Morgunblaðið - 27.12.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
„ÞÚ VERÐUR ÓFÆR UM AÐ SKRIFA UNDIR
RAÐGREIÐSLUSAMNINGINN SVONA
SKJÁLFHENTUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... náttúruleg!
OF
BRATT
ÉG RÆNI
KASTALA! SVO ÞÚ
STELUR?
FINNST ÞÉR ÞAÐ
FRÁHRINDANDI?
NEI, ÞETTA
ER VERK
VÍKINGA!
MÁ ÉG ÞÁ STELA
KOSSI?
NEYTENDUR VILDU VITA HVORT VÆRI
MÝKRA, DÚNN EÐA LUNGA. SVEINN GEKK
Í MÁLIÐ.
PELSAR
umhugsunar og kannski má kalla
þetta málsiðfræði, sem er áhugavert
rannsóknarsvið.“
Kristján er tónlistaráhugamaður
og hefur verið félagi í karlakórnum
Fóstbræðrum frá 1978 og syngur
enn með Gömlum Fóstbræðrum.
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Arna
Emilía Vigfúsdóttir, f. 1.10. 1961,
bókavörður í Íþöku, Mennta-
skólanum í Reykjavík. Þau búa á
Tómasarhaga í Reykjavík. For-
eldrar Örnu voru hjónin Vigfús
Björnsson, f. 20.1. 1927, d. 6.1. 2010,
bókbandsmeistari og rithöfundur,
og Elísabet Guðmundsdóttir, f. 8.3.
1929, d. 22.11. 2007, húsmóðir. Fyrri
eiginkona Kristjáns er Guðrún
Ágústsdóttir, f. 1.1. 1947, fyrrver-
andi borgarfulltrúi.
Börn Kristjáns og Guðrúnar eru
1) Ragnheiður, f. 7.2. 1968, prófess-
or, maki: Svavar Hrafn Svavarsson
prófessor; 2) Árni prófessor, f. 20.10
1970, maki: Anna María Hauks-
dóttir verkefnastjóri; 3) Gunn-
hildur, f. 9.10 1977, teymisstjóri,
maki: Sigurður Ólafsson, ritari
Vestnorræna ráðsins. Dóttir Krist-
jáns og Örnu er 4) Nanna, f. 9.8.
1993, sagnfræðingur og framhalds-
skólakennari, maki: Tómas Helgi
Svavarsson sagnfræðingur. Þau eru
öll búsett í Reykjavík. Barnabörn
eru sex og ein langafadóttir.
Systkini Kristjáns eru Jón Árna-
son, f. 2.1 1949, fóðurfræðingur í
Reykjavík; Sigríður Árnadóttir, f.
28.4. 1950, ritari í Reykjavík; Knút-
ur Árnason f. 27.3. 1952, eðlisfræð-
ingur í Reykjavík, og Valgerður
Árnadóttir, f. 28.4. 1960, sjúkraliði í
Hartford í Connecticut, Bandaríkj-
unum.
Foreldrar Kristjáns voru hjónin
Árni Kristjánsson, f. 12.7. 1915, d.
4.7. 1974, menntaskólakennari á
Akureyri, og Hólmfríður Jónsdóttir,
f. 4.2. 1921, d. 11.10. 2008, bóka-
vörður á Akureyri.
Kristján
Árnason
Kristbjörg Einarsdóttir
húsfreyja á Þóroddsstað
Friðgeir Kristjánsson
bóndi á Þóroddsstað í Kinn
Helga Friðgeirsdóttir
húsfreyja í Ystafelli
Jón Sigurðsson
bóndi og rithöfundur í Ystafelli í Kinn
Hólmfríður Jónsdóttir
bókavörður á Akureyri
Kristbjörg Marteinsdóttir
húsfreyja í Ystafelli
Sigurður Jónsson
bóndi og ráðherra í Ystafelli
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Ísólfsstöðum, síðast búsett á Finnsstöðum
Sigurbjörn Einarsson
bóndi, m.a. á Ísólfsstöðum
á Tjörnesi
Halldóra Sigurbjarnardóttir
húsfreyja á Finnsstöðum
Kristján Árnason
bóndi á Finnsstöðum í Kinn
Bóthildur Einarsdóttir
húsfreyja á Finnsstöðum
Árni Geirhjörtur Kristjánsson
bóndi á Finnsstöðum
Ætt Kristjáns Árnasonar
Árni Kristjánsson
cand.mag., menntaskóla-
kennari á Akureyri
Fyrir jólin stóð ég í flutningum
vestur á Seltjarnarnes. Nú er
ég með ljóðabækurnar allt í kring-
um mig. Mér finnst vel til fallið að
grípa stöku og stöku úr hverri um
leið og ég sting þeim í hilluna. Fyrst
eru „Vísur“ Bjarna frá Gröf. Yfir-
skriftin er „Ágjöf“:
Bölvuð ellin ógnar mér,
allt að velli mylur.
Á mig hella árin sér
eins og fellibylur.
„Það er svo margt“ eftir Einar E.
Sæmundsen er næst í bunkanum:
Hangi ég á heljarþröm,
húmið daginn lengir.
Harpa mín er hljóð og stöm,
hennar brostnir strengir.
Þá er „Andvökurím“ eftir Jón
Bjarnason frá Garðsvík:
Vísur mínar verða til
vanans undir keyri,
ýmsar þeirra þegar ég vil,
þó eru hinar fleiri.
Vísa úr „Ljóðmælum“ Benedikts
Þorvaldssonar Gröndal:
Ef þú, maður! ekki sífellt
iðja nennir,
á lastasoði letinnar
þú líf þitt brennir!
„Nokkur smákvæði“ eftir Ólöfu
Sigurðardóttur:
Lít ég yfir æfikort:
upp er klifað, tifað.
Hugsað, skrifað, elskað, ort,
eitt sinn lifað, – lifað!
Í „Ljóðum úr leiðöngrum“ verða
„Eilífar kirkjuskoðanir“ Sturlu
Friðrikssyni að yrkisefni:
Ég bið Guð minn stöðugt að styrkja
mig,
styðja í trúnni og virkja mig
í verkum og gerðum,
en í Víkingaferðum
að vera ekki alveg að „kirkja“ mig.
Í „Ljóðmælum“ Þorskabíts stend-
ur:
Ég þrái allt og ekkert,
á ekkert, hef þó nóg.
Ég veit ei hvað mig vantar
en vantar eitthvað þó.
„Geislabrot“ er ljóðabók Hjálm-
ars Þorsteinssonar. Um baknagið:
Þú mátt krúnka, krummi minn,
og kroppa tóma sinu,
áður hjóstu hryggjarskinn
heil af mannorðinu.
Skuggi þýddi Rúbajat eftir Ómar
Kajam:
Sögu eina segja vil ég þér
– og sagan er ei búin til af mér;
þar sem áður voldugt ríki var
villiasninn er nú kóngur þar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Tekið héðan og þaðan
Höfum opnað á Selfossi
komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar
GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ
www.tengi.is
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040