Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2021 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA st’ al og Stál og stansar Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Nippill á sjódælu fyrir sjó á þilfari var ekki á sínum stað og varð það til þess að safnaðist sjór í vélarrúmi Öldunnar ÍS-47. Sjórinn kom í slíku magni að lensidælan hafði ekki undan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu siglingasviðs rannsóknarnefndar samgöngu- slysa. Aldan, sem þjónustar fiskeldi í Önundarfirði, var á siglingu í firð- inum 27. september sl. þegar upp- götvast að sjór sé að safnast í vél- arrúmi skipsins. Var ákveðið að stöðva aðalvélina til að koma í veg fyrir skemmdir og voru bæði akk- erin sett út til að forða reki. Línubáturinn Jóhanna G ÍS-56, sem gerður er út frá Flateyri, kom Öldu til aðstoðar. Eftir að hafa lens- að vélarúmið var aðalvélin gang- sett og siglt til hafnar á Flateyri. Í skýrslunni segir að rannsókn hafi leitt í ljós að neðri viðvörun fyrir sjó í vélarrúmi hafi ekki verið í lagi en viðvörun sem staðsett var ofar gaf merki en þá hafi sjórinn verið kominn upp á vélina. Jafn- framt kemur fram að þrír skipverj- ar hafi verið lögskráðir á skipið en aðeins tveir þeirra um borð skráðir eins og krafa er um. gso@mbl.is Ljósmynd/Arnbjörn Eiríksson Aldan Skipið komst til Flateyrar. Nam ekki sjóinn í vélarrúmi - Neðri nemi virkaði ekki sem skyldi Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikil ólga er meðal grásleppu- sjómanna vegna stofnmats og ráð- gjafar Hafrannsóknastofnunar í tengslum við landselinn. Telja þeir stofnunina leggja fram illa rökstudd- ar upplýsingar um áhrif grásleppu- veiða og að tölur séu á skjön við upp- lýsingar úr eftirliti Fiskistofu. Óttast grásleppusjómenn að fullyrðingar Hafrannsókna- stofnunar um fjölda dýra sem veiðast í grá- sleppunet verði til þess að veið- arnar verði bann- aðar. Í síðasta mán- uði kynnti stofn- unin nýja ráðgjöf vegna landsels við Íslandsstrendur. Þar kom fram að landsel hefur fjölgað um 9% milli áranna 2018 og 2020. Samkvæmt stofnmati 2020 var fjöldi landsela metinn 10.319 dýr og er stofninn því 69% minni en árið 1980 og 14% undir markmiðum stjórnvalda um að hann telji 12 þúsund dýr. „Afföll vegna óbeinna veiða (með- afli við fiskveiðar) eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök ís- lenskra landsela sé vegna þess. Tak- mörkuð gögn eru til um óbeinar veið- ar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönn- um og úr stofnmælingu með þorska- netum bendir til að á árunum 2014- 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet. Met- inn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014-2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og 17 landselir í botnvörpu,“ segir í ráðgjöfinni. Fiskistofa sá ekki einn sel „Miðað við aldursdreifingu í sela- stofninum samkvæmt gögnum Haf- rannsóknastofnunar og fleiri líf- fræðilega þætti sem hljóta að liggja til grundvallar í módelum vísinda- manna er mér útilokað að skilja að stofn geti stækkað sem er veiddur upp á örfáum árum samkvæmt þess- um tölum,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábáta- eigenda. „Við höfum talsverðar áhyggjur af því að þessi aðferðafræði og nálgun í selarannsóknum Hafrannsókna- stofnunar standist ekki nánari skoð- un,“ segir hann og fullyrðir að tölur Hafrannsóknastofnunar séu