Morgunblaðið - 27.12.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Að halda á sér hita,
eiga sér húsaskjól, hafa
í sig og á, fæði og klæði
hafa verið frumþarfir
mannsins frá ómunatíð.
Spurningin um til-
vistina á jörðinni var sú
hvernig hægt væri að
komast af; lifa af í hörð-
um og óvægum heimi
náttúruaflanna.
Ef fólki tókst bæri-
lega að afla sér þessara lífsnauðsynja
var það ánægt með lífið. Að fullnægja
þessum þörfum var verðugur til-
gangur lífsins. Að metta svanga maga
og leggjast til hvíldar í hlýju rúmi að
kveldi var munaður þátíðar.
Síðan kom að því, að fólk fór að hafa
það betra, eins og sagt er, lífið fór að
snúast meira um nútímans þægindi
svokölluð, lúxus, frítíma og ferðalög,
og megintilgangur lífsins týndist. Alls
konar óánægja skaut upp kollinum,
vandamál munaðarlífsins, vonleysi,
leiði og tilgangsleysi. Fólk glataði ein-
faldleikanum, dýrmætum smámun-
unum og frumþörfunum, sem gáfu líf-
inu gildi. Það týndist allt í frumskógi
allsnægtanna. Í gnægtunum urðu
mennirnir fátækir, svo
allslausir, að mörgum
fannst þeir aldrei eiga
nóg og græðgin heltók
þá með offorsi.
Lífsnauðsynjar alls-
nægtanna, sem oft eru
alls engar nauðsynjar,
íþyngja ósjaldan mörgu
fólki. Við þurfum að
hverfa aftur til einfaldara
lífs og læra að njóta
hversdagsins. Hættum
að vera týnd í frumskógi
allsnægtanna, vansæl og
lífsleið. Þegar við hættum að leggja
rækt við frumþarfir mannsins og hætt-
um að strita glötum við tilganginum
með lífinu, sem er sá að komast af og
kunna að gleðjast yfir litlu, sem samt
er svo stórt og mikið, fullnægjandi og
þakkarvert í hörðum heimi.
Lífsnauðsynjar
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
»Hættum að vera
týnd, vansæl og lífs-
leið í frumskógi alls-
nægtanna.
Höfundur er áhugamaður um sam-
félagsmál.
Einu sinni enn eru að
koma jól og datt mér í
hug að bera saman
ástand ýmissa hópa
fólks, t.d. ellilífeyr-
isþega, í komm-
únistaríkjunum Kúbu
þeirra Castro-bræðra
og Venesúela Maduros
forseta annars vegar
þar sem fátækt er við-
varandi og lýðræðisrík-
inu Íslandi hins vegar. Því miður er
ástandið ekkert ósvipað hjá fyrr-
greindum hópum og þykir mér í frá-
sögur færandi ef ríkisstjórn Katrínar
Jakobsdóttur, þessarar sem virðist
ómissandi sem forsætisráðherra, og
Bjarna Benediktssonar fjár-
málaráðherra – ég hirði ekki um að
minnast á Sigurð Inga – vill kenna sig
við kommúnistaríkin hvað varðar að-
búnað og fjárhag t.d. ellilífeyrisþega
og þeirra sem minna mega sín.
Ekki alls fyrir löngu fór ég til Kúbu
í skemmti- og skoðunarferð og bar
margt fyrir augu. Ég var með gjafir
til tveggja kvenna, sem
dóttir mín, sem var far-
arstjóri, hafði kynnst og
langaði að gleðja. Önn-
ur var læknir og bjó á
fimmtu hæð í verulega
hrörlegu húsi en hin var
einstæð móðir sem bjó í
vægast sagt ömurlegri
íbúð, t.d. var eldhús-
bekkurinn bæði mork-
inn og uppétinn þannig
að ég treysti mér ekki
til að þiggja kaffi og af-
þakkaði sökum tíma-
skorts. Vil þó taka fram að hjá báðum
þessum konum var allt hreint og þær
bærilega fataðar, skárra þó hjá lækn-
inum.
