Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.12.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þrátt fyrir að faraldurinn sé í sögulegu hámarki, að minnsta kosti ef miðað er við dagleg greind smit, komu jólin líkt og endranær. Nýjar sóttvarnatak- markanir voru kynntar þremur dögum fyrir jól og tóku þær gildi á Þorláksmessu. Táknrænt fyrir „jólatakmarkanir“. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti þá ýmsar undanþágur þessa helgi. Veitingamenn fengu að taka á móti 50 gestum í hólfi í stað 20. Bubbi fékk að halda sína Þorláks- messutónleika og Samhjálp gat boðið 50 í einu í jólaboðið sitt. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, benti á að mistök væru stærri þegar mað- ur er ráðherra samanborið við fótboltaþjálfara og skaut þar á Willum. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var annað uppi á teningnum þegar blaðamaður mbl.is tók púlsinn í Kringlunni degi fyrir jól. Þar þótti flestum aðgerðirnar réttar og að í raun mætti herða enn frekar. Jólin komu þrátt fyrir Ómíkron Ljósmynd/Ómar Óskarsson Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Þetta fór svolítið brösuglega af stað hjá okkur, mannfall hjá okkur eins og öðrum. Margir annaðhvort í sóttkví eða smitaðir þannig að það fór svolítill tími í það að reyna að fá varafólk inn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um hvernig skimun fór fram í gær á öðrum degi jóla. „Það gerist hjá okkur líkt og í öllu samfélaginu. Okkar fólk veikist jafn mikið. Heilbrigðiskerfið er við- kvæmt fyrir því.“ Um 4.700 manns voru skráðir í sýnatöku í gær, þar af 3.000 í einkennasýnatöku. Þolið í botni á Suðurlandsbraut „Þolið á Suðurlandsbrautinni er alveg í botni. Við náum ekkert að skima fleiri þar,“ segir Ragnheiður og bætir við að 3-5 þúsund manns á einum degi sé mikið fyrir Suður- landsbrautina, hvað þá 8-10 þúsund líkt og var síðustu daga fyrir jól. „Það er bara of mikið fyrir þessa staðsetningu. En nú ættu hraðpróf- in að minnka, það er ekki jafn mikið af viðburðum og slíkt, en á móti kemur að ef Ómíkron er í þessum veldisvexti verður hugsanlega meira um PCR-próf. Þá þurfum við svolítið að skoða, ef við ætlum að halda áfram þessum miklu sýnatökum, hvernig við tækl- um það.“ – Hefur eitthvað verið rætt um að færa skimunina um set? „Já, við ætlum að taka svolítið stöðuna á því og endurskoða þetta; hvernig þetta verður næstu daga, í hvað stefnir og hvernig við getum best brugðist við því.“ Spurð hvort komi til greina að færa skimunina í Laugardalshöll þar sem bólusetning hefur farið fram svarar Ragnheiður: „Ég hugsa að við myndum kannski ekki endilega velja Laug- ardalshöll heldur aðra staði sem við erum með í sigti,“ og bætir við að þau muni taka stöðuna í dag. Hugs- anlega komi til greina að bæta við fleiri sýnatökustöðum eða færa hraðprófin annað. „Þá þyrftum við líka að bæta verulega í mannskap því við höfum ekki mannskap nema til að sinna þessum fjölda sem verið hefur.“ Við erum með á hverjum degi 20- 30 manns að skima og það er svipað og í bólusetningunni, þannig að það er mikill mannskapur sem fer í þetta. Við þurfum svolítið að leggj- ast yfir þetta [í dag], í samráði við sóttvarnalækni. Ef hann leggur áherslu á að halda uppi fullum sýna- tökum þá verðum við að reyna að bregðast við því með einhverjum hætti.“ Fundað um framtíð sýnatökunnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Röðin Fólk beið eftir einkennasýnatöku í snjókomu á öðrum degi jóla í gær. - Gætu þurft að færa sig um set eða bæta við stöðum - Taka stöðuna og endurskoða fyrirkomulagið - Í höndum sóttvarnalæknis að ákveða framhaldið - „Okkar fólk veikist jafn mikið“ - Við þolmörk Framtíð skimana » Ef sóttvarnalæknir leggur áherslu á að halda uppi fullum sýnatökum bregst heilsugæsl- an við því. » 20-30 manns vinna við að skima á degi hverjum. » Ósennilegt að skimað verði í Laugardalshöll. » 3-5 þúsund manns mikið fyrir Suðurlandsbrautina á ein- um degi. » 8-10 þúsund skimaðir á dag síðustu daga fyrir jól. Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Sjö börn fæddust hér á landi á að- fangadag og önnur sex á jóladag. Jólabörnin í ár eru því þrettán talsins. Flest barnanna fæddust á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík en þar fæddust sex börn á aðfangadag og fimm börn á jóladag. Eitt barn fæddist á fæðingar- deild Sjúkrahússins á Akureyri á jóladag en ekkert barn fæddist þar á aðfangadag. Á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja í Keflavík fæddist eitt barn á aðfangadag en ekkert á jóla- dag. Engin jólabörn komu í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Reykjavík en eng- in börn fæddust þar hvorki á jóla- dag né á aðfangadag. Eitt barn kom þó í heiminn á fæðingarstofu Bjarkarinnar á Þorláksmessu. Ef til vill fleiri Ekki fengust upplýsingar um hvort eða hversu mörg börn fæddust á jóladag og aðfangadag á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað fyrir prentun blaðsins. Jólabörnin eru því ef til vill fleiri en þrettán. Í það minnsta þrettán jólabörn fædd hér á landi - Flest fæddust í Reykjavík en ekkert á Vesturlandi AFP Tær Alls fæddust þrettán jólabörn á aðfangadegi og jóladegi í ár. Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.