hreinar ágiskanir. „Því miður kemur það fyr- ir að þessi grey koma í grásleppunet- in,“ bætir Arthur við, en í mun minna magni en gefið er til kynna í skýrslum. Arthur kveðst hafa leitað til Fiski- stofu og þar hafi hann fengið þær upplýsingar að drónaeftirlit stofnun- arinnar hafi farið í 88 yfirflug þar sem fylgst var með grásleppuveið- um. Vertíðin stóð í 35 daga og tóku 130 bátar þátt í henni, margir tölu- vert færri daga en aðrir. „Í öllu þessu yfirflugi hefur ekki sést einn einasti grásleppubátur taka sel inn fyrir eða losa í síðu báts. En miðað við þessa tölu [Hafrannsóknastofn- unar] um að verið sé að drepa 1.400 seli á vertíð hafa [sjómenn] haft nóg að gera í að losa sel og farga.“ Hann segir aðeins hægt að skýra stöðuna með því að stærð selastofns- ins sé vanmetin, veiði sela í gráslepp- unet sé stórlega ofmetin eða hvoru tveggja. Undanfari banns Um nokkurt skeið hefur mikil óvissa verið tengd útflutningi sjáv- arafurða til Bandaríkjanna í kjölfar þess að yfirvöld þar vestra ákváðu að stöðva innflutning afurða frá þeim ríkjum þar sem sjávarspendýr eru meðafli veiða. Bannið átti að taka gildi um áramótin en gildistökunni var í fyrra frestað til 1. janúar 2023. Grásleppusjómenn hafa áhyggjur af því að tölur Hafrannsóknastofn- unar gefi ranga mynd af veiðunum. „Við höfum bullandi áhyggjur af því að þetta sé undanfari þess að þessar veiðar verði hreinlega bannaðar eða eitthvað í þeim dúr, því hótanir Bandaríkjamanna hafa hangið yfir hausnum á mönnum í langan tíma. Þeir hafa sett svo lág mörk varðandi meðafla að í sambandi við selinn er ekki nokkur einasta leið að fullnægja þeim viðmiðum önnur en að hrein- lega stöðva þessar veiðar,“ útskýrir Arthur. „Ég geri þá kröfu að Hafrann- sóknastofnun fari að útskýra þetta betur og þar að auki held ég að þeir þurfi að draga til baka þessa að- ferðafræði sem þeir hafa notað. Þeir telja eitthvert meðaltal á einhverju ákveðnu svæði þar sem er þekkt að það sé meira af sel sem meðafla í grásleppunet og því er margfaldað á öll útgefin veiðileyfi. Þessi aðferða- fræði er svo stjörnugalin að það er alveg spurning hvað mönnum geng- ur til annað en að koma einhverju óorði á grásleppukarla.“ Segja áhrif veiða ofmetin - Hafró sökuð um að ofmeta fjölda sela í grásleppunetum - Matið ekki í sam- ræmi við upplýsingar frá Fiskistofu - Sjómenn óttast bann við grásleppuveiðum Morgunblaðið/Eggert Landselir Ekki eru allir á einu máli um áhrif grásleppuveiða á selastofninn. Arthur Bogason Afurðaverð á markaði 22. des. 2021,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 376,43 Þorskur, slægður 382,35 Ýsa, óslægð 281,42 Ýsa, slægð 274,06 Ufsi, óslægður 151,34 Ufsi, slægður 218,38 Gullkarfi 204,02 Blálanga, óslægð 251,73 Blálanga, slægð 139,12 Langa, óslægð 97,50 Langa, slægð 107,37 Keila, óslægð 5,84 Keila, slægð 17,93 Steinbítur, óslægður 340,09 Steinbítur, slægður 557,39 Skötuselur, slægður 991,76 Grálúða, slægð 334,00 Þykkvalúra, slægð 863,49 Skrápflúra, óslægð 34,00 Bleikja, flök 3.176,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.277,82 Gulllax 0,00 Hlýri, óslægður 346,65 Hlýri, slægður 553,11 Hrogn/þorskur 30,51 Lúða, slægð 1.098,00 Skata, óslægð 31,00 Skata, slægð 15,27 Undirmálsýsa, óslægð 12,79 Undirmálsýsa, slægð 20,00 Undirmálsþorskur, óslægður 98,10 Undirmálsþorskur, slægður 127,56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.