Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Þýskaland
Flensburg – Magdeburg..................... 30:27
- Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk
fyrir Flensburg.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 1.
Göppingen – Stuttgart........................ 34:32
- Janus Daði Smárason skoraði 6 mörk
fyrir Göppingen.
- Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Stuttgart en Andri Már Rúnarsson komst
ekki á blað.
Kiel – Lemgo........................................ 32:19
- Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Lemgo.
Minden – Balingen .............................. 23:23
- Daníel Þór Ingason skoraði 1 mark fyrir
Balingen en Oddur Gretarsson er frá vegna
meiðsla.
Staðan: Magdeburg 32, Kiel 28, Flensburg
27, Füchse Berlin 25, Wetzlar 21, Göpp-
ingen 21, Melsungen 18, Lemgo 18, Leipzig
16, Hamburg 16, RN Löwen 14, Erlangen
14, Hannover-Burgdorf 12, Bergischer 11,
Lübbecke 10, Stuttgart 9, Balingen 9,
Minden 7.
B-deild:
Coburg – Gummersbach..................... 35:37
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk
fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars-
son 2. Hákon Daði Styrmisson lék ekki með
liðinu vegna meiðsla. Guðjón Valur Sig-
urðsson þjálfar Gummersbach.
Ludwigshafen – Emsdetten ............... 34:26
- Anton Rúnarsson skoraði 1 mark fyrir
Emsdetten.
Staðan: Gummersbach 30, Nordhorn 26,
Hagen 25, Hüttenberg 24, Hamm 23, Ro-
stock 23, Essen 21, Ludwigshafen 19, El-
bflorenz 19, BIetigheim 18, Rimpar 16,
Eisenach 15, Coburg 14, Dessauer 14,
Emsdetten 14, Lübeck-Schwartau 14,
Grosswallstadt 13, Aue 11, Dormagen 9,
Ferndorf 8.
Svíþjóð
Sävehof – Guif...................................... 35:29
- Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði ekki
skot í marki liðsins.
.$0-!)49,
_ Pólverjinn Robert Lewandowski var
besti knattspyrnumaður heims árið
2021 samkvæmt árlegri kosningu The
Guardian á Englandi sem jafnan finnur
út hundrað bestu leikmenn ársins á
jarðarkringlunni. Lionel Messi varð
annar og Mohamed Salah þriðji.
_ John Terry, goðsögn hjá enska
knattspyrnufélaginu Chelsea, er á leið-
inni til félagsins á ný en hann mun að-
stoða við þjálfun yngri liða félagsins.
Terry varð fimm sinnum enskur meist-
ari með Chelsea og einu sinni Evr-
ópumeistari.
_ Portúgalinn Rúben Amorim gæti
óvænt orðið knattspyrnustjóri Man-
chester United eftir leiktíðina. Sporting
varð portúgalskur meistari í fyrsta
skipti í 19 ár undir stjórn Amorim á síð-
ustu leiktíð.
_ Þýskalandsmeistarar Bayern Münch-
en hafa mikinn
áhuga á að kaupa
brasilíska sókn-
armanninn
Raphinha
frá
enska
úrvals-
deild-
arfélaginu
Leeds í janúar.
Samkvæmt TNT
er Bayern
reiðubúið að borga
42 milljónir punda
fyrir brasilíska lands-
liðsmanninn.
Eitt
ogannað
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Manchester City er komið með
sex stiga forskot á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar í fótbolta eftir
magnaðan 6:3-sigur á Leicester á
heimavelli í gær. City var með 4:0-
forskot í hálfleik og stefndi í risa-
sigur meistaranna. Leicester neit-
aði hins vegar að gefast upp og
tókst að minnka muninn í 4:3 í
seinni hálfleik. City skoraði hins-
vegar tvö síðustu mörkin. Þar sem
Liverpool spilaði ekki í gær, verð-
ur City með sex stiga forskot,
næstu daga hið minnsta.
