Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
40 ÁRA Hjalti ólst upp í
Mosfellsbæ en býr í Laug-
arnesi í Reykjavík. Hann er
með sveinspróf í grafískri
miðlun og vinnur við það að
hluta og er sölumaður hjá
Kjötsmiðjunni. Hann syng-
ur í Bartónum, karlakór
Kaffibarsins, og er í pönk-
hljómsveitinni Ekkert.
Áhugamál Hjalta eru tón-
list, matur og drykkur. „Ég
hef náð að koma því fyrir að
ég get heilmikið brasað við
áhugamálin. Veiti leiðbein-
ingar um mat í vinnunni og
svo vinn ég aðra hverja
helgi á Skúla Craft bar. Þar
fæ ég líka útrás til að tala
um hluti sem bragð er að.
Svo hef ég starfað sem
hljóðmaður og hef verið að
vasast í upptökum og hljóð-
vinnslu á tónleikum.“
Hjalti hefur í gegnum
Twitter staðið fyrir jólaleik
frá 2017 sem var blásinn af í
fyrra vegna Covid og úr varð í staðinn hópsöfnun fyrir UN Women á Íslandi.
Í ár fóru bæði jólaleikurinn og söfnunin fram. „Jólaleikurinn er þannig að
fólk sendir mér skilaboð og sækir um þátttöku. Svo útdeili ég hver gefur
hverjum af handahófi og er svo að miðla upplýsingum. Punkturinn er að
kynna sér ókunnuga manneskju, komast að hjarta hennar og finna gjöf sem
gleður.“
FJÖLSKYLDA Sonur Hjalta er Þröstur Hrafn Hjaltason Hickey, f. 2012.
Foreldrar Hjalta eru Ingibjörg Eggertsdóttir, f. 1955, bókari, búsett í
Reykjavík, og Kristján Júlíus Kristjánsson, f. 1955, fyrrverandi verslunar-
stjóri hjá Olís, búsettur í Mosfellsbæ.
Hjalti Stefán Kristjánsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er um að gera fyrir þig að njóta
þess frelsis sem þú hefur öðlast. Ný tæki-
færi munu bylta lífi þínu á nýja árinu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Reyndu ekki að stjórna öllum í kring-
um þig og snúðu þér að eigin málum.
Reyndu að halda í bjartsýnina.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það getur verið auðvelt að hefjast
handa en erfiðara að ljúka við verkefnið.
Vinnuskipti og fjárfestingar geta fært þér
aukna velsæld.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Valdabarátta við yfirmann er mjög
líkleg í dag. Vertu viss um að gera greinar-
mun á sjálfum þér og því sem þú fæst við.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Vertu viðbúinn breytingum á þínum
högum á næstunni. Mundu að virða skoð-
anir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála
þeim.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Eitthvað fer fyrir brjóstið á þér en þú
þarft að halda sjálfsstjórn þinni. Bíddu í
nokkra daga með að gera nokkuð er tengist
þessu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er ekki hægt að gera svo að öllum
líki og því skaltu halda þínu striki ótrauður.
Mundu samt að sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Veltu þér ekki upp úr því sem
liðið er enda geturðu hvort eð er engu breytt
héðan af. Notaðu tækifærið og bjóddu heim
einhverjum sem þú hefur ekki enn hitt lengi.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ástvinir vilja láta ljós sitt skína
og þú leyfir þeim það. Ekki láta kúga þig til
þess sem þú vilt ekki og mundu að öllum
orðum fylgir ábyrgð.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það getur reynst nauðsynlegt að
halda fast utan um hlutina til þess að maður
missi ekki frá sér ýmislegt sem manni er
kært. Láttu engan skemma það fyrir þér,
hvað sem það kostar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Spenna og ringulreið heima fyrir
knýr þig til að ræða opinskátt við ættingja
og vini. Ekki vera annars hugar þegar svo
mikið liggur við.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ef þú ert alltaf að búast við vandræð-
um, leita þau þig uppi. Ef þú hjálpar ein-
hverjum verðurðu þegar í stað ábyrgur fyrir
viðkomandi manneskju.
mann. Aðrir taka að sér að boða eða
leiðbeina, dálítið hver með sínum
hætti. Sumir eru íhaldssamir og
gera strangar kröfur um rétt og
rangt, hafa oft verið taldir hrein-
tungusinnar, mállöggur eða mál-
kom út Á vora tungu, sem er afmæl-
isrit til heiðurs honum.
„Málstefna og málstjórnun er
áhugavert fyrirbrigði. Ég lít ekki á
mig sem málboðanda, frjálslyndan
eða íhaldssaman, heldur sem fræði-
K
ristján Árnason fædd-
ist á öðrum í jólum
1946, og varð því 75
ára í gær. Hann er
fæddur í Reykjavík,
gamla Stýrimannaskólanum við
Öldugötu, en fluttist 1952 til Akur-
eyrar með fjölskyldunni, þegar faðir
hans varð kennari við Mennta-
skólann á Akureyri. „Ég var öll
sumur í sveit á Finnsstöðum í Kinn
og hugðist verða bóndi og mjólkur-
bílstjóri.“
Skólanámið stundaði Kristján á
Akureyri og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1966,
reyndar eitt ár sem skiptinemi í
Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann
stundaði háskólanám í íslenskum
fræðum og síðan málfræði og varð
cand. mag. frá Háskóla Íslands
1974. Hann stundaði síðan nám í al-
mennum málvísindum við Edin-
borgarháskóla, og lauk doktors-
gráðu þaðan árið 1977.
Með námi var Kristján í lausa-
mennsku á Þjóðskjalasafni, Orða-
bók Háskólans og Stofnun Árna
Magnússonar. Eftir námið hefur
Kristján síðan unnið við kennslu,
rannsóknir og ritstörf, fyrst við
Mennaskólann við Hamrahlíð 1977-
79 og var styrkþegi á Stofnun Árna
Magnússonar 1980-81. Hann var
stundakennari við Háskóla Íslands
1977-80, lektor 1981-85, dósent
1985-90 og prófessor frá 1990.
Helstu viðfangsefni og áhugamál
Kristjáns í starfi hafa verið mál-
saga, hljóðkerfisfræði, bragfræði og
stílfræði. Einnig í seinni tíð félags-
málfræði, málrækt og málhug-
myndafræði. Hann sat í Íslenskri
málnefnd um árabil og var formaður
hennar 1989-2001.
Hann hefur skrifað fjölda greina
og bóka. Bækur á íslensku sem
hann hefur ritað eru Íslensk mál-
fræði. Kennslubók handa fram-
haldsskólum, frá 1980. Hann er einn
þriggja rithöfunda að þriggja binda
verkinu Íslensk tunga og sá um
fyrsta hlutann sem ber nafnið Hljóð.
Hin bindin voru Orð og Setningar.
Kristján ritaði einnig bókina Stíll og
bragur: Um form og formgerðir ís-
lenskra texta frá 2013. Árið 2018
veirufræðingar, en aðrir eru frjáls-
lyndari og kallaðir reiðareksmenn,
boða tillitssemi varðandi málnotkun.
Þeim má kannski líkja við góðu
lögguna en hinum við þá ströngu.
Öll þessi sjónarmið eru fróðleg til
Kristján Árnason, prófessor emeritus – 75 ára
Með börnunum Frá vinstri: Árni, Ragnheiður, Nanna og Gunnhildur.
Mildar og strangar mállöggur
Hluti af fjölskyldunni Kristján og Arna úti á svölum í Tómasarhaga með börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Hjónin Við útför Aðalgeirs frænda
Kristjáns síðastliðið sumar.
Til hamingju með daginn
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL