Morgunblaðið - 27.12.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
samfélagið og aðra, en hættum að
eyða kröftunum í ótengda starf-
semi. Síðan þá hefur orðið mikil
framþróun. Þekking íslenskra
fyrirtækja og starfsmanna þeirra
er mikilvægt framlag okkar til
umhverfis- og loftslagsmála og
orkuskipta og mun skapa verð-
mæti víða. Við verðum að byggja
á okkar grunni en tíminn er
naumur. Allar þjóðir hafa sama
markmið og samkeppni um bestu
lausnirnar er hörð.“
Orkuskiptin breyti Íslandi
Í sáttmála nýrrar ríkis-
stjórnar segir að markmið Ísend-
inga sé að ná kolefnishlutleysi og
fullum orkuskiptum eigi síðar en
árið 2040. Með því yrði Ísland
óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja
heims. Þetta er hægt, segir Guð-
laugur Þór, en ekki nema með
samstilltu átaki.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Umhverfismál hafa aldrei verið
jafn mikilvæg og nú,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson, umhverf-
is-, orku- og loftslagsráðherra.
,,Sjálfbærni er lykilatriði, hrein
endurnýjanleg orka hefur verið
grundvöllur velsældar og lífs-
gæða okkar Íslendinga og verður
það áfram. Allir eru sammála um
að helsta vopnið gegn loftslags-
vánni sé að hætta að nýta jarð-
eldsneyti og færa okkur yfir í
græna orkugjafa. Þar höfum við
sögu að segja en getum ekki lifað
á fornri frægð.“
Þegar kom að úthlutun ráðu-
neyta við stjórnarmyndun í nóv-
ember síðastliðnum sóttist Guð-
laugur eftir ráðuneyti umhverfis-
og orkumála. Hann segir
umhverfismál alltaf hafa staðið
sér nærri og minnist frá æskuár-
um hálendis- og veiðiferða sem
hafi mótað sig. „Mínar bestu
stundir eru í Hemrumörk í Skaft-
ártungu, þar sem fjölskyldan hef-
ur gróðursett mikið. Sjálfbærni
og loftslagsmál voru leiðarljós í
starfi mínu sem utanríkis-
ráðherra. Raunar eru þetta allt
orðin stóru málin, sem almenn-
ingur lætur sig mjög varða og þá
ekki síst ungt fólk,“ segir Guð-
laugur Þór.
Hörð samkeppni um bestu
lausnir í loftslagsmálum
Aðgerðir í loftslagsmálum
eru víða nefndar í nýjum stjórn-
arsáttmála. Eru þar forgangs-
atriði. Sjálfstætt íslenskt mark-
mið er um 55% samdrátt í losun
gróðurhúslofttegunda á beinni
ábyrgð Íslands fyrir 2030, miðað
við árið 2005. Í sáttmála fyrri
ríkisstjórnar var takmarkið 40%.
Allt þetta miðast við að halda
hlýnun andrúmsloftsins innan við
1,5°C, samanber Parísarsáttmál-
ann frá 2015.
