Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
England
Burnley – Everton............................ frestað
- Jóhann Berg Guðmundsson er leikmað-
ur Burnley.
Manchester City – Leicester................... 6:3
Norwich – Arsenal.................................... 0:5
Tottenham – Crystal Palace.................... 3:0
West Ham – Southampton ...................... 2:3
Aston Villa – Chelsea ............................... 1:3
Brighton – Brentford............................... 2:0
Liverpool – Leeds ............................. frestað
Wolves – Watford.............................. frestað
Staðan:
Manch. City 19 15 2 2 50:12 47
Liverpool 18 12 5 1 50:15 41
Chelsea 19 12 5 2 42:13 41
Arsenal 19 11 2 6 32:23 35
Tottenham 16 9 2 5 21:19 29
West Ham 18 8 4 6 30:24 28
Manch. Utd 16 8 3 5 26:24 27
Wolves 18 7 4 7 13:14 25
Brighton 17 5 8 4 16:17 23
Leicester 17 6 4 7 30:33 22
Aston Villa 18 7 1 10 24:28 22
Crystal Palace 18 4 8 6 24:27 20
Brentford 17 5 5 7 21:24 20
Southampton 18 4 8 6 19:28 20
Everton 17 5 4 8 21:29 19
Leeds 18 3 7 8 18:36 16
Watford 16 4 1 11 21:31 13
Burnley 15 1 8 6 14:21 11
Newcastle 18 1 7 10 18:41 10
Norwich City 18 2 4 12 8:39 10
B-deild:
Huddersfield – Blackpool....................... 3:2
- Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn
með Blackpool.
Millwall – Swansea .......................... frestað
- Jón Daði Böðvarsson leikur með Mill-
wall.
Middlesbrough – Nottingham Forest .... 2:0
Staðan:
Fulham 23 13 6 4 51:19 45
Bournemouth 23 12 7 4 37:20 43
Blackburn 23 12 6 5 41:27 42
WBA 23 11 8 4 30:17 41
Middlesbrough 24 10 6 8 27:23 36
Huddersfield 24 10 6 8 31:29 36
QPR 21 10 5 6 33:27 35
Stoke City 22 10 5 7 26:21 35
Nottingham F. 24 9 7 8 32:27 34
Coventry 22 9 7 6 29:26 34
Sheffield Utd 22 9 5 8 29:28 32
Millwall 22 7 9 6 24:24 30
Blackpool 24 8 6 10 25:30 30
Luton 22 7 8 7 31:27 29
Preston 22 7 7 8 24:28 28
Swansea 22 7 6 9 26:31 27
Birmingham 23 7 6 10 22:30 27
Bristol City 23 7 6 10 26:35 27
Hull City 23 6 5 12 20:28 23
Cardiff 22 6 4 12 25:39 22
Reading 22 8 3 11 27:34 21
Peterborough 23 5 4 14 20:44 19
Barnsley 23 2 8 13 15:34 14
Derby 22 5 10 7 18:21 4
_ 21 stig var dregið af Derby og 6 af Read-
ing vegna brota á fjárhagsreglum deildar-
innar.
Ítalía
B-deild:
Pordenone – Lecce........................... frestað
- Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann
Helgason leika með Lecce.
Pisa – Frosinone............................... frestað
- Hjörtur Hermannsson er leikmaður
Pisa.
SPAL – Benevento ........................... frestað
- Mikael Egill Ellertsson er leikmaður
SPAL.
Tyrkland
Göztepe Izmir – Adana Demirspor ....... 1:1
- Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Adama Demirspor.
Katar
Al-Gharafa – Al-Arabi ............................ 0:0
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi.
>;(//24)3;(
Flensburg gerði sér lítið fyrir og
varð í gær fyrsta liðið til þess að
bera sigurorð af toppliði Magdeburg
í þýsku 1. deildinni í handbolta.
Lokatölur urðu 30:27. Fyrir leikinn
hafði Magdeburg unnið alla 16 leiki
sína í deildinni til þessa og ekki tap-
að síðan 27. júní.
