Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Aratungubíllinn
Stóra bomban sprakk svo á
„bítlatónleikum“ í Háskólabíói í
Reykjavík 4. nóvember 1964. Félag
ungra jafnaðarmanna í höfuð-
staðnum hafði safnað helstu ung-
lingahljómsveitum landsins saman
á eina tónleika. Þetta voru hljóm-
sveitirnar Gos-
ar, Sóló, Dúmbó
og Steini, Tónar
& Garðar og
Hljómar. Kynn-
ir var Haukur
Morthens.
Tveimur dögum
síðar sagði
Morgunblaðið
frá tónleikunum:
Út yfir allan þjófabálk tók þó,
þegar hinir hárprúðu Keflvíkingar
birtust. Þá urðum við vitni að at-
burðum sem okkur hefði aldrei ór-
að fyrir að gætu átt sér stað hér á
landi. Kannski er hægt að lýsa því
með einu orði: múgsefjun. Fæstir
gátu tollað í sætunum og þegar
skarinn tók að flykkjast að leiksvið-
inu til þeirra, fór sumum hinna
eldri ekki að standa á sama. Sviðs-
framkoma Keflvíkinganna var mjög
örugg og samstillt, þeir ráfuðu um
sviðið í takt við músikina, hristu
höfuðin öðru hverju og tókst, sem
fyrr segir, að hrífa unglingana með
sér á þann hátt að undir lokin
þurftu lögregluþjónar og fimm fíl-
efldir jafnaðarmenn, að raða sér
upp fyrir framan þá á sviðinu til
þess að varna framsókn ójafn-
aðarmannanna.
Svipaðar frásagnir voru í öðrum
Reykjavíkurblöðum. Alþýðublaðið
sagði að á tónleikunum hefði bítil-
manían verið í algleymi:
„Undir sumum lögunum varð há-
vaðinn svo mikill að allt ætlaði um
koll að keyra. Stóðu unglingarnir
þá upp í sætum sínum, veifuðu yfir-
höfnum og fleygðu þeim upp í loft-
ið. Á tímabili varð leikur hljóm-
sveitarinnar vart greindur. Ekki
kom þó til neinna alvarlegra óláta.“
Ekkert þessu líkt hafði áður
gerst á landinu. Eftir þetta hafði
engin hljómsveit roð við Hljómum.
Þeir voru hinir einu er líktu eftir
fyrirmyndunum eins og best þeir
gátu og spiluðu bítlalög af krafti og
öryggi, bötnuðu með hverju balli og
sjálfsöryggið fór vaxandi eftir því
sem áheyrendur samsömuðu sig
meira með hljómsveit og tísku.
Magnús Kjartansson orðar það svo
að Hljómar hafi verið pönkarar síns
tíma „sem mín kynslóð tók mjög al-
varlega sem sína fulltrúa í því um-
róti sem maður upplifði að væri þá.
Sem kemur oftar upp í hausinn á
manni: er þessi upplifun ekki bara
upplifun allra unglinga, alltaf?“
Næstu misserin troðfylltu Hljóm-
ar samkomuhús um allt land. Þeir
sögðu upp hverri þeirri vinnu sem
þeir höfðu verið í – þar á meðal
Gunnar sem var guðslifandi feginn
að þurfa ekki að mæta kl. 7:20 í
blikksmiðju Keflavíkur og berja þar
járn frá morgni til kvölds, hataði
blikksmiðjuna eins og pestina; það
var ógeðslegt, segir hann. Hann gat
hætt og snúið sér að því sem hann
vildi helst gera: að spila. Þetta er
eitthvað fyrir mig, hugsaði hann
með sér, nú fer ég í þetta, þetta á
að verða ævistarfið. Launin voru
enda miklu betri í spilamennskunni.
Rétt fyrir páska 1965 hringdi Knút-
ur Ottersted, sem þá formaður
íþróttafélags á Akureyri, í Eggert
Kristinsson trommuleikara, sem
var viðskiptalega þenkjandi, og
vildi ráða Hljóma í fimm daga verk-
efni fyrir norðan.
„Til þessa höfðum við tekið fimm
þúsund krónur á kvöldið (jafnvirði
um 100 þúsunda á miðju ári 2021)
en nú fór ég fram á fimmfalda þá
upphæð og setti fram kröfu um 25
þúsund krónur (um hálfa milljón á
núvirði) fyrir hljómsveitina fyrir
hvert kvöld,“ segir Eggert. „Knút-
ur þurfti aðeins að hugsa sig um,
en hefur að sjálfsögðu sem reikn-
ingsglöggur maður verið búinn að
áætla og reikna út mögulegar
tekjur af þessari framkvæmd svo
hann sló til. Þetta var í raun ótrú-
leg uppsveifla í tekjum og vegna
vaxandi vinsælda héldust launin í
þessu hlutfalli eftir það.“
Peningarnir streymdu inn.
