Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Hinn 24. janúar
næstkomandi verða
liðnir 24 mánuðir frá
því að Kvikmyndaskóli
Íslands lagði inn um-
sókn til mennta- og
menningarmálaráðu-
neytisins um háskóla-
viðurkenningu á fræða-
sviði lista, fyrir fjórar
grunnnámsdiplómur.
Afgreiðsla slíkrar um-
sóknar lýtur einföldum
lagaskilyrðum um að skipa skuli dóm-
nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til
að veita umsögn um skólann. Á þess-
um tæpu tveimur árum hefur ráðu-
neytinu ekki tekist að uppfylla þetta
skilyrði.
Kvikmyndaskóli Íslands verður 30
ára á næsta ári. Frá árinu 2010 hefur
stúdentspróf verið inntökuskilyrði í
skólann. Frá árinu 2011 hefur Kvik-
myndaskólinn verið í alþjóða-
samtökum kvikmyndaháskóla, Cilect,
og frá 2015 hafa allar einingar skól-
ans verið metnar af
Menntamálastofnun
sem einingar sem meta
má í háskólanámi. Þessi
umsókn Kvikmynda-
skóla Íslands á því langa
forsögu og ætti ekki að
hafa komið neinum á
óvart.
Þrautaganga
Þess verður hins veg-
ar að geta að það hefur
lengst af ekki verið sér-
stakt markmið Kvik-
myndaskólans að verða
sjálfstæður háskóli. Skólinn hefur
hins vegar viljað tryggja nemendum
rétta viðurkenningu á námi sínu og
greiða leið til BA-gráðu. Frá árinu
2010 hefur verið reynt að fá íslenska
háskóla til að viðurkenna einingar
Kvikmyndaskólans og bjóða upp á
viðbótarár til BA-gráðu. Listaháskól-
inn hefur aldrei léð máls á neinu sam-
starfi þrátt fyrir reglubundnar beiðn-
ir. Hugvísindasvið Háskóla Íslands
hefur hins vegar alla tíð sýnt málinu
áhuga og ítrekað gefið yfirlýsingar
um að tengja námið við viðbótarár í
kvikmyndafræði sem aukagrein til
BA-gráðu. Um margra ára skeið hef-
ur verið reynt að koma þessari náms-
leið á en alltaf hafa fundist á því fyr-
irstöður. Á fundi með rektorum HÍ
og KVÍ í janúar árið 2020 kom fram
að áfram væri fullur vilji á samstarfi,
en þar sem Háskóli Íslands hefði ekki
viðurkenningu á fræðasviði lista yrði
Kvikmyndaskólinn að öðlast slíka við-
urkenningu. Þá yrði hægt að koma
skjótt á formlegu sambandi. Í sama
mánuði lagði Kvikmyndaskólinn inn
umsókn sína og óskaði eftir skipan
þriggja manna sérfræðingaráðs til að
veita umsögn um skólann. Það sem
síðan hefur tekið við verður ekki kall-
að öðru nafni en stjórnsýslulegt kaos
þar sem allt virðist gert til að afgreiða
ekki umsóknina.
Stóra samhengið
Stjórnvöld hafa sett sér það mark-
mið að efla skapandi greinar til að
skjóta fleiri stoðum undir efnahags-
lífið. Það er skynsamleg stefna, ekki
síst vegna þess að við erum nú í miðri
risavaxinni iðnbyltingu sem hefur
áhrif á flesta kima atvinnulífsins.
Sterkar vísbendingar eru um að
menntun í hugvísindum og listum sé
verðmæt hæfni til að fást við nýja og
krefjandi tíma.
Algjört lykilatriði til að ná hér ár-
angri er að menntakerfið spili með.
Menntakerfinu á Íslandi er 100% mið-
stýrt af ríkisvaldinu. Enginn skóli eða
námsleið getur starfað án formlegrar
viðurkenningar frá stjórnvöldum.
Þetta leggur mikla ábyrgð á hendur
„kerfinu“ um gagnsæi, sveigjanleika
og jafnræði. Í dag sinna líklega um
200 ríkisstarfsmenn, þar af tveir ráð-
herrar, stjórnsýslu um 80 framhalds-
skóla og sjö háskóla í landinu.
