Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 6

Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 NÝTUM ORKUNA TIL AÐ FLOKKA Gylfaflöt, Reykjavík Kleppsvegi, Reykjavík Suðurströnd, Seltjarnarnesi Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði Umbúðagámur: - jólapappír - pappi - plast 20. - 29. des Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í hugmyndir fast- eignafélagsins Reita um byggingu íbúðarhúsa á lóðinni Suðurlands- braut 56. Á lóðinni stendur nú veit- ingahúsið Metró, sem myndi víkja fyrir íbúðabyggð ef áformin ná fram að ganga. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu 18. nóvember sl. hefur lóðarhafinn, Reitir, látið vinna tillögu að uppbyggingu á lóðinni í samstarfi við Trípólí arkitekta. Þetta sé vannýtt lóð á frábærum stað í borginni með mikla þróunar- möguleika. Íbúðir verði 87 talsins Um er að ræða tillögu að sam- göngumiðuðu skipulagi sem fléttar nýbyggingu og almenningsrými saman við fyrirhugaðar breytingar á Suðurlandsbraut. Tillagan geri ráð fyrir samspili og tengingu við biðstöð borgarlínu og að hringtorg við gatnamót Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs verði aflagt ásamt að- rein frá hringtorgi inn í Skeifuna. Gert sé ráð fyrir torgrými, borgar- garði og 87 íbúðum í tveimur sam- tengdum 5-7 hæða byggingum auk 1.300 fm af verslunar- og þjónustu- rými. Stærð íbúðanna verður á bilinu 45-135 fermetrar. Markmið tillögunnar sé að búa til kennileiti, aðdráttarafl og mikilvægan tengi- punkt fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið í Skeif- una. Fram kemur í greinargerð verk- efnisstjóra skipulagsfulltrúa að í gildandi deiliskipulagi fyrir Skeif- una sé ekki reiknað með neinum breytingum á lóðinni. Rammaskipu- lag fyrir Skeifuna miði hins vegar að breyttri þróun á svæðinu. Þar er miðað við breytta uppbyggingu á lóðinni/reitnum, m.a. með 187 íbúð- um og tæplega 35.000 fermetra byggingarmagni á lóðunum Suður- landsbraut 46-56 og Fákafeni 9-11. „Ágætlega þykir fara á þeirri uppbyggingu sem fyrirspurnin lýsir og hún fellur vel að markmiðum rammaskipulags Skeifunnar,“ segir í umsögn verkefnisstjórans. Margt þurfi þó að koma til áður en hægt sé að reikna með að for- sendurnar séu eins og lýst er. Til dæmis þurfi að liggja fyrir end- anleg ákvörðun um breytt gatna- mót með tilliti til lóðarstækkunar, sem Reitir leggja til í fyrirspurn sinni. Tengt framhaldsvinnu þurfi einnig að gæta vel að búsetugæðum og mismunandi þörfum vegna blandaðrar notkunar. Horfa þarf sérstaklega til þess að fjölbreyti- leiki sé í íbúðagerðum og að gætt sé að lágmarks-meðalstærð íbúða, í samræmi við þær kröfur sem al- mennt eru gerðar vegna uppbygg- ingar á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Út frá þessu þurfi að meta getu lóðarinnar m.t.t. fjölda íbúða og hæðar húsa. Tölvumynd/Trípólí arkitektar Framtíðin Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að húsið á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs muni líta út. Borgarlínan er á miðri Suðurlandsbraut. - Veitingastaður víki fyrir íbúðar- húsum á lóð við Suðurlandsbraut Uppbyggingu á Metró-lóð vel tekið Engin merki eru um það að skjálftahrinunni á Reykjanesskaga sé að linna en frá 21. desember hafa um 15.000 skjálftar mælst. Íbúar á suðvesturhorni landsins hafa fundið vel fyrir skjálftunum yfir hátíðarnar en um 3.400 jarð- skjálftar mældust á aðfangadag og jóladag, nokkrir þeirra 4 að stærð eða meira. Í gær riðu yfir tveir gikkskjálftar sem mældust um 4 að stærð. „Þetta er ekki nákvæmlega þar sem kvikugangurinn er, en vegna þenslu hjá kvikuganginum þá verða skjálftar annars staðar vegna spennubreytinga. Það eru engin merki um að það sé kviku- söfnun þarna,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um gikk- skjálftana. Hann segir að stærstu skjálft- arnir í hrinunni fyrir eldgosið í mars hafi verið yfir 5 að stærð. „Við vitum að við gætum fengið stærri skjálfta en við sjáum núna,“ segir hann og bætir við að aðeins 16 af 15.000 skjálftum í hrinunni núna hafi verið yfir 4 að stærð. Á jóladag mældist tímabundinn óróapúls við Fagradalsfjall sem var sá greinilegasti sem hefur sést í þessari hrinu að sögn Ein- ars. „Við sáum þetta líka fyrir gosið í Geldingadölum í mars. Jarðskjálfta- virknin eykst tímabundið, þá er mögulega talið að kvikan sé að ná að brjóta sér leið undir yfirborðinu eða að hreyfast til.“ Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos sé á næsta leiti en skjálftavirknin og aflögunin sem mælist nú bendi til þess að það sé kvika á hreyfingu undir yfirborð- inu. Hvort kvikan nái upp á yfir- borðið er ekki hægt að segja til um. „Ég myndi segja að eftir því sem jarðskjálftavirknin og aflögun stendur yfir lengur, þá aukast lík- urnar á því að það verði eldgos.“ Spurður hve lengi skjálftahrinur sem þessar vari segist Einar lítið geta sagt til um það en skjálfta- hrinan fyrir gosið í mars stóð yfir í kringum fjórar vikur. Hann bætir við að ef það gjósi aftur sé enn óljóst hvort það væri skilgreint sem framhald af gosinu sem lauk 18. september eða al- gjörlega nýtt gos. Það ræðst af staðsetningu gosopsins en það verði að vega og meta eftir á. „Ég myndi segja að þetta sé allt hluti af einni stórri atburðarás.“ logis@mbl.is Þrjú þúsund skjálftar mælst á dag - „Sáum þetta líka fyrir gosið í mars“ - Tveir gikkskjálftar að stærð 4 mældust í gær við Kleifarvatn - Ómögulegt að segja til um hvort gos sé á næsta leiti - Því lengur sem hrinan varir, því meiri líkur á gosi AFP Skjálftar Margt er líkt með stöðunni sem ríkir nú og fyrir gosið í mars. Gamlárskvöld er á næsta leiti og rík hefð er fyrir því hér á Íslandi að kveðja gamla árið með flugeldum. Flugeldasala hefst á morgun og munu margir leggja leið sína á sölu- staði Landsbjargar til þess að næla sér í nýjustu terturnar, hvort sem þær heita Egill Skallagrímsson eða Gísli Súrsson. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir innflutninginn hafa gengið vel og allir flugeldar sem von var á séu komnir í hús. „Það hafa verið ýmsar áskoranir, það er óhætt að segja það, í innflutn- ingnum en við höfum komist yfir þær allar og erum að vinna í því að dreifa flugeldum til eininganna okk- ar,“ segir Otti. Aðaláskoranir innflytjenda að sögn Otta er skortur á vörugámum, flutningsleiðir eru þéttsetnar og erf- itt að flytja vörur milli landa. „Ég held að það sé alveg sama hvort þú sért að tala um varahluti, bíla eða flugelda. Það er töluverð aukning á flutningskostnaði.“ Hann segir að sölustaðir í ár muni taka tillit til sóttvarna og lögð verð- ur aukin áhersla á netsölu. „Það eru fjöldatakmarkanir, grímuskylda, síðan erum við með netsölu.“ Flugeldasala er gríðarlega mikil- væg og er stærsta fjáröflun björg- unarsveitanna að sögn Otta. „Það skiptir sköpum í okkar rekstri að geta selt flugelda.“ Spurður hvort hann hafi áhyggjur af banni á flugeldasölu vegna um- hverfissjónarmiða segist Otti ekki vera með þær. „Við höfum ekki áhyggjur af því eins og er, við seljum flugelda á meðan við getum það, það verður bara að koma í ljós hvernig fram- tíðin verður,“ og bætir við: „Við höf- um verið að bregðast við umhverfis- sjónarmiðum í okkar flugeldum, laga til umbúðir og fleira. Reyna að gera þetta betur.“ logis@mbl.is Innflutningur flugelda reyndist erfiður - Flugeldasala hefst á morgun- Skortur á vörugámum og þéttsetnar flutnings- leiðir - Töluverð aukning á flutningskostnaði- Flugeldasala skiptir sköpum Morgunblaðið/Árni Sæberg Áramótabomba Skemmtilegt er að hitta vini og vandamenn á gamlárs- kvöld, fagna með þeim yfir að nýtt ár sé að ganga í garð og það gamla liðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.