Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónuveiran
hefur sótt
mjög að
þingmönnum og
mörgum þeirra hef-
ur verið skákað í
sóttkví eða ein-
angrun. Fjöldi vara-
þingmanna sem settust á þing fyr-
ir jólin var þess vegna með mesta
móti og er einn þeirra Arnar Þór
Jónsson, sem flutti jómrúarræðu
sína á síðasta degi þingstarfa fyrir
jól. Umræðuefnið voru fjárlög
næsta árs og lýsti Arnar Þór
áhyggjum vegna mikils halla-
rekstrar að undanförnu, vaxandi
opinbers stuðnings, skerts hag-
vaxtar, auk þess sem aðgerðir rík-
isvaldsins vegna faraldursins ýttu
undir verðbólgu.
Ræðan snerist þó að mestu um
önnur og jafnvel enn mikilvægari
málefni, sjálfan grundvöll þess
frelsis og þeirra borgaraleg rétt-
inda sem við göngum að sem gefn-
um og réttarríkið sem við teljum
orðið sjálfsagt en er það þó ekki
þegar við horfum vítt um heiminn
eða aftur í aldir. Í því samhengi
eru þessi fyrirbæri sem okkur
þykja sjálfsögð fremur undan-
tekning en regla.
Á það hefur áður verið bent að
frelsið tapast sjaldnast allt í einu
og það eru í raun þau varnaðarorð
sem Arnar Þór hafði uppi í jóm-
frúrræðu sinni. Hann benti á að
„hættan á svona tímum eins og við
lifum núna er að það sé vikið frá
meginreglum stjórnsýslunnar um
temprað ríkisvald, mögulega vikið
frá meginreglum um umfang rík-
isrekstrar og vikið frá einhverjum
viðmiðum um það hvað telst við-
unandi hallarekstur.
En þetta er allt gert frammi
fyrir hinu óþekkta sem er þessi
veira sem vekur hjá fólki margs-
konar ótta. Og ég hef spurt mig og
ég vil beina þessari spurningu til
ykkar sem hlustið, er hættan sem
við stöndum frammi fyrir orðin
slík að það sé réttlætanlegt að ýta
til hliðar hefðbundnum viðmiðum
og gengur þetta svo langt að það
megi víkja til hliðar viðmiðum sem
við höfum lagt til grundvallar, það
er að segja um réttarríki, um
borgaralegt frelsi, eða um lýð-
ræði? Eiga þessar undirstöður
stjórnskipunarinnar að vera í upp-
námi?
Er hættan sem við stöndum
frammi fyrir svo alvarleg að það
sé réttlætanlegt að raska hér öllu
valdajafnvægi milli löggjafar-
valds, framkvæmdavalds og
dómsvalds?“
Arnar Þór, sem lét nýlega af
störfum sem héraðsdómari til að
gefa kost á sér til þingstarfa, vék
einnig að dómsúrskurðum sem
tengjast faraldrinum, svo sem um
sóttkví, og sagði að þar væri ríkis-
valdinu gefið ríkt svigrúm til vald-
beitingar. Sagðist hann fyllast
ákveðnum ótta vegna þessa um að
verið væri að tefla í hættu grund-
vallarreglu um temprun ríkis-
valdsins.
Hann velti upp þeirri spurningu
hvort „hættan sem við stöndum
frammi fyrir [sé] slík að það sé
réttlætanlegt að stýra nú landinu
með reglum sem eru
settar án þinglegrar
umræðu, án lýðræð-
islegrar temprunar“.
Og hann hélt áfram og
spurði hvort það gæti
verið að hér væri að
birtast einhvers kon-
ar nýtt stjórnarfar og að almenn-
ingur áttaði sig ekki á því og
mögulega þingheimur ekki held-
ur.
Þá ræddi Arnar Þór stöðu
þingsins og sagði það alls ekki
mega láta sniðganga sig. Hér væri
þingbundin stjórn og fram-
kvæmdavaldið ætti að lúta eftirliti
og temprun Alþingis og dómstóla.
Í framhaldi af því vék hann að
sjónarmiðum um neyðarástand,
sem aðgerðir vegna kórónu-
veirunnar hafa gjarnan byggst á,
og sagði að stjórnarskráin fæli
ekki í sér neina almenna heimild
til að lýsa yfir neyðarástandi.
Hann nefndi að ástandið sem hér
hefur ríkt í næstum tvö ár væri
„til þess fallið að deyfa mörkin í
hugum almennings og mögulega í
hugum þingmanna milli þess sem
við getum kallað lögmætt lýðræð-
islegt stjórnarfar annars vegar og
þess sem að ég kalla ofríkisstjórn-
arfar hins vegar“. Og hann sagðist
óttast að smám saman væri verið
að grafa undan réttarríkinu.
Neyðaraðgerðir hefðu verið skilj-
anlegar í upphafi faraldursins, en
hann efaðist um að þær væru
skiljanlegar eða réttlætanlegar
nú.
Arnar Þór sagði einnig að í
kenningum um stjórnarfar og
stjórnskipunarrétt væri ekki við-
urkennt að hægt væri að tala um
neyðarástand ef valdhafar sjálfir
hefðu stjórn á þeim aðstæðum
sem yllu neyðinni. Í þessu sam-
bandi vísaði hann til þess að ítrek-
að hefðu aðgerðir verið réttlættar
með hliðsjón af stöðu Landspít-
alans og plássleysi þar, en sagði
að „þegar að gluggað er í heim-
ildir þá kemur í ljós að legurýmum
á íslenskum heilbrigðisstofnunum
hefur fækkað á síðustu árum. Og
þannig sá ég það að legurýmum
hefur fækkað úr 1.283 á árinu
2007 og niður í 1.009 á árinu 2020.
Þetta er augljóslega atriði sem ís-
lensk stjórnvöld hafa fullt forræði
á að leiðrétta. Þannig að ég hef
kallað þetta heimatilbúna inn-
viðakrísu og ég hef sagt að á slík-
um grunni er ekki hægt og ekki
lögmætt að hneppa fólk í einhvers
konar helsi.“ Hann sagði að við
þessar aðstæður væri það skylda
stjórnvalda að gera það sem þyrfti
til að vinna bug á þessum vanda
„með það að marki að hér sé hægt
að sleppa höftum af íslenskri þjóð
og þá er ég að vísa til barna og
ungs fólks og allra þeirra sem vilja
og geta unnið sín störf og tekið
þátt í frjálsu samfélagi“.
Varnaðarorð Arnars Þórs Jóns-
sonar eiga ríkt erindi við Alþingi,
ríkisstjórn og allan almenning, nú
þegar faraldurinn hefur geisað í
tæp tvö ár. Nauðsynlegt er að
borgaraleg réttindi og réttarríkið
standi pláguna af sér og að al-
menningur fái sem allra fyrst um
frjálst höfuð strokið.
Arnar Þór Jónsson
flutti eftirtektar-
verða jómfrúrræðu
laust fyrir jól}
Réttarríkið og plágan
V
ið vitum það öll. Foreldrar setja dót
í skóinn hjá börnunum sínum.
Jólasveinninn er ekki til en við
þykjumst samt, vegna hátíðar,
hefðar og barna. En hvers vegna?
Er það út af þjóðsögum Jóns Árnasonar frá
1862? Er það út af myndskreytingum Tryggva
Magnússonar frá 1932? Er það út af hefðinni
frá fyrri helmingi síðustu aldar að setja í skó-
inn?
Við höldum gleðileg jól, en ekki Kristsmessu
samt eins og margar aðrar þjóðir. Jól eru mun
eldri hátíð en Kristsmessa enda er ansi langt
síðan mannveran tók eftir því að þetta var um
það leyti sem dagurinn fór að lengjast aftur á
norðurhveli jarðar. Þeirri uppgötvun fylgdi
örugglega ákveðin gleði og hátíð, þó hún nefnd-
ist örugglega ekki jól fyrr en seinna. Við
ákváðum augljóslega að breyta ekki gömlum siðum þrátt
fyrir að einhver ný trúarbrögð væru að ryðja sér til rúms
og yfirtaka gömlu jólahefðina.
Hefðir eru undarlegt fyrirbæri sem úreldast með tíð og
tíma og nýjar hefðir taka við. Einu sinni skreytti enginn
tré eða setti undir það pakka. Einu sinni voru ekki til jóla-
sveinar og einu sinni var ekki til guð. En einhvern tíma bjó
mannveran til þessi fyrirbæri og ákvað að halda með þeim
upp á bjartari tilveru í dag en í gær. Til þess að viðhalda
hátíðinni höfum við meira að segja sett lög um helgidaga-
frið, svona til þess að lögreglan geti nú sektað eða svipt
starfsleyfi þau sem eru ekki til friðs.
Þó jólin séu í rauninni ekki til, ekki krists-
messa, ekki jólasveinar, grýla eða guð, þá eru
frídagarnir til. Samkvæmt lögum. Sérstakir
frídagar okkar eru helgidagar þjóðkirkjunnar,
sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, einnig
aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13.
Einnig hefur fyrsti mánudagur í ágúst verið
frídagur frá 1983. Vinnuvika, samkvæmt lög-
um, er svo frá mánudegi til föstudags.
Allir almennir frídagar, nema frídagur
verslunarmanna og sumardagurinn fyrsti,
geta komið upp um helgi. Þeir helgidagar
kirkjunnar sem ávallt koma upp á sunnudög-
um redda því með því að búa til annan helgidag
daginn eftir. Þrátt fyrir að það sé augljóslega
engin helgi yfir þeim dögum, þeir eru bara
þarna til þess að gefa fólki frí.
Við ákveðum okkar hefðir og frí. Við
ákveðum hvernig við höldum upp á þau tilefni sem okkur
finnst hátíðleg. Einu sinni var meira að segja þriðji í jólum
frídagur, ásamt þrettándanum og þriðja í hvítasunnu. Stór
hluti af hátíðinni er frí frá vinnu. Frí til þess að geta haldið
upp á tilefnið, en líka bara frí til þess að geta sinnt sér og
sínum. Vegna þess hvernig frídagar flakka milli vinnudaga
erum við með að lágmarki 8 frídaga og í mesta lagi 13, þó
við séum í raun með 16 lögbundna frídaga.
Ættum við ekki að laga þetta? Því eins og jólasveinninn
er mannanna verk þá eru lögbundnir frídagar það líka.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Jólasveinninn er ekki til
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
H
eilbrigðistölur frá Bret-
landi, Danmörku og Suð-
ur-Afríku benda allar í
sömu átt um að Ómík-
ron-afbrigði kórónuveirunnar leiði
miklu síður til sjúkrahúsinnlagna en
Delta-afbrigðið, sem hefur verið ráð-
andi síðastliðið ár.
Það vekur eindregnar vonir um
að Ómíkron-afbrigðið sé vægara en
fyrri afbrigði, þó það sé talsvert
smitgjarnara og geti smitað fólk,
sem áður hefur smitast af veirunni
eða fengið bólusetningu. Sérfræð-
ingar vara þó við of mikilli bjartsýni,
því ef smitið breiðist nógu ört og víða
út geti það sligað heilbrigðistkerfi,
þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega
mun fátíðari.
Sem fyrr er óbólusett fólk í
mestri hættu, en þeir sem hafa smit-
ast og fundið fyrir einkennum af
völdum Ómíkron þrátt fyrir bólsetn-
ingu eða fyrra smit hafa nær undan-
tekningarlaust fundið fyrir mildum
einkennum.
Það segir hins vegar sína sögu
að á aðeins nokkrum vikum hefur
Ómíkron-afbrigðið náð yfirhöndinni
í nýsmitum, sem gefur vonir um að
það geti útrýmt fyrri og alvarlegri
afbrigðum veirunnar. Rétt er þó að
ítreka að það er nýframkomið og
ekki ljóst hvort það kunni að hafa
fleiri og alvarlegri afleiðingar.
Samt sem áður er ástæða til
varlegrar bjartsýni og nú þegar eru
ýmsar vísbendingar um að Ómíkron-
bylgjan sé þegar farin að hjaðna í
Bretlandi. Þar hefur bólusetning
gengið vel, en auk þess hefur bólu-
efni AstraZeneca verið mest notað,
en það hefur breiðari og mögulega
langvinnari verkun en bóluefni Pfi-
zer. Það kann að vera skýringin á því
að Ómíkron virðist vera skeinu-
hættara á meginlandi Evrópu en í
Bretlandi.
Stóra plágan ókomin
Þrátt fyrir að sumir eygi von
um að heimsfaraldur kórónuveir-
unnar verði senn á enda, hvort sem
veiran rennur sitt skeið, líkt og
dæmi eru um, verði landlæg og væg,
eða að ný bóluefni, líkt og Banda-
ríkjaher hefur þróað (SpFN), bindi
enda á útbreiðslu hennar, þá er ekki
allt um garð gengið enn. Vænta megi
annarra og verri veirufaraldra.
Sérfræðingar hafa um talsverða
hríð varað við því að búast megi við
alvarlegum heimsfaröldrum frá Suð-
austur-Asíu, sem eiga skjóta og
greiða leið um alla heimsbyggðina
með nútímasamgöngum heims-
þorpsins. Þar leikur snaraukin þétt-
býlismyndun í þróunarheiminum,
einkum Kína, stórt hlutverk, auk
ruðnings skóga, sem aftur auki líkur
á að veirur berist úr dýrum í menn.
Eftir að kórónuveiran kom fram
hafa stjórnvöld og almenningur ver-
ið viljugri til þess að hlusta á smit-
sjúkdómasérfræðinga, en samt hafa
fæstir verið mjög móttækilegir fyrir
viðvörunum um að kórónuveiran
kunni að reynast sakleysisleg í sam-
anburði við þær plágur sem upp
gætu gosið á næstu árum.
Sérfræðingahópur á vegum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) er meðal þeirra sem varað
hafa við þessu. Þar er ekki aðeins
rætt um að næsta plága kunni bæði
að vera meira smitandi og lífs-
hættulegri, heldur einnig að stutt
geti verið í hana.
Vel er þekkt að smitfaraldrar
hafa orðið algengari á undanförn-
umn áratugum, en þeir eru nú um
tvöfalt tíðari en gerðist 1940-1960. Á
síðustu 20 árum höfum við fengist
við fuglaflensu, SARS, svínaflensu,
MERS, Ebólu, Zika og nú Covid-19.
Ráðum við við mikið fleiri?
Stóra plágan er ekki
ennþá komin fram
Kórónuveira Mótefni gera hríð að kórónuveiru á manngerðri mynd. Bólu-
efni kunna nú að hafa snúið taflinu við, en það má vænta fleiri faraldra.
Sérfræðingar hafa ekki slegið
slöku við að ráðgera viðbrögð
við komandi faröldrum. Þar er
mest áhersla lögð á skjótari við-
brögð og gjarnan rætt um 7-1-7
ráðstafanir: að yfirvofandi
hætta sé greind innan viku frá
fyrsta tilfelli, að rannsókn sé
hafin og alþjóðleg viðvörun gef-
in út innan við sólarhring frá því
að hún er ljós, og að gripið sé til
skilvirkra ráðstafana innan við
viku þaðan í frá.
Framfarir í læknavísindum,
erfðarannsóknum og skyldum
vísindum hafa einnig auðveldað
viðbrögð. Þannig mætti búa í
haginn með gerð stofnbóluefna
við helstu mögulegum hættum,
sem gerðar væru prófanir á og
gefin út notkunarleyfi á. Þau
mætti síðan sérsníða með
skömmum fyrirvara gegn til-
teknum sjúkdómum þegar þeir
koma fram og framleiða í miklu
magni um heim allan þegar á
reynir.
Samhæft
heimsátak
BARÁTTA VIÐ PLÁGUR