Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Bjarni Jónsson rafmagnsverk- fræðingur skrifar á blog.is um verð á orku á meginlandi Evr- ópu og á Bretlandseyjum og bendir á að það sé hátt. Þá segir hann: „Þann 8.11. 2021 tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raf- orkuverðs skamm- tímasamninga við almenningsveit- urnar og ber við lágri miðlunarlóns- stöðu, enda er vatnshæðin í Þóris- vatni óbeysin í byrjun vetrar. Ef orkumálum landsins væri al- mennilega stjórnað, og ekki bara látið reka á reiðanum, þá væri ný virkjun á borð við Hvamms- virkjun (95 MW) að taka til starfa nú í haust, og engin hætta væri á vatnsleysi í Þórisvatni (sama vatnið og í virkjunum ofar), en enginn er lagalega ábyrgur fyrir því, að á hverjum tíma, nema í náttúruhamförum, sé tiltæk næg raforka.“ - - - Bjarni segir einnig að með því að hækka raforkuverðið sé ætlunin að draga úr eftirspurn- inni, en hefur efasemdir um að fólk dragi úr raforkunotkun vegna verhækkunar Landsvirkj- unar. - - - Þá nefnir Bjarni að Landsnet undirbúi nú uppboðskerfi raforku, „og þá mun orkuskort- urinn bitna á almenningi fyrir al- vöru,“ segir hann og vísar til þess að Noregur sé með svipað kerfi og hátt orkuverð. - - - Og Bjarni spyr: „Munu innviða- ráðherra og/eða orkuráð- herra grípa í taumana, áður en tjöldin verða dregin frá í þessu leikhúsi fáránleikans, eða á að skýla sér á bak við Orkupakka 3 frá ESB, sem jú er í gildi hér.“ Bjarni Jónsson Óþarfur orkuskortur? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrr á þessu ári var heim- ilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skil- yrði og eru í almannaheillaskrá. Hann getur numið samtals 350 þúsund krónum á almanaksári. Meðal þeirra skilyrða sem lög- aðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda eru: Mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs-, íþrótta- og menningar- málastarfsemi, starfsemi björg- unarsveita, vísindaleg rannsókn- arstarfsemi, starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra mennta- sjóða, neytenda- og forvarna- starfsemi, starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga. Viðkomandi móttakandi gjafar eða framlags þarf að vera skráður í al- mannaheillaskrá á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag veitt. Lögaðilar sem uppfylla skil- yrði til að vera skráðir í almanna- heillaskrá þurfa að sækja um það til Skattsins. sisi@mbl.is Búið að opna almannaheillaskrá - Gjafir eða framlög til skráðra félaga skapa skattafrádrátt hjá gefandanum Morgunblaðið/sisi Skatturinn Hefur umsjón með skránni yfir félög til almannaheilla. Jón Sigurbjörnsson leik- ari lést á Hrafnistu í Reykavík sl. þriðjudag, 30. nóvember, 99 ára að aldri. Jón fæddist á Ölvalds- stöðum í Borgarfirði 1. nóvember 1922. For- eldrar hans voru Ingunn Kristín Einarsdóttir húsfreyja (1896-1986) og Sigurbjörn Halldórsson (1873-1948). Jón ólst upp í Borg- arnesi og hóf sinn starfs- feril sem vega- vinnumaður og mjólkurbílstjóri. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941. Stundaði nám í Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar 1944-45 – jafnhliða tónlistarnámi hjá Páli Ísólfsssyni. Síðan fór hann til leiklistarnáms við The American Academy of Dramatic Arts í New York. Einnig nam Jón óp- erusöng, bæði á Ítalíu og á Íslandi. Jón hóf leiklistarferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavikur vorið 1949. Hann lék þar næstu ár og var for- maður félagsins 1956-59. Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1960-67, að undanskildum árunum 1964 og 1965 er hann var ráðinn til konunglegu sænsku óperunnar í Stokkhólmi. Óperuhlutverk hans voru mörg, bæði erlendis og hér heima. Jón var fastráðinn leikari Leikfélags Reykjavikur árin 1967- 1992. Þar lék hann mörg hlutverk, t.d. í Villiönd- inni eftir Henrik Ibsen og Pétri og Rúnu eftir Birgi Sigurðsson. Jón var jafnframt mikil- virkur leikstjóri. Hann var heiðursfélagi Leik- félags Reykjavíkur. Hann leikstýrði svo töluvert hjá áhugaleik- félögum, og þá helst á Flúðum. Hann var mik- ill áhugamaður um kvik- myndir og lék í þeim nokkrum, t.d. Landi og sonum eftir Ágúst Guð- mundsson og Magnúsi eftir Þráin Bertelsson. Árið 1977 kom út hljómplatan Fjórtán sönglög eftir íslenska höf- unda með söng Jóns þar sem Ólafur Vignir Albertsson lék með á píanó. Árið 2003 gaf Ríkisútvarpið út veg- legan geisladisk með söng Jóns undir yfirskriftinni Útvarpsperlur. Jón fluttist að Helgastöðum í Bisk- upstungum árið 1992, þar sem hann stundaði hestamennsku og hrossa- rækt. Síðustu sex árin bjó Jón á Hrafnistu í Reykjavík. Jón kvæntist Þóru Friðriksdóttur leikkonu (1933- 2019). Þau skildu 1981. Dætur Jóns og Þóru eru Lára og Kristín. Andlát Jón SigurbjörnssonBaðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.