Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 20
✝
Kári Birgir
Sigurðsson
var fæddur 3.
desember 1931 að
Burstafelli í Vest-
mannaeyjum.
Hann lést á Land-
spítalanum 30.
júní 2021.
Foreldrar hans
voru Aðalheiður
Árnadóttir og
Sigurður Sigur-
jónsson.
Alsystkini hans Árni, lát-
inn, og Íris, látin.
Hálfsystkini hans: Jón Rún-
ar, látinn, Sigrún Birgit, Eð-
vald, Vignir og Diana.
Þann 25. desember 1952
kvæntist Kári Birgir Jónu
Sigríði Kristjánsdóttur og
eignuðust þau þrjú börn,
Ágúst, f. 1950, Kristján, f.
1952, og Aðalheiði, f. 1959.
Barnabörnin eru 13 og barna-
barnabörnin 21.
Starf Birgis, eins og hann
var alltaf kallaður, var
snemma á sjónum, fyrst sem
háseti en síðar vélstjóri á
aflaskipum. Árið
1975 ræðst hann
í útgerð með
Leifi Ársælssyni
og Gunnari Jóns-
syni og kaupa
þeir
Ísleif VE 63 og
var Birgir vél-
stjóri á honum til
ársins 1986, en
þá selur Birgir
hlut sinn til sam-
eignarmanna sinna.
Þá flytja þau hjónin til
Hafnarfjarðar og hóf Birgir
þá störf í fyrirtæki sem hann
keypti. Seinna seldi hann
fyrirtækið og hóf að keyra
skólabíl hjá Hafnarfjarðarbæ
þar sem hann starfaði til
loka starfsaldurs.
Birgir var félagi í Odd-
fellow-stúkunni Ingólfi.
Eftir að Birgir flutti upp á
fastalandið ferðuðust þau
hjónin mikið, bæði innan-
lands og erlendis.
Útför Kára Birgis fór fram
frá Hafnarfjarðarkirkju 8.
júlí 2021.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Kára Birgis Sig-
urðssonar, sem hefði orðið 90
ára hinn 3. desember.
Hjá okkur var áratuga vin-
átta, sem hófst um 1960 þegar
við byggðum okkur hús sitt
hvorum megin við Búastaða-
braut í Vestmannaeyjum. Við
urðum fljótlega skipsfélagar í
mörg ár. Þegar Vestmanna-
eyjagosið hófst 1973 skildi leið-
ir í nokkur ár en alltaf hélst
samt góða sambandið okkar í
milli. Seinna, þegar þau hjónin
fluttu frá Eyjum, fórum við að
ferðast saman, ótal ferðir bæði
innanlands og erlendis.
Á sjónum var Birgir alltaf
vélstjóri og eftirsóttur sem
slíkur, allt var fínt og flott og
hægt að fara í sparifötunum um
allt vélarrúmið. Það var
ánægjulegt að sjá hvað Birgir
var ræktarlegur við börnin sín
og afkomendur og aðstoðaði
þau á allan hátt þegar þau hófu
búskap.
Þeim fækkar óðum gömlu
skipsfélögunum af Ísleifi, en
ánægjulegt var að síðasta vor
fórum við eftirlifandi félagar til
Eyja til að heiðra minningu lát-
inna félaga. Birgir lést skömmu
eftir ferðina og er nú kominn í
þeirra hóp og eflaust vel fagn-
að.
Guð blessi minningu Birgis
og þeirra hjóna.
Jón Berg Halldórsson.
Kári Birgir
Sigurðsson
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Tengdafaðir
minn, bóndinn og
hestamaðurinn
Gísli frá Hofsstöðum er allur
og verður hans ætíð minnst
sem næms og nærgætins
hestamanns.
Gísli var maður sem lét ekki
mikið á sér bera dags daglega.
Hann valdist til hinna ýmsu
trúnaðarstarfa, bæði fyrir sína
sveit og ekki síður hesta-
mennskuna hér á Vesturlandi.
Þótt Gísli væri hógvær
maður í framkomu hafði hann
ákveðnar skoðanir á hlutunum
og var óragur að standa á
sinni skoðun ef á þurfti að
halda í þeim málum sem voru
honum hugleikin.
Þeir sem þekktu hann vel
vissu að hann var húsbóndinn
á heimilinu. Ekki stjórnaði
hann þó með hávaða eða látum
heldur stutt og hnitmiðað.
Áhugamál Gísla snerust
fyrst og fremst um hesta og
málefni tengd hestamennsk-
unni en þó hafði hann gaman
af að lesa bækur sem tengdust
þjóðmálum á fyrri tímum og
kunni Íslendingasögurnar
býsna vel og vitnaði oft í þær.
Gísli var afar heimakær
Gísli Örvar
Höskuldsson
✝
Gísli Örvar
Höskuldsson
fæddist 11. desem-
ber 1926. Gísli and-
aðist 12. desember
2021.
