Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 35

Morgunblaðið - 23.12.2021, Page 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Í KVÖLD Í BEINNI FRÁ ELDBORG HÖRPU KLUKKAN 22 SKANNAÐU KÓÐANN WWW.BUBBI.IS VELDU ÞÍNA LEIÐ TIL AÐ HORFA! Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverk- fræði við rafmagns- og tölvuverk- fræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þor- valds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þor- valds, afhenti styrkinn. Sjóðurinn styrkir árlega efnilega nema í verkfræði við Háskóla Ís- lands til framhaldsnáms. Sá nem- andi sem er með hæstu meðal- einkunn eftir annað ár í grunnnámi hlýtur styrkinn hverju sinni. Óttar Snær lauk stúdentsprófi frá MR árið 2019 og hóf nám við HÍ sama ár. Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar var stofnaður af for- eldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fv. forseta verkfræðideildar HÍ, árið 1952, Árlega er veitt viðurkenning úr sjóðnum til afburðanemanda í verkfræði við Háskóla Íslands. Styrktur af minninga- sjóði í HÍ - Veitt úr minning- arsjóði Þorvalds Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Viðurkenning Óttar Snær Ingvason ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna hefur verið út- hlutað úr Samfélagssjóði Lands- bankans. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land, segir í tilkynningu bankans. Þrjú verkefni hlutu styrk að fjár- hæð 1 milljón króna, tvö verkefni hlutu 750.000 króna styrk, 15 verk- efni fengu 500 þusund kr. hvert og 12 verkefni fengu 250.000 króna styrk. Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélags- styrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarna- og æskulýðsstarf, um- hverfismál og verkefni á sviði menningar og lista. Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agn- arsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar. Hæstu styrkina, 1 milljón, fengu List án landamæra, Björk Vilhelms- dóttir og Birna Hallsdóttir. Meðal annarra styrkþega má nefna LungA, listahátíð ungs fólks, Ásthildi Jónsdóttur, Chanel Björk Sturludóttur, Elísabetu Ósk Vigfús- dóttur, Ofbeldisforvarnaskólann, Rósu Ómarsdóttur, Auði Þórhalls- dóttur, Fæðingarheimili Reykjavík- ur, Mnntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur, Stígamót, Sorgarmiðstöð, Hjálparstarf kirkj- unnar og Jón Gnarr. 15 milljónir í samfélagsstyrki - Landsbankinn styrkir 32 verkefni úr samfélagssjóði Skjámynd/Landsbankinn Samfélagsstyrkir Úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði Landsbankans fór fram á netinu, en alls voru 32 verkefni styrkt. Sökum sóttvarnaráðstafana þótti ekki ráðlegt að kalla styrkþega til fundar í bankanum. Þótt engin sé kirkjan verður helgi- hald í Grímsey um jólin, rétt eins og í öðrum byggðum landsins. Messa verður á 4. degi jóla, hinn 28. des- ember, í félagsheimilinu Múla, sem nú nýtist sem guðshús í stað Mið- garðakirkju sem brann til kaldra kola í september síðastliðnum. Prestar Dalvíkurprestakalls, þeir sr. Magnús G. Gunnarsson og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, koma þá út í eyju með flugvél, sem hefur um tveggja stunda viðdvöl á flugvell- inum. Á meðan verður messað og á eftir er kaffisamsæti. „Messuna má ekki vanta,“ segir Alfreð Garðarsson, formaður sókn- arnefndar. Um 30 manns verða í Grímsey nú um jólin, en eitthvað er um að eyjarfólk sé á fastalandinu yfir hátíðir og dvelji hjá fjöl- skyldum sínum þar. Messa í Múla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grímsey Þorpið á heimskautsbaugnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.