Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Jörmundur
Sjálfvinda frá YRSA Reykjavík
mbandsúr fyrir herramenn
Verð kr. 43.900
Sími 551 8588 • skartgripirogur.is
Kringlunni og Smáralind
Bankastræti 12,
sími 551 4007
skartgripirogur.is Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJA
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég er mjög upp með mér að bókin hafi verið
þýdd á íslensku, en við vitum auðvitað að þjóð
ykkar er ein mesta bókaþjóð veraldar,“ segir
Max Hastings, einn þekktasti sagnfræðingur
Bretlands, en bók hans um síðari heimsstyrjöld
frá 2011, All Hell Let Loose, hefur nú verið
þýdd á íslensku undir heitinu Vítislogar – heim-
ur í stríði 1939-1945.
Hastings segir að hann hafi með bók sinni
viljað brjóta niður nokkrar lífseigar mýtur hjá
bresku þjóðinni um styrj-
öldina. „Kynslóð föður míns
tók upp mjög þjóðernis-
sinnaða sýn á stríðið og um
leið söguna. Faðir minn
trúði því einlæglega að
Bretar hefðu unnið styrjöld-
ina, á meðan Bandaríkja-
menn sáu um tyggigúmmíið
og hver veit hvað Rússarnir
voru að gera,“ segir Hast-
ings.
Hann segist trúa því að sín kynslóð sagn-
fræðinga sé að reyna að komast frá þeirri sýn á
styrjöldina og horfa jafnframt á hana með al-
þjóðlegri og mannúðlegri augum. „Hitt sem
skiptir máli er að svokölluð hernaðarsaga var
eitt sinn bara um hvaða herdeild fór í þessa átt
og hvaða herdeild fór í hina áttina og svo fram-
vegis.“
Hastings segir sína kynslóð sagnfræðinga
frekar reyna að horfa á stríð sem mannlega
reynslu. „Eitt af því sem þarf að huga að er að
hermenn eru ekki þeir sem verða verst úti í
styrjöldum. Í nánast hverju einasta stríði deyja
mun fleiri óbreyttir borgarar en hermenn,“
segir Hastings og bætir við að hann hafi reynt í
síðustu bókum sínum, og þá sérstaklega í Vít-
islogum, að sýna stríðið frá fleiri sjónarhornum
en annars hefur verið fjallað um.
Hastings nefnir sem dæmi styrjöldina í Kína.
„Bretar verða steinhissa þegar þú segir þeim
að 15 milljónir Kínverja hafi farist í síðari
heimsstyrjöld. Flestir [á Vesturlöndum] trúa
því varla, þeir vita varla að Kína var þátttak-
andi í styrjöldinni.“
Út frá sjónarhóli fórnarlamba
Hastings segir að hann hafi líka reynt að
skoða styrjöldina frá sjónarhóli fórnarlamba
hennar, sérstaklega kvenna. „Þegar ég var
ungur maður skildi ég ekki það sem ég skil
mjög vel nú, og það er að ein af skelfingum þess
að vera hersetinn í styrjöld er að konur eru þá
algjörlega á valdi manna á táningsaldri, sem
eru með byssur, og þá sérstaklega kynferð-
islega.“
Hastings segir að skoða þurfi stöðuna þegar
Evrópa var hersetin í styrjöldinni út frá því að
ekki sé minnst á hersetu Japana í Asíu, þar sem
hræðilegir hlutir hafi komið fyrir milljónir
kvenna, sem hafi verið þagað yfir í mörg ár. „Ef
þú skoðar þá sagnfræði sem kom út um stríðið
á fyrstu árunum eftir það snerust þær allar um
D-dag og „orrustuna um Gúlpann“, orrustuna
um Midway og svo framvegis. Auðvitað munu
allar sögubækur um stríðið þurfa að nefna
þessa hluti, en ég hef meiri áhuga á stríðinu
sem mannlegri reynslu.“
Talið berst að Helförinni gegn gyðingum,
sem Hastings segir að hafi brenglað sýn
margra á styrjöldina. „Mikið af fólki trúir því
að heimsstyrjöldin hafi verið háð vegna gyð-
inga í Evrópu, og það var alls ekki raunin. Hel-
förin var ólýsanlegur glæpur, einn af stærstu
glæpum veraldarsögunnar, sem nasistarnir
frömdu. En á sinn hátt hafði hún ekkert að gera
með framvindu síðari heimsstyrjaldar. Hún
snerist í huga flestra þátttökuríkjanna um vald,
hvernig ætti að auka það eða hemja vald ann-
arra ríkja. Vesturveldin hugsuðu til dæmis ekk-
ert um gyðinga fyrr en að styrjöld lokinni.“
Hastings bendir á að fæstir, jafnvel þeir sem
best voru að sér, hafi árið 1945 haft hugmynd
um það hversu umfangsmikil Helförin var. Það
hafi tekið 20-30 ár fyrir fólk að átta sig á því.
Hann bætir við að hann telji að umfjöllun um
Helförina ætti ekki að vera á stríðsminjasöfn-
um. „Ég tel að hver einasta stórþjóð ætti að
hafa sitt eigið Helfararsafn til þess að fræða
næstu kynslóðir um þann hrylling sem nasist-
arnir frömdu gegn gyðingum. En ég tel mik-
ilvægt um leið að aðgreina Helförina frá styrj-
öldinni.“
Matur skipti einna mestu máli
Í bók sinni vísar Hastings til frásagna fjöl-
margra sem myndu teljast til „venjulegs fólks“
fremur en þjóðarleiðtoga og hershöfðingja. Að-
spurður hvort ekki hafi verið mikið verk að
finna þær heimildir segist Hastings hafa búið
að því að hafa skrifað bækur um styrjöldina um
nokkurt skeið.
„Ég hef tileinkað stóran hluta af lífi mínu því
að skrifa um styrjöldina, og var því kunnugur
heimildunum,“ segir Hastings. Hann þakkar
einnig aðstoðarfólki sínu, sem hafi veitt ómet-
anlega aðstoð við að finna og þýða frásagnir
fólks, til dæmis á Ítalíu og í Rússlandi, um upp-
lifun fólks þar af styrjöldinni, sem venjulega
hafi verið vanrækt í breskri sagnaritun.
Hann segir að ein helstu mistök sagnfræð-
inga 21. aldarinnar sé að reyna að ýta sínum
gildum á þær frábrugðnu aðstæður sem ríktu á
þeirri 20. „Og það sem ég reyni að gera í öllum
mínum bókum er að loka augunum og hugsa
hvernig leit þetta út fyrir þeim sem voru uppi
þá. Og þá kemur til dæmis í ljós að eitt það mik-
ilvægasta voru matvælin.“
Hastings segir að enn komi út urmull bóka
um Spitfire-vélar og önnur hergögn, en á sama
tíma hafi aðgangur að mat ráðið einna mestu
um lífskjör fólks í styrjöldinni. „Flestir voru
hungraðir að einhverju leyti, spurningin var
bara hversu mikið.“ Hastings nefnir sem dæmi
að Bretar hafi kvartað mjög undan skömmt-
unarkerfinu en á sama tíma hefðu þeir ekki
þurft að þola sömu raunir og til dæmis íbúar
Leníngrad, sem neyddust í umsátri Þjóðverja
til að leggja sér mannakjöt til munns í stórum
stíl. Hastings segir að lýðræðisríkin hefðu frek-
ar gefist upp í styrjöldinni en að láta almenning
í löndum sínum þola slíkar raunir.
„Við megum vera þakklát Stalín; einungis
skrímsli eins og hann hefði getað fengið þjóð
sína til að færa þessar ólýsanlegu fórnir.“ Hast-
ings segir að Bretar hefðu aldrei getað barist
líkt og Rússar ef innrás Þjóðverja þangað hefði
tekist. Hann nefnir sem dæmið umsátrið um
Möltu á Miðjarðarhafi árið 1942, þar sem Bret-
ar hefðu líklega þurft að gefast upp ef skip með
vistum hefði ekki náð í gegnum hafnbann öxul-
veldanna í ágústmánuði.
Hastings segir Rússa ótrúlega harðgera
þjóð, og hann skilji vel þá afstöðu þeirra til
„Föðurlandsstríðsins mikla“ að Vesturveldin
kunni enn ekki að meta framlag Rússa til styrj-
aldarinnar. Hann hafi því reynt sitt besta til að
draga fram þær fórnir sem Rússar færðu.
Brjáluð ákvörðun í desember 1941
Aðspurður hvort öxulveldin hefðu getað unn-
ið styrjöldina segir Hastings ljóst að örlög
styrjaldarinnar hafi verið ráðin þann dag sem
Hitler ákvað að segja þeim stríð á hendur, ein-
faldlega vegna framleiðslugetu Bandaríkjanna,
sem hafi náð að framleiða hergögn í svo miklum
mæli að jafnvel sagnfræðingar eins og hann,
sem hafi skoðað stríðið í áratugi, verði undr-
andi þegar þeir kynni sér tölurnar.
„Ein áhugaverðasta spurningin um „gagn-
sögu“ er hvað ef Hitler hefði ekki lýst yfir stríði
á hendur Bandaríkjunum 11. desember 1941,
fjórum dögum eftir árás Japana á Pearl Har-
bor. Það er áhugaverð spurning, því Banda-
ríkjamenn voru helteknir af því að berjast við
Japana, ekki Þjóðverja.“
Hastings segir að í fyrri bókum sínum hafi
hann skrifað um að bandarískir hermenn í Evr-
ópu hafi oft ekki skilið hvers vegna þeir voru að
berjast við Þjóðverjana. „Hitler hafði, að ég tel,
pólitískt ekki val um annað en að styðja Japani
og lýsa yfir stríði, en það var brjáluð ákvörðun,
því hefði hann ekki gert það hefði Roosevelt lík-
lega lent í vandræðum með að fá samþykki fyr-
ir stríðsyfirlýsingu í gegnum Bandaríkjaþing.“
Sér samlíkingu við árið 1914
– Hvað geta kynslóðir 21. aldar lært af
heimsstyrjöldinni? „Ég held að það sé helst að
vera hrædd. Allar stórstyrjaldir í heimi nú-
tímans munu líklega verða enn verri en sú frá
1939-1945 vegna tilvistar kjarnorkuvopna.“
Hastings segir að leiðtogar dagsins í dag þurfi
að sýna bæði þolinmæði og hugrekki við
ákvarðanatöku. „Ég er að skrifa bók um Kúbu-
deiluna og á þeim tíma voru allir mjög meðvit-
aðir alla daga um hættuna af heimsendi. Nú
tala allir um loftslagsbreytingar og hryðju-
verkavá, en láta eins og kjarnorkuvopn séu
ekki lengur til.“
Hastings segist sjá meiri samlíkingu milli
ástandsins í dag og ársins 1914, þegar fyrri
heimsstyrjöld braust út, en 1939. „Ekki af því
að ég telji að heimsstyrjöld sé óumflýjanleg,
heldur af því að ég tel raunverulega hættu á að
hún gæti hafist vegna þess að einhver misreikni
sig.“ Hastings nefnir þar Kínverja og Rússa,
þar sem Kínverjar gætu til dæmis talið að með
nýrri eldflaugatækni gætu þeir hertekið Taívan
án þess að Bandaríkin gætu komið í veg fyrir
það, sem væri sama niðurstaða og hershöfð-
ingjar Þýskalands komust að varðandi Belgíu
árið 1914. „Alveg eins og Pútín er fífldjarfur
ævintýramaður sem gæti misreiknað sig.“
„En stóra lexían af öllum þessum styrjöldum
er að við verðum að vera hrædd. Ég meina ekki
að við eigum að skjálfa á beinunum alla daga,
heldur á óttinn að vera hluti af varfærni. Við
þurfum að vera meðvituð um hvaða skelfilegu
afleiðingar sumar ákvarðanir leiðtoga okkar
geta haft. Það er því mjög ógnvænlegt að sjá
menn eins og Xi Jinping eða Pútín gera hluti
sem augljóslega gætu endað í hörmungum,“
segir Hastings að lokum.
Horft á mannlega þætti stríðsins
- Max Hastings ræðir um bók sína um seinni heimsstyrjöld sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu
- Reyndi að sýna stríðið frá fleiri sjónarhornum - Fórnir Rússa hafa verið vanmetnar í vestri
Ljósmynd/Wikipedia
Hryllingur stríðsins Rússnesk fjölskylda horfir á rústir heimilis síns í seinna stríði.
Max Hastings
Samskipti Íslands og Kína í áranna
rás, samstarfsmöguleikar ríkjanna á
ýmsum sviðum, loftslagsmál og mik-
ilvægi alþjóðasamstarfs voru helstu
umræðuefnin á fjarfundi Þórdísar
Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur,
utanríkis- og þróunarsam-
vinnuráðherra, með Wang Yi, utan-
ríkisráðherra Kína, í gær.
Um þessar mundir eru liðin 50 ár
síðan löndin tóku upp formlegt
stjórnmálasamband.
Á fundi þeirra Þórdísar Kol-
brúnar og Wang ræddu þau sam-
skipti Íslands og Kína, þar með talið
vaxandi tengsl ríkjanna síðastliðin
ár í gegnum viðskipti og samvinnu á
ýmsum sviðum, sem og tækifæri til
áframhaldandi samstarfs, sér-
staklega á sviði umhverfismála og
endurnýjanlegrar orku.
Ráðherrarnir ræddu einnig mögu-
leika á beinu flugi milli landanna
þegar aðstæður skapast til þess á
ný. Um 100 þúsund kínverskir ferða-
menn komu árlega til Íslands fyrir
kórónuveirufaraldurinn. Mikilvægi
alþjóðasamstarfs, innleiðing heims-
markmiða Sameinuðu þjóðanna og
virðing fyrir mannréttindum voru
einnig til umfjöllunar.
Þórdís Kolbrún segir ýmis tæki-
færi liggja í aukinni samvinnu milli
ríkjanna, ekki síst á sviði loftslags-
aðgerða og endurnýjanlegrar orku.
Ræddu samskipti ríkjanna
- Utanríkisráðherrar Íslands og Kína á fjarfundi í gær
Símafundur Utanríkisráðherrar Íslands og Kína á fundi í gær, þau Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Wang Yi, með fánana í bakgrunni.