Chelsea jafnaði Liverpool
Chelsea fór upp að hlið Liver-
pool með 3:1-sigri á Aston Villa á
útivelli. Steven Gerrard var ekki á
hliðarlínunni hjá Villa, þar sem
hann greindist með kórónuveir-
una. Í stöðunni 1:1 í hálfleik kom
Romelu Lukaku inn á. Belginn
kom Chelsea í 2:1 og náði svo í
víti sem Jorginho skoraði úr, en
Jorginho skoraði einnig jöfnunar-
mark Chelsea úr víti í fyrri hálf-
leik. Liverpool getur aftur komist
þremur stigum á undan Chelsea,
þar sem liðið á leik til góða.
Gott gengi Arsenal hélt áfram
er liðið valtaði yfir botnlið Nor-
wich á útivelli, 5:0, þar sem
Bukayo Saka fór á kostum og
skoraði tvö falleg mörk. Norð-
maðurinn Martin Ödegaard hélt
einnig áfram að spila vel og lagði
upp tvö mörk og Emile Smith-
Rowe skoraði eftir að hafa komið
inn á sem varamaður þriðja leik-
inn í röð. Arsenal er komið með
sex stiga forskot í fjórða sæti,
eftir afar erfiða byrjun á leiktíð-
inni.
Conte vinnur og vinnur
Grannarnir í Tottenham eru í
fimmta sæti eftir þægilegan 3:0-
heimasigur á Crystal Palace. Harry
Kane og Lucas Moura komu Tott-
enham í 2:0 áður en Wilfried Zaha
fékk sitt annað gula spjald á 37.
mínútu fyrir að ýta í Davinson
Sánchez, miðvörð Tottenham, þeg-
ar boltinn var hvergi nærri. Eft-
irleikurinn var því auðveldur fyrir
Tottenham, sem heldur áfram að
bæta sig eftir að Antonio Conte tók
við liðinu.
West Ham missteig sig
West Ham féll hinsvegar niður í
fimmta sæti þar sem liðið missteig
sig á heimavelli gegn Southampton,
3:2. Southampton komst þrisvar yf-
ir og tókst West Ham ekki að jafna
í þriðja sinn. Southampton fjar-
lægðist fallsæti deildarinnar með
sigrinum.
City náði sex stiga forystu
- Níu marka veisla í Manchester - Chelsea upp að hlið Liverpool
AFP
Tvenna Raheem Sterling skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 6:3-sigr-
inum á Leicester á Etihad-vellinum í gær. Manchester-liðið er í toppsætinu.
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari karla í fótbolta,
gæti orðið næsti þjálfari sænska úr-
valsdeildarliðsins Mjällby. Heimir
þjálfaði síðast Al-Arabi í Katar.
DV.is greinir frá að Mjällby sé eitt
þeirra félaga sem hafa rætt við
Heimi, en liðið endaði í níunda sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar á síð-
ustu leiktíð. Fleiri félög á Norður-
löndum eru áhugasöm um starfs-
krafta landsliðsþjálfarans fyrr-
verandi. Heimir var aðstoðar-
þjálfari Lars Lagerbäcks á EM
2016 og aðalþjálfari á HM 2018.
Heimir orðaður
við Mjällby
Morgunblaðið/Eggert
Svíþjóð Heimir Hallgrímsson gæti
tekið við sænska liðinu Mjällby.
Körfuknattleiksdeild Hauka og hin
bandaríska Keira Robinson hafa
komist að samkomulagi um að hún
leiki með liðinu út yfirstandandi
tímabil. Robinson kemur frá Skalla-
grími og leysir Haiden Palmer af
hólmi. Skallagrímur hætti keppni í
efstu deild á dögunum og var Rob-
inson því samningslaus. Hún skoraði
23 stig, tók átta fráköst og gaf 4,6
stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð.
Þá varð hún bikarmeistari með
Skallagrími á síðasta ári. Haukar eru
í fjórða sæti Subway-deildarinnar
með fjóra sigra og fjögur töp.
