Morgunblaðið - 27.12.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Hrafninn flýgur Spörfuglinn svarti flaug tignarlega yfir höfnina í mildu vetrarveðri í Reykjavík á aðventunni. Jólin voru rauð víða um land en þó var sjóföl yfir jörðu á Norðurlandi.
Eggert
Kópavogskirkja er
fagurfræðilegt kenni-
leiti í Kópavogi með
sama hætti og Gar-
nier-óperuhúsið í París
er fagurfræðilegt
meistaraverk og kenni-
leiti Parísar. Kirkjan
var reist fyrir um sex-
tíu árum og vígð 16.
desember 1963. Inn-
viðafjárfestingar valda
straumhvörfum og auka samkeppn-
ishæfni og styðja við hagvöxt með
meiri framleiðni og fjölgun atvinnu-
tækifæra. Þess utan styðja þær við
lífskjör og lífsgæði til framtíðar.
Dæmi um framkvæmd sem upplagt
væri að ráðast í sem allra fyrst er
nýr þjóðarleikvangur fyrir knatt-
spyrnuna. Góðar hugmyndir hafa
komið fram í því samhengi, þar á
meðal hugmyndin um að slíkur leik-
vangur rísi í Kópavogsdal. Myndi
völlurinn, sem hannaður yrði af
fremstu arkitektum landsins, enn
fremur taka mið af sjálfbærni,
endurnýjanlegri orku og heitu vatni
og vera kennileiti fyrir íslenska sér-
stöðu. Ekki er ólíklegt að kostnaður
við framkvæmdina verði 12-15 ma.
kr. Smærri þjóðir eins og Fær-
eyingar og Lúxemborgarar eru með
þjóðarleikvanga sem uppfylla allar
alþjóðlegar kröfur. Mikilvægt er að
þjóðarleikvangurinn
uppfylli allar ströng-
ustu kröfur UEFA um
lýsingu og aðbúnað til
að spila landsleiki,
Evrópuleiki og leiki í
Meistaradeild Evrópu.
Mjög auðvelt er að
fjármagna slíkar inn-
viðafjárfestingar með
grænni fjármögnun
sem lífeyrissjóðir og
erlendir fjárfestar
væru áhugasamir um.
KSÍ þarf að taka
stefnumótandi ákvörðun um að
hefja framkvæmdir á nýjum þjóðar-
leikvangi fyrir knattspyrnu í Kópa-
vogi. Í Kópavogsdal er stærsta
íþróttafélag landsins, Breiðablik,
með um 4.000 félagsmenn. Íþrótta-
svæði Breiðabliks er með einstaka
staðsetningu með tilliti til umferðar,
bílastæða við Smáralind, Smáratorg
og í kringum íþróttasvæði félagsins.
Mikilvægt er að helstu hagaðilar
verkefnisins, KSÍ, Kópavogur og
Breiðablik, stofni félag með svip-
uðum hætti og Spölur var stofnaður
á sínum tíma við uppbyggingu Hval-
fjarðarganga. Með uppbyggingu
þjóðarleikvangs og íþróttasvæðis
Breiðabliks má búast við auknum
umsvifum og viðskiptum í miðju
höfuðborgarsvæðisins sem margir
kalla „grænu miðjuna“. Íbúar í
Kópavogi eru um 40 þúsund, sem er
um 12% af landsmönnum, en Kópa-
vogsdalur er miðja höfuðborgar-
svæðisins með mörg öflugustu fyrir-
tæki landsins í nágrenninu.
Fjármögnun verkefnisins ætti að
vera tryggð en lífeyrissjóðir, inn-
viðasjóðir sjóðastýringarfélaga og
erlendir fjárfestar bíða eftir arð-
sömum innviðaverkefnum til að fjár-
festa til lengri tíma. Staðsetning,
umfang og mikilvægi þessa verk-
efnis mun auka áhuga slíkra lang-
tímafjárfesta. Ekki er ólíklegt að
hægt væri að fjármagna fram-
kvæmdina með útgáfu grænna
skuldabréfa til 25 ára með 1,5%
vöxtum verðtryggðum, en lífeyr-
issjóðir eru spenntir fyrir grænum
skuldabréfum til langs tíma í arð-
bær „innviðaverkefni“. Þjóðar-
leikvangur í Kópavogsdal gæti orðið
eitt mikilvægasta og fallegasta inn-
viðaverkefni sem ráðist hefur verið í
í langan tíma ef metnaður og fram-
úrskarandi hönnun íslenskra arki-
tekta fær að njóta sín. Gera þarf
rekstraráætlun um rekstur mann-
virkja, sem getur greitt stofnkostn-
að niður á 25 árum eða á skemmri
tíma.
Hugmyndir hafa komið fram um
heilsuklasa og íþróttaháskóla í
Kópavogsdal sem hluta af metn-
aðarfullum áformum um uppbygg-
ingu í Kópavogsdal sem tryggir
aukna ásókn í starfsemi og nýsköp-
un í kringum nýjan þjóðarleikvang.
Nýsköpun og færni starfsmanna í
þekkingariðnaði er stærsta tækifæri
21. aldarinnar. Kópavogur á að taka
forystu á því sviði í Kópavogi. Í
bæjarfélaginu eru Kópavogslaug,
Versalalaug, Sky Lagoon, Fífan,
Kórinn, Sunnuhlíð, Hjartavernd og
Controlant sem eru öll vísir að
heilsuklasa framtíðar. Stór áform
eru um uppbyggingu í Arnarnes-
landi sem er í eigu Landsfesta hf.,
fasteignafélags á vegum Arion
banka, en svæðið er í jaðri Kópa-
vogsdals, grænu miðjunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þjóðarleikvangur er arðsöm
fjárfesting fyrir alla Íslendinga
Á næstu árum verður Kópavogs-
dalurinn, græna miðjan, lífsstíls-
dalur með áherslu á heilsu og
íþróttastarfsemi. Afþreyingar-
starfsemi með sjálfbærum veitinga-
stöðum og kaffihúsum sem gerir
svæðið spennandi fyrir íbúa og aðra
sem vilja huga að heilsu og lífsstíl.
Tengingar við Kársnes og nýja brú
yfir Fossvog og nútímalegar sam-
göngur að Hamraborg, Smáralind
og Vatnsenda eru verðmæti fram-
tíðar. Þegar verklegar fram-
kvæmdir hefjast við nýjan þjóð-
arleikvang í knattspyrnu þarf að
velja færustu arkitekta landsins,
verkfræðistofur og verktaka til að
útfæra hugmyndina um „Þjóð-
arleikvang fyrir knattspyrnu,
heilsuklasa og íþróttaháskóla“ sem
stenst allar alþjóðlegar kröfur sem
eru gerðar til slíkra mannvirkja í
grænu miðjunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Þjóðarleikvangur er
arðsöm fjárfesting fyrir alla Íslend-
inga þegar horft er til fjármagns,
samstöðu, sjálfsmyndar þjóðar og
upplifunar framtíðarkynslóða Ís-
lendinga. Íslensku landsliðin í karla-
og kvennaknattspyrnu hafa staðið
sig framúrskarandi á undanförnum
árum og næsta sumar tekur ís-
lenska kvennalandsliðið þátt í EM í
Bretlandi.
Brettum upp ermar og hefjumst
handa fyrir Ísland og framtíðina
með verðmætasköpun fyrir alla Ís-
lendinga.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Þjóðarleikvangur í
Kópavogsdal gæti
orðið eitt mikilvægasta
og fallegasta innviða-
verkefni sem ráðist
hefur verið í í langan
tíma ef metnaður og
framúrskarandi hönnun
íslenskra arkitekta
fær að njóta sín.Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur,
MCF í fjármálum fyrirtækja
og með 30 ára starfsreynslu
á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Þjóðarleikvangur í Kópavogsdal – græna miðjan
Ráðstafanir ís-
lenskra stjórnvalda í
tilefni af covid-veirunni
hafa nú gengið úr öllu
hófi. Langflestir Ís-
lendingar hafa látið
sprauta sig og lang-
flestir með þremur
sprautum. Yfirgnæf-
andi meirihluti manna
er kominn í skjól á
þann hátt að jafnvel
þeim sem hafa smitast
af veirunni stafar ekki hætta af
henni. Meira en 95% þeirra fá engin
eða bara smávægileg einkenni. Þeir
sem eftir standa veikjast lítillega en
nær enginn alvarlega. Morgunblaðið
birti aðgengilegar upplýsingar um
þetta 23. desember sl. (bls. 6).
Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru
landsmenn, svo furðulegt sem það er,
beittir frelsisskerð-
ingum til að hindra að
smit berist milli
manna. Hafi einstakur
maður verið í návist
annars, sem ber veir-
una með sér, er sá fyrr-
nefndi settur í sóttkví
og bannað að umgang-
ast annað fólk um til-
tekinn tíma. Hann er
mældur fyrir smiti í
upphafi og við lok
sóttkvíar, sem stendur
í 5-14 sólarhringa. Það
er því ekki skilyrði fyr-
ir því að verða beittur ofbeldinu að
hafa smitast af veirunni. Nóg er að
hafa komið nálægt einhverjum sem
hefur smitast. Þetta er sagt gert til
að hindra útbreiðslu veirunnar. Samt
segja yfirvöld að líklega muni um 600
landsmenn smitast á dag. Svo er að
skilja að markmið þeirra sé að fækka
í þeim hópi, kannski í 4-500?
Og þá skal spurt: Til hvers? Það
liggur nefnilega fyrir að fáir þeirra
sem smitast verða veikir og nær eng-
inn, sem hefur nýtt sér þau úrræði
sem gefist hafa, að láta sprauta sig.
Þar að auki geta þeir sem veikjast að
sjálfsögðu leitað til lækna eða heil-
brigðisstofnana og skiptir þá engu
máli hvort þeir hafi verið sviptir
frelsi í aðdragandanum eður ei.
Þeir sem hafa smitast eru síðan
beittir enn meiri þvingunum, settir í
svokallaða einangrun um lengri tíma.
Þessi stjórntök á þjóðinni eru að
mínum dómi fyrir neðan allar hellur.
Og til að heilaþvo þjóðina er hættan
mikluð með orðskrúði og með áskor-
unum til almennings um að sýna nú
samstöðu. Hið sama gerist í öðrum
löndum. Þeir sem þessu ráða virðast
ekki hafa af því neinar áhyggjur að
ráðstafanir þeirra valda miklu tjóni
meðal annars hjá stórum hópi
manna, sem þurfa að sæta fjöldatak-
mörkunum á viðskiptavinum og er í
ofanálag bannað að halda fyrir-
tækjum sínum opnum nema afar tak-
markaðan tíma á degi hverjum, nema
þeim sé þá skipað að loka alveg.
Þetta veldur fjárhagslegum þreng-
ingum og jafnvel gjaldþrotum sem
leiða til mikilla hörmunga hjá þeim
sem í hlut eiga, jafnvel þannig að þeir
gefast bara upp. Þá eru teikn á lofti
um að áfengissala til heimila hafi vax-
ið til muna á síðustu tveimur árum,
heimilisofbeldi hafi aukist, kvíði hafi
orðið útbreiddari hjá viðkvæmu fólki,
margir hafi veigrað sér við að leita til
læknis vegna ástandsins og aðrir
sjúkdómar þannig fengið að grassera
ómeðhöndlaðir, svo nokkur dæmi séu
tekin. Stjórnvöld hafa ekki enn birt
tölur um fjölda þessara fórnarlamba
sinna.
Það er auðvitað furðulegt að beita
þvingunum til að forðast smit á sjúk-
dómi sem er svo til hættur að valda
skaða og kallar ekki á önnur úrræði
en aðrir sjúkdómar, þ.e. aðstoð
lækna. Aðgerðirnar fela auk annars í
sér alvarleg frávik frá meginreglunni
um frelsi fólks og ábyrgð á sjálfu sér
sem verður að teljast grunnregla í
samfélagi okkar.
Svo ég segi bara við þessa vald-
sæknu stjórnarherra: hættið þessu,
og það strax.
Hættið þessu
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Það er auðvitað
furðulegt að beita
þvingunum til að forðast
smit á sjúkdómi sem er
svo til hættur að valda
skaða og kallar ekki á
önnur úrræði en aðrir
sjúkdómar, þ.e. aðstoð
lækna.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.