Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Þú finnur fallegar
og vandaðar
jólagjafir hjá Eirvík
Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is
30 ÁRA Bragi er úr Garði á Suð-
urnesjum en býr á Hvolsvelli. Hann er
matreiðslumaður að mennt og sér um
mötuneytið fyrir sveitarfélagið Rang-
árþing eystra. Í því felst að elda ofan í
alla á leikskólanum, grunnskólanum,
dvalarheimilinu og hreppsskrifstofunni.
Bragi er í söngnámi og er í Karlakór
Rangæinga. Hann er formaður næstu
þorrablótsnefndar í sveitarfélaginu.
„Þetta er svona það sem ég hef tíma til að
gera, á meðan maður er með fullt heimili
af börnum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Braga er El-
ín Björk Sigurjónsdóttir, f. 1994, vinnur á leikskólanum á Hvolsvelli. Börn
þeirra eru Lilja Kristín, f. 2017, Gissur Hans Wium, f. 2018, og Sólborg Sara,
f. 2021. Foreldrar Braga eru Hans Wium Bragason, f. 1961, fv. sjómaður en
vinnur nú hjá byggingaverktaka, og Sigurborg Sólmundardóttir, f. 1959, en
hún sá um félagsstarf eldri borgara í Garði. Þau eru búsett í Garði.
Bragi Þór Hansson
vík. Jafnframt voru lögin gefin út á
geisladiski. Snorri Pétur sonur hans
setti texta við lögin, fyrir utan eitt
laganna sem Eggert hafði sjálfur
samið texta við á sínum tíma. Í
danslagakeppni SKT skyldu vera
danslög eins og rúmba, vals, samba
klúbbs templara. Nótur þessar
týndust, en lögin voru áfram í minni
Eggerts. Um síðustu jól söng hann
þessi lög fyrir Lilju dóttur sína sem
útsetti þau og fékk til liðs við sig
tónlistarfólk og flutti þau sl. haust á
tónleikum í Fríkirkjunni í Reykja-
E
ggert Thorberg Kjart-
ansson fæddist 20.
desember 1931 í
Fremri-Langey á
Breiðafirði og ólst þar
upp. Hann lauk námi í múraraiðn
1960 og hefur stundað þá iðn meiri-
hluta ævinnar. Þá hefur hann alla
tíð sinnt hlunnindabúskap í Fremri-
Langey, æðarvarpi og öðru því sem
tilheyrir eyjunum á Breiðafirði.
Eggert hefur síðustu áratugina
unnið við ættfræðivinnslu, mest í
samvinnu við Þorstein Jónsson, út-
gefanda hjá Sögusteini, en einnig
hjá öðrum útgefendum. Meðal rita
sem hann hefur unnið að eru Mann-
talið 1910, sem Ættfræðifélagið gaf
út, íbúa- og bændatal í Miklaholts-,
Eyja- og Kolbeinsstaðhreppum,
Reykjavíkurbækurnar með íbúa- og
götulýsingum og Skipsstjórn-
armenn. Einnig má nefna óútgefnar
bækur eins og Dalamenn, nýja út-
gáfu, og íbúa- og bændatal Stað-
arsveitar. Eggert hefur í mörg ár
unnið að ritun ættar sinnar, Hösk-
uldseyjarættar, og vonandi kemur
sú bók út fyrr en seinna. „Konan
mín ber ábyrgð á því að ég fékk
áhuga á ættfræði, en hún byrjaði
löngu á undan mér.“
Múraraiðn sína stundaði hann
mest í Reykjavík, en þar sem hann
sinnti hlunnindanýtingu í Fremri-
Langey á Breiðafirði kom það fyrir
að hann tók að sér múrverk á bæj-
um í sinni gömlu heimabyggð,
Klofningshreppi og nærliggjandi
hreppum sem nú heita Dalabyggð.
Það var siður víða fram á fyrri
hluta síðustu aldar að menn kvödd-
ust með söng. Þegar leiðir skildi á
krossgötum þótti eðlilegt að taka
lagið. Söngur er manninum eðl-
islægur, hann býr í náttúrunni,
fuglasöngnum, vindinum og brim-
inu. Einkum eftir að Ríkisútvarpið
hóf göngu sína kynntust menn
rödduðum söng og reyndu að líkja
eftir. Það var Eggerti Thorberg og
systkinum hans eðlilegt að syngja
saman þegar haldin voru manna-
mót.
Þegar Eggert var rúmlega tví-
tugur sendi hann inn lög á nótum í
danslagakeppni SKT, Skemmti-
og foxtrott. Jazzaðdáandinn Eggert
Thorberg vildi fá swing í útsetning-
arnar fyrir tónleikana og því voru
fengnir kunnir jazzspilarar til að að-
stoða við flutning laganna. Eggert
hlustar mikið á tónlist. „Ég missi
ekki af jazz þegar hann er í boði.“
Eggert Thorberg Kjartansson múrari, ættfræðingur og hlunnindabóndi – 90 ára
Fjölskyldan Eggert og Hólmfríður með börnunum, f.v. Eggert, Gísli Karel, Kjartan, Snorri Pétur og Lilja.
Söngurinn býr í náttúrunni
Lagahöfundur Eggert ásamt tónlistarfólkinu á tónleikunum í Fríkirkjunni. Ættfræðingur Eggert Thorberg.
Til hamingju með daginn
Hvolsvöllur Sólborg Sara Bragadóttir fædd-
ist 12. maí 2021 kl. 12.09 í Reykjavík. Hún vó
3.534 g og var 47,5 cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Bragi Þór Hansson og Elín Björk Sig-
urjónsdóttir.
Nýr borgari
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Mundu að láta athafnir fylgja orð-
um þínum svo að þú fáir ekki þá einkunn
að þig sé lítið sem ekkert að marka.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft að taka á honum stóra þín-
um í dag því náinn vinur mun aldeilis
reyna á þolrifin í þér. Varastu að láta til-
finningarnar hlaupa með þig í gönur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur þörf fyrir að ræða
áhyggjur þínar við einhvern en skalt var-
ast að gera það við hvern sem er. Horfstu
í augu við staðreyndir.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú veltir fyrir þér lífinu og tilver-
unni þessa dagana. Lífið gæti verið auð-
veldara ef álit vissrar manneskju myndi
ekki skipta þig máli.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur alveg burði til þess að ráða
fram úr erfiðu dæmi, sem þér verður falið
í dag. Haltu stillingu innan um vinnufélag-
ana.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú þarft áreiðanlega að kyngja
ýmsu til þess að halda friðinn á vinnu-
staðnum. Líttu á björtu hliðarnar og þá
sérðu að margt er í góðu lagi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Um sinn skaltu varast að beina at-
hyglinni að þér, nema þú sért með það á
tæru hvernig þú ætlar að taka á hlut-
unum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú hefur byrinn með þér til
að klára þau verkefni sem setið hafa á
hakanum. Festa þín gerir það að verkum
að enginn reynir að andmæla þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vertu opinn gagnvart nýj-
ungum en mundu samt að ekki er allt gull
sem glóir. Þótt verkefnin hlaðist upp
máttu ekki vanrækja sjálfan þig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Af hverju gerir þú það sem þú
gerir? Fólk veltir því fyrir sér og þú líka.
Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda
góðmennsku sem þér hefur verið sýnd.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Láttu aðra um að finna lausn á
sínum málum. Viljir þú fara þínu fram
gætir þú átt von á umtalsverðri andstöðu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú ert undir miklu álagi og þarft
nauðsynlega að draga úr því, því annars
áttu á hættu að það komi fram í líkam-
legum kvillum.
Stjörnuspá