Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 4

Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 WWW.UU.IS MADONNA & PINZOLO Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót fyrir fjölskylduna saman! Við erum með vikulegt beint flug til Ítalíu þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin tvö, svo mögulegt er að nýta bæði svæðin í sömu ferð. SKÍÐI 2022 PINZOL O EÐA MADON NA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI INNIFALIÐ Í SKÍÐAPÖKKUM: FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR / HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, AKSTUR TIL & FRÁ FLUGVELLI FERÐATÍMABIL: 22. - 29. JANÚAR 29. JANÚAR - 05. FEBRÚAR 05. - 12. FEBRÚAR 12. - 19. FEBRÚAR 19. - 26. FEBRÚAR Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Önnur jólin í röð setur faraldurinn svip sinn á aðventuna og jólahátíð- ina. Dagleg greind smit eru í sögu- legu hámarki hérlendis, og á að- fangadag voru á fjórða þúsund manns í einangrun og rúmlega fjögur þúsund sættu sóttkví. Full- komlega óháð því hvort einkenna gætti meðal þessa fólks. Láta reyna á lögmæti aðgerðanna Arnar Þór Jónsson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins og lög- maður, er verjandi í fimm málum sem í dag fá aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar verður í fyrsta sinn reynt á lög- mæti frelsisskerðandi aðgerða sótt- varnalæknis, að skipa einkenna- lausum í sóttkví og einangrun. Þá sér í lagi hvort PCR-prófin séu réttlætanlegur grundvöllur aðgerð- anna. „Við viljum láta reyna á það hvort þessi próf séu þess eðlis að þau réttlæti ákvarðanir sóttvarna- læknis og geti verið grundvöllur frelsisskerðingar hjá einkennalaus- um borgurum,“ segir Arnar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir traustan vísindalegan grunn þurfa að vera til staðar þegar skerða á frelsi einstaklinga og bendir á að „sönnunarbyrðin er hjá sóttvarna- lækni. Ef hann ætlar að byggja á PCR-prófum eða vísa til þess að einkennalausir smiti, þá er eins gott að hann geti svarað fyrir það með afgerandi hætti. Smita þeir, þá hversu lengi, hvað segja heimild- irnar, hvað er verið að vísa í? Við viljum að Þórólfur svari þessu.“ Hann bendir einnig á að PCR- prófin hafi víða erlendis verið úr- skurðuð ógildur grundvöllur frels- isskerðinga. Bendir hann á Portú- gal, Þýskaland og Austurríki í þessu samhengi. „Það er því meira en full ástæða til þess að láta á þetta reyna hér heima.“ „Óformleg sóttkví“? Á Covid.is undir „einangrun“ og „sóttkví“ má nálgast helstu upplýs- ingar um hvað það þýðir að vera í áðurnefndum aðgerðum. Neðarlega á báðum síðum er bent á að óska megi eftir formlegri ákvörðun sótt- varnalæknis þess efnis að viðkom- andi sæti þessum aðgerðum. Sam- kvæmt sóttvarnalögum er ferlið á þann veg að freista skuli samstarfs áður en formleg stjórnvaldsákvörð- un sé tekin í máli hlutaðeigenda. Takist það ekki þá tekur sóttvarna- læknir stjórnvaldsákvörðun í mál- inu. Almennir borgarar eiga síðan kost á að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum. Ætla má að sam- starf feli í sér einhverja viljayfir- lýsingu viðkomandi sem gengst undir samstarf. Tilskipun um sóttkví og einangrun er nú farin að berast í SMS-skeytum, og því má velta fyrir sér hvar sé verið að freista þess að ná samstarfi sem og hvort SMS-skeyti jafngildi stjórn- valdsákvörðun. Telst það ansi ólík- legt. Spurningin vaknar því hvort þeir rúmlega sjö þúsund einstak- lingar sem sættu frelsisskerðandi aðgerðum yfir jólin hafi verið með- vitaðir um samstarf sitt við sóttvarnalækni og að þeir séu í raun í „óformlegri sóttkví“ þar sem ekki sé búið að taka stjórnvalds- ákvörðun þess efnis. Spurður út í þetta segir Arnar: „Sá grunur læð- ist að manni.“ Leiðbeiningarskylda stjórnvalda Arnar segir ljóst að stjórnvöld séu að klúðra leiðbeiningarskyldu sinni. Samkvæmt heimildum blaða- manns er til að mynda stutt síðan þeim upplýsingum var bætt inn á Covid.is að hægt sé að óska form- legrar ákvörðunar sóttvarnalæknis. Það er að maður sé svo sannarlega í laganna skilningi í sóttkví. Ekki í ómeðvituðu samstarfi við sótt- varnalækni. „Framkvæmdin er ekki einsleit og misjafnt hvaða leið- ir eru farnar í hverju máli. Mér virðist sem leiðbeiningum gagnvart borgurum hafi verið mjög ábóta- vant.