Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 ingatæknisvið háskólans er til húsa. Jón Atli reiknar með að makaskiptin verði á sléttu. Ákveðin hagræðing fáist með því að flytja starfsemina á einn stað og fermetrum í umsjá skól- ans fækki. Félagsstofnun stúdenta mun nota sinn hluta eignarinnar fyrir stúd- entaíbúðir. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er mikið gleðiefni fyrir Há- skóla Íslands. Við sjáum mikil tæki- færi til að efla starfið, til dæmis að samþætta þá starfsemi sem þangað flyst við önnur fræðasvið Háskól- ans,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, um kaup ríkisins á Hótel Sögu fyrir mennta- vísindasvið háskólans, upplýsinga- tæknisvið og ýmsa aðra starfsemi. Skrifað var undir samning um kaup ríkisins fyrir hönd Háskóla Ís- lands og Félagsstofnunar stúdenta á Hótel Sögu við Hagatorg af Bænda- samtökum Íslands fyrr í vikunni. Samningurinn var staðfestur með samþykkt fjáraukalaga þar sem veitt var heimild til viðskiptanna. Ríkið kaupir 73% húseignarinnar og Félagsstofnun stúdenta 27%. Heildarkaupverðið er um það bil 4,9 milljarðar króna, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Auk þess þurfa kaupendur að leggja í verulegan kostnað við viðgerðir á þaki hússins og efstu hæð og endurbætur til að laga það að nýrri starfsemi. Áætlað er að kaupverð og endurbætur á eignarhluta Háskólans verði alls um 6,5 milljarðar þegar upp er staðið eftir tvö til tvö og hálft ár. Makaskipti við ríkið Háskólinn greiðir sinn hluta af kaupverðinu með makaskiptum við ríkið. Lætur á móti byggingar fyrr- verandi Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og húsnæði við Skipholt og hús við Neshaga þar sem upplýs- Staðan var snúin Fyrsti hluti hússins verður af- hentur kaupendum um miðjan jan- úar en Bændasamtökin fá tækifæri til að losa út þá húsmuni sem ekki fylgja með í kaupunum þannig að eignin verður afhent í áföngum fram á vor. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að staðan hafi verið snúin. Veðkröfur séu á húsinu, frá viðskiptabank- anum, Reykjavíkurborg og Orku- veitu Reykjavíkur, og auk þess lausaskuldir. Verið sé að semja um greiðslu skuldanna. Fleira sé óupp- gert, meðal annars skipti á rekstrar- Tækifæri til að efla starfið - Ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaupa Hótel Sögu af Bændasamtökunum fyrir um 4,9 milljarða - Menntavísindasvið og upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands flytja starfsemi sína í húsið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hótel Saga Bændahöllin var byggð af samtökum bænda og þar var rekið eitt besta hótel landsins frá 1962 til þess að rekstri var hætt fyrir ári. Samningaviðræður um sölu hótelsins hafa staðið lengi yfir en er nú lokið. Jón Atli Benediktsson Gunnar Þorgeirsson félagi hótelsins, Hótel Sögu ehf., sem er í gjaldþrotaskiptum en Bændahöllin ehf., sem einnig er dótturfélag Bændasamtakanna og heldur á húseigninni, eigi kröfur á rekstrarfélagið. Segist Gunnar ekki geta tjáð sig um það á þessari stundu hvaða áhrif salan hafi á fjár- hag Bændasamtakanna. Samtökin og tengdar stofnanir eru með skrifstofur á 3. hæð hót- elbyggingarinnar. Spurður um framtíðina segir Gunnar að fyrirheit séu um áframhaldandi leigu hús- næðisins til eins árs svo andrými gefist til að huga að næstu skrefum. Hugsa vel um bygginguna Nýstofnað fasteignafélag háskól- ans mun standa straum af viðhaldi og endurbótum á þeim hluta eign- arinnar sem tilheyra mun háskól- anum. Jón Atli segir að háskólinn hafi haldið sínum byggingum vel við. Hann tekur jafnframt fram að lögð verði áhersla á að hlúa að bygging- unni þannig að hún njóti sín vel sem og ýmislegt sem þar er innanstokks og hafi sögulegt gildi. Vel kæstri skötu voru gerð góð skil í mötuneyti ÚA á Akureyri í gær og forskot tekið á sæluna, en sjávar- fang þetta er víða á borðum í dag. Sigurður Már Harðarson mat- reiðslumeistari sauð skötu og hafði með gulrætur, rófur, kartöflur, brætt smjör, rúgbrauð og hamsa- tólg. Saltfiskur var einnig í boði, því skata er sannarlega ekki allra. „Skatan er ómissandi svona rétt fyrir jól. Svo er líka skemmtilegt að elda hana, meðal annars af því að allir hafa sterkar skoðanir á bæði lykt og bragði,“ segir Sigurður. Að vera með skötu á borðum á Þorláksmessu eða dagana þar á undan hefur trúarlega merkingu úr kaþólskum sið. Fyrr á öldum var gjarnan fastað fyrir jól. Neyslu á góðgæti átti að halda í lágmarki, sérstaklega á degi heilags Þorláks, 23. desember. Þar sem mismunandi var og er hvað fiskaðist best á hverjum stað urðu hefðir ólíkar. Á Vestfjarðamiðum veiddist skata yfirleitt vel á haustdögum og því er venjan að vestan, þótt hún hafi fyr- ir margt löngu náð til landsins alls. Gjarnan eru haldnar skötuveislur á þessum degi, til dæmis af íþrótta- félögum og björgunarsveitum, og þá í fjáröflunarskyni. Allt slíkt er hófstemmdara nú, vegna sóttvarna. Þó er skata á borðum í dag á veit- ingahúsum, sem þá hafa verið hólf- uð niður, til að draga úr hættu á kórónuveirusmitum. sbs@mbl.is Allir hafa sterkar skoðanir á skötunni Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson Fiskur Skatan féll í kramið hjá fólki í ÚA, en saltfiskur var einnig á borðum svo allir færu saddir og sælir frá borði. - Víða er veisla að vestfirskum sið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.