Teitur Örn Einarsson skoraði
fjögur mörk og lagði upp önnur þrjú
fyrir Flensburg. Ómar Ingi Magn-
ússon gerði sex fyrir Magdeburg og
Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt. Þrátt
fyrir úrslitin er Magdeburg enn með
fjögurra stiga forskot á toppnum.
Magnaðri sigur-
göngu lokið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Teitur Örn Einarsson og fé-
lagar fögnuðu sigri á toppliðinu.
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi
Bjarnason verður væntanlega orð-
inn leikmaður Vålerenga í Noregi á
nýju ári. Mun hann skrifa undir
langtímasamning við félagið en
Nettavisen í Noregi greinir frá.
Brynjar hefur verið orðaður við
fleiri félög á Norðurlöndum og þar
á meðal stórliðið Rosenborg. Hann
hefur verið á mála hjá Lecce á Ítal-
íu frá því í sumar eftir að ítalska fé-
lagið keypti hann af KA. Brynjar
hefur hinsvegar aðeins leikið einn
leik með liðinu í B-deildinni á þessu
keppnistímabili.
Brynjar fer til
Vålerenga
Morgunblaðið/Eggert
Noregur Brynjar Ingi Bjarnason fer
frá Ítalíu til Noregs.
STEPHEN CURRY
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Galdramaðurinn Stephen Curry er
orðinn iðnastur allra við að koma
boltanum ofan í körfuna frá þriggja
stiga línunni í sögu NBA-deild-
arinnar í körfuknattleik. Eða fyrir ut-
an hana öllu heldur.
Í leiknum gegn New York City um
miðjan mánuðinn sló Curry met Ray
Allen yfir flestar þriggja stiga körfur
í sögu deildarinnar. Allen setti niður
2.973 þriggja stiga skot í NBA og var
langefstur á listanum þegar hann
lagði skóna á hilluna. Reggie Miller
er þriðji á listanum með 2.560 en
Curry hefur greint frá því að Miller
hafi verið í uppáhaldi í uppvextinum.
Alla tíð með Golden State
Stephen Curry er 33 ára gamall og
hefur ávallt leikið með Golden State
Warriors frá því hann kom inn í deild-
ina árið 2009. Þess má til gamans
geta að Curry var valinn sjöundi í ný-
liðavalinu árið 2009 og þeir sem gátu
valið á undan Golden State hafa lík-
lega séð eftir sinni ákvörðun. Golden
State hefur jú þrívegis orðið NBA-
meistari eftir að Curry gekk í raðir
félagsins og hann hefur tvívegis verið
valinn besti leikmaður deildarinnar.
Athyglisvert er að Curry spólaði
fram úr Ray Allen og á bak við það
eru mun færri leikir. Allen var í deild-
inni frá 1996-2014 og spilaði 1.300
leiki slétta í NBA. Curry hefur á tólf
árum leikið innan við 800 leiki í NBA.
Hittni hans í þriggja stiga skotum á
NBA-ferlinum er 43%.
Faðirinn átti fínan feril
Ekki verður annað sagt en að
Curry-fjölskyldan sé mikil körfu-
boltafjölskylda. Ekki er heiglum að
ná svo langt í íþróttinni að komast að
hjá NBA-liði. Þrír í nánasta hring
Stephens Curry hafa engu að síður
náð því og allir átt langan feril í deild-
inni. Dell Curry sem lék í deildinni í
sextán ár frá 1986-2002 er faðir
Stephens. Dell var sjálfur góð skytta
þótt frammistaða hans fölni í sam-
anburði við afrek Stephens. Flestir
kannast við Dell Curry frá því hann
lék með skemmtilegu liði Charlotte
Hornets á tíunda áratugnum ásamt
Larry Johnson, Alonzo Mourning,
Kendall Gill og Muggsy litla Bogues.