„Markmið Íslendinga í lofts-
lagsmálum eru háleit og kalla á
herta sókn. Við eigum þó betri
möguleika á að ná þeim en marg-
ar aðrar þjóðir. Við viljum vera í
fararbroddi ríkja í loftslags-
málum, þar sem hrein orkuskipti
munu leika stórt hlutverk,“ segir
Guðlaugur Þór og heldur áfram:
„Á Íslandi er mikil þekking á
loftslagslausnum. Fyrir um 15 ár-
um var ég formaður Orkuveitu
Reykjavíkur sem við skil-
greindum þá sem umhverfisfyr-
irtæki. Efldum rannsóknastarf og
nýsköpun í kjarnastarfsemi fyrir-
tækisins í samstarfi við háskóla-
„Fyrri orkuskipti með hita-
veitunni voru góð með tilliti til
umhverfismála en einnig efna-
hagslega. Þau styrktu sam-
keppnishæfni okkar sem er lykil-
atriðið. Reykjavíkurborg var
þarna í fararbroddi eins og í svo
mörgum framfaramálum fyrr á
tíð. En vissulega þurftu sum sveit-
arfélög að skuldsetja sig vegna
hitaveituframkvæmda, sem þó
borgaði sig án nokkurs vafa. Frá
æskuslóðum mínum í Borgarnesi
man ég eftir því þegar hitaveitan
frá Deildartunguhver var lögð í
bæinn. Stóri olíutankurinn við
húsið í Böðvarsgötu, þar sem ég
bjó með foreldrum mínum, var
tekinn og kyndiklefinn fékk nýtt
hlutverk. Þetta var fyrir um 40
árum og breytti Borgarnesi – rétt
eins og Ísland verður annað með
þeim orkuskiptum sem nú standa
yfir.“
Á dögunum kynnti Guð-
laugur Þór í ríkisstjórn áætlun
um gerð grænbókar um stöðu og
áskoranir í orkumálum, sem
skýra eigi heildarmyndina. Í
stjórnarsáttmálanum er sömuleið-
is víða vikið að brýnum verk-
efnum fram undan á sviði orku-
mála, svo sem orkuskiptum,
grænum fjárfestingum, ramma-
áætlun, vindorku og flutnings-
kerfi raforku. – Mikilvægt er að
taka umræðu um umhverfis-,
orku- og loftslagsmál segir ráð-
herrann og svo umræðan skili ár-
angri þarf hún að byggjast á sem
bestum fáanlegum upplýsingum
og staðreyndum.
Jafnvægi er rauður þráður
Guðlaugur Þór segir að
grundvöllur að góðri umræðu
hafi verið lagður í Orkustefnu
sem kynnt var fyrir ári. Sjálfbær
orkuframtíð - Orkustefna til árs-
ins 2050 heitir skýrslan sem var
unnin og samþykkt af fulltrúum
allra þingflokka. Rauði þráðurinn
þar er jafnvægi umhverfis, nátt-
úruverndar, samfélags og efna-
hags.
„Stefnan er vel unnin og tek-
ið á þeim þáttum sem eru mikil-
vægir eins og til dæmis orku-
öryggi, náttúruvernd og sam-
keppnishæfni,“ tiltekur ráð-
herrann. Framtíðarsýnina segir
hann vera Ísland hreinnar orku,
þar sem öll orkuframleiðsla er af
endurnýjanlegum uppruna.
„Framleiðsluaðferðir Íslend-
inga á orku eru í grundvallar-
hlutverki í baráttunni gegn lofts-
lagsvá. Orkuna þarf að nýta
sjálfbært, samfélagi og almenn-
ingi til hagsbóta. Allri orkuþörf
þarf að mæta með öruggum hætti
til lengri og skemmri tíma. Land-
ið á að vera leiðandi í sjálfbærri
orkuvinnslu, orkuskiptum og skil-
virkri fjölnýtingu orkugjafa. Sátt
ríkir þar um vernd náttúru og
nýtingu orkuauðlinda enda er
umhverfisáhrifum haldið í lág-
marki.“
Guðlaugur Þór bætir við að í
þessari framtíðarsýn sé sam-
félagslegur ábati af orkuauðlind-
um hámarkaður og þjóðin njóti
ávinnings. „Orkan er hreyfiafl
fjölbreyttrar atvinnustarfsemi þar
sem er jafn aðgangur á landsvísu
að orku á samkeppnishæfu verði.
Þjóðin býr yfir framúrskarandi
þekkingu og framsækni í orku-
málum sem skilar sér í grósku-
mikilli verðmæta- og nýsköpun.“
Núna þegar stefnir í stóra
loðnuvertíð, þar sem boðað hefur
verið að fiskimjölsbræðslur fái
ekki rafmagn í þeim mæli sem til
þarf, er mikilvægt að greina stöð-
una, svo sem allra minnst þurfi að
nota olíu sem varaafl, segir ráð-
herrann
„Þetta þarf líka að skoða
með tilliti til raforkuflutninga
milli landshluta og margra ann-
arra þátta. En almennt talað er
það nú svo að ef við ætlum að
knýja Ísland með grænu elds-
neyti, og ljúka orkuskiptum, þá
verðum við að fara vel með
grænu orkuna og við þurfum
meira af henni. Við leysum þessi
mál ekki án tækninýjunga og þær
fást ekki án nýsköpunar og þró-
unar. Því verður að vera til stað-
ar umhverfi reglugerða sem
tryggir að orkan fari í orkuskipti
og til þeirra sem eiga að njóta
þeirra. Þá er ég ekki síst að
hugsa um heimilin. Slíkt er ekki
sjálfgefið.“
Víðtæk sátt náist
um þjóðlendugarð
Í stjórnarsáttmálanum nýja
eru áform um stofnun hálendis-
þjóðgarðs lögð til hliðar. Hins
vegar stendur til að stofnaður
verði þjóðgarður á þegar frið-
lýstum svæðum og jöklum á þjóð-
lendum. Þetta segir Guðlaugur
Þór vera áskorun. Nú verði leitað
til sveitarfélaga og annarra
þeirra sem nýta og tengjast há-
lendinu um útfærslu.
„Auðvitað var farið í frum-
varp um hálendisþjóðgarð af góð-
um hug, en það þarf að gefa sér
góðan tíma til að útfæra slíka
hugmynd. Það á ekki að koma á
óvart að það taki tíma að vinna
slíkt stórmál, mjög víðtækt sam-
ráð þarf svo góð sátt náist. Starf-
semi þjóðgarða getur líka verið
ólík og eftir mörgum útfærslum
og verndarstigum, samanber að
þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og
Vatnajökulsþjóðgarður – sem er á
heimsminjaskrá UNESCO – eru
um margt ólíkir. Við þurfum hér
einfaldlega að finna lausnir sem
mæta ólíkum sjónarmiðum,“ segir
Guðlaugur Þór og að síðustu:
„Undirbúningur vegna há-
lendisþjóðgarðs er ekki unninn
fyrir gýg. Sú vinna skilaði okkur
lærdómi sem nýtist í þágu vernd-
unar til framtíðar. Fjöldi fólks, til
dæmis bændur og útivistarfólk,
nýtir hálendið, ber fyrir því mikla
virðingu og sinnir þar ýmsum
umhverfisverkefnum af ástríðu.
Slíkt byggist meðal annars á
langri hefð og menningu úti í
sveitunum. Samstarf um vernd og
nýtingu hálendis Íslands er lausn-
in.“
Þekking og tækni íslenskra fyrirtækja mikilvægt framlag í baráttunni við loftslagsvána, segir umhverfis- og orkuráðherra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forysta Markmið Íslendinga í loftslagsmálum eru háleit og kalla á herta
sókn. Við eigum þó betri möguleika á að ná þeim en margar aðrar þjóðir,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.
Öðruvísi Ísland með orkuskiptum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rafmagn Háspennulína á Hellisheiði. Ísland sé leiðandi í sjálfbærri orku-
vinnslu, orkuskiptum og fjölnýtingu orkugjafa, segir ráðherrann.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Notkun ljósabekkja hér á landi var aðeins um sex prósent
á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Hefur
hún ekkert aukist frá því í fyrra og hefur ekki verið minni
frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Árið 2019 var
notkunin ellefu prósent.
Hlutfall þeirra sem höfðu notað ljósabekki var hæst hjá
fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða um 21 prósent. Um 12
prósent karla og um 30 prósent kvenna á aldrinum 18 til
24 ára höfðu notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum.
Könnunin var gerð af Gallup fyrir hönd samstarfshóps
Geislavarna, Embættis landlæknis, húðlækna og Krabba-
meinsfélagsins.
Niðurstöðurnar sýndu einnig að um 12 prósent svar-
enda höfðu brunnið a.m.k. einu sinni af völdum ljósa-
bekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama
hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi
spurning var fyrst lögð fyrir. Geislavarnir ríkisins segja að
notkun ljósabekkja fylgi aukin hætta á húðkrabbameini.
Mun færri fara í ljósa-
bekki en tíðkaðist áður
- Ný könnun sýnir 6% notkun bekkja í ár, var 11% 2019
Ljósabekkur Notkunin hefur minnkað töluvert.