„Löggan fékk tíu þúsund og húsin
eitthvað svipað og svo fengum við
bara rest,“ sagði Gunnar í samtali
við Fréttatímann í byrjun mars
2015. „Þetta var allt miklu auðveld-
ara en í dag. Við vorum ungir með
fullt af peningum. Ég man að ég
keypti mér bíl eftir eitt ball í Ara-
tungu.“
Þeir trúðu þessu varla. „Það var
sjokk að fá alla þessa athygli – en
jafnframt rosalega spennandi. Þeg-
ar ég horfi til baka átta ég mig á
því að skemmtilegasti tíminn til að
vera í hljómsveit var þetta tímabil
með Hljómum,“ segir Gunnar. „En
það var ekki alltaf auðvelt. Við vor-
um rosalega feimnir, sérstaklega
við Rúnar. Þetta var algjört undur
fyrir okkur og við vissum varla
hvernig átti að taka þessari ótrú-
legu velgengni – áttum við þetta
raunverulega skilið? En við reynd-
um að halda okkur við jörðina.
Auðvitað vorum við ánægðir en
þetta var allt frekar óraunverulegt.
Hvort við vorum góðir ræddum við
aldrei, en ég held okkur hafi þótt
við vera ókei. Það má hins vegar
ekki gleyma því að við komum upp
úr músíkheimi þar sem allt gekk út
á að stæla aðra. Það var enginn að
semja músík af þessu tagi í Kefla-
vík eða á Íslandi almennt – það var
að minnsta kosti ekki mikið um
það, þannig að meginhluti pró-
grammsins var alltaf eftir aðra.
Ég man að þegar við fórum að
koma með lög eins og Ástarsælu og
Lífsgleði („margir kvarta og kveina
…“) þá spiluðum við það ekki mikið
á böllum, vorum ekki nógu öruggir
með það … en svo hafa þessi lög
kannski lifað lengur en margt ann-
að. En við fundum fljótt að það
þótti gott ef við vorum með eitt-
hvað orginal, að við gerðum eitt-
hvað meira en að stæla aðra. Mig
minnir að ég hafi átt þrjú lög á
fyrstu plötunni og svo heila hlið á
þeirri seinni. Þetta var þannig að
ég einn kom með frumsamin lög og
ég varð ekki var við að þeir hinir
væru að reyna það. En ég var
þarna búinn að átta mig á að þetta
var eitthvað sem ég gat gert og
þótti gaman.“
Þegar þetta var, í upphafi sjö-
unda áratugarins, var ekkert til
sem hét unglinga- eða æskumenn-
ing, unglingar áttu einfaldlega að
fara í skóla eða vinnu og verða eins
og foreldrar sínir. Þannig hafði það
alltaf verið og engin ástæða til að
ætla annað. En úti í heimi voru
væringar sem áttu eftir að snúa
öllu á koll. Þráinn Bertelsson rit-
höfundur og kvikmyndagerðar-
maður lýsti andrúmslofti þeirra
tíma í sjónvarpsþáttaröðinni Unga
Ísland RÚV (2005):
„Það skilur það enginn sem ekki
lifði þessa tíma þvílíkar víddir sem
voru að opnast í menningu ungs
fólks,“ sagði hann um áratuginn
1960–1970. Fram til þess tíma hefði
Reykjavík verið hryllileg Raufar-
höfn, tilbreytingarlaus, gamaldags,
allt annað og ekkert til […] það var
hægt að hlusta á dægurlög í Kana-
útvarpinu og það var stórkostlegur
menningarlegur gluggi að það var
líka hægt að sjá sjónvarpið frá am-
eríska hernum á Vellinum svo það
er alveg hægt að ímynda sér hvað
einangrunin er mikil þegar manni
þótti opnast stór gluggi fyrir að fá
að horfa á hermannasjónvarp og
hlusta á hermannaútvarp. Þetta var
bara svona lítið gjörspillt samfélag
sem að virkaði óskaplega kæfandi
[…] Þegar Kennedy varð forseti að
þá kviknaði eitthvert ljós í hugum
að minnsta kosti ungs fólks eins og
mér um að nú væru að koma nýir
tímar, öðruvísi tímar, skemmtilegri,
betri og fallegri. Og þennan nóvem-
berdag (þegar hann var myrtur)
var eins og þetta ljós væri frá
manni tekið, þetta var skelfilegasta
frétt sem ég man eftir að hafa
fengið. Maður var skíthræddur að
heimsendir, að menn sætu bara
svona og ætluðu að fara að ýta á
rauða takkann og að maður fengi
aldrei að lifa lífinu sínu, að það yrði
bara tekið frá manni. Ég man eftir
því hvað manni var létt þegar að
Kúbudeilunni lauk og heimsendi
var aflýst að sinni.“
Bókarkafli | Fáir núlif-
andi íslenskir tónlistar-
menn komast með
tærnar þar sem Gunn-
ar Þórðarson hefur
hælana. Í bókinni
Gunni Þórðar rekur
Ómar Valdimarsson
lífshlaup Gunnars,
stráks sem kemur suð-
ur og verður fljótt
fremsti dægurtón-
listarmaður landsins.
Bítilmanían í algleymi
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Rokkstjörnur Gunnar Þórðarson, lengst til hægri, með félögum sínum í hljómsveitinni Trúbrot árið 1968. Auk
Gunnars eru það Karl Sighvatsson, Rúnar Júlíusson, Shady Owens og Gunnar Jökull Hákonarson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrásetjarinn Ómar Valdimarsson.
www.gilbert.is