Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 „Póstarnir hér á landi eru ýmist gangandi menn sem síga áfram á sínum tveimur jafnfljótum, opt hlaðnir allmiklum byrðum bæði í bak og fyrir; með þessar byrðar verða menn þessir að paufast áfram í illviðrum og ófærðum og má geta því nærri hversu ógreið- lega hlýtur að sækjast ferðin á þennan hátt, eða að póstarnir verða að brjótast með klyfjaða Paufast áfram í ill- viðrum og ófærðum hesta um illa og ógreiða vegi þjettskipaða torfærum og ófær- um, eður þá um fullkomnar veg- leysur, svo sem snævi þaktar heiðar og öræfi, sem ekki hafa svo mikið sem kaldan, auðan torfkofa að bjóða ferðamann- inum, honum til skjóls, ef mann- drápsveður dettur á.“ (Jens Páls- son, prestur og alþingismaður, um landpóstana seint á 19. öld.) Þekktast úr ferðum Hallgríms Jónssonar, norðanpósts árin 1806 til 1835, er að hann var eitt sinn rændur á ferð að norðan og suður og þótti það með ólíkindum. Sagan segir að 12. júlí 1809 hafi Hallgrímur lagt upp frá Möðruvöllum í Hörgárdal með bréf og peningasendingu til stift- amtmanns og annarra fyr- irmanna syðra. Sama dag lagði Jörundur hundadagakonungur upp norður í land til að kanna og styrkja veldi sitt. Með honum í för voru sex lífverðir í einkennisbún- ingi, vopnaðir pístólum og sverð- um. Óljóst er hvar pósturinn og Jörundur hittust en líklega hefur það verið í Skagafirði eða Húna- vatnssýslum. Hallgrími mun ekki hafa þótt árennilegt að standa upp í hárinu á „alls Íslands verndara og hæstr- áðanda til sjós og lands“, eins og Jörundur titlaði sjálfan sig eftir valdatökuna. Hann er sagður hafa rænt bréfum og pen- ingasendingu sem var 899 rík- isdalir og 69 skildingar. Pen- ingana notaði hann til að greiða embættismönnum laun og halda góðum, eftirlaun til áhrifamanna og ýmsar skuldir – en bréfunum mun hann hafa skilað samvisku- samlega til skráðra viðtakenda. (Úr sögu landpóstanna.) Norðanpóstur rændur Leið norðanpóstsins Reykjavík-Víðimýri 1885 Póstafgreiðslur Bréfhirðingar Heimild: Póstsaga Íslands Grunnkort: Royal Geo- graphical Society 1882, islandskort.is Reykjavík Arnarholt Staður Sveinsstaðir Víðimýri Mosfell Saurbær Hestur Staðarbakki Lækjamót Botnstaðir Reykir VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef ferðast mikið á milli Norð- ur- og Suðurlands, ekki síst á hest- um. Oft hef ég verið á götum norð- anpóstsins eða í nágrenni þeirra,“ segir Magnús Pétursson, fyrrver- andi ríkissáttasemjari, sem gengur eða ríður, oft í góðum félagsskap, leiðina sem norðanpósturinn fór í yfir tvö hundruð ár og allt fram á fyrstu áratugi síðustu aldar. Hann einbeitir sér að leiðinni úr Reykja- vík í Skagafjörð en í síðarnefnda héraðinu ólst hann upp að hluta og heldur tengslum við gömlu heima- hagana. Vegna þessa áhugaverkefnis hef- ur Magnús rifjað upp upphaf og sögu póstsamgangna hér á landi, ekki síst með lestri „Söguþátta landpóstanna“ eftir Helga Valtýs- son og „Póstsögu Íslands“ eftir Heimi Þorleifsson, en tekur einnig tali heimamenn sem þekkja leiðir póstanna og aflar sér upplýsinga um líklegar leiðir og gamlar götur á milli póstafgreiðslustaða og bréf- hirðinga. Upphafið í tilskipun konungs Landsnefndin sem starfaði 1770- 1771 kom inn á lélegar samgöngur í landinu. Ekki var hægt að tala um vegi og engar skipulegar bréfasend- ingar voru þótt þeim hafi verið komið á í öðrum hlutum Danaveldis löngu áður. Kristján sjöundi Dana- konungur gaf út tilskipun á árinu 1776 um að komið yrði á lágmarks- póstsamgöngum milli amtmanna og stiftamtmanns á Bessastöðum. Sýslumenn áttu í upphafi að sjá um flutning póstsins á milli sýslu- mannssetranna. Fljótt sáu menn að heppilegt væri að fela einum til- teknum manni þessa flutninga. Raunar liðu sex ár frá útkomu til- skipunarinnar þar til fyrsta ferðin var farin, póstferðin að norðan til stiftamtmanns 1783. Einnig voru sunnanpóstur, austurpóstur og vesturpóstur og auka- eða héraðs- póstar sem tengdust landpóstunum á ýmsum stöðum. Fyrsti norðanpósturinn var Gunnar Rafnsson og sinnti hann embætti konungs í meira en tvo áratugi. Hann fór með átján bréf í fyrstu ferðinni, segir sagan. Var stundum látinn hafa bréf „utan tösku“ sem hann mátti afhenda á Gengur og ríður götur norðanpóstsins - Magnús Pétursson hefur kynnt sér leiðir landpóstanna - Fer í fótspor póstsins í áföngum með góðum félögum Ljósmynd/Magnús Pétursson Vatnsskarð Víða má greina gamlar götur sem póstarnir notuðu. Hér er riðið um Vatnsskarð, á milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Ljósmynd úr einkasafni Svínaskarð Bjarki Bjarnason reið í veg fyrir póstinn og bað hann fyrir bréf að Saurbæ, stílað á séra Hallgrím Pétursson, sálmaskáldið góða. 5 SJÁ SÍÐU 34 Farið um forna þjóðleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.