Robinson leikur
með Haukum
Morgunblaðið/Eggert
Karfa Keira Robinson sækir að
körfu Hauka í leik með Skallagrími.
Forráðamenn norðuramerísku ís-
hokkídeildarinnar, NHL, hafa til-
kynnt að leikmenn hennar fái
ekki að taka þátt í vetrarólymp-
íuleikunum sem hefjast í Peking
í Kína 4. febrúar. Ástæðan er sú
að mörgum leikjum deildarinnar
í vetur hefur verið frestað vegna
útbreiðslu kórónuveirunnar.
Þar með verða leikmenn NHL,
sem margir eru bestu íshokkí-
menn heims, ekki með á vetrar-
ólympíuleikum í annað skiptið í
röð. NHL leyfði leikmönnum
ekki heldur að fara til Pyeong-
chang í Suður-Kóreu árið 2018
og þá var ástæðan sú að leikið
var um miðja nótt að bandarísk-
um tíma og ekki réttlætanlegt að
mati deildarinnar að gera hlé á
henni.
NHL og leikmannasamtökin
höfðu áður ákveðið að senda sína
leikmenn á vetrarólympíuleikana
2022 og 2026, með fyrirvara um
að kórónuveiran hefði ekki áhrif
á framgang deildarinnar.
Fimmtíu leikjum á yfirstand-
andi leiktíð í NHL-deildinni hef-
ur verið frestað vegna veirunnar.
AFP
Svell T.J. Brodie úr Toronto Maple Leafs og Connor McDavid hjá Edmon-
ton Oilers fá ekki að fara á vetrarólympíuleikana í Peking.
Þeir bestu fara ekki
á Ólympíuleikana
Grikkinn Giannis Antetokounmpo
var eins og oft áður allt í öllu hjá
Milwaukee Bucks er meistararnir
unnu 116:107-endurkomusigur á
Boston Celtics á heimavelli í NBA-
deildinni í körfubolta vestanhafs á
jóladag. Boston náði mest 19 stiga
forskoti í fyrri hálfleik en Giannis
gerði sér lítið fyrir og skoraði 29
stig í seinni hálfleik og fór fyrir sín-
um mönnum.
Stephen Curry, sem fjallað er um
á síðunni á undan, skoraði 33 stig í
116:107-sigri Golden State Warri-
ors gegn Phoenix Suns í uppgjöri
toppliða Vesturdeildarinnar. Curry
hafði aldrei áður skorað meira en
20 stig á jóladag, en hann var loks í
jólaskapi. Curry er nú kominn með
2.999 þriggja stiga körfur á ferl-
inum. Golden State er í toppsæti
Vesturdeildarinnar og Phoenix í
öðru sæti.
Lakers í miklu basli
Í þriðja sætinu er Utah Jazz sem
vann 120:116-heimasigur á Dallas
Mavericks. Donovan Mitchell skor-
aði 33 stig fyrir Utah. Dallas geng-
ur illa án Luka Doncic, síns besta
leikmanns, en liðið hefur tapað fjór-
um leikjum af síðustu fimm.
Það gengur hinsvegar enn verr
hjá stjörnunum í LA Lakers en liðið
tapaði sínum fimmta leik í röð er
það fékk Brooklyn Nets í heimsókn.
LeBron James átti stórleik og skor-
aði 39 stig og tók 9 fráköst en það
dugði ekki til því James Harden og
Patty Mills gerðu 36 og 34 stig hin-
um megin. Brooklyn er í efsta sæti
Austurdeildarinnar á undan Chi-
cago Bulls og áðurnefndu Mil-
waukee Bucks. Lakers er í sjöunda
sæti Vesturdeildarinnar og þarf að
spila betur, ætli liðið sér í úrslita-
keppnina.
Meistararnir gáfust
ekki upp í Milwaukee
AFP
Magnaður Grikkinn Giannis Ante-
tokounmpo treður með tilþrifum.