Ætli stjórnvöld sér að efla skap-
andi greinar liggur beint við að efla
listnám. Í dag eru yfir 40 listnáms-
brautir á framhaldsskólastigi og þeim
hefur farið fjölgandi. Á sama tíma
hefur listnám á háskólastigi dregist
saman síðasta áratug. Það er greini-
legur flöskuháls í flæði nemenda í
listnámi af framhaldsskólastigi yfir á
háskólastig. Með starfrækslu náms-
leiðar í kvikmyndagerð í samvinnu
KVÍ og HÍ eykst nemendafjöldi í list-
námi á háskólastigi um 30% og það án
þess að leggja þurfi til aukið fjár-
magn.
Kerfið er lifandi fólk
Ráðlegging mín til nýrra ráðherra
menntamála er að gleyma ekki að
skólakerfið er fullt af lifandi fólki. Á
síðustu 10 árum hafa 500 venjulegir
íslenskir stúdentar útskrifast frá
Kvikmyndaskóla Íslands. Að ríkið
sinni ekki því lögbundna hlutverki að
tryggja að nám þeirra sé rétt metið
er lítilsvirðing við líf og framtíðar-
áform þessara nemenda. Það er líka
óskynsamlegt gagnvart hagsmunum
samfélagsins. Sýnið nú að þið ráðið
við kerfið.
Að þykjast ekki ráða við kerfið
Eftir Böðvar
Bjarka Pétursson
Böðvar Bjarki
Pétursson
» Það er greinilegur
flöskuháls í flæði
nemenda í listnámi af
framhaldsskólastigi yfir
á háskólastig.
Höfundur er formaður stjórnar Kvik-
myndaskóla Íslands.
Forstjóri Lands-
virkjunar, Hörður Arn-
arson, ritar grein í
Morgunblaðið 21.12.
2021 með fyrirsöginni
„Raunsæ mynd af
orkuþörf“.
Fullyrðing forstjór-
ans um „að staðan í
vatnsbúskap Lands-
virkjunar er þröng um
þessar mundir vegna
lítils innrennslis til miðlunarlóna“ er
mikilvæg og réttlætir nánari skoðun.
Þess vegna er við hæfi að varpa fram
nokkrum athugasemdum við grein-
ina þó ekki væri nema til hátíða-
brigða.
Það er mikilvægt að skilja alvöru
málsins sem fyrst til að geta und-
irbúið ráðstafanir og komið í veg fyrir
vatnsþurrð næsta vor. Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið.
Miðlunarlón
Landsvirkjunar
Í meðfylgjandi töflu
eru sýndar upplýsingar
um miðlunarlón Lands-
virkjunar, stærð þeirra
í gígalítrum (GL) og í
gígavattstundum
(GWh).
Hlutverk langtíma-
miðlana er að geyma
vatn milli árstíða en
skammtímamiðlanir
eru nauðsynlegar til að
geta hagrætt rekstri vatnsaflsvirkj-
ana frá klukkutíma til klukkutíma og
frá degi til dags.
Stærstu miðlanirnar eru Hálslón
og Þórisvatn.
Hálslón er langtímamiðlun og jafn-
framt inntakslón Kárahnjúkavirkj-
unar. Langstærsti hluti innrennslis
kemur undan Brúarjökli í austur-
hluta Vatnajökuls. Lónið stendur á
gömlum berggrunni og hefur þést í
botni af ærnum jökulframburði frá
því söfnun á vatni í lónið hófst í sept-
ember 2006. Leki er því óverulegur.
Þórisvatn er einnig langtíma-
miðlun sem fæðir sex stórvirkjanir í
Tungnaá og neðri Þjórsá af miðluðu
vatni þegar ómiðlað rennsli hefur
ekki undan. Lónið liggur á hraun-
asvæði, er lekt og með bakkageymslu
sem lekur í við hástöðu lónsins og til
baka við lágstöðu.
Innrennsli miðlunarlóna
Utanaðkomandi aðili þarf að geta
sér til um innrennsli vatnsmiðlana út
frá miðlunarstöðu. Einungis starfs-
menn Landsvirkjunar hafa mögu-
leika á að fá upplýsingar innan frá,
en þeir hafa beinan aðgang að
rennslismælingum.
Ekki hef ég tekið eftir litlu inn-
rennsli upp á síðkastið til annarra
vatnsmiðlana en Þórisvatns, en ég
get mér til um að sæmilegt aðrennsli
sé bæði inn í Blöndulón og Hálslón.
