Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 10

Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 10
Fjórum dögum fyrir jól birtist aug- lýsing á vef stjórnarráðsins um stöðu íslensks dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu, en kjör Róberts Spanó, fulltrúa Íslands við dómstól- inn og jafnframt forseta hans, rennur út á næsta ári. Vakti það athygli að auglýsingin kom frá forsætisráðu- neytinu í stað innanríkisráðuneytis- ins, sem annaðist síðustu skipun fyrir rúmum átta árum. Fylgir mannréttindamálunum „Með nýjum forsetaúrskurði fóru mannréttindamálin yfir til forsætis- ráðuneytisins,“ segir Haukur Guð- mundsson, ráðuneytisstjóri innanrík- isráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum búin að leggja upp ákveðinn undirbúning í þessu, rifja upp hvernig þetta var gert síðast og skrifa upp mikið minnisblað til ráð- herra um þetta. Síðan var haldinn blaðamannafundur og tilkynnt um þessa breytingu þannig að það minn- isblað fór til Katrínar og þetta er nú í þeirra höndum.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins, stað- festir þetta og segir þetta einu dóm- araskipunina sem ráðuneytið kemur að. Sama fyrirkomulag verði þó og ár- ið 2013. Fimm manna hæfnisnefnd verði skipuð sem velur þrjú dómara- efni sem þing Evrópuráðsins sker úr um. Bryndís segir hæfnisnefndina, sem áður, skipaða út frá tilnefningum frá Hæstarétti Íslands, Dómstóla- sýslunni, Lögmannafélagi Íslands og utanríkisráðuneytinu. Formaður hæfnisnefndar er aftur á móti valinn án tilnefningar, af forsætisráðherra, í stað innanríkisráðherra þar sem mál- in heyra nú þar undir. „Þetta fylgir mannréttindamálunum. Við erum ekki að tilnefna neina aðra dómara. En við höldum utan um val á dóm- urum í Mannréttindadómstólinn,“ segir Bryndís. ari@mbl.is Skipun dómarans heyrir undir forsætisráðuneytið - Skipun íslensks dómara við MDE sé mannréttindamál Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórnarráð Forsætisráðuneytið sér nú um skipun dómara í MDE. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 Framkvæmdir hófust í síðasta mán- uði í fyrsta áfanga endurbóta á golf- vellinum í Grafarholti og tíðarfarið hefur verið vallarstarfsmönnum hliðhollt. Meðal annars verður 18. brautin endurmótuð og sléttuð. Jarðvegurinn hefur verið tekinn upp og grjóthreinsaður og grjótmagnið verið með ólíkindum. Því næst verð- ur jarðvegurinn mótaður og sáð í hann í vor. Framan af næsta sumri er ráðgert að 18. brautin verði spil- uð sem par 3 braut af bráðabirgða- teig. Í nýlegum pistli nýkjörins for- manns Golfklúbbs Reykjavíkur, Gísla Guðna Hall, er rifjað upp að Grafarholtsvöllurinn var hannaður af Svíanum Nils Skjold. „Árið 1963 var byrjað að leika á nokkrum hol- um og svo voru fleiri og fleiri holur smátt og smátt teknar í notkun. Gerð golfvallar í Grafarholti var meiriháttar átaksverkefni á sínum tíma og magnað að hópur áhuga- kylfinga hafi ráðist í annað eins, fjarri byggðinni í Reykjavík á þeim tíma. Hönnun og gerð vallarins heppnaðist með ólíkindum vel,“ seg- ir í pistli Gísla. Hann rifjar upp að brautirnar eru lagðar í gróðursælu en grýttu holti, eins og hefur komið á daginn við upptöku á 18. brautinni. aij@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gróður og grjót Margir steinar, stórir og smáir, hafa komið upp úr 18. brautinni á golfvellinum í Grafarholti. Grjótmagnið með ólíkindum - Framkvæmdir á golfvelli GR í Grafarholti í veðurblíðunni Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Engin ástæða er til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift. Þetta segir í grein- argerð með frumvarpi fimm þing- manna um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Fyrsti flutningsmaður er Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæð- isflokki. Frumvarpið hefur tvívegis áður verið flutt á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Töluverð opinber íhlutun Flutningsmenn segja að gildandi lög feli í sér töluverða opinbera íhlutun þegar kemur að jarðnesk- um leifum fólks. Sú íhlutun er að þeirra mati ónauðsynleg og vilja þeir að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Þeir leggja til að áfram verði búið um ösku eftir lík- brennslu í þar til gerðum duftkerj- um. Aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verði við kerin. Þeir vilja að ekki verði lengur skylda að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði vandamanna heldur verði um heimild að ræða. Bent er á að nú séu um 35% allra útfara bál- farir og þeim hafi fjölgað sem óska eftir því að öskunni megi dreifa utan kirkjugarða. Nú- verandi ákvæði sem heimili slíkt með leyfi sýslu- manns telja þeir of ströng. Áfram sé þó rétt að kveða á um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, þar á meðal um upplýsingar til leg- staðaskrár um staðsetningu dreif- ingar ösku. Flutningsmenn vekja athygli á því að í nálægum löndum sé dreifing ösku ekki takmörkuð eins mikið og hér, svo sem er varð- ar staðsetningu eða auðkenningu slíkra dreifingarstaða. Kirkjugarðasambandið hefur í umsögn um frumvarpið sagt að breytingarnar sem það boðar séu varhugaverðar. Hvergi á Norður- löndum hafi verið gengið eins langt í að slaka á regluverkinu og frumvarpið leggur til að gert verði hér á landi. Dreifing ösku lát- inna verði frjáls - Endurflytja frumvarp frá síðasta þingi Útfarir Bálförum hefur fjölgað. Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is FC 7 Premium Þráðlaus skúringarvél fyrir heimili Mikill viðbúnaður var hjá slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu um tvöleytið í gær er kviknaði í þrem- ur bílum í bílageymslu í Selja- hverfi í Breiðholti. Alls voru 26 bílar í geymslunni og sagði varðstjóri slökkviliðsins tjónið vera verulegt. Mikill og svartur reykur barst úr geymsl- unni og vel sást í eld út um glugga. Enginn var þó inni í bíla- geymslunni þegar eldurinn kvikn- aði. Altjón á þremur bílum Slökkvistarf gekk vel og engan sakaði í brunanum. Að sögn sjónarvotta var altjón á þremur bílum, enginn þeirra var rafmagnsbíll. Ljóst er að einhverj- ar skemmdir hafa orðið á geymsl- unni vegna reyks og mikils hita sem myndaðist vegna eldsvoðans. Slökkviliðið gat ekki gefið upp ástæðu brunans en málið er nú til rannsóknar. Viðbúnaður vegna elds í bílageymslu - Logaði í þremur bílum af 26 í geymslunni Morgunblaðið/Óttar Geirsson Bílageymsla Mikið tjón varð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.