Morgunblaðið - 27.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021
Oft hafa komið fram þau sjón-
armið í umræðunni hér á landi
að íslensk stjórn-
völd innleiði reglur
Evrópusambandsins
af meira kappi en
nauðsyn krefur og
gangi jafnvel lengra
en ýmsar þjóðir inn-
an ESB. Nýjasta
dæmið um þetta snýr að skoðun
ökutækja, en breyting verður á
þeim reglum um áramótin.
- - -
Ómar Pálmason, framkvæmda-
stjóri Aðalskoðunar, segir
skoðunarstöðvarnar hafa „barist
við kerfið vegna þessarar Evrópu-
tilskipunar sem verið er að innleiða
hér. Því miður hefur stefnan verið
sú að taka hana nánast hráa upp og
lítið samráð verið haft við skoð-
unarstöðvarnar,“ segir Ómar í sam-
tali við Morgunblaðið.
- - -
Hann nefnir sem dæmi að ef
annað númersljósið vanti þá
kalli það á endurskoðun samkvæmt
nýju reglunum þó að það hafi ekki
áhrif á umferðaröryggi. „Skoð-
unarstöðvarnar eru óánægðar með
þetta og mörg fleiri atriði sem eru
ekki fólki til hagsbóta, heldur þvert
á móti.“
- - -
Nýju reglurnar feli í sér að notk-
un bíla verði oftar bönnuð en
hingað til þar til leyst hafi verið úr
göllum og segir Ómar að með þessu
sé verið að gera fólki óleik. Kerfið
hafi virkað hingað til.
- - -
Hann bætir við: „Svo virðist sem
samgönguyfirvöld hafi ekki
nýtt sér neinar undanþáguleiðir til
að sníða þetta að íslenskum að-
stæðum og gera mildara fyrir al-
menning. Margar aðrar þjóðir hafa
nýtt sér slíkar undanþágur.“
Opinbert eftirlit
er enn í sókn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Anna F. Gunnarsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Lista og innanhús Stílisti
892 8778
anna@valholl.is
Sturla Pétursson
Löggiltur fasteignasali
899 9083
sturla@valholl.is
Hrafnhildur B. Baldursdóttir
Löggiltur fasteignasali
BA í stjórnmálafræði
862 1110
hrafnhildur@valholl.is
Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteignasala
sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna!
Snorri Snorrason
Löggiltur fasteignasali
895 2115
snorri@valholl.is
Pétur Steinar Jóhannsson
Aðstoðarm. fasteingasala
Snæfellsnesi
893 4718
petur@valholl.is
Heiðar Friðjónsson
Sölustjóri, löggiltur
fasteignasali B.Sc
693 3356
heidar@valholl.is
Ingólfur Geir Gissurarson
Framkvæmdastjóri, lögg.
fasteignasali, leigumiðlari
896 5222
ingolfur@valholl.is
Hildur Harðardóttir
Lögfræðingur, löggiltur
fasteignasali, skjalagerð
897 1339
hildur@valholl.is
Hólmfríður Björgvinsdóttir
Ritari
588 4477
ritari@valholl.is
Elín Viðarsdóttir
Löggiltur fasteignasali
695 8905
elin@valholl.is
Reykjavík | Snæfellsbæ | Höfn Hornafirði Síðumúla 27 | 588 4477 | www.valholl.is
Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð
Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Alls greindust 493 með Covid-19-smit
innanlands á aðfangadag og 463 á
jóladag. Annan dag jóla voru um
3.000 skráðir í einkennasýnatöku og
náði röðin vel upp eftir Ármúla frá
Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatök-
ur fara fram.
Már Kristjánsson, yfirlæknir á
smitsjúkdómadeild, sagðist búast við
„gusu“ af fólki til innlagnar á spítalan-
um vegna þess mikla fjölda smita sem
greinst hafa síðustu daga en í gær,
annan dag jóla, fór nýgengi smita síð-
ustu 14 daga yfir 1.000. „Spáin um
fjölda er að ganga eftir en spáin um
innlagnir hefur ekki ennþá gengið eft-
ir en við erum líka bara rétt að kom-
ast inn á það tímabil þar sem við eig-
um von á fjölguninni,“ segir Már í
samtali við Morgunblaðið.
Þá leiði tíminn í ljós hvort við sjáum
fleiri innlagnir. „Ef þessi fjöldi smita
verður greindur á hverjum degi fram
undir þrettánda og engin fjölgun
verður á innlögnum þá er hægt að
segja að spáin um útbreiðsluna hafi
gengið eftir en spáin um innlagnirnar
ekki og þá er það bara lærdómur í
sjálfu sér.“
Jólin spili inn í
Már segir að jól gætu spilað inn í
smitfjöldann og ekki allir smitaðir
hafi mætt í sýnatöku sökum hátíð-
anna.
„Ég held að við eigum eftir að sjá
enn þá hærri tölur næstu daga. Ef
ekki hefðu verið jól og allir verið hlýðn-
ir og mætt í sýnatöku held ég að við
værum að sjá þær tölur núna. Það er
gasalegur fjöldi smita í samfélaginu.
Hlutfallstala smitaðra í fjölda sýna
er fjórða hvert sýni sem segir mér að
það er óheyrilegur fjöldi ógreindur
úti í samfélaginu.“
Þá segir Már spítalann búa sig und-
ir það versta. „Miðað við spár og
reynslu erlendis á maður frá og með
deginum í dag von á gusu af fólki til
innlagnar. Við erum komin í stelling-
ar.“
Jólastemning í farsóttarhúsum
Margir gátu ekki eytt jólunum
með fjölskyldunni sinni sökum ein-
angrunar en gestir farsóttarhúsa á
aðfangadagskvöld voru um 190. Gjaf-
ir bárust fyrir jólin, til að mynda lítið
heimagert jólatré í hvert herbergi frá
Björgunarsveit Hafnarfjarðar, og öll
börn fengu bók að gjöf frá bókaút-
gáfu. Umsjónarmaður farsóttarhúsa
sagðist glaður fórna sínum jólum til
að gleðja aðra.
Um 500 smit á dag yfir jólin
- Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar
segir spítalann setja sig í stellingar
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Líneik Anna er starfandi forseti Alþingis. Hún er annar varaforseti
þingsins en aðrir forsetar eru í einangrun vegar kórónuveirusmits.
Almannavarnir og lögreglustjórinn
á Suðurnesjum hafa ákveðið að
virkja sms-skilaboð sem verða send
til fólks sem fer inn á fyrirfram
skilgreint svæði vegna jarð-
skjálftahrinunnar við Fagradals-
fjall sem hófst 21. desember. „Er
þetta gert því eldgos gæti hafist
með litlum fyrirvara,“ sagði í til-
kynningu frá almannavörnum. Þá
varar lögreglustjórinn á Suður-
nesjum við því að fólk fari í göngu
um gosstöðvarnar á meðan óvissan
ríkir.
Virkja sms-skilaboð