Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 12
AFP Kaupgleði Vegfarendur á verslunargötu í New York. Nóg var að gera í verslunum þessi jólin og heldur skerfur netverslunar áfram að vaxa. Bandarískir neytendur drógu hvergi af sér þessi jólin og sýnir samantekt Mastercard SpendingPulse 8,5% aukningu í jólaverslun á milli ára. Jókst salan um 8,1% hjá hefðbundn- um verslunum en 11% hjá netversl- unum, að því er Reuters greinir frá. Árviss mæling Mastercard skoðar greiðslukortanotkun á tímabilinu 1. nóvember til 24. desember, og áætl- ar einnig upphæð viðskipta með reiðufé og öðrum greiðsluleiðum. Sýna tölurnar þetta árið að fleiri en venjulega reyndu að ljúka jólainn- kaupunum snemma. Er sennileg- asta skýringin sú að neytendur hafi óttast að viðvarandi raskanir á vöruflutningum gætu leitt til vöru- skorts hjá verslunum og því þótt vissara að kaupa jólagjafirnar tím- anlega. Vefverslanir fá fimmtung Hlutur netverslunar í jólavertíð- inni heldur áfram að vaxa og í ár gerðu bandarískir neytendur 20,9% af sínum jólagjafakaupum á netinu. Þegar einstakir vöruflokkar eru skoðaðir má sjá að skartgripasala jókst mest á milli ára, eða um 32%. Þá mældist 16,2% aukning í sölu raftækja. ai@mbl.is 8,5% vöxtur í jóla- verslun vestanhafs - Kippur í sölu raftækja og skartgripa VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skartgripamarkaðurinn er óvenju- legur fyrir margra hluta sakir og er t.d. oft nefndur í kennslubókum í hagfræði sem undantekning frá al- mennum reglum framboðs og eftir- spurnar, þar sem hærra verð vill oft haldast í hendur við vaxandi eftir- spurn. Þá eru sögur úr skartgripa- geiranum ósjaldan notaðar sem kennsluefni í viðskiptafræði, og frægt hvernig t.d. markaðsherferð De Beers um síðustu öld gjörbreytti sýn neytenda á demantshringa, eða hvernig skartgripamerki á borð við Tiffany‘s og Cartier komust á kortið. Þrjár íslenskar systur ákváðu að skella sér í slaginn fyrir rösku ári og kynntu til sögunnar skartgripa- merkið Ella Jewellery. Ísabella Erna, Gabríela Rut og Daníela Sara Sævarsdætur eru engir nýgræðing- ar á þessu sviði enda dætur Sævars Jónssonar og Helgu Daníelsdóttur sem kennd eru við skartgripaversl- unina Leonard. „Við ólumst upp í Leonard-búðunum, innan um fallega skartgripi og flotta hönnun, og hafði lengi langað að spreyta okkur á að hanna eigin skartgripalínu,“ segir Ísabella sem er sú elsta í hópnum en systurnar eru á aldrinum 24 til 27 ára. Fallegt og vandað en ekki of dýrt Ísabella segir nýja merkinu m.a. hafa ver- ið ætla að fylla upp í gat á markaðinum. „Í grófum dráttum má skipta skartgripafyrir- tækjum í tvo hópa. Ann- ars vegar eru fyrir- tækin sem byggja velgengni sína á sterk- um vörumerkjum og fallegri hönnun, og fá hátt verð fyrir skart- gripi sem gerðir eru úr demöntum, gulli og hvítagulli. Hins vegar höfum við tískuskartið þar sem meira er notast við silfur, ódýr- ari gimsteina og sirkonsteina, og þar sem verðið eru lægra,“ útskýrir hún. „Okkur þótti vanta skart sem félli þarna mitt á milli og væri á viðráðanlegu verði en fallega hannað og úr gæðaefnum. Hönn- unin er stílhrein og skartgripirnir gerðir úr hreinu silfri með 18 karata gullhúð, og skreyttir með glitr- andi sirkonsteinum í ýmsum litum.