Þeir sem fylgjast ekki grannt með
NBA-deildinni vita ef til vill ekki að
Dell Curry á annan son í deildinni. Er
það Seth Curry sem er 31 árs og hefur
verið í deildinni frá 2013. Seth hefur
skorað um 11 stig að meðaltali í leik á
ferlinum í NBA en hann nýtur sín sér-
staklega vel í vetur hjá sterku liði
Philadelphia 76ers. Skorar hann nú
tæp 16 stig að jafnaði í leik. Yngri
systir þeirra, Sydel, fór aðra leið og
spilaði blak í NCAA með Elon-
háskólanum.
Stephen ólst að mestu upp í Char-
lotte í Norður-Karólínu en körfubolta-
hefðin er mikil í ríkinu. Nægir þar að
nefna að þaðan er Michael Jordan.
Stephen Curry fór í David-
son-háskólann sem er í N-Karólínu.
Íslendingarnir Jón Axel Guðmunds-
son og Styrmir Snær Þrastarson hafa
fetað í fótspor hans og spilað með Dav-
idson. Seth Curry lék hins vegar með
Duke sem er enn sögufrægara liða í
háskóladeildinni, NCAA, og er einnig í
Norður-Karólínu.
Lék golf á Íslandi
Stephen Curry heimsótti Ísland síð-
sumars árið 2019 ásamt eiginkonunni
Ayeshu Alexander. Hún er frá Kan-
ada en þau hafa verið gift í áratug. Þau
voru í fríi þegar þau dvöldu hér en það
spurðist út þegar þau fóru að uppfæra
Instagram-reikninga sína með mynd-
um úr Íslandsferðinni.
Stephen Curry er afar snjall kylf-
ingur og mun vera með um 0 í forgjöf.
Lék hann Hvaleyrarvöll í Hafnarfirði í
Íslandsheimsókninni og munaði sára-
litlu að hann færi holu í höggi á 10. hol-
unni sem er fyrir neðan golfskálann
hjá Golfklúbbnum Keili. Við 10. teig-
inn var einmitt meðfylgjandi mynd
tekin.
Enginn efast um að Stephen Curry
valdi rétta íþróttagrein með því að
leggja áherslu á körfuboltann. En svo
virðist sem hann hafi áhuga á að reyna
fyrir sér í golfinu þegar körfubolta-
ferlinum sleppir. Golfbakterían er ill-
viðráðanleg og við henni hefur ekki
enn verið þróað bóluefni. Stephen
Curry sagðist í viðtali við Bleacher
Report fyrir nokkrum árum hafa feng-
ið golf á heilann. Svo rammt kveður að
því að hann viðurkenndi að hafa staðið
sjálfan sig að því á körfuboltavellinum
að hugsa um næsta golfhring.
Árið 2017 var Curry boðin þátttaka
á golfmóti fyrir atvinnumenn á Korn
Ferry-mótaröðinni og þáði hann boðið.
Hann hefur einnig verið tíður gestur á
góðgerðarmótum þar sem íþrótta-
stjörnur keppa í golfi. Hvort Stephen
Curry verði nógu góður til að verða at-
vinnumaður í golfi þegar fram líða
stundir verður tíminn að leiða í ljós.
Langskotin
í genunum
hjá Curry
- Hefur skorað flestar þriggja stiga
körfur í NBA - Á bróður í deildinni
AFP
Ísland Stephen Curry hefur brugðið sér til Íslands í fríum og hér er hann til
vinstri á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði þar sem hann spilaði golf.
AFP
Methafi Stephen Curry hefur leikið allan sinn feril með Golden State
Warriors og hann er orðinn mesta þriggja stiga skytta sögunnar í NBA.
Belgía/Holland
Antwerp Giants – Liege ..................... 87:66
- Elvar Már Friðriksson skoraði 6 stig,
tók 4 fráköst og gaf 9 stoðsendingar á 21
mínútu hjá Antwerp.
Ítalía
Fortitudo Bologna – Sassari........... frestað
- Jón Axel Guðmundsson leikur með
Fortitudo Bologna.
NBA-deildin
New York – Atlanta ........................... 101:87
Milwaukee – Boston ......................... 117:113
Phoenix – Golden State.................... 107:116
LA Lakers – Brooklyn..................... 115:122
Utah – Dallas .................................... 120:116
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – Grindavík............... 19.15
Í KVÖLD!