir frábær kynni
um leið og við sendum fjölskyldu
Ólafs innilegar samúðarkveðjur.
Guðmunda og Guðmundur.
Kveðja frá Framhaldsskól-
anum í Vestmannaeyjum
Í dag kveðjum við Ólaf H.
Sigurjónsson fyrrverandi skóla-
meistara.
Ólafur starfaði við skólann frá
stofnun hans árið 1979 og varð
skólameistari fimm árum
seinna. Stýrði hann skólanum í
rúm 30 ár, utan eins árs er hann
fór til Skotlands í nám í skóla-
stjórnun.
Ólafur var öflugur talsmaður
þess að hlutverk framhaldsskóla
væri í öllum tilfellum að bjóða
upp á nám við hæfi nemenda og
að nemendur væru þungamiðja
skólastarfsins. Hann var ötull í
uppbyggingu skólans og skilaði
af sér traustri stofnun er hann
lét af störfum.
Störf Ólafs sýndu að hann var
mikill fagmaður og hafði skýra
framtíðarsýn, mikill hugsjóna-
maður, en tróð engum um tær er
hann vann verk sín. Ólafur var
jarðfræðingur að mennt og
kenndi ætíð meðfram skóla-
stjórnuninni. Hann var farsæll
jarðfræðikennari sem gat með
fagmennsku og mannlegri hlýju
kveikt áhuga og laðað fram það
besta hjá nemendum. Hann var
rólegur og hægur en mikill húm-
oristi og stundum líka stríðinn.
Það tíðkaðist að þriðjudagur eft-
ir páska væri frídagur í skólum
landsins og í eitt skipti bar við
að á þessum þriðjudegi var ein-
mitt fyrsti apríl. Ólafur boðaði
fólk í skólann þriðjudag eftir
páska, en var búinn að setja
miða á útihurðina sem minnti
fólk á að það væri fyrsti apríl.
Það fannst þetta ekki öllum fynd-
ið en enginn erfði þetta og alman-
akið var vandlega skoðað sam-
hliða skóladagatalinu næstu
misserin.
Ólafur hafði skýra sýn á fjöl-
breytileika skólans, efldi sam-
starfsfólk sitt til dáða og fengu
starfsmenn tækifæri til að hafa
áhrif á skólastarfið í gegnum það
mikla mótunarferli sem skólinn
gekk í gegnum á þeim árum sem
Ólafur var við stjórnvölinn. Hann
fékk starfsfólkið til að gera það
sem gera þurfti þrátt fyrir að
vinnan færi oft út fyrir vinnu-
rammann. Í minningunni voru
þetta skemmtilegir tímar og allt-
af eitthvað spennandi í vændum.
Spor hans eru greypt inn í skóla-
samfélagið og skólamenninguna
sem hefur gætt skólann and-
rúmslofti sem eftir er tekið enn í
dag.
Ólafi var sérstaklega annt um
skólann, nemendur sína og sam-
starfsfólk. Fyrir hönd okkar allra
sem erum þakklát fyrir vináttu
hans þökkum við fyrir samstarfið
og þá hvatningu sem hann veitti
okkur öllum. Við verðum ævilega
þakklát fyrir það góða starf sem
hann vann og búum að því að hafa
fengið að kynnast þessum mæta
manni.
Við sendum Öggu, afkomend-
um þeirra og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafs.
Helga Kristín Kolbeins,
skólameistari.
Ólafur H.
Sigurjónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin
Okkar ástkæri
JÓN HILMAR BJÖRNSSON,
Kirkjubraut 12, Seltjarnarnesi,
lést 23. nóvember.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 7. desember klukkan 13.
Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt
Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf
eru ekki tekin gild.
Kristín Unnur Ásgeirsdóttir
Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir Sigurjón Jónsson
Óskar Ásgeir Óskarsson Lilja Sigurgeirsdóttir
Guðmundur Óskarsson Kristín Þorleifsdóttir
afa- og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, systir okkar og
mágkona,
SJÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR
læknir,
Lágholtsvegi 8,
Reykjavík,
lést föstudaginn 19. nóvember.
Útför verður gerð frá Neskirkju mánudaginn
6. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna neikvætt hraðpróf
við innganginn, sem er ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað
fyrirfram á covidtest.is, covid.is eða testcovid.is. Streymt verður
frá athöfninni á slóðinni https://vimeo.com/event/1601285
Fríða Bonnie Andersen
Elísabet Kristjánsdóttir Margrét Kristjánsdóttir
Bragi Kristjánsson Bjarnfríður Árnadóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
afi og langafi,
ÞÓRMUNDUR SIGURBJARNASON
rafeindavirkjameistari,
lést fimmtudaginn 25. nóvember
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. desember
klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna
neikvætt hraðpróf ekki eldra en 48 stunda við komu.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni www.streyma.is.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landsbjörg.
Þóra Kristín Filippusdóttir
Sigurbjörg Þórmundsdóttir Ómar Friðþjófsson
Sigurbjarni Þórmundsson Linda María Jónsdóttir
Kristín Þórmundsdóttir Þorsteinn Sigvaldason
Trausti Þórmundsson Kristín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn