Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 39.420 handapabba ogmömmu og afa og ömmu Flokkarnir þrír sem mynda heimastjórnina í Færeyjum, Sam- bandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokk- urinn, ætla að funda um fram- hald stjórnarsam- starfsins eftir jól, en það er nú í uppnámi vegna óvæntra vendinga sem urðu til þess að tvö frumvörp um aukin réttindi samkynhneigðra var samþykkt á færeyska Lög- þinginu. Miðflokkurinn, sem telst til kristi- legra demókrataflokka, lagðist þvert gegn málinu, en frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæð- um annars vegar og 18 atkvæðum hins vegar gegn 13. Segir miðstjórn flokksins að hinir flokkarnir tveir hafi brotið stjórnarsáttmálann með samþykki sínu, en Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og leið- togi Sambandsflokksins, gaf út fyrir atkvæðagreiðsluna að þingmenn flokksins gengu óbundnir til hennar, þar sem honum mislíkaði tilraunir tveggja ráðherra Fólkaflokksins til að hafa áhrif á þingmannaskipan þingsins fyrir atkvæðagreiðsluna. FÆREYJAR Líf heimastjórn- arinnar á bláþræði Bárður á Steig Nielsen Forsvarsmenn McDonald’s ham- borgarakeðjunnar í Japan til- kynntu í gær að þeir myndu neyð- ast til þess að skammta franskar kartöflur til viðskiptavina sinna, þar sem flóð í Vancouver, þar sem kartöflurnar eru ræktaðar, auk þrenginga í birgðakeðjum heimsins vegna heimsfaraldursins hefði valdið skorti á frönskum. Munu viðskiptavinir hamborg- ararisans einungis fá lítinn skammt af frönskum með borgurum sínum fram til föstudagsins í næstu viku. Sagði fyrirtækið að skömmtunin myndi einnig ná til jóladags, og að henni væri ætlað að tryggja að allir sem vildu gætu enn þá fengið franskar með matnum sínum. JAPAN Skammta fransk- arnar á McDonald’s Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Frakklandi hófu í gær bólusetningar á börnum á aldrinum 5-11 ára, en tilfellum kórónuveirunn- ar hefur fjölgað þar mjög ört á und- anförnum dögum vegna Ómíkron-af- brigðisins. Á sama tíma veitti breska lyfjaeftirlitið heimild fyrir bólusetn- ingu barna á sama aldri með bóluefni Pfizer og BioNTech. Smitum vegna Ómíkron-tilfellis- ins fjölgar enn ört um allan heim, en frumniðurstöður rannsóknar í Skot- landi benda til að afbrigðið hafi væg- ari einkenni en Delta-afbrigðið. Sögðu talsmenn rannsóknarinnar þó að hættan væri sú að margfalt fleiri myndu smitast af Ómíkron, sem aft- ur gæti leitt til fleiri dauðsfalla ef sjúkrahús yrðu yfirfull. Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakka, sagði að tilfellum þar í landi gæti fjölgað upp í 100.000 manns á dag um áramótin, en undanfarnar vikur hefur meðaltalið verið um 54.000 smit á dag. „Það er eitt víst. Ómíkron er mjög smitandi, það mun dreifa sér, og engu ríki verður hlíft við því,“ sagði Veran. Í Bretlandi greindust 106.122 til- felli á undanförnum sólarhring í gær, og hafa þau aldrei verið fleiri. Bresk stjórnvöld, sem ákváðu að grípa ekki til samkomutakmarkanna fyrir jólin, lýstu því yfir í gær að þau hygðust festa kaup á 4,25 milljónum skammta af kórónuveirulyfjunum ritonavir og molnupiravir, sem veitt hafa von um að hægt verði að sinna sjúklingum í auknu mæli heima fyr- ir. Þá ætla Bretar um leið stytta ein- angrunartíma fólks úr tíu dögum niður í sjö daga, ef það reynist nei- kvætt að þeim tíma liðnum. Stjórnvöld í Finnlandi hyggjast sömuleiðis hefja bólusetningu barna fljótlega, en þau ákváðu í fyrradag að barir yrðu að loka kl. níu á að- fangadag til að stemma stigu við Ómíkron-afbrigðinu. Skellt í lás vegna 52 smita Stjórnvöld í Kína ákváðu hins veg- ar að setja útgöngubann á borgina Xi’an í norðurhluta landsins, eftir að 52 smit greindust þar í gær. 13 millj- ónir búa í borginni, og munu þeir frá og með deginum í dag þurfa að dvelj- ast heima við, nema til að kaupa nauðsynjar annan hvern dag, eða í neyðartilvikum. Fylgst er grannt með allri umferð til og frá borginni, og munu allar verslanir sem ekki bjóða nauðsynja- vöru þurfa að loka dyrum sínum. Kínverjar hafa sett stranga reglu um að útrýma öllum smitum í land- inu í aðdraganda Vetrarólympíuleik- anna í Peking, sem eiga að fara fram í febrúar. Hefja bólusetningu barna - Frakkar bólusetja börn frá fimm ára aldri - Bretar og Finnar veita leyfi fyrir bólusetningum barna - Kínverjar setja útgöngubann vegna 52 tilfella í Xi’an AFP Covid Frakkar hafa nú byrjað að bólusetja börn á aldrinum 5-11 ára. Björgunarfólk sést hér leita að fólki eftir að aurskriða féll á jaði- námu í norðurhluta Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar. Óttast var að á bilinu 70-100 manns væri saknað eftir aurskrið- una. Um tvö hundruð manns tóku þátt í leitinni, og notuðu sumir báta til þess að leita að líkum í nærliggjandi stöðuvatni. Staðfest var að einn maður hefði fundist látinn, og 25 aðrir voru sendir á sjúkrahús vegna áverka sinna. Aurskriðan átti sér stað um fjögurleytið um nóttina að staðartíma. Fjöldi fólks ferst á hverju ári í Búrma í námavinnslu, en landið treystir mjög á innflutt vinnuafl til að grafa eftir jaði. Umfangsmikil leit að eftirlifendum í jaðinámu í norðurhluta Búrma Fjölda sakn- að eftir aur- skriðu AFP ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.