Morgunblaðið - 27.12.2021, Síða 29
Ný hljóðsversplata
Gyðu Valtýsdóttur
kallast Ox en þessi
magnaða listakona
hlaut Tónlistar-
verðlaun Norður-
landaráðs árið 2019
sökum listfengis síns.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þetta er önnur plata Gyðu
sem inniheldur frumsamið
efni en árið 2018 kom út
platan Evolution. Á Epicycle (2016)
og Epicycle II (2020) fékkst hún
við verk annarra og MIKHEL
(2018) er tónlist við samnefnda
kvikmynd.
Vinna við Ox hófst í Brooklyn
að vetri til en var svo kláruð að
sumri til á Ís-
landi í sam-
starfi við Úlf
Hansson.
Aðrir sam-
starfsmenn og
hljóðfæraleik-
arar eru
Kjartan
Sveinsson, Indre Jurgeleviciûtë,
Bert Cools, Alex Sopp, Doug Wie-
selman, Aaron Roche, Shahzad Is-
maily og Jófríður Ákadóttir.
Sem tónlistarkona er Gyða í al-
gerum sérflokki, ein sú besta sem
við höfum eignast. Sólóplötur henn-
ar til þessa eru ótrúlegar, í þeim
öllum óútskýranlegur kynngikraft-
ur sem erfitt er að skilja eða koma
í orð. Eitt er það með tónlist, að
það er ekki hægt að skilja hana. Ég
hef lifibrauð af því að skrifa um
tónlist en einhver orð á blaði eru
hjóm við hlið þess galdurs sem
hægt er að magna upp fyrir hennar
tilstuðlan. Hvað þetta varðar er
eins og Gyða sé á einhverjum sér-
samningi. Þetta er meira en tónlist.
Ég labbaði einu sinni inn á tónleika
Svartar fjaðrir
Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig
Tóngyðja Gyða Valtýsdóttir er með ólíkindum hæfileikarík.
hjá henni í Iðnó fyrir nokkrum ár-
um og maður fann svo vel fyrir því
að eitthvað stórkostlegt væri að
hrærast á sviðinu. Áhorfendur voru
frá sér numdir, frosnir, á meðan
seiðurinn frá Gyðu og félögum leið
um loftið. Hún er með eitthvert „x“
sem bara er, ég get eiginlega ekki
útskýrt það neitt frekar.
Og þetta er vel hægt að nema
á Ox. Tökum sem dæmi lagið „Mi-
racle“. Það er hreinlega eins og
tíminn stöðvist á meðan það er í
gangi. Alltént hljómar það eins og
það sé fjörutíu mínútur, ekki fjórar.
Blíð, englabundin söngröddin flökt-
ir á milli rása á meðan tónlistin í
kring er ekkert minna en guð-
dómleg. Hugsið um fallegustu
augnablik Talk Talk og Kate Bush
svo þið getið færst nær skilningi.
Lagið þar á undan, hið skemmti-
lega nefnda „Cute Kittens Lick
Cream“, er jafnvel áhrifaríkara í
einfaldleik sínum. Ósungið, og aftur
þessi áhrif. Eins og það sé handan
tíma og rúms, hljómi utan úr hand-
anheimi. Ég veit að þetta hljómar
afskaplega loftkennt hjá mér, jafn-
vel hippalega, en svona er þetta
bara. Það er líkt og búið sé að
varpa manni inn í þægilegan ævin-
týraheim og það er bara alls ekki
leiðinlegt að dvelja þar! Þetta er
dásamlegt!
„Prism“ líður áfram eins og
það sé frákast af Selected Ambient
Works II Aphex Twin með viðkomu
á skrifborði Eriks Satie. Upphafs-
lagið, „Alphabet“, er þá ógurlegt.
Dramatískt, epískt, flennistórt. Ég
er líka afar hrifinn af flautunum og
klarínettunum sem í heyrist á plöt-
unni, minna ekki lítið á sólóplötu
Marks Hollis frá 1998 og er sú við-
líking hámarksmeðmæli!
Þessi plata er ólík Evolution
um margt. Mér finnst eins og hún
sé hrárri, opnari. Viðkvæmari við-
komu. Evolution kannski aðeins
„poppaðri“ þó að það sé eiginlega
ekki hægt að nota slíka lýsingu. Á
einhvern hátt er hún líka frjálsari,
Evolution rann mjög skipulega
áfram og með líku lagi en þessi er
ótamdari einhvern veginn, svo ég
geri ámátlega tilraun til að lýsa því
sem fyrir eyru ber. Sem ég get
samt ekki, með tilvísun í það sem
ég sagði fyrr um eðlilegt skilnings-
leysi okkar allra gagnvart mætti
tónlistarinnar.
Bið hins vegar alla þá sem lesa
að kynna sér þessa merku lista-
konu sem allra fyrst. Þið eigið það
skilið.
»
Það er líkt og búið
sé að varpa manni
inn í þægilegan ævin-
týraheim og það er bara
alls ekki leiðinlegt að
dvelja þar! Þetta er
dásamlegt!
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Yfirvöld menningarmála í hinum
ýmsu löndum brugðust með ólíkum
hætti við fjölgandi kórónuveiru-
smitum dagana fyrir jól. Hvað
harðastar hafa aðgerðirnar verið í
Danmörku og Hollandi en í báðum
löndunum var öllum söfnum og sýn-
ingum lokað, í Danmörku í að
minnsta kosti í mánuð. Á Bretlands-
eyjum hefur ákveðnum söfnum,
eins og Náttúrusögusafninu í Edin-
borg verið lokað tímabundið en í
öðrum, eins og British Museum í
London, eru gestir varaðir við því
að vissum deildum kunni að vera
lokað með engum fyrirvara.
Frídagar kringum jólahátíðina
hafa löngum verið vinsælir til að
sækja söfn og í Bandaríkjunum, þar
sem söfn njóta minni opinbers
stuðnings en slíkar stofnanir í Evr-
ópu, hefur innkoman af miðasölu
þá daga verið mikilvæg. Engu að
síður hafa mörg helstu listasöfn
Bandaríkjanna nú tilkynnt að
vegna fjölgunar smita verði gesta-
fjöldi takmarkaður, meðal annars í
Metropolitan-safninu í New York
og í Listasafni Baltimore. Í mörgum
söfnum sem enn eru opin hafa leið-
sagnir starfsmanna verið blásnar
af, til að draga úr hópamyndum í
sölum.
Fjölgun smita undanfarið hefur
líka haft mikil áhrif á sviðslistir en
samkvæmt fréttum The New York
Times hafði um þriðjungi sýninga
leikhúsa í New York verið frestað
vegna smita starfsfólks og nokkr-
um leikhúsanna við Broadway ver-
ið lokað af þeim sökum. Talsmenn
menningarstofnana vestanhafs
segjast hafa miklar áhyggjur af því
að þessi nýja smitbylgja kunni að
ganga endanlega frá einhverjum
stofnunum vegna tekjufallsins.
AFP
Harðlæst Hinu vinsæla Van Gogh-safni í
Amsterdam var skellt í lás fyrir jól.
Söfnum lokað eða
fjöldi takmarkaður