Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 Sigurður Már Jónsson blaða- maður skrifar um ágæta bók Ásgeirs Jónssonar, Eyjuna hans Ingólfs, í pistli á mbl.is. Þar víkur hann að deilunum um bókina, eða öllu heldur ásök- ununum sem fram hafa komið, og seg- ir meðal annars: „En þó að deilan sé áhugaverð um margt þá getur verið erfitt að sjá að hún komi bók Ásgeirs mikið við enda vigta umkvörtunarefni Bergsveins [Birgissonar] ekki þungt í heildarumfjöllun bókar Ásgeirs. Sem meðal annars fjallar um efnahagslega þætti landnáms- ins sem gæti legið nærri þekking- arsviði höfundarins sem segist nálgast ritun bókarinnar sem leik- maður. - - - Ef svo er, þá er hann enginn venjulegur leikmaður með sína djúpu sýn á hagsögu þjóð- arinnar og glöggur greinandi eins og hann hefur sýnt í gegnum tíð- ina. Í raun er bara gleðiefni að vera með seðlabankastjóra sem er jafn áhugasamur um sögu og menningu þjóðarinnar og Ásgeir augljóslega er. - - - Engin ástæða er til að efast um heilindi hans þó að siðanefnd HÍ hafi ákveðið að taka málið að sér. Hvort hún hafi einhverja lög- sögu eða í raun einhverja aðkomu að þessu er mér til efs. Nefndar- menn hafa þó að öllum líkindum ekki getað hugsað sér að sleppa svona áhugaverðri deilu þó aug- ljóslega sé hér um frumhlaup Bergsveins að ræða.“ - - - Þetta er ekki ósennileg kenning hjá Sigurði Má, en það veit ekki á gott um niðurstöðuna ef að siðanefndarmenn ofmeta lögsögu sína svo mjög. Er nefndinni ekkert óviðkomandi? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Gert er ráð fyrir að rekstur bæjar- sjóðs Fjallabyggðar á næsta ári verði 48 millj. kr. í plús. Fyrir af- skriftir og fjármagnsliði er raunar búist við að útkoman verði jákvæð um 264,3 millj. kr. Þetta kom fram í bæjarstjórn í sl. viku. Skatttekjur næsta árs eru áætlaðar 1.542 millj. kr., heildartekjur 3.432 millj. kr. og rekstrargjöld, utan afskrifta og fjár- magnsliða, má ætla að verði 3.167 millj. kr. Heildareignir Fjallabyggðar eru áætlaðar 6,1 ma. kr., eigið fé er um 4 milljarðar og eiginfjárhlutfall er 65%. Vaxtaberandi skuldir eru 300 millj.kr. og lækka lítið eitt milli ára. Veltufé frá rekstri er áætlað 372 millj. kr. Það er er 10,8% af rekstr- artekjum sveitarfélagsins, sem ekki þarf að slá ný lán vegna verkefna sem fram undan eru. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að Fjallabyggð muni á næsta ári fjárfesta fyrir 617 millj. kr. Þar má nefna endurbætur í íþróttamið- stöðvum á Siglufirði og Ólafsfirði og reist sé nýtt aðstöðuhús á tjaldsvæði á síðarnefnda staðnum. Áfram verð- ur unnið að gatnagerð og malbikun og á Siglufirði verður farið í um- hverfisbætur við höfnina. sbs@mbl.is Miklar fjárfestingar í Fjallabyggð - Fjárhagsáætlun samþykkt - Sterkt sveitarfélag - Endurbætt íþróttahús Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallabyggð Ólafsfjörður, önnur tveggja byggða í sveitarfélaginu. Margir hafa á síðustu dögum mætt í Hamrahlíð við Vesturlandsveg, skóginn í hlíðum Úlfarsfells, og sótt sér þar jólatré. Vel hefur viðrað til skógarferða og verður alveg til jóla, skv. veðurspá. „Furan er vinsæl svo fínum drátt- um þar fækkar,“ segir Björn Traustason, formaður Skógrækt- arfélags Mosfellsbæjar, sem var í Hamrahlíð um helgina. „Af greni- trjám höfum við nóg hér í skóginum sem er víðfeðmur og stór. Hins veg- ar höfum við verið á þönum að fella og sækja furutré og koma með til sölu hér. Þau höfum við sótt í aðra skógarreiti okkar hér í bænum.“ Í jólatrjáasölu á Íslandi er oft boð- ið upp á erlenda vöru, en þó vaxandi mæli innlenda. Kemur þar til að mikið hefur verið gróðursett á síð- ustu árum og tré mörg komin í þá stærð að hæfa í stofum landsins. „Við heyrum á fjölskyldum að því fylgi gleði að sækja sér tré hingað. Meðal margra er ferð Hamrahlíð fastur liður í undirbúningi jólanna, en hér er opið fram fram á síðdegi á Þorláksmessu,“ segir Björn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógur Björn Traustason með fallegt barrtré sem verður mikil stofuprýði. Furunum fækkar - Jólaskógur í Hamrahlíð er vinsæll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.