Ef það er rétt þá gætir nokkurrar
furðu að rennsli á vatnasviði Þór-
isvatns skuli vera í lágmarki, en
vatnasvið þess er staðsett nokkurn
veginn á beinni línu milli vatnasviða
Blöndulóns og Hálslóns og öll vatna-
sviðin eru á miðhálendi Íslands.
Ef innrennsli Þórisvatns hefur
minnkað, þá er ekki sýnileg önnur
lausn til að auka það aftur en Norð-
lingaölduveita, sem er komin í vernd-
arflokk Rammaáætlunar.
Sögur hafa gengið um að inn-
rennsli Krókslóns ofan Sigölduvirkj-
unar hafi brugðist upp á síðkastið og
þá vegna lítils rennslis í Tungnaá, af
hvers völdum það svo sem er. Að
sögn hefur þurft að hleypa vatni
framhjá Vatnsfellsvirkjun til Króks-
lóns til að bæta þar um, en þá er það
sóun á vatnsforða Þórisvatns.
Aðrir þættir
Nokkur atriði til viðbótar, sem
nefnd hafa verið og gætu skýrt erf-
iðan og óljósan rekstur raforkukerf-
isins á komandi vetri, eru:
. Bilun í einni vél Búrfellsvirkjunar,
sem reyndar ætti að teljast lít-
ilvægt eftir nýlega 100 MW stækk-
un Búrfellsvirkjunar.
. Nokkrar bilanir í jarðvarmavirkj-
unum, sem vissulega hefur sitt að
segja enda grunnafl í kerfinu.
. Uppsetningu á nýrri 30 MW véla-
samstæðu í Reykjanesvirkjun
mun ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi
árið 2022. Að óbreyttu verður ekki
hægt að gangsetja þá vél án þess
að til komi annaðhvort nýr raf-
orkumarkaður á Reykjanesi eða
Suðurnesjalína 2, sem gerir þá
kleift að flytja næga raforku frá
Suðurnesjum til notkunar í öðrum
landshlutum. Staðreyndin er sú að
stóriðjuframkvæmdir í Helguvík,
sem misheppnuðust á sínum tíma,
hefðu létt álagi á Suðurnesjalínu 1,
en hún er aðeins liðlega 25 ára
gömul og langt frá því að vera
hrörnuð efnislega.
. Bilun í vélasamstæðu Lagarfoss-
virkjunar, sem er utan áhrifasvæð-
is Landsvirkjunar, en samt á veg-
um ríkisins gegnum RARIK/-
Orkusöluna.
Orkuspáin
Í grein forstjóra Landsvirkjunar
fer hann inn á vafasamar brautir með
því að beina athygli að frávikskost-
inum „Grænni framtíð“ í skýrslu
Orkuspárnefndar um raforkuspá
2021-2060.
Forstjórinn kynnir síðan aukna
orkuþörf grænnar framtíðar með afl-
þörf (MW) en ekki orkuþörf (GWh/
ári) og þá með vísun í aðferðir Sam-
orku. Á fundi hjá Samorku í nóv-
ember nefndi ég þessi vandræði og
var mér tjáð að Samorka gerði þetta
vegna þess að þá héldu þeir að fólk
mundi skilja betur það sem um var
rætt. Var ég því ósammála.
Í fyrsta lagi er svonefnd Græn
framtíð fráviksspá til upplýsinga en
alls ekki til notkunar í þannig umfjöll-
un sem forstjórinn er að viðra í grein
sinni. Og í öðru lagi er það að vinna
með aflþörf (MW) í þessari greiningu
misskilningur og ekki um annað að
ræða en að nota orkuþörf (GWh/ári).
Raforkuspáin er leiðbeining rík-
isstjórnarinnar og á að fara eftir
henni. Annað veldur ruglingi. Ef
menn eru óánægðir með spána þá
verður bara Orkustofnun að endur-
skoða hana og gefa út nýja spá.
Forstjórinn fjallar um öryggi raf-
orkukerfisins og gagnslausa skýrslu
frá 2020 um raforkuöryggi. Það mál
verður þó í biðstöðu þar til og ef
Landsneti tekst einhvern tíma að
koma fram með hugmyndir að raf-
orkumarkaði, en tillögur þar um hafa
ennþá ekki birst, þó þeir hafi haft 17
ár til þess arna.
Eftir Skúla
Jóhannsson »Mikilvægt er að
skilja alvöru málsins
sem fyrst til að geta
undirbúið ráðstafanir og
afstýrt vatnsþurrð
næsta vor. Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Um grein forstjóra Landsvirkjunar