Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
L
L
O
G
D
E
M
A
N
TA
R
Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu um
helgina að rúmlega 10.000 hermenn
hefðu lokið mánaðarlöngum hernað-
aræfingum við landamæri Úkraínu.
Stjórnvöld í Úkraínu telja að
rússneskum hermönnum við landa-
mærin hafi fjölgað úr 93.000 í um
104.000 frá október.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
segir í tilkynningunni að æfingarnar
hafi verið haldnar í héruðum í suð-
urhluta Rússlands, þar á meðal
Rostov, Krasnodar og Krímskaga,
sem Rússar lögðu undir sig árið
2014.
Varnarmálaráðuneytið segir að
nú sé þessum æfingum lokið og her-
mennirnir muni snúa aftur til sinna
bækistöðva.
Tilkynningin kemur í kjölfar
ásakana Vesturlanda, þar sem talið
er að stjórnvöld í Rússlandi séu að
skipuleggja innrás í Úkraínu.
Stjórnvöld í Rússlandi segja einn-
ig að þeim sé heimilt að hreyfa við
herliði sínu eins og þeim sýnist inn-
an sinna landamæra, og neita því að
verið sé að skipuleggja árás á Úkra-
ínu.
Rússneski orkurisinn Gazprom
hafnar þeim ásökum að stjórnvöld í
Rússlandi séu að takmarka gasflæði
til Evrópu og hafa fordæmt gasend-
ursölu Þýskalands til Póllands.
Gazprom er í eigu rússneska rík-
isins.
Yfirvöld í Póllandi sökuðu Rússa í
vikunni um að hafa stöðvað allt gas-
flæði um Yamal-Evrópu-gasleiðsl-
una sem flytur gas til Vestur-Evr-
ópu.
Flæði gasleiðslunnar hefur verið
snúið við, það er að gas flæðir nú frá
Þýskalandi til Póllands, eftir að gas-
verð á evrópskum mörkuðum hækk-
aði.
Sergei Kupriyanov, talsmaður
Gazprom, segir allar ásakanir á
hendur Rússum varðandi gasfram-
boð vera lygar. Hann segir að sumir
kaupendur gassins, sérstaklega
Þýskaland og Frakkland, hafi ekki
pantað meira gas og segir ákvörð-
unina um gasviðsnúninginn ekki
vera rökréttan þar sem veturinn sé
rétt að byrja.
Spenna vegna Nord Stream 2
„Verð á gasi þegar flæðinu hefur
verið snúið við er mun hærra en á
gasinu hjá okkur. Öll vandamál
Vestur-Evrópuríkja eru þeim sjálf-
um að kenna,“ segir Kupriyanov.
Vesturlönd hafa vikum saman
ásakað Rússa um að hafa takmark-
að gasflæði til Evrópu og með því
sett pressu á álfuna að koma í gegn
Nord Stream 2-gasleiðslunni sem er
verulega umdeild á meðan spennan
vex vegna umsvifa Rússa á landa-
mærum Úkraínu. Leiðslan á að
flytja gas beint frá Rússlandi til
Þýskalands.
logis@mbl.is
AFP
Deilur Pútín vísar ásökunum Vesturlanda á bug og segir boltann hjá þeim.
Spennan magnast vegna Rússa
- Ásakaðir um það að takmarka aðgengi að gasi - 10.000 rússneskir hermenn
hafa lokið æfingum við landamæri Úkraínu - 104.000 hermenn við landamærin
Miklir fólksflutningar frá Frakklandi
til Bretlands fyrir um 3.000 árum
gætu útskýrt þann mun sem er á
genamengi fólks á norðanverðum
Bretlandseyjum og þeirra sem eru
frá suðurhluta Bretlands.
Fyrri rannsóknir á genamengi
Breta hafa bent til þess að fyrir 4.500
árum hafi þeir flestir verið af svip-
uðum uppruna. Nú á dögum sést hins
vegar skýr munur á því hvort við-
komandi er frá norðanverðum eða
sunnanverðum Bretlandseyjum, þar
sem erfðaefni fólks frá sunnanverðu
Englandi þykir líkara því sem sést
hjá fólki frá meginlandi Evrópu.
Ný rannsókn sem birt var í tíma-
ritinu Nature nú fyrir jól bendir hins
vegar til þess að fyrir um 3.300 til
2.800 árum hafi fjöldi innflytjenda
borist til Bretlands, og líkist erfða-
efni þeirra mest fornum sýnum frá
Frakklandi.
David Reich, erfðafræðingur við
Harvard sem stýrði rannsókninni,
sagði við AFP-fréttastofuna að eitt
það mest spennandi við rannsóknina
hefði verið sá mikli fjöldi af DNA úr
fornmönnum sem hefði verið kann-
aður, en teymi hans skoðaði DNA-
sýni frá Englandi og meginlandi
Evrópu sem náðu frá tímanum 1.500
f.Kr til 43 e.Kr.
Rannsóknin náði til um 800 ein-
staklinga frá fornöld, og er hún því
ein sú stærsta á erfðamengi þeirra er
voru uppi þá. Rúmlega 220 höfundar
eru skráðir fyrir rannsókninni.
Geta kannað upprunann betur
Ian Armit, fornleifafræðingur við
háskólann í York, stýrði sýnatöku
fyrir rannsóknina, en þau fengust úr
beinum úr fornleifafundum, söfnum
og DNA-rannsóknarstofum vítt og
breitt um Bretland og meginland
Evrópu.
Sagði Armit að gagnaöflunin hefði
tekið mörg ár og krafist mikils
mannafla. Bætti hann við að nýleg og
byltingarkennd framþróun í rann-
sóknum á DNA frá fornöld væri mik-
il búbót fyrir fornleifafræði, þar sem
nú væri hægt að kanna betur breyt-
ingar á uppruna fólks, og um leið
varpa ljósi á hvernig fjölskyldu-
mynstur þróuðust í fornöld.
„Við höfum tekið eftir fjölskyldu-
tengslum í stökum kirkjugörðum,
svo við getum nú farið að kanna
hvernig skyldleiki sést meðal þeirra
sem hafa verið grafnir,“ sagði Armit.
Komu líklega
frá Frakklandi
- Ný rannsókn á genamengi Breta
Meira en tvö þúsund flugferðum
var aflýst í gær vegna hraðrar út-
breiðslu Ómíkron-afbrigðis
kórónuveirunnar. Frá föstudegi til
sunnudags er áætlað að um 7.500
flugferðum hafi verið aflýst og tug-
um þúsunda til viðbótar var seink-
að.
Flestar aflýsingarnar eða taf-
irnar má rekja til þess að flugmenn,
flugfreyjur og -þjónar, auk annarra
starfsmanna, hafa greinst með Co-
vid-19, eða hafa þurft að fara í
sóttkví eða einangrun vegna mögu-
leika á smiti.
Jólin eru alla jafna með annasöm-
ustu dögum ársins í fluginu.
FLUGUMFERÐ
Flug Þreyttir ferðalangar bíða á flugvelli.
Meira en 7.500
flugferðum aflýst
Desmond Tutu,
erkibiskup í
Suður-Afríku,
lést í gær, 90
ára að aldri.
Tutu var meðal
annars þekktur
sem einn harð-
asti baráttumað-
urinn gegn
aðskilnaðar-
stefnunni í Suður-Afríku og fyrir
að tala máli mannréttinda í víðu
samhengi. Hann hlaut friðar-
verðlaun Nóbels árið 1984 fyrir
mannréttindabaráttu sína. Meðal
þeirra sem minntust Tutu í gær
voru Barack Obama, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, og El-
ísabet Bretlandsdrottning. Obama
lýsti Tutu sem „leiðbeinanda, vini
og siðferðilegum áttavita“. Þá
minntist Obama ásamt Elísabetu
á kankvísa kímnigáfu erkibisk-
upsins.
SUÐUR-AFRÍKA
Mannréttindafröm-
uðurinn Tutu látinn
Desmond TutuStjórnvöld Ísraels samþykktu í gær
að tvöfalda fjölda íbúa af gyðinga-
ættum á Gólanhæðum en 40 ár eru
síðan Ísrael innlimaði landsvæðið
sem áður tilheyrði Sýrlendingum.
Ríkisstjórn Naftali Bennetts, for-
sætisráðherra Ísrael, samþykkti í
gær að eyða 317 milljónum banda-
ríkjadollara, eða um 41 milljarði
króna, í að byggja 7.300 heimili á
næstu fimm árum. Því er áætlað að
um 23 þúsund íbúar af gyðinga-
ættum muni flytja á svæðið á
næstu árum. „Markmið okkar er að
tvöfalda íbúafjölda Gólanhæða,“
sagði Bennett áður en ríkisstjórn-
arfundur var haldinn í Mevo
Hama-hverfinu á Gólanhæðum í
gær.
Deilur um svæðið
Nú búa um 25 þúsund Ísraels-
menn á svæðinu ásamt 23 þúsund
Drúsum sem bjuggu á Gólan-
hæðum áður en Ísraelsmenn hrifs-
uð landsvæðið til sín eftir sex daga
stríðið þegar Ísrael tókst á við
Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland
árið 1967.
Í desember árið 1981 voru
Gólanhæðir síðan formlega innlim-
aðar í Ísraelsríki, í óþökk stærsta
hluta alþjóðasamfélagsins.
Donald Trump, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, viðurkenndi
stjórn Ísraels á Gólanhæðum árið
2019. Bennett vísaði til þeirrar við-
urkenningar í gær þegar hann
sagði landsvæðið vera ísraelskt. Þá
nefndi hann að stjórn Joes Bidens,
núverandi Bandaríkjaforseta, ætl-
aði ekki að breyta þeirri viðurkenn-
ingu. „Sérhver heilvita manneskja í
heiminum skilur að það er æskilegt
að ísrelsku hæðirnar séu friðsamar,
blómstrandi og grænar samanborið
við andstæðuna,“ sagði Bennett en
Gólanhæðir eru á landamærum Ísr-
aels og Sýrlands. urdur@mbl.is
Tvöfalda íbúafjölda á Gólanhæðum
- Fjölga íbúum af gyðingaættum um
23 þúsund á næstu fimm árum
AFP
Forsætisráðherra Naftali Bennett.