“ Arnar segist raunar telja að reglusetning og réttarframkvæmd sé komin út af þeim lestarteinum sem við viljum vera á sem rétt- arríki. Meginreglur íslenskrar stjórnskipunar reisi þröngar skorður við því að stjórnarfari sé umbylt með vísan til neyðarrétt- arsjónarmiða. Sönnunarbyrðin um neyðarástand í þeim skilningi hvíli á stjórnvöldum. Hann varar þá við því að lýðræðislegir stjórnarhættir séu látnir víkja fyrir valdboði. Ís- land sé í sívaxandi mæli stýrt með tilskipunum, sem ætti að vera áhyggjuefni fyrir allan almenning. „Þetta eru tilskipanir frá einum manni í raun, sóttvarnalækni, sem hefur fram að þessu ekki þurft að sæta viðunandi aðhaldi. Það hefur vantað allar bremsur á þetta.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varaþingmaður Arnar Þór sækir málið en situr á þingi þessa dagana. Láta reyna á lögmæti einangrunar - PCR ógildur grunnur frelsisskerðinga erlendis - Samstarf við sóttvarnalækni eða formleg sóttkví? - Samfélaginu stýrt með tilskipunum - Segir skorta á aðhald vegna aðgerða sóttvarnalæknis - Vill svör Alls greindust tólf smitaðir af kór- ónuveirunni á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum í gær, fjórir heimilismenn og átta starfsmenn. Þá er óvíst hvort tveir heimili- smenn og einn starfsmaður til við- bótar séu smitaðir. Fyrstu smitin greindust á jóladag og fóru þá starfsmenn og heimilisfólk í sýna- töku. Sóttvarnateymi Suðurlands mun taka út hjúkrunarheimilið í dag, skipta því upp í sóttvarnarhólf og grípa til frekari aðgerða til þess að reyna að hefta frekari útbreiðslu smita. Þá verður heimilið lokað næstu daga fyrir heimsóknir. „Þetta hefði ekki getað komið upp á leiðinlegri og viðkvæmari tímum en við vonum það allra besta svo við getum opnað húsið sem allra fyrst,“ sagði í tilkynningu frá Hraunbúðum. Tólf smitaðir á hjúkrunarheimili - Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn á Hraunbúðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Tólf greindust smitaðir á hjúkrunarheimilinu. Alls greindust 493 með Covid-19-smit innanlands á aðfangadag og 463 á jóladag. Annan dag jóla voru um 3.000 skráðir í einkennasýnatöku og náði röðin vel upp eftir Ármúla frá Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatök- ur fara fram. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, sagðist búast við „gusu“ af fólki til innlagnar á spítalan- um vegna þess mikla fjölda smita sem greinst hafa síðustu daga en í gær, annan dag jóla, fór nýgengi smita síð- ustu 14 daga yfir 1.000. „Spáin um fjölda er að ganga eftir en spáin um innlagnir hefur ekki ennþá gengið eft- ir en við erum líka bara rétt að kom- ast inn á það tímabil þar sem við eig- um von á fjölguninni,“ segir Már í samtali við Morgunblaðið. Þá leiði tíminn í ljós hvort við sjáum fleiri innlagnir. „Ef þessi fjöldi smita verður greindur á hverjum degi fram undir þrettánda og engin fjölgun verður á innlögnum þá er hægt að segja að spáin um útbreiðsluna hafi gengið eftir en spáin um innlagnirnar ekki og þá er það bara lærdómur í sjálfu sér.“ Jólin spili inn í Már segir að jól gætu spilað inn í smitfjöldann og ekki allir smitaðir hafi mætt í sýnatöku sökum hátíð- anna. „Ég held að við eigum eftir að sjá enn þá hærri tölur næstu daga. Ef ekki hefðu verið jól og allir verið hlýðnir og mætt í sýnatöku held ég að við værum að sjá þær tölur núna. Það er gasaleg- ur fjöldi smita í samfélaginu. Hlutfallstala smitaðra í fjölda sýna er fjórða hvert sýni sem segir mér að það er óheyrilegur fjöldi ógreindur úti í samfélaginu.“ Þá segir Már spítalann búa sig und- ir það versta. „Miðað við spár og reynslu erlendis á maður frá og með deginum í dag von á gusu af fólki til innlagnar. Við erum komin í stelling- ar.“ Jólastemning í farsóttarhúsum Margir gátu ekki eytt jólunum með fjölskyldunni sinni sökum einangrun- ar en gestir farsóttarhúsa á aðfanga- dagskvöld voru um 190. Gjafir bárust fyrir jólin, til að mynda lítið heima- gert jólatré í hvert herbergi frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, og öll börn fengu bók að gjöf frá bókaút- gáfu. Umsjónarmaður farsóttarhúsa sagðist glaður fórna sínum jólum til að gleðja aðra. Um 500 smit á dag yfir jólin - Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir spítalann setja sig í stellingar Morgunblaðið/Eggert Snæfinnur Annan dag jóla voru 3.000 skráðir í einkennasýnatöku. Covid-19 um jólin » Nýgengi smita í fyrsta skipti yfir 1.000. » Um fjórða hvert sýni já- kvætt. » Tíminn leiði í ljós hversu mikið innlögnum mun fjölga. » Umsjónarmaður farsóttar- húsa sagðist glaður fórna sín- um eigin jólum til að gleðja aðra. » Gestir farsóttarhúsa fengu jólatré í herbergin sín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.