Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Þeir eru til sem horfa bláeygir til Brussel, en fer þó fækkandi. Mikil umskipti urðu þeg- ar að Bretum tókst með harðfylgi að tryggja ákvörðun þjóðarinnar um út- göngu. Sterk öfl gerðu allt sem þau máttu og einnig það sem þau máttu ekki til að eyðileggja málið. Í þeim hópi voru þeir sem urðu undir með ákvörðun þjóð- arinnar. Þetta skynjaði hún og sópaði svikahröppum úr hópi þingheims út þegar tækifæri gafst í óvæntum kosningum. Í framhaldinu vöknuðu spurn- ingar um hvort aðrar þjóðir hugsuðu sér til hreyfings eða yrðu skelkaðar þegar að Breska, fyrrum heimsveldið, slapp út við illan leik. Margir gefa sér að brottför Bretlands festi aðildarlöndin sem eftir eru enn fastar í ólum búrókrata í Brussel. Rökin eru meðal annars þau, fyrst að næstum tækist að eyðileggja niðurstöðu þjóðaratkvæðis Breta myndu aðrir ekki hafa afl. Oft var á það bent að Bretar hefðu ekki náð að sleppa úr sambandinu hefði Tony Blair tekist að kasta pundinu og ganga undir ok evrunnar. Hvað sem mönnum þykir um Gordon Brown eftir ódrengilega fram- göngu í fjármálakreppunni, þá geta Bretar þakkað honum fyrir að þumbast gegn tilraunum Blairs í gjaldmiðilsmálum. Ekki er ólíklegt að myntin geri litlum og miðlungsstórum ríkjum sem lítil áhrif hafa í ESB erfitt að gæla í átt til fullveldis á ný. Og eins er bent að á meðan Bretar voru innan veggja höfðu slík ríki styrk af þeim og voru því skár haldin og gátu frekar stað- ið gegn eða hægt á að týnast í ofurríki sem stjórnað var í stóru og smáu af liði sem enginn kaus. Tíminn hefur tekið, svo sem ætla mátti, að leiða hægt og bít- andi fram svör við spurningum sem vöknuðu við útgöngu Breta. Allar hrakspár um óhjá- kvæmilegt hrun Breta reyndust óskhyggjan ein. Umboðslausu valdakíkurnar í Brussel sussa á ríkjasmælkið og einbeita sér að því að gera ráðandi þjóðunum þremur til hæfis. Dugi það ekki er stóri boli sóttur í hundahúsið. Evrópudómstóllinn er enginn venjulegur dómstóll. Honum eru sett markmið sem stangast þvert á markmið þjóðanna á þeim tíma sem þær seldu sig undir sambandið, þegar látið var að lítil eða engin breyting yrði síðar í megin efnum. Það er hins vegar enginn meining- armunur hjá þeim andlitslausu í Brussel og Evrópudómstólnum í Lúxemborg. Þeir bera mikla virðingu fyrir og skilja ríkulega þörf fyrir fullveldi. Þessi skilningur var augljós af orð- um Ursulu von der Leyen er hún lagði þunga áherslu á að að styrkja yrði full- veldi ESB. Í árdögum þess var talað um samband fullvalda þjóða. Á það hefur saxast og bregður því engum í álfunni þegar umboðslaus embætt- ismaður talar þannig. Og ekki er Evrópudómstóllinn í vafa um að „fullveldið“ sem von der Leyen talar um sé það eina sem nær máli. Pólland er fjölmennt land, og landrými lítið minna en hjá grannanum í vestri. Iðulega hafa beinst ónot að Ungverja- landi og „fullveldisbrölti“ þeirra. Þeir þar telja sig hafa umboð þjóðar sinnar til að ráða því sjálf hversu marga flótta- menn þeir hýsa. En því segist Brussel ráða. En nú hefur stóra bola verið sigað á Pólland fyrir að halda því fram að pólsk stjórnarskrá bindi þá þjóð og þá auðvitað yfirvöld þar. Stjórn- arskráin geti ekki vikið fyrir ESB-reglum. Von der Leyen gerir ekkert með það. Gangi sjálfsafgreiðsla dómstólsins eft- ir, sem jafnan má gera ráð fyrir, verða þungir skuldabaggar hengdir um herðar Pólverja. Kannanir sýna að meirihluti Pólverja er enn fylgjandi aðild að ESB. Valdsmenn í Brussel veðja á það af miklu öryggi að fjárhagur Póllands geri þeim ekki kleift að standast þvinga- nir af stærri gerðinni. Bruss- elvaldið segist hafa „alvarlegar áhyggjur af ákvörðunum stjórnlagadómstóls Póllands og geti ekki annað en efast um sjálfstæði hans! Svona tala að- eins þeir sem hafa mjög sér- kennilega kímnigáfu, ekki síst þegar horft er til þess að hinum megin er hinn „sjálfstæði“ Evr- ópudómstóll sem hefur bein fyr- irmæli í sínum reglum um til hvaða megin sjónarmiða hann megi og skuli horfa. Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar tekið af allan vafa um að „sambandið muni nota sitt ýtrasta vald til að tryggja það meginlögmál að lög ESB séu æðri lögum einstakra sam- bandsríkja, enda sé sjálfur grundvöllur sambandsins reist- ur á því. Og sjálfsagt til þess að skapa þægilegt andrúmsloft hefur framkvæmdastjórnin „nú ákveðið að greiða ekki út þá 48 milljarða evra úr bótasjóði sem merktir eru Póllandi til upp- byggingar eftir kórónuveiruá- fallið, fyrr en greitt er úr fyrr- nefndum ágreiningi.“ Sá litríki hópur, sem beitt hefur fjár- kúgun í smáu og stóru í gegnum aldirnar, hefði ekki orðað þetta mikið betur. Fyrst kúga þeir Pól- land. Svo Ungverja- land. Fram nú allir í röð} Þeir munu til sem ekki læra af þessu Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ U pp er runnin stund ljóss og friðar þar sem ástvinir koma saman og njóta samvista yfir jólin um heim allan. Þó svo að þessi jól, líkt og þau síðustu, litist af heimsfaraldri er ekkert því til fyr- irstöðu að halda gleðileg jól og líta björtum augum til framtíðar. Á árinu sem senn fer að líða hefur Íslendingum tekist vel til að lifa með veirunni og spyrna við fótum. Þann- ig hefur til dæmis okkar frábæra skólafólki farnast vel í að halda skólum opnum í sam- félaginu, sviðlistir og önnur menning hefur þrifist með ágætum, afkoma ríkisjóðs var mun betri en búist var við, atvinnuleysi hef- ur minnkað mikið og ferðaþjónustan hefur tekið við sér miðað við fyrra ár. Erlendir gestir líta enn hýru auga til Ís- lands sem áfangastaðar en eins og sakir standa eru ekki merki um að verið sé að fella niður flug frá því sem plön gerðu ráð fyrir áður en þessi uppsveifla í far- aldrinum byrjaði, þó svo að afbókanir í vélunum hafi aukist. Útlit er fyrir að talsvert verði að gera um þessi jól og áramót í móttöku erlendra ferðamanna. 46% nýting er á hótelum á höfuðborgarsvæðinu miðað við bókunarstöðu. Á sama tíma í fyrra var bókunarstaðan 3%. Talsverðar bókanir eru líka hjá afþreyingarfyr- irtækjum á svæðinu. Þetta er til marks um hversu rík- ur ferðavilji er fyrir hendi til þess að koma til Íslands þrátt fyrir uppsveiflu í heimsfaraldrinum. Þessar jákvæðu vísbendingar og fleiri til gefa okkur fullt tilefni til þess að líta björt- um augum til framtíðar. Við vitum nefni- lega að faraldurinn mun ekki vara að eilífu, það mun stytta upp um síðir. Þangað til munum við halda áfram að styðja ferða- þjónustuna eins og þurfa þykir. Þannig höf- um strax hafist handa við að tryggja aukna fjármuni í kynningu á Íslandi sem áfanga- stað undir heitinu Saman í sókn sem Ís- landsstofa heldur utan um og búa þannig í haginn þegar að fólksflutningar hefjast að nýju. Einnig hafa stjórnvöld greint frá áfor- um um að verja milljarði í stuðning við veit- ingahús. Þetta eru mikilvægar aðgerðir sem munar um til lengri og skemmri tíma. Það er engin spurning í huga mér að ferða- þjónustan, og hennar öfluga fólk, verði burðarársinn í viðspyrnu þjóðarbúsins. Enda hefur ferðaþjónustan áður sýnt að hún geti skapað gríð- arlegar gjaldeyristekjur fyrir landið á nokkuð skömm- um tíma. Það eru vonir mínar að allir okkar erlendu gestir muni eiga gæðastundir hér á landi yfir þessi jól, ekki síður en við sem hér búum. Ég sendi því öllum hlýjar jólakveðjur, full tilhlökkunar og bjartsýni á að bók- unarstaðan verði 100% jólin 2022. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Það styttir upp um síðir Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is B úist er við því að á næstu vikum muni vísindamenn við Walter Reed- rannsóknarstofnun Bandaríkjahers (WRAIR) greina frá nýju bóluefni, sem verji fólk fyrir öll- um afbrigðum kórónuveirunnar, þar á meðal Ómíkron-afbrigðinu en einn- ig þeim afbrigðum, sem enn hafa ekki komið fram. Það kynni ljóslega að gerbreyta viðureigninni við veir- una. Rannsóknarstofnunin hefur fengist við þróun bóluefnisins í hart- nær tvö ár, en hún hófst um leið og fyrsta raðgreining erfðaefnis veir- unnar barst snemma árs 2020. Þar á bæ var snemma ákveðið að vinna að bóluefni, sem ekki myndi aðeins duga gegn SARS-CoV-2-veirunni, sem þá breiddist skjótt út, heldur öll- um mögulegum afbrigðum hennar og raunar öðrum kórónuveirum líka. Bóluefnið, sem kennt er við hina einkennandi brodda kórónu- veirunnar og ferritín-nanóagnir (SpFN), hafði áður gefið góða raun í músum og öpum. Fyrsta fasa tilrauna á mönnum lauk fyrr í þessum mánuði og gafst bóluefnið vel, bæði gagnvart Ómí- kron-afbrigðinu og fyrri afbrigðum. Að sögn dr. Kayvons Modjarrads, forstjóra smitsjúkdómadeildar WRAIR, verða lokaniðurstöður gefnar út á næstu dögum. Önnur gerð bóluefnis en áður Bóluefnið er ólíkt fyrri bóluefn- um að því leyti að það notar prótín, sem líkist fótbolta með 24 hliðar að lögun og getur því tengst broddum allra afbrigða kórónuveirunnar. Það er líka frábrugðið að því leyti að það er ódýrt í framleiðslu, það þarfnast ekki sérstakrar kæl- ingar og aðeins þarf að bólusetja með því einu sinni. Tilraunir með bóluefnið á mönn- um tóku lengri tíma en ætlað var, því það þurfti að reyna á fólki, sem hvorki hafði smitast né fengið bólu- setningu áður. Góður gangur í bólu- setningu vestra og mikil útbreiðsla fyrri afbrigða töfðu það. Dr. Modjarrad segir bólusetn- ingu eina svarið. „Með Ómíkron er veiran orðin óumflýjanleg. Það er ekki hægt að forðast hana. Svo ég held að fyrr en síðar verði öll heims- byggðin annaðhvort bólusett eða smituð,“ sagði hann í viðtali við De- fense One, fjölmiðil Bandaríkjahers. Eftir sem áður þarf bóluefnið að fara í gegnum tilraunir í fasa 2 og 3 til þess að fá leyfi til notkunar. Það verður að heita líklegt í ljósi góðra niðurstaðna til þessa, þarf- arinnar á heimsvísu og þess að uppi- staðan ferretín, sem er járnríkt prót- ín, hefur áður verið notuð í mönnum án vandræða. Fá Ómíkron-dauðsöll enn Fyrsti Ómíkron-sjúklingurinn í Bandaríkjunum lést í vikunni, en hann var óbólusettur, hafði áður veikst af Covid og átti við önnur mein að stríða. Eftir því sem næst verður komist á svipað við um flesta þá, sem látist hafa með Ómíkron-smit til þessa, 12 í Bretlandi og einn í Ísrael. Velflestir, sem smitast af þessu nýjasta bráðsmitandi afbrigði, finna fyrir vægum ef nokkrum einkennum, en þeir, sem veikjast svo að þeir þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda, eru mun skemur á sjúkrahúsi en þeir, sem veiktust af Delta- afbrigðinu. Vegna þess hve bráðsmitandi Ómíkron er virð- ist það vera á góðri leið með að útrýma fyrri afbrigðum, en í Bandaríkjunum er talið að 71% nýrra smita sé af völd- um Ómíkron. Endalok plágunnar mögulega í augsýn Ómíkron-afbrigði kórónuveir- unnar kom fyrst fram í nóv- ember en hefur breiðst ákaflega skjótt út. Í gær greindu Bretar frá því að smit á dag hefðu í fyrsta sinn farið yfir 100.000 en í Danmörku hafa dagleg smit verið meira en 13.000 tvo daga í röð. Breskir faraldsfræðingar létu í gær í ljós varlegar vonir um að Ómíkron-bylgjan væri farin að hægja á sér, enda stærstur hluti þjóðarinnar með mótefni. Hvað sem líður smitum hafa sjúkrahúsinnlagnir hins vegar ekki aukist í sama mæli; í Bret- landi jukust þær um 4% frá fyrri viku en í Danmörku er ein- um færra á sjúkrahúsi en í vik- unni á undan. 8.008 Bretar eru nú á sjúkrahúsi með Cov- id en þeir voru tæp 40 þúsund í bylgj- unni síðasta jan- úar. Ótrúlega ör útbreiðsla ÓMÍKRON-AFBRIGÐIÐ Ljósmynd/Bandaríkjaher Bóluefni Vísindamaður við smitsjúkdómadeild rannsóknarstofnunar Bandaríkjahers (WRAIR) gaumgæfir prótínasýni kórónuveirunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.