Útför hans fór
fram 18. desember
2021.
maður og fór helst
ekki af bæ nema
það væri eitthvert
erindi.
Helst var hann
fáanlegur að
heiman ef það var
hestamannamót
eða eitthvað tengt
hrossum.
Ef kom til tals á
heimilinu hvort
ætti ekki að lyfta
sér aðeins upp og fara í smá
ferðalag sagði hann iðulega að
það væri nú óþarfi því hann
hefði séð þetta fyrir 40-50 ár-
um eða jafnvel bara skoðað
það á korti. En þegar hann
var kominn af stað hafði hann
verulega gaman af því og var
býsna fróður um land og
kennileiti.
Gísli stóð ekki einn að bú-
rekstrinum á Hofsstöðum. Fía
konan hans tók þátt í bú-
skapnum af lífi og sál, hvort
sem það voru úti- eða inni-
verk, og segja má að barna-
uppeldið hafi lent mest á
henni.
Sameiginlegt áhugamál
þeirra var hestamennskan og
var gaman að sjá þau koma
saman ríðandi hvort á sínum
gráa gæðingnum, fangreistum
og létu kasta toppi.
Margt fleira væri nú hægt
að segja frá lífshlaupi Gísla en
hér læt ég staðar numið.
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Kolbeinn Magnússon
Stóra-Ási.
Kristín systir
mín sem lést 6.
desember sl. var
fædd 25. mars 1938. Mig langar
í fáum orðum að minnast henn-
ar. Manneskju sem lét alltaf
brosið ráða þrátt fyrir veikindi
sín.
Kristín var gædd mörgum
listrænum hæfileikum. Hún
söng með Kvennakór Suður-
nesja og var leikkona af guðs-
náð. Hún lék með Leikfélagi
Stokkseyrar um árabil. Oftast í
gamanleikjum, m.a. á móti Jóni
í Holti og Jóni á Sunnuhvoli.
Kristín María Guð-
bjartsdóttir Waage
✝
Kristín María
Guðbjarts-
dóttir Waage fædd-
ist 25. mars 1938.
Hún lést 6. desem-
ber 2021.
Kristín var jarð-
sungin 16. desem-
ber 2021.
Þetta var eftir-
minnileg kómedía
sem vakti mikinn
hlátur. Hún fór
með hlutverk fjall-
konunnar a.m.k.
tvisvar. Stóð keik
og teinrétt á svið-
inu og fór með
textann án þess að
líta á blaðið.
Henni var ein-
staklega eðlislægt
að muna allt ljóðrænt. Bundið
mál var fyrir henni eins og að
„drekka vatn“. Hún kenndi mér
að meta og skilja bundið mál. Í
því sambandi man ég að í skól-
anum á Stokkseyri var fyrir
okkur lagt að „snúa bundnu
máli yfir í óbundið mál“, breyta
ljóði í sögu. Við fengum í byrj-
un kvæði eftir Einar Bene-
diktsson, frekar þungt og erf-
itt. Ég man eins og það hafi
gerst í gær hvað systir mín var
einbeitt á svip þegar við lágum
yfir þessu lengi kvölds. Hver
ljóðlína var sem latína fyrir
mig. En elsku systir mín leysti
þetta með sóma. Daginn eftir í
skólanum kom í ljós að ég var
sá eini sem skilaði þessu rétt,
sem auðvitað var verk systur
minnar. Þetta var góður skóli
fyrir mig eins og annað sem frá
henni kom.
Kristín átti einstaklega gott
með að yrkja. Hún töfraði fram
ljóð af öllum toga eins og ekk-
ert væri. Héðinn sonur hennar
hefur erft þennan eiginleika frá
henni og gefið út bókina „Leið-
in til ljóssins“. Kristín var alltaf
manneskja ljóðsins. Svo langar
mig að minnast þess þegar hún
kenndi mér að lesa. Hún var
vön að lesa fyrir mig á kvöldin
heima í Akbraut þar til ég sofn-
aði. Eitt sinn var ég að velta
fyrir mér bókinni sem hún var
vön að lesa. Skildi ekkert og
sagði: „Á ekkert að lesa fyrir
mig í kvöld?“ Þá segir hún og
hvessti sig: „Viltu ekki reyna
að lesa þetta sjálfur, Einar
minn.“ Þarna urðu þáttaskil og
ég lærði að lesa á þessu kvöldi.
Allt þér elsku systir að þakka.
Við hlógum oft að þessu síðar.
Kristín eignaðist góðan
mann, Baldur Waage vélvirkja
úr Reykjavík, Skipasundi 35.
Baldur var einstaklega dugleg-
ur maður. Gekk óhikað að
hverju verki, ekki bara vél-
virkjun heldur hverju sem var.
Hann kom og hjálpaði mér við
að múra húsið mitt á Stokks-
eyri. Gekk óhikað að því eins
og öðru. Svo var hann söng-
elskur eins og Kristín og öll
börnin þeirra. Ég man fyrst
þegar ég fékk áhuga á kórsöng,
þá horfði ég á Baldur syngja
með Karlakór Keflavíkur. Það
var m.a. sunginn „Sveinkadans-
inn“ og við Baldur horfðumst í
augu og munaði engu að við
færum að hlæja. Já það var
alltaf líf og fjör þar sem Baldur
var.
