Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 8
Klifur G ott abgengi nýtist öllum - segir Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Ragnar Frank, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, ásamt tíkinni Trítlu. Ragnar segist hafa mikinn áhuga á að bæta aðgengi fyrir fatlaða enn frekar í Skaftafelli. s undanförnum árum hefur verið unnið að því að bæta aðgengi að vinsælum ferðamanna- stöðum hér á landi. Þrátt fyrir að víða sé aðgengi nú orðið nokkuð gott er ljóst að enn er mikið verk fyrir hönd- um, sérstaklega hvað varðar aðgengi fyrir fatlaða. í júlí í fyrra var opnaður sérhann- aður göngustígur fyrir fatl- aða í Skaftafelli. Sá sem á mestan heiðurinn af því verki er Ragnar Frank Krist- jánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Ragnar er mennt- aður landslagsarkitekt frá Kaupmannahöfn og í námi sínu þar kynntist hann því hvernig huga skuli að hönn- un á umhverfi fyrir fatlaða. Þá eru í hans fjölskyldu tveir fatlaðir einstaklingar, þannig að honum hefur ávallt verið kunnugt um mikilvægi góðs aðgengis fyrir fatlaða. „Opnun göngustígsins í fyrra fékk góð viðbrögð og margir úr röðum fatlaðra lýstu yfir ánægju sinni með framtakið,“ segir Ragnar Frank. „Stígurinn, sem er um 1600 metra langur og með bundnu slitlagi, ligg- ur frá þjónustumiðstöðinni að Skaftafellsjökli. Hann er um 250 cm breiður og þar sem hann endar er lít- ill útsýnispallur. Þar er skilti með fróðleik um Skaftafellsjökul og Svínafellsjökul.“ Ragnar Frank segist hafa mikinn áhuga á að bæta aðgengi fyrir fatl- aða enn frekar í Skaftafelli, svo fólk geti t.d. komist auðveldar inn í Morsárdal. „En það á eftir að ganga frá því, þannig að aðalmálið núna er að halda þessari leið fyrir fatlaða að Skaftafellsjökli og einnig meðfram brekkunum. Landslagið í Skaftafelli er hins vegar þannig að það er hæg- ara sagt en gert að gera það aðgengi- legt fólki í hjólastólum. Hallinn á landinu er víða svo mikill að það gengur einfaldlega ekki upp, þó að margir fegnir vildu. Akvegir eru að jökli á nokkrum stöðum, þar sem hægt er að komast nokkuð nálægt Skeiðarárjökli.“ Það er yfirