Morgunblaðið - 20.12.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
STUTT
« Fjölmiðlar greindu frá því fyrr á
árinu að verð á timbri væri í hæstu
hæðum í Bandaríkjunum og var met
slegið í vor þegar verðið á framvirkum
samningum um kaup á staðlaðri ein-
ingu af timbri fór upp í 1.711 dali, m.a.
vegna skyndilegs kipps í bygginga-
framkvæmdum. Timburverðið lækkaði
hratt þegar leið á sumarið en hefur
tekið að hækka á ný á undanförnum
vikum og mánuðum.
Núna kostar timbureining til af-
hendingar í janúar 1.089 dali og er
það tvöfalt hærra verð en greiða
þurfti fyrir timbur um miðjan nóv-
ember, að því er WSJ greinir frá.
Hækkunin er m.a. rakin til flóða í
Bresku-Kólumbíu sem hafa raskað
timburframleiðslu á svæðinu auk þess
sem aðilar í byggingageira virðast
vera að sanka að sér birgðum til að
verða örugglega ekki uppiskroppa
með timbur á komandi mánuðum.
ai@mbl.is
Verð á timbri rýkur upp
Svo virðist sem að nýr faraldur
Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar
muni ekki hafa sömu áhrif á hagkerfi
þjóða og fyrri smitbylgjur. Wall
Street Journal greinir frá þessu og
bendir á að þar sem smit hafa bloss-
að upp að undanförnu hafi kórón-
uveiran ekki dregið úr neyslu né
dregið úr fjölgun starfa. Aftur á móti
gæti nýjasta afbrigði veirunnar vald-
ið röskun á aðfanga- og vöruflutn-
ingakeðjum og þannig átt þátt í að
viðhalda háu verðbólgustigi í lengri
tíma en ella.
WSJ vitnar í Paul Ashworth, hag-
fræðing hjá bresku hagrannsókna-
stofunni Capital Economics, sem
bendir á að strangar smitvarnaað-
gerðir í byrjun kórónuveirufarald-
ursins urðu til þess að mikill sam-
dráttur varð í neyslu sem síðan hafði
verðhjaðnandi áhrif. Nú séu stjórn-
völd ekki eins viljug að beita harka-
legum úrræðum: „Það gæti því orðið
meiri röskun á framboðshliðinni en
eftirspurnarhliðinni sem þýðir að í
þetta skiptið eru áhrifin verðbólgu-
hvetjandi,“ segir hann.
Þetta kann að hafa áhrif á hvernig
seðlabankar um allan heim reyna að
hafa hemil á þeim verðbólgukipp
sem núna á sér stað m.a. í Bandaríkj-
unum og Evrópu, enda ekki sama
þörf á að reyna að örva neyslu með
lægri vöxtum. Í síðustu viku ákváðu
bæði Englandsbanki, seðlabanki
Evrópu og seðlabanki Bandaríkj-
anna að hækka stýrivexti með það
fyrir augum að slá á verðbólguna.
WSJ bendir á að eftir því sem liðið
hefur á faraldurinn hafi mátt greina
að smitvarnaaðgerðum hefur verið
stillt í hóf og þeim beitt með mark-
vissari hætti. Samhliða því hafa bæði
starfsmenn og vinnuveitendur aðlag-
ast breyttum aðstæðum s.s. með
fjarvinnu. Þýðir þetta að efnahags-
leg áhrif nýrra smitbylgja og nýrra
afbrigða kórónuveirunnar eru ekki
þau sömu og í byrjun faraldursins,
hvað þá þegar tekið er með í reikn-
inginn að búið er að bólusetja þorra
fullorðinna á Vesturlöndum.
Að því sögðu má reikna með að
Ómíkron-afbrigðið, bráðsmitandi
sem það er, muni hafa neikvæð áhrif
á hagvöxt. Þannig hefur hagrann-
sóknastofan Pantheon Macroecono-
mics spáð því að yfirvofandi bylgja
nýrra smita í Bandaríkjunum muni
valda því að á fysta ársfjórðungi
komandi árs muni hagvöxtur þar í
landi á ársgrundvelli mælast 3% í
stað 5% eins og áður hafði verið
reiknað með. ai@mbl.is
AFP
Breyting Viðskiptavinir skoða úrvalið í verslun í Texas. Neytendur og at-
vinnulíf virðast hafa náð að aðlagast röskunum af völdum faraldursins.
Ómíkron gæti ýtt
undir verðbólgu
- Hagkerfi bregðast öðruvísi við bylgjum
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Starfsemi eignaumsjónafélagsins
GreenKey hefur vaxið jafnt og þétt
frá stofnun árið 2014. Fyrirtækið
sérhæfir sig í hvers kyns umsjón og
umsýslu tengdri hótel- og gististað-
arekstri auk þess að taka að sér um-
sjón með íbúðum í skammtímaleigu.
Hefur GreenKey einkum sinnt höf-
uðborgarsvæðinu og Suðurlandinu
en nýverið færði
félagið út kvíarn-
ar og hóf starf-
semi á Norður-
landi.
Davíð Karl
Wiium segir
markaðinn eiga
mikið inni og er
t.d. til mikils að
vinna fyrir sum-
arhúsaeigendur
að koma eignun-
um í útleigu til hafa af þeim ein-
hverjar tekjur. „En það er hægara
sagt en gert fyrir einstaklinga að
leigja út sumarbústað og getur kall-
að á mikið umstang, skipulag og tíð
samskipti við gesti. Þá þarf vita-
skuld að þrífa og gera húsnæðið
klárt á milli gesta og getur síminn
hringt á öllum tímum sólarhrings-
ins. Við leysum þennan vanda og er-
um með ræstingafólk til taks á sum-
arbústaðasvæðum, og með
þjónustuver þar sem sérhæfðir
starfsmenn svara í símann að degi
sem nóttu.“
Davíð á og rekur GreenKey í fé-
lagi við nafna sinn Davíð Vilmund-
arson og Guðmund Árna Ólafsson.
Spannar þjónustan allt frá því að
halda utan um útleigu á sumarbú-
stöðum útí á landi yfir í að halda ut-
an um daglegan rekstur heilu hót-
elanna í Reykjavík.
Gestamóttakan orðin óþörf
Nálgun GreenKey gengur út á að
nýta sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu
sem víðast með það fyrir augum að
nýta betur tíma allra starfsmanna
og um leið bæta þjónustuna við
gesti. GreenKey getur tekið að sér
allan rekstur og utanumhald, eða
aðeins sinnt afmörkuðum þáttum sé
þess óskað, og bendir Davíð á að í
krafti stærðarhagkvæmninnar eigi
GreenKey auðveldara með að leysa
ýmsar þær áskoranir sem koma upp
í daglegum rekstri stórra sem
smárra hótel- og gistiheimila, s.s.
vegna veikindaforfalla.
„Ef við erum fengin til að taka að
okkur rekstur hótels þá byrjar ferlið
með heimsókn þar sem við förum í
saumana á starfseminni og greinum
í framhaldinu hvaða þjónustu þarf
að veita og hverju má hugsanlega
breyta til að bæta nýtingu og auka
arðsemi,“ útskýrir hann. „Við sjáum
líka um öll tæknimál, s.s. ef hótelið
vantar vefsíðu, komum á tengingu
við allar helstu hótelleitarvélar, og
höldum utan um verðstýringu af
mikilli nákvæmni.“
Lykilatriði, að sögn Davíðs, er að
góð upplýsingagjöf eigi sér stað áð-
ur en gesturinn kemur svo hann
m.a. viti upp á hár hvernig hann inn-
ritar sig sjálfur, og allt sé á hreinu
varðandi hvers kyns viðbótarþjón-
ustu eins og að fá aðstoð við að
leigja bíl, panta borð á veitingastað
eða bóka útsýnisferð. „Við vinnum
eftir ákveðnum ferlum sem ganga út
á það að ef vandamál kemur upp
einu sinni þá endurtaki það sig ekki.
Ef gestur reynist t.d. eiga í vanda
með að finna sumarbústað sem hann
tók á leigu þá er ekki nóg með að
þjónustuverið hafi allar upplýsingar
sem þarf til að leiðbeina honum á
áfangastað heldur gætum við gripið
til þess ráðs að senda upptökumann
með dróna á staðinn til að gera
myndband af öllu ferðalaginu frá
rétta afleggjaranum, upp að bústað
og inn á stofugólf, til að sýna þeim
gestum sem á eftir koma.“
Gætu þurft að liðka
fyrir veitingu leyfa
Það gengur hægar en vonir stóðu
til að kveða kórónuveiruna í kútinn
og er ferðaþjónustan sú grein sem
farið hefur hvað verst út úr faraldr-
inum. Davíð segir þó flest benda til
að erfiðasta skeiðið sé að baki, bók-
unarstaðan í kerfum GreenKey sýni
að viðsnúningurinn hefur verið
framar björtustu vonum. Þess gæti
verið skammt að bíða að ferðamenn
taki aftur að streyma til landsins
með tilheyrandi eftirspurn eftir hót-
elherbergjum og Airbnb-íbúðum.
Bendir Davíð á að ef stefnir í nýja
uppsveiflu verði stjórnvöld að gæta
þess að halda rétt á spilunum og
hjálpa greininni að aðlagast aukinni
eftirspurn. „Við sáum það í síðustu
sprengingu í komum ferðamanna að
leiga íbúða og herbergja í gegnum
síður eins og Airbnb hjálpaði til við
að bregðast við aukningunni, en nú
er búið að setja þess háttar starf-
semi þrengri skorður, svo að sækja
þarf um rekstrarleyfi ef íbúð er
leigð út í meira en 90 daga á ári.
Einstaklingar reka sig á að það get-
ur verið þrautinni þyngra að fá
rekstraleyfi og eðlilegt að skoða
hvort ekki megi veita aukið svig-
rúm, sér í lagi ef ljóst þykir að álag-
ið á hótelum er orðið mikið og há-
annatími ferðaþjónustunnar tekinn
að lengjast og teygja sig langt út
fyrir sumarmánuðina.“
Sama vandamálið komi
ekki upp oftar en einu sinni
- GreenKey notar sjálfvirkni, sjálfsafgreiðslu og stærðarhag-
kvæmni í hótel- og gististaðarekstri og við skammtímaleigu íbúða
Gestir Ferðamenn í Bankastræti. GreenKey sér um að reka heilu hótelin.
Morgunblaðið/Eggert
Davíð Karl
Wiium
20. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.21
Sterlingspund 171.81
Kanadadalur 100.78
Dönsk króna 19.687
Norsk króna 14.384
Sænsk króna 14.248
Svissn. franki 140.65
Japanskt jen 1.1413
SDR 180.85
Evra 146.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.8556