Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 16

Morgunblaðið - 27.12.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Vantar þig pípara? FINNA.is Réttilega fór Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokks- ins, ekki að ráðum einhvers leigubílstjóra og kúplaði Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra út fyrir Flokk fólksins og tók völdin. Svo það sé bara sagt beint út af sjálfum hinum seka, sem varpaði fram hálfgalinni hug- myndinni á þessum vettvangi, þannig að Bjarni gæti sem best hafa hugleitt möguleikann. En hann er bæði skynsamur og vel menntað- ur maður, orðinn reyndur og hefur sýnt um alllangt árabil að honum er fyllilega treystandi fyrir sameig- inlegum sjóði okkar landsmanna og er tilbúinn til að halda því ágæta starfi áfram. Svo er hann einnig ótvíræður fyrirliði fremsta stjórn- málaaflsins og gat því auðveldlega hrókerað sínu besta fólki að hætti stjórnvitrings þegar annað ráðu- neyti Katrínar Jakobsdóttur var myndað með fulltingi Framsóknar- flokksins; Guðlaugur Þór sem mikilvægra- málaráðherra og Þór- dís Kolbrún sem utan- ríkisráðherra, snimmendis send á fund hjá NATO. Ás- laug Arna skipuð í nýtt ráðuneyti sem hún mun eflaust gera að einu því mikilvæg- asta í framtíðinni, Jón Gunnarsson sem inn- anríkisráðherra, yfir- burðamaður eins og hann sýndi ljóslega sem samgöngu- ráðherra í allt of stuttan tíma. Margir trukkabílstjórar hljóta að minnast hans í bænum sínum eftir að Jón lét breyta hinum skelfilegu vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Aðr- ir bílstjórar ugglaust einnig. Ég fyrir mitt leyti dró andann léttar þegar þessi ríkisstjórn var kynnt. Æsingalaust og yfirvegað fólk í öllum ráðuneytum og sýnt að tilhneiging til samhæfingar og ein- földunar er fyrir hendi. Vonandi líka áframhaldandi útrýming úr- eltra reglugerða. Kórónukykvendið, sem allt of lengi hefur krypplað þjóðfélagið og sett stórt strik í reikninginn, sem gert hefur stjórnvöldum enn erf- iðara fyrir en ella að stýra því sem í þeirra valdi stendur, má ekki lengur vera tilefni til að kyrkja heilu starfsstéttirnar í landinu; lista-, menningar- og veitingageir- ann, skólastarf, samgöngur og allt annað sem er í uppnámi. Þurfi að efla Landspítalann, jafnvel koma upp bráðabirgðahúsnæði, þarf bara að gera það þótt í versta falli þurfi sjálfboðaliða til. Allt reddast þetta þó að lokum. Afar vel að verki staðið Eftir Pál Pálmar Daníelsson » Bjarni er bæði skyn- samur og vel mennt- aður maður, orðinn reyndur og hefur sýnt um alllangt árabil að honum er fyllilega treystandi fyrir sameig- inlegum sjóði okkar landsmanna Páll Pálmar Daníelsson Höfundur er leigubílstjóri. Í janúar síðast- liðnum uppgötvuðust stór mistök innanhúss hjá Þjóðskrá Íslands í fasteignamati þessa árs, 2021, sem senn er á enda. Um var að ræða mistök varðandi verðmat á stæðum í bílageymslum sem tengd voru íbúðum í fjölbýlishúsum bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Mistökin fyrir eigendur á lands- byggðinni eru þó sýnu verri því hvert stæði var verðmetið eins og um væri að ræða stæði í bíla- geymslu í Skuggahverfinu í Reykjavík. Íbúð á Akureyri upp á 36,4 fermetra með stæði í bílageymslu var með fasteignamat upp á 28.050 þúsund krónur. Alveg jafnstór íbúð á sömu hæð í sömu blokk, en án bílastæðis í bílskýli, var verðlögð á 19.150 þúsund krónur. Þarna munar því 8,9 millj- ónum króna sem stæðið fær í fast- eignamat. Þetta er glórulaust verðmat. Þetta leiðir auðvitað til þess að eigendur þessara íbúða greiða mun hærri fasteignagjöld fyrir nú- gildandi ár og þeir sem hafa keypt þessar íbúðir í ár hafa greitt líka hærri stimpilgjöld af kaupsamn- ingi vegna þessa. Það alvarlega í þessu öllu er að stjórnendum var bent á þessa villu en þeir hunsuðu ábendinguna. Það sem stjórnendur ákváðu var að leiðrétta þessi mistök í fast- eignamati ársins 2022, sem tekur gildi núna 31. desember og gildir fyrir árið 2022. Þá lækkar þessi íbúð með stæði í bílageymslunni niður í 24 milljónir króna eða um –14,4% en íbúðin sem er án stæðis hækkar upp í 19.750 þúsund krón- ur eða um 3,1%. En þessi leiðrétt- ing á fasteignamatinu kemur ekki til með að leiðrétta ofgreidd fast- eigna- og stimpilgjöld af þessari og öðrum íbúðum fyrir þetta ár þar sem stjórnendur ákváðu að leiðrétta ekki mistökin. Það liggur samt skýrt fyrir samkvæmt stjórn- sýslulögum að slíkar villur ber að leiðrétta enda er þetta mjög íþyngjandi fyrir eigendur og kaup- endur þessara íbúða sem þurfa að greiða hærri fasteigna- og stimp- ilgjöld vegna þessara mistaka. Getur virkilega verið að þessir stjórnendur hafi ekki ráðfært sig við ágæta lögfræðinga stofnunar- innar um þetta mál? Var farið fram hjá þeim og forstjóra við ákvörðun um viðbrögð við þessari íþyngjandi villu? Ef það er raunin þá er það afskaplega alvarlegt. Hér er þá verið, gegn betri vitund, að brjóta á réttindum fasteignaeig- enda. Opinber stofnun, sem hefur óbeint með skattlagningu á borg- ara þessa lands að gera, getur ekki leyft sér að leiðrétta ekki svona mistök þegar þau koma upp. Henni ber að leiðrétta þau strax. Það er ljóst að trúverðugleiki stofnunarinnar bíður mikinn hnekki hjá fasteignaeigendum og sveitarfélögum sem eiga að geta treyst því að stofnunin vandi til verka og komi heiðarlega fram gagnvart almenningi. Eftir Ragnar Thorarensen » Stofnun, sem hefur óbeint með skatt- lagningu á borgara þessa lands að gera, get- ur ekki leyft sér að leið- rétta ekki svona mistök þegar þau koma upp. Ragnar Thorarensen Höfundur er löggiltur fasteignasali og sérfræðingur í fasteignamati. raggithor@simnet.is Brýtur Þjóðskrá viljandi á fasteignaeigendum? Nú þegar að- alhátíðarmánuður ársins er kominn vel af stað með öllu til- heyrandi eins og stressi, fjöl- skylduboðum og fleira, þá fannst mér tilvalið að ræða svo- lítið sem margir eiga erfitt með: það að biðjast afsökunar, þá sérstaklega ástvini. Þegar ég var yngri kunni ég eiginlega ekki að biðjast afsök- unar. Ef ég gerði eða sagði eitt- hvað sem var rangt, þá í stað þess að vera stór stelpa, taka ábyrgð á minni hegðun og segja „fyr- irgefðu“, þá hunsaði ég það. Ég leyfði stundum ljótum orðum og vafasömum gjörðum hægt og ró- lega að hverfa ofan í hyldýpið og vonaðist til þess að enginn myndi minnast á það. Þegar ég horfi til baka þá geri ég mér grein fyrir því að ég treysti í raun bara Ís- lendingum til þess að haga sér eins og Íslendingum er lagið; að tala ekkert of mikið um hlutina. Það virkaði ótrúlega oft og ég þurfti því ekkert að vera að betr- umbæta mig neitt. Ef fólk „ásakaði“ mig um að ég hefði sært það, fór ég í vörn. Það var eins og þau bentu puttanum í andlitið á mér með ógnunarsvip og segðu: „Þú“ (ég ímynda mér bara apann í Family Guy). Ég svaraði svo með gullkornum á við „ég var bara að grínast“ eða „en þú særðir mig með …“, sem er klassísk leið til að taka enga ábyrgð á eigin hegðun. Málið er að fólk er ekkert að segja að maður sé ömurleg mann- eskja eða algjör asni af því að maður sagði eða gerði eitthvað sem særði það. Það er bara að setja sín mörk (sem er mjög heil- brigt og eitthvað sem ég þarf að læra að gera … næst á dagskrá fyrst ég er búin að „mastera“ af- sökunarbeiðnina svona full- komlega hoho). Þau eru að tala um hlutina og útskýra málin … þú veist, eins og tilfinningalega þrosk- uð manneskja gerir. Og eina viðeigandi svarið við því er: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því, ég biðst inni- lega afsökunar. Ég mun passa að gera betur í framtíðinni.“ Allir gera mistök, og það geta allir sagt eða gert eitthvað í reiði eða einfaldlega vegna þess að þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að það gæti sært einhvern, en það þýðir ekki að það sé slæmt fólk. En ef maður lærir ekki af reynsl- unni, reynir ekki að gera betur og leyfir orðum sínum og gjörðum að særa ástvini án þess að biðjast af- sökunar, þá er maður eiginlega bara algjör asni. Það er ekki mitt að segja hvað særir eða særir ekki aðra mann- eskju. Það er ekki mitt að vefengja hversu sár einhver er. En það er mitt að taka ábyrgð á eigin hegðun, biðjast afsökunar og gera betur. Ég veit ekki hvort ég hef ein- hvern tímann sært einhvern nógu mikið til að hafa áhrif á samband okkar og ég veit ekki hvort líf mitt hefði verið öðruvísi ef ég hefði sagt „fyrirgefðu“ oftar, en ég er búin að vera í sambandi núna í átta ár og ég veit að það hefði aldrei blómstrað eins og það gerði ef ég hefði ekki lært að biðj- ast afsökunar Að biðjast afsökunar Eftir Steinunni Ósk Axelsdóttur Steinunn Ósk Axelsdóttir »Ef maður lærir ekki af reynslunni, reynir ekki að gera betur og leyfir orðum sínum og gjörðum að særa ástvini án þess að biðjast afsök- unar, þá er maður eigin- lega bara algjör asni. Höfundur er söngkona og tölv- unarfræðinemi, búsett í Svíþjóð. steinunnosk@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.