Elsku Kristín mín, ég votta
öllum börnum þínum mína
dýpstu samúð. Þú mátt vera
stolt af þeim. Brosið þitt sem
þú gafst svo oft af þér gleymist
aldrei. Þakka þér fyrir allt. Ég
veit að þér mun líða vel og bet-
ur á nýjum stað.
Þinn bróðir,
Einar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA SIGRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR,
Kópavogsbúi,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
sunnudaginn 28. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
29. desember klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta
einungis nánustu aðstandendur verið viðstaddir.
Streymt verður frá útförinni á slóðinni https://streyma.is/streymi/
Eiríkur Þór Magnússon
Valgeir Bergmann og Sara Elíasdóttir
Linda Björg Magnúsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Móðir okkar,
SVANBORG DANÍELSDÓTTIR,
Bobba,
lést á heimili sínu föstudaginn
10. desember. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að hennar ósk.
Ástarþakkir fyrir þann hlýhug sem okkur hefur verið sýndur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hildur, Hulda og Hrefna
Ljúflingurinn faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR STEINSEN,
lést 23. desember. Útförin fer fram
miðvikudaginn 29. desember
klukkan 13 frá Neskirkju. Streymt verður frá
athöfninni á slóðinni
https://streymi.syrland.is/
Már Steinsen Elín Garðarsdóttir Steinsen
Vilhelm Steinsen Þóra Guðnadóttir
og afkomendur
Okkar ástkæri
JÓN HELGI VIGFÚSSON
frá Laxamýri
lést á heimili sínu sunnudaginn
12. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ
eða Píeta samtökin.
Sólveig Ómarsdóttir
Vigfús Bjarni Jónsson
Hulda Ósk Jónsdóttir
Elfa Mjöll Jónsdóttir
Viktor Númason
Sigríður Atladóttir
Ástkær sonur okkar og bróðir,
SÖLVI SÖLVASON,
Siglufirði,
lést 19. desember á blóðlækningadeild
Landspítalans. Útför fer fram frá
Siglufjarðarkirkju 29. desember kl. 13.
Streymt verður frá útförinni á streyma.is/solvi.
Gestir eru beðnir um að sýna fram á neikvætt hraðpróf.
Sölvi Sölvason Sigríður Karlsdóttir
Finnur Ingi Sölvason Þórhildur Sölvadóttir
Stórt skarð hefur
verið höggvið í
saumaklúbbinn okk-
ar. Við æskuvinkonurnar frá
Seyðisfirði stofnuðum klúbbinn
árið 1971 eftir að við fluttum suður
til Reykjavíkur og höfum haldið
hópinn síðan. Með söknuði kveðj-
um við Baddý vinkonu okkar.
Baddý var falleg kona og ein-
staklega hlý og átti gott með að ná
til fólks. Hún átti svo auðvelt með
að kynnast fólki og tala við fólk og
náði vel til allra. Hún vildi vita allt
um vini sína. Hún fylgdist vel með
tískunni og var smart.
Við vorum allar saman í Barna-
skóla Seyðisfjarðar og lékum okk-
ur saman.
Hún átti heima á Túngötunni.
Stundum pössuðum við yngri
bræður hennar með henni og þá
voru stofurnar lagðar undir
dúkkulísuleik.
Bjarndís
Harðardóttir
✝
Bjarndís Harð-
ardóttir fædd-
ist 16. nóvember
1948. Hún lést 10.
desember 2021.
Útför Bjarndísar
Harðardóttur fór
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Baddý fór 15 ára
frá Seyðisfirði og
lauk gagnfræðaprófi
í Austurbæjarskól-
anum. Eftir gagn-
fræðaprófið fór hún í
lýðháskóla á Jót-
landi, Store Restrup,
Nipe. Hún fór til
Kent í Bretlandi í
enskuskóla og síðan
var hún eitt sumar í
Þýskalandi að vinna.
Eiginmaður Baddýjar var
Steindór Guðmundsson, hann lést
15. febrúar 2000. Þau eignuðust
þrjú börn: Evu Hrönn, Fríðu Dóru
og Snorra Val.
Margs er að minnast. Ógleym-
anlegar eru sumarbústaðaferðirn-
ar, utanlandsferðirnar og sauma-
klúbbarnir sem byrjuðu snemma
og stóðu gjarnan langt fram á nótt.
Bjarndís háði harða baráttu við
krabbameinið síðustu tvö ár og
sýndi mikið æðruleysi.
Við þökkum vinkonu okkar fyr-
ir samfylgdina og vottum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð og biðjum Guð að
styrkja þau í sorginni.
Bára, Borghildur, Elsa,
Guðrún Ósk, Halldóra
og Theódóra.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar