Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Þorláksmessa opið 11-20, Aðfangadagur 10-13.
* Undirföt
* Náttföt
* Náttkjólar
jólagjafir
Glæsilegar
Þú pantar og sækir
vöruna í verslun, fallega
innpakkaða og tilbúna
undir jólatréð.
Vefverslun
selena.is
* Sloppar
* Gjafabréf
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfisráðuneytið leggur
áherslu á það í úrskurði að óheim-
ilt sé að hindra för manna um
fornar þjóðleiðir. Það eigi ekki
einungis við um umferð gangandi
fólks heldur ekki síður ríðandi
umferð enda hafi þjóðleiðir ekki
síst verið nýttar fyrir fólk ríðandi
á hestum.
Vakin er athygli á því ákvæði
náttúruverndarlaga að hafa skuli
hlið þegar girða þurfi yfir forna
þjóðleið eða skipulagða göngu-,
hjólreiða- og reiðstíga.
Hestamenn í Kjós, Mosfellsbæ
og Reykjavík hafa lengið unnið að
því að opna gömlu þjóðleiðina
meðfram Esjuhlíðum á Kjalarnesi,
gamla Kjalnesingaveginn. Var
þetta alfaraleið og notuð sem reið-
leið fram yfir 1970.
Einn landeigandi á móti
Leiðin var opnuð aftur með við-
höfn á höfuðdaginn 29. ágúst
2019. Það var gert með samþykki
flestra landeigenda við þjóðleiðina
og í samráði við Reykjavíkurborg
sem fer með skipulagsmálin á
Kjalarnesi. Einn af fimm eig-
endum Króks, meirihlutaeigandi
jarðarinnar, var þó andsnúinn
málinu og girti land sitt með vold-
ugri girðingu, án hliðs, í stað
þeirrar gömlu sem var að mestu
fallin. Verða hestamenn því að
taka á sig krók og ríða meðfram
Vesturlandsvegi þennan spöl.
Mikil umferð og hröð er um
Vesturlandsveg og þykir hesta-
mönnum það öryggismál að losna
þaðan og fá að nota gamla reiðveg-
inn aftur. Svo háttar raunar til nú
að verið er að tvöfalda Vestur-
landsveg og leiðin sem hestamenn
hafa notað fer undir þá fram-
kvæmd.
Gert að taka nýja ákvörðun
Vegna hindrunarinnar á landi
Króks sendi Óðinn Elísson, formað-
ur hestamannafélagsins Adams í
Kjós, kæru til Umhverfisstofnunar
í nóvember á síðasta ári og krafð-
ist þess að því yrði beint til meiri-
hlutaeiganda jarðarinnar að hann
myndi setja hlið á girðinguna. Var
krafan meðal annars rökstudd með
því að náttúruverndarlög tryggðu
hestamönnum umferðarrétt eftir
reiðveginum.
Umhverfisstofnun hafnaði kröf-
unni. Byggði afstöðu sína meðal
annars á upplýsingum sem fram
komu í umsögn byggingarfulltrú-
ans í Reykjavík um að ekki væri til
deiliskipulag fyrir svæðið og því
væri þetta ófrágengið skipulags-
mál. Einnig að óvissa væri um stað-
setningu hinnar fornu þjóðleiðar.
Umhverfisráðuneytið felldi
ákvörðun Umhverfisstofnunar úr
gildi með nýlegum úrskurði og
lagði fyrir stofnunina að taka mál
Óðins að nýju til efnismeðferðar.
Vísaði ráðuneytið til ákvæða nátt-
úruverndarlaga um að óheimilt sé
að hindra för fólks um fornar þjóð-
leiðir, eins og fram kemur hér í
upphafi, og setja eigi hlið ef nauð-
synlegt reynist að girða yfir slíkar
leiðir. Taldi ráðuneytið að skort
hefði á það í úrskurði Umhverfis-
stofnunar að meta hvort um forna
þjóðleið væri að ræða og ef svo
væri, hvort umrædd girðing fæli í
sér ólögmæta hindrun.
Gæti haft þýðingu víðar
Sigurbjörn Magnússon, lögmað-
ur Óðins, segir um framhald máls-
ins að nú þurfi Umhverfisstofnun
að staðsetja leiðina. Það ætti að
vera auðvelt enda viðurkennt að
þarna liggi forn þjóðleið. Þá sé
ekki annað að gera en að fallast á
kröfu Óðins um að landeigand-
anum verði gert að setja hlið á
girðinguna og opna leiðina um
land sitt.
Sigurbjörn telur að í ljósi þess
að nú liggi fyrir túlkun umhverf-
isráðuneytisins á ákvæðum nátt-
úruverndarlaga um frjálsa för
fólks um fornar þjóðleiðir geti
niðurstaða þessa máls haft þýð-
ingu víðar. Að minnsta kosti sé
ástæða til að binda vonir við að
svo verði.
Kjalnesingavegur verði opnaður
- Umhverfisráðuneytið telur óheimilt að hindra för manna um fornar þjóðleiðir - Sett verði hlið
þegar girða þarf fyrir - Ákvörðun Umhverfisstofnunar um krókinn hjá Króki á Kjalarnesi ógilt
Þjóðleið í Esjuhlíðum
Hættusvæði við Krók
Arnarhamar
Rétt
Esjuhof
Krókur
E S J A
K J A L A R N E S
Núv. reiðleið
Núv. reiðleið - hættuleg svæði
Jarðarmörk
Núv. þjóðleið Áning
Breikkun Vesturlandsvegar og
nýr aðkomuvegur. skv. deiliekipulagi
Jarðamörk Breikkun
Vesturlands egarNúv. reiðleið
Núv. þjóðleið
Núv. reiðleið, hættusvæði
Áning
Vestu
rland
svegu
r
Morgunblaðið/Ernir
Útreiðartúr Fornar þjóðleiðir eru mikið notaðar af hestamönnum enda eru
þær margar markaðar af hófum hesta í gegnum aldirnar.