Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Inga Þóra Pálsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Mönnunarvandi og plássleysi ríkir á
Landspítalnum. Til skoðunar er að
aðrar heilbrigðisstofnanir taki við
sjúklingum frá spítalanum. Þetta
segir forstjóri spítalans. Sóttvarna-
læknir telur að spítalainnlögnum
gæti fjölgað hratt nú á næstu dög-
um.
Smitsjúkdómadeildin sem var tek-
in undir Covid-sjúklinga er ekki full.
Þrátt fyrir það er staðan þung á
Landspítalanum sökum almennra
veikinda. Þetta segir Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, settur forstjóri Land-
spítalans, í samtali við Morgunblaðið
„Við erum með görgæsluna undir
og smitsjúkdómadeildina sem er
ekki alveg full eins og staðan er
núna. En við erum með aðra starf-
semi mjög þunga. Það eru almenn
veikindi, bæði eru það flensan og
flensulík öndunarfæraeinkenni sem
hafa verið að láta á sig kræla og svo
eru það bara almenn veikindi.“
Spurð hvort það séu óvenjulega
margir að leggjast inn á spítalann
vegna flensunnar eða annarra al-
mennra veikinda gat Guðlaug ekki
svarað því en bendir á að nú sé ein
deild lokuð vegna Covid. Þá segir
hún að spítalinn sé í samstarfi við
aðrar heilbrigðisstofnanir um að
taka við sjúklingum frá þeim.
Fjórtán bakverðir skráðu sig
Landspítalinn sendi í fyrradag út
ákall vegna hættu á vaxandi álagi hjá
heilbrigðisstofnunum sökum mikillar
fjölgunar Covid-smita í samfélaginu
sem og hættu við auknum forföllum
starfsfólks vegna smita og sóttkvíar.
„Staðan á spítalanum og faraldr-
inum er ískyggileg. Við erum að
reyna að manna okkar einingar eins
vel og við getum. Stóra málið hjá
okkur er að við erum með töluvert að
fólki í einangrun og smitgátt út af
sýkingum. Miðað við Covid-spána
verða 4.500 einstaklingar í göngu-
deildinni um áramótin og það þarf að
manna í kringum það. Við erum að
reyna að leita allra leiða til að létta á
álaginu á spítalnum,“ segir Guðlaug.
Síðan ákallið var birt hafa 14 skráð
sig í bakvarðasveitna. Þetta staðfesti
Margrét Erlendsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, við
Morgunblaðið í gær.
Í ákallinu kom fram að mest þörf
væri fyrir sjúkraliða, hjúkrunar-
fræðinga og lækna. Af þeim 14 sem
höfðu í gær skráð sig voru tveir
hjúkrunarfræðingar, fjórir sjúkralið-
ar en enginn læknir. Þá skráðu sig
tveir læknanemar og einn sjúkraliða-
nemi.
Fyrir höfðu alls 152 heilbrigðis-
starfsmenn skráð sig í bakvarða-
sveitina frá því að hún var end-
urvakin í október síðastliðinn.
Vonar að þriðji skammturinn
komi í veg fyrir innlagnir
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir að spítalainnlögnum
gæti fjölgað hratt nú á næstu dögum
í ljósi fjölda smita undanfarna daga.
Hann bindur vonir við að þriðji
skammturinn af bóluefni muni
vernda gegn alvarlegum veikindum
Covid-19.
Í gær lágu tíu sjúklingar á Land-
spítala vegna Covid-19, þar af þrír á
gjörgæslu og tveir þeirra í önd-
unarvél. Þrátt fyrir að smittíðni sé
nú í hæstu hæðum hafa spítalainn-
lagnir þó oft verið fleiri. Fór fjöldi
innlagna til að mynda upp í 34 í ágúst
en þá náði fjöldi greindra smita mest
154 á einum degi.
Spurður hvernig hægt sé að út-
skýra þetta ósamræmi, segir Þór-
ólfur að búast megi við fjölgun inn-
lagna á næstu dögum en yfirleitt hafi
það tekið eina til tvær vikur fyrir
innlagnir að endurspegla smittíðni í
samfélaginu.
Hann segir þróunina á Íslandi
svipa til með þeirri sem sést hefur í
Danmörku, að því undanskildu að
mun fleiri hafa verið bólusettir með
þriðja skammtinum hérlendis. Gæti
það skipt sköpum.
„Það er óskandi að þessi þriðji
skammtur komi vel í veg fyrir spít-
alainnlagnir. Það eru gögn sem
benda til þess að þessi þriðji
skammtur skipti mjög miklu máli
varðandi veikindi en kannski ekki
svo mikið til að koma í veg fyrir smit.
Við erum búin að gefa um 150 þús-
und manns örvunarskammt þannig
það eru enn þá 140 þúsund sem hafa
ekki fengið. Svo er náttúrulega hóp-
ur sem hefur ekki viljað láta bólu-
setja sig,“ sagði Þórólfur við mbl.is í
gær.
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær
Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
2.419 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
84 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir
10 sjúklingar eru
inniliggjandi á
LSHmeð Covid-19
3 einstaklingar
eru á gjörgæslu þar
af tveir í öndunarvél
Enginn
flokkast
sem rauður
Meðalaldur inniliggjandi með Covid-19 er 64 ár
267 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
2.259 erumeð virkt smit
og í einangrun
3.301 einstaklingar
eru í sóttkví
300
250
200
150
100
50
0 Heimild: LSH og covid.is
Einstaklingar undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá áramótum
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSH
með staðfest Covid-19 smit
206
286
10
154
,,Staðan á spítalanum ískyggileg“
- Plássleysi á spítalanum þrátt fyrir fáar Covid-innlagnir - Almenn veikindi herja á spítalann
- Þróun Covid-19 á Íslandi svipuð og í Danmörku - Helmingur bólusettra fengið örvunarskammt
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir
Þórólfur
Guðnason
Samkvæmt tilmælum stjórn-
valda eru fyrirtæki og stofn-
anir hvött til að bjóða starfs-
mönnum sínum upp á þann
möguleika að vinna að heiman
vegna fjölda Covid-19-smita.
Vinnustaðir hafa tekið upp á
því að skipta starfsfólki sínu
upp í hópa eða hólf sem t.d.
skipta með sér matartíma í há-
degismat. Í forsætisráðuneyt-
inu er starfsfólk hvatt til að
vera í fjarvinnu næstu vikurnar.
Í þeim tilvikum þar sem
starfsfólk deilir skrifstofu
skiptist það á að mæta á
starfsstöð. Þá hefur einnig ver-
ið gripið til þess að loka fyrir
setu í mötuneyti ráðuneytisins
og starfsfólk fengið þau til-
mæli að fara ekki á milli bygg-
inga nema brýna nauðsyn beri
til.
Fólk flykkist
í fjarvinnu
TILMÆLI STJÓRNVALDA