Á götum úti var fólk yfirleitt fátæk-
legt en glaðlegt en á sveitabæ einum
sem hópurinn kom á var heldur önn-
ur saga; einstæð móðir með barnahóp
og þar var fátæktin svo mikil og öm-
urleg að við, allur hópurinn, skutum
saman í nokkra upphæð peninga og
skildum eftir hjá konunni, sem grét af
þakklæti. Þetta var Kúba þeirra
Castro-bræðra. Ég varð það frægur
þarna að inni á bar sem ég kom á, og
hafði verið sérstakur viðkomustaður
rithöfundarins Hemingways þar sem
hann sat alltaf í sama sætinu, fékk ég
að sitja skamma stund og er ekki ör-
grannt um að farið hafi um mig smá
fiðringur. Greinilegt var að á Kúbu
var almennt mikil fátækt.
Venesúela Maduros forseta þekki
ég ekki nema af afspurn og þá helst
vegna sérstaklega góðrar umfjöll-
unar um ríki hans í greinum í því
ágæta blaði Morgunblaðinu sem hef-
ur orðið tíðrætt um þá fátækt og
óráðsíu sem viðgengst í landinu undir
óstjórn Maduros. Landið er vafið
skuldum en hann og yfirstjórnin lifir í
vellystingum á kostnað almúgans. Er
þetta til eftirbreytni?
Ísland
Þá kem ég nú að landinu okkar
fagra, sem alþingismenn og ráð-
herrar þreytast ekki á að mjálma um
og segja okkur frá að sé á meðal rík-
ustu landa heims, en hvar lendir nú
auðurinn? Þetta hlustum við ellilíf-
eyrisþegar í þúsundatali á, við sem
búum við örbirgð og eigum vart til
hnífs og skeiðar. Enginn meinar neitt
með röflinu um ríka landið og að gera
vel við gamla fólkið nema Inga Sæ-
land og hennar flokkur.
Stutt er í janúar, þegar fjár-
málaráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins skammtar okkur ellilífeyr-
isþegum eins og skít úr hnefa skitna
hefðbundna 3% hækkun launa, sem
ekki einu sinni heldur í við verðhækk-
anir eða launahækkanir almennt.
Fleyg eru orð Bjarna Ben. í fyrirsögn
við grein hans í þessu blaði þegar
hann segir: „Þetta er fólkið sem ól
okkur upp.“ Og þetta er þakklætið!
Hann er löngu búinn að gleyma, for-
maðurinn sjálfur, að í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins stendur að hver mað-
ur skuli geta lifað af launum sínum
með sæmd. Sér er nú hver formað-
urinn!
Fyrir stuttu stóð í grein eftir Óla
Björn: „Ein af frumskyldum stjórn-
málanna er að byggja undir fjárhags-
legt sjálfstæði fólks. Þessi skylda
hvílir þyngst á herðum okkar hægri-
manna.“ Svo mörg voru þau orð.
Sannleikurinn er sá að ákveðinn hóp-
ur ellilífeyrisþega – talinn í þús-
undum, jafnvel tugum þúsunda – get-
ur vart lifað af launum undir 350
þúsund krónum á mánuði skattfrjálst
og þetta er mjög vel hægt í einu rík-
asta landi heims. Talað er um
fjöldafátækt á meðal aldraðra á með-
an ríka fólkið verður enn ríkara.
Þá vil ég aðeins koma inn á þátt
Katrínar forsætisráðherra, sem varð
sér til skammar við að leggja minn-
ingarskjöld á snjóskafl á Kaldadal
vegna loftslagsvitleysunnar. Hún var
að vísu ekki í ríkisstjórn þegar hún
sagði að af lægstu greiðslum eins og
til ellilífeyrisþega væri vandlifað og
bætti við að það væri blettur á ríku
samfélagi eins og Íslandi. En hefur
eitthvað breyst, Katrín, við að verða
forsætisráðherra? Hvað segir þú
núna í valdastöðu?
Kúba – Venesúela – Ísland
Eftir Hjörleif
Hallgríms »Ég hefði haldið að ís-
lensk ríkisstjórn
vildi ekki láta líkja sér
við kommúnistastjórn
en kannski erfitt með
VG innanborðs.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Allt um sjávarútveg