Morgunblaðið - 20.12.2021, Side 15

Morgunblaðið - 20.12.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 Hátíð Þess var minnst við aðventustund í Bústaðakirkju í Reykjavík í gær að fimmtíu ár eru um þessar mundir liðin frá vígslu hennar. Tónlistarmenn komu fram í kirkjunni við þetta tilefni, Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp og fleira mætti nefna. Þá tendraði séra Eva Björk Valdimarsdóttir, prestur við kirkjuna, englakerti aðventukransins, það fjórða og síðasta sem kveikt er á fyrir jólin. Óttar Geirsson Hin jákvæða hlið bindindis er mikið í umræðunni um þessar mundir. Æ fleiri koma fram í dagsljósið sem hafna nauðsyn áfengis í sínum lífsstíl. Í gegn- um flestar frásagn- irnar kemur fram léttir gagnvart því að þurfa ekki að velta fyrir sér næstu neyslu. Allur tíminn sem sparast sem nýttur er í að gera það sem við óskum okkur. Bindindisforvarnir eru ekki tilviljun eða sú jákvæða um- ræða sem þar er haldið á lofti. Það er gott að tala minna um hryllinginn og ósköpin sem fylgja neyslu áfengis og annarra vímuefna. Samt þarf að hugsa til þeirra áhættuþátta sem gætu komið upp þegar valið er. Þessa daga er mikið rætt um glaðn- ing sem hinir og þessir eiga skilið en auðvitað eiga allir skilið jólaglaðn- ing. Gleði og kærleikur á að skína í gegnum allt á jólunum. Það er ástæða til að fagna þeirri öldu ein- staklinga sem velja sér í auknum mæli heilbrigða lífshætti. Best af öllu er að gleðjast sem lítið barn, jólabarn. Það finna þeir sem draga úr áfengisneyslu hvað svefninn verð- ur betri og lífsgleðin eykst. Hvít jól er átak í desember þar sem fjölskyldan, félagar og vinir hvetja þá sem nota áfengi til að draga úr neyslunni og sleppa henni yfir há- tíðina, sérstaklega innan um börn. Börn eiga skilið að alast upp í öruggu vímu- efnalausu umhverfi við ást og kærleika. Því miður er hörð samkeppni um tíma okkar og neysluvenjur þar sem áfengisiðn- aðurinn beitir sér- staklega ógeðfelldum aðferðum til að sann- færa fjöldann um að áfengi sé nauð- syn eða eðlilegur hluti daglegs lífs. Það er mikilvægt að við leggjumst á árarnar og fjölgum sendiherrum sem sannarlega ætla að beita sér fyrir hagsmunum barnanna, skrif- um undir á www.hvítjól.is Eftir Aðalstein Gunnarsson » Það er mikilvægt að við fjölgum sendi- herrum sem ætla að beita sér fyrir hags- munum barnanna með vímuefnalausu um- hverfi, skrifum undir á www.hvítjól.is. Aðalsteinn Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. iogt@iogt.is Bindindi er jákvæð afurð heil- brigðra lífsháttaÉg flutti í Fossvog- inn þegar ég sjö ára gömul og var þá verið að vinna að síðasta byggingarhluta Borg- arspítalans en þeirri vinnu lauk 1978. Eftir það hefur litlu verið bætt við spítalann fyrir utan nokkur smáhýsi austan við hann. Þessi spítali sinnti öllum landsmönnum eins og Landspítalinn. Vil þó halda því til haga að byggt hefur verið við Land- spítalann, s.s. barnasjúkrahúsið, þann hluta sem hýsir nýja mötu- neytið, rannsóknarstofur, geisla- meðferðardeildir og fleiri deildir og rými sem eru þó ekki sjúkrarými. Landspítalinn hefur verið í stækk- un og betrumbótum undanfarin ár og enn erum við ekki komin upp úr jörðinni. Í júlí á þessu ári var frétt um að kostnaður við framkvæmdir hefði aukist um 16 milljarða og enn er bara hola þarna. Á árunum 1971-1978 voru margir spítalar og sjúkrahús starfandi um allt land. Fjórðungssjúkrahús voru á Ísafirði, Neskaupstað og Akranesi, Sjúkrahús á Suðurnesjum, á Ak- ureyri og í Stykkishólmi. St. Jós- efsspítalinn í Hafnarfirði, Vífils- staðaspítali, Kristnesspítali og allar heilbrigðisstofnanir á landinu sem ég hef ekki talið upp. Nokkrum af þeim spítölum/sjúkrahúsum sem ég hef talið upp hefur verið lokað eða starfsemi breytt, er ekki lengur spít- ali eða sjúkrahús, í staðinn komin þar önnur starfsemi, s.s. öldr- unarstofnun, enda þurfum við fleiri öldrunarrými. Þeir spítalar eða sjúkrahús sem eru enn starfandi á lands- byggðinni eru með skertari starfsemi en þeir voru með á ár- unum 1971-1978 nema sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Mörgum sjúkrarým- um á spítölunum hefur einnig verið breytt í skrifstofuhúsnæði og spurningin er hvort það sé ekki orðið allt of mikið af millistjórn- endum og of lítið af sjúkrarýmum. Auðvitað hafa orðið breytingar, eins og t.d. sængurlega sængurkvenna, sem var um fimm sólarhringar árið 1978 en er í dag oftast innan við sólarhringur, eins er með minni aðgerðir o.s.frv. Þó verð- ur að taka fram að við erum með tæplega sjö gjörgæslurými á hverja hundrað þúsund íbúa, hinar nor- rænu þjóðirnar eru með 20 gjör- gæslurými á hverja hundrað þúsund íbúa og Þýskaland með um 40 gjör- gæslurými á hverja hundrað þúsund íbúa enda gátu þeir veitt Ítölum að- stoð í upphafi fyrstu Covid-bylgju. Svo erum við hissa að gjörgæslan sé að fara á hliðina þegar einn eða tveir covid-sjúklingar leggjast inn á gjör- gæslu! Hvað er búið að byggja í staðinn fyrir þær stofnanir sem hefur verið lokað eða starfsemin verið skert eða breytt? Það er ekki mikið um nýjar heilbrigðisstofnanir. Er kominn tími á að byrja að byggja nýjan spítala, ríkisspítala, samhliða stækkuninni á Landspítalanum? Já, ekki spurning. Ríkisspítalinn gæti verið þar sem nægt landrými er fyrir hendi, eins og t.d. við Keldnaholt. Fá teikningar og skipulag að vel skipulögðum og starfandi spítala á Norðurlöndunum, því við þurfum ekki að finna upp hjólið. Ráða síðan reyndan forstjóra sem þorir og veit hvernig á að reka spítala sem er sjúklingavænn. Einn- ig þarf að gera samninga við einka- reknar stofnanir þar sem peningur fylgir sjúklingum og ef sjúklingur vill greiða meira þá er það hans val. Enda myndi það stytta biðlista á rík- isreknum heilbrigðisstofnunum. Willum Þór, ég treysti þér í þetta verkefni og hef trú á að þú munir taka til og bæta heilbrigðiskerfið okkar. Fyrsta janúar árið 1978 voru landsmenn tæplega 223.000 og fyrsta janúar í ár voru landsmenn 368.792, að auki hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega síðustu ár. Hætt- um að slökkva elda og hefjum fyr- irbyggjandi vinnu. Þegar Landspít- alinn við Hringbraut verður tilbúinn er ljóst að hann mun ekki ná að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna. Þess vegna þarf að hefja byggingu nýs spítala strax og semja við einkareknar heilbrigðisþjón- ustur. Nóg er búið að tala og tími framkvæmda er löngu kominn: Will- um Þór, boltinn er hjá þér. Eftir Þórhöllu Arnardóttur » Við þurfum að byggja annan nýjan spítala, taka til og bæta heilbrigðiskerfið okkar og Willum Þór, ég treysti þér í það verk- efni. Þórhalla Arnardóttir Höfundur er viðskiptavinur heilbrigðiskerfis Íslands. Byggjum nýjan ríkisspítala!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.