“ Viðtökur neyt- enda fóru fram úr björtustu vonum. Hafa skartgripirnir aðallega verið seldir í gegnum netverslun Leonard, og markaðssetningin einkum byggst á notkun samfélagsmiðla. Ein vinsæl- asta varan, og lýsandi fyrir hönnun- arheimspeki Ella Jewellery, eru kok- teila-hringarnir svokölluðu. „Þetta eru einfaldir hringar með stórum sirkonsteini og fást í nokkrum litum. Nöfn hringanna vísa til vinsælla hanastéla og kampavína og hugsunin sú að konur geti haft áberandi og sí- gildan hring á fingri á mannamótum og leyft hringnum að sjást í hvert skipti sem þær fá sér sopa úr glasi.“ Ekki dýr yfirbygging Formúlan virðist ganga upp. Með því að selja skartgripina á netinu og markaðssetja þá í gegnum sam- félagsmiðla hefur tekist að halda yfirbyggingu í lágmarki, án þess þó að fórna þeirri fallegu framsetningu sem neytandinn er vanur. Skartið er hannað af systrunum þremur en framleitt erlendis, sem lækkar fram- leiðslukostnað enn frekar, og verðið er á því bili að fólk á ekki í nokkrum vandræðum með að láta eftir sér að kaupa fallegt hálsmen eða hring, fyr- ir sjálft sig eða sem gjöf. Kostar dæmigerður Ella Jewellery-skart- gripur í kringum 10.000 kr. „Þetta hjálpar okkur að ná til breiðari hóps, og gefur viðskiptavininum líka þann möguleika að kaupa t.d. sama skart- gripinn í nokkrum mismunandi lit- um,“ útskýrir Ísabella og bætir við að jólin 2020 hafi verið aðeins um tuttugu vörur í Ellu-línunni en séu núna orðnar um hundrað talsins. Sumum gæti þótt það merkilegt að vel gangi að selja skartgripi á netinu, enda stór hluti af upplifuninni fyrir marga að stíga inn í glæsilega skart- gripaverslun, skoða úrvalið og máta áður en gengið er frá kaupunum. „En það kemur ekki að sök, og það er bara svo ofboðslega þægilegt að versla á netinu. Við sem seljandi verðum einkum að gæta þess að hafa skýrar og góðar skila- og skiptaregl- ur, og gera viðskiptavininum það ekki flókið að senda vöruna aftur til okkar ef svo ber undir.“ Tækifæri víða En hver gætu næstu skrefin verið hjá Ella Jewellery? Er kannski sams konar gat að finna á öðrum skart- gripamörkuðum? Systurnar telja að það sé vel þess virði að athuga mögu- leikana erlendis og t.d. ekkert sem segi að salan verði að fara eingöngu fram á vefnum. „Ef okkur gengur vel að styrkja vörumerkið gæti líka ver- ið áhugavert að taka skrefið yfir í dýrari skartgripi. Það þykir mjög vandasamt að fikra sig inn á lúxus- skartgripamarkaðinn með áður óþekkt merki en ef okkur tekst að skapa okkur orðspor fyrir fallegt gæðaskart gæti það skapað grund- völl fyrir að bæta við dýrari skart- gripum, s.s. úr gulli og demöntum, eða búa til nýja línu til hliðar við það sem Ella Jewellery gengur út á.“ Lítil yfirbygging og hóflegt verð Reynsla Ísabella Erna, Gabríela Rut og Daníela Sara Sævarsdætur ólust upp í skartgripaverslunum föður síns. - Skartgripalína þriggja systra hefur gert mikla lukku hjá íslenskum neytendum - Þær selja og markaðssetja skartið á netinu og hefur tekist að finna ágætis meðalveg í verði og gæðum Glitrandi Hönnun systranna er stílhrein. Tveir hringar úr línu Ella Jewellery. 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 vinnuföt fást einnig í HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum 27. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.97 Sterlingspund 174.53 Kanadadalur 101.31 Dönsk króna 19.768 Norsk króna 14.683 Sænsk króna 14.267 Svissn. franki 141.17 Japanskt jen 1.1361 SDR 181.83 Evra 147.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.1243

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.