Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 1
M Á N U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 303. tölublað . 109. árgangur .
PLATA GYÐU Í
ALGJÖRUM
SÉRFLOKKI
FYLLA
UPP Í GAT Í
MARKAÐINUM
ÍSLANDSVINUR
MEÐ FLESTA
ÞRISTANA
ÞJÁR SYSTUR HANNA SKARTGRIPI 12 STEPHEN CURRY 26PLÖTUDÓMUR 00
Hugvit og þekk-
ing íslenskra fyr-
irtækja og starfs-
manna þeirra á
sviði grænna
lausna verða á
næstu árum mik-
ilvægt framlag
Íslendinga í bar-
áttunni við lofts-
lagsvána. Íslend-
ingar eiga raunar
betri möguleika en flestar aðrar
þjóðir á því sviði og byggja þar með-
al annars á fyrri reynslu sinni af
orkuskiptum, því þegar hitaveita
kom í stað olíukyndingar húsa. Þetta
segir Guðlaugur Þór Þórðarson, um-
hverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
um verkefnin fram undan í nýju
embætti.
„Landið á að vera leiðandi í sjálf-
bærri orkuvinnslu, orkuskiptum og
skilvirkri fjölnýtingu orkugjafa,“
segir ráðherrann – sem leggur
áherslu á að orku- og umhverfismál
séu skoðuð í samhengi. Hann boðar
nú gerð grænbókar um stöðu orku-
mála á Íslandi. Hlutlæg kortlagning
þessara mála sé mikilvæg svo um-
ræða um nýtingu náttúru og auð-
linda til orkuframleiðslu skili árangri
og niðurstöðum.
Samstarf bænda, útivistarfólks og
annarra sem nýta og ferðast um há-
lendið er lausnin að vernd þess og
uppbyggingu þar. Fallið hefur verið
frá fyrirætlunum um víðfeðman há-
lendisþjóðgarð, eins og fyrri ríkis-
stjórn vann að, en þess í stað verður
stofnaður slíkur garður á þegar frið-
lýstum svæðum. Þó segir Guðlaugur
Þór að reynslan úr fyrri vinnu við há-
lendisþjóðgarð nýtist sem lærdóm-
ur, nú þegar nálgast skal viðfangs-
efnið á nýjum forsendum. »11
Ísland leiði sjálf-
bæra orkuþróun
- Samstarf er lausn í hálendismálum
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Þrátt fyrir að nú megi skíðasvæðin, líkt og líkamsræktir og
sundlaugar, einungis taka á móti helmingi þess sem venja er
þá var töluverður fjöldi sem kaus að eyða öðrum degi jóla í
Bláfjöllum. Sá háttur er nú hafður á að allir þeir sem ætla sér
í fjallið þurfa að kaupa sér dagspassa áður en mætt er á svæð-
ið og er það einfaldlega gert þar sem ekki er leyfi fyrir ótak-
mörkuðum fjölda. Í tilkynningu frá skíðasvæðunum var minnt
á fjarlægðartakmarkanir og grímunotkun í lyftunum. Veit-
ingasalan var svo lokuð.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Vel hægt að renna sér þrátt fyrir takmarkanir og grímuskyldu
Faraldurinn litaði aðventuna og
jólahátíðina annað árið í röð en rúm-
lega sjö þúsund manns eyddu jólun-
um í sóttkví eða einangrun, óháð því
hvort einkenna gætti meðal þeirra.
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks og lögmaður, er
verjandi í fimm málum sem fá aðal-
meðferð fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag. Þar verður látið reyna á
lögmæti þess að einkennalausir ein-
staklingar séu látnir sæta frelsis-
skerðandi aðgerðum af hálfu sótt-
varnayfirvalda.
„Óformleg sóttkví“?
Samkvæmt sóttvarnalögum er
kveðið á um að freista skuli sam-
starfs áður en stjórnvaldsákvörðun
sé tekin um að skipa fólki í sóttkví.
Mögulegt er að þeir sjö þúsund sem
sæta sóttkví og einangrun séu því í
„óformlegri sóttkví“ sem þó er ill-
skilgreinanleg út frá sóttvarnalög-
um. Arnar telur stjórnvöld ekki
sinna leiðbeiningarskyldu sinni og
segir samfélagið komið út fyrir þá
lestarteina sem réttarríki vilji vera
á. Samfélaginu sé stjórnað með að-
haldslausum tilskipunum. »4
Einkennalausir
í einangrun
- Fimm mál fyrir héraðsdóm í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögmaður Arnar Þór lætur reyna á
sóttvarnalögin fyrir dómi í dag.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu
mun funda með sóttvarnalækni í dag
um framtíðarfyrirkomulag skimana
við Covid-19. Þetta segir Ragnheiður
Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjúkrunar, í samtali við Morg-
unblaðið.
Ljóst sé að geta starfsmanna og
aðstaða sem í boði er sé í botni og
ekki verði tekið við mikið fleiri í skim-
un á dag. Langar raðir hafi myndast í
PCR-próf síðustu tvo daga, svo að
fólk sem jafnvel er veikt hafi þurft að
bíða úti í kulda í á annan klukkutíma.
Ragnheiður segir að allt frá mönnun,
staðsetningu og hverjir geti leitað í
skimun sé í endurskoðun. Heilsu-
gæsla hafi ekki farið varhluta af því
að missa starfsfólk í sóttkví og ein-
angrun vegna kórónuveirunnar og
hafi því suma daga sinnt skimun und-
irmönnuð. ari@mbl.is
Veiruskim-
anir endur-
skoðaðar
- Langar raðir hafa
myndast í skimun