Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 4
Klifur Ferðaþjónusta fatlaðra tók til starfa í Reykjavík réttfyrir 1980. Flest stærri sveitarfélögin reka ferðaþjónustu í dag en er sú þjónusta sniðin að þörfum fólks sem vill takafullan þátt í lífinu? Mynd/Handicapnytt. Miðvikudag fyrir páska þarf að panta það sem fara skal þriðjudagskvöldið eftir páska. Það er eins gott að vera bœði vel skipulagður og helst skyggn ef maður er hreyfi- hamlaður. hjálp en það er önnur saga. Hér er einfaldlega óréttlátur jaðarskattur á ferðinni. Skert mannréttindi? Það finnst mér. Skert lífsgæði? Hik- laust! Ferðaþjónusta fatlaðra tók til starfa í Reykjavík rétt fyrir 1980. Flest stærri sveitarfélögin reka ferðaþjónustu í dag. En er sú þjón- usta sniðin að þörfum fólks sem vill taka fullan þátt í lífinu? I Reykjavík er þjónustan nokkuð öflug en pöntunarsíminn er enn op- inn 9-16 á virkum dögum eingöngu. Það verður að panta með dags fyrir- vara sem þýðir, að á föstudegi þarf að panta það sem fara skal á mánu- dagskvöldi. Miðvikudag fyrir páska þarf að panta það sem fara skal þriðjudagskvöldið eftir páska. Það er eins gott að vera bæði vel skipu- lagður og helst skyggn ef maður er hreyfihamlaður. Þessi ágalli hefur fylgt þjónustunni frá árdaga hennar þrátt fyrir mikla fjölgun notenda og aukna félagslega virkni þeirra. Enginn annar þjóðfélagshópur þarf að skipuleggja sig fyrirfram með þessum hætti. Önnur ferðaþjón- usta á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með kvótakerfi þar sem fólki er úthlutað að hámarki 60 ferðum á mánuði þ.e. 30 ferðum fram og til baka. Alltaf þarf maður jú að komast heim. Meðalfjöldi vinnudaga í mán- uði er 21,67 = 22. Það gera 44 ferð- ir fyrir vinnandi einstakling. Þá hef- ur einstaklingurinn 8 skipti (16 ferð- ir fram og til baka) til afnota í allt annað fyrir allan mánuðinn, tvö skipti á viku!! Éf sveitarfélag telur sig þurfa að takmarka ferðafrelsi hluta íbúa sinna yfirleitt, af hverju endilega 60 ferða þak en ekki 80 - Svo er œtlast til að fólk geri ferðaáœtlun í upphafi árs sem vœntanlega er notuð til kvótaúthlutunar. Er ekki nógu erfitt að þurfa að panta með þriggja daga fyr- irvara? Ætli sveitarstjórna- menn séu núna búnir að skipuleggja bílferðir sínar um nœstu jól? Örugglega ekki, enda ferðafrelsi sjálf- sagður hlutur ekki satt? 100 - 120 ...?? Svo er ætlast til að fólk geri ferða- áætlun í upphafi árs sem væntanlega er notuð til kvótaúthlutunar. Er ekki nógu erfitt að þurfa að panta með þriggja daga fyrirvara? Ætli sveitar- stjórnamenn séu núna búnir að skipuleggja bílferðir sínar um næstu jól? Örugglega ekki, enda ferða- frelsi sjálfsagður hlutur ekki satt? Einhverjar ferðaþjónustur fatlaðra búa við ófullnægjandi bifreiðakost. Öryggisþáttum getur verið ábóta- vant og aðbúnaður farþega ófull- nægjandi. Skert mannréttindi? Það finnst mér. Skert lífsgæði? Hiklaust! Hér hefur verið tæpt á þremur grunnþáttum stoðþjónustu við mikið hreyfihamlaða einstaklinga, horn- steinum að mannsæmandi, sjálf- stæðri búsetu. Það vita allir sem kynna sér mál- in að stoðþjónusta sem sniðin er að þörfum neytenda sparar þjóðfélag- inu stórfé. Daggjald á „sólarhrings- stofnun“ er varla undir 5 milljónum á ári fyrir einstakling sem nýtur að- stoðar við daglegar grunnþarfir. Þessa grunnþjónustu þurfa ríki og sveitarfélög að veita hreyfihömluð- um einstaklingum af reisn, sýna skilning á þörfum neytenda eins og allir þurfa að gera sem vilja veita góða þjónustu. Aðbúnaður starfs- mannna þarf að vera góður. Anægð- ur starfsmaður veitir betri þjónustu. Virðing fyrir einstaklingnum í starfi og leik er lykilinn að bættum lífsgæðum og mannréttindum á við aðra landsmenn. Fylgjum eftir regl- um Sameinuðu þjóðanna um mann- réttindi og fulla þátttöku fatlaðra. Ríki og sveitarfélög geta gert betur og hafa alla burði til þess ef rétt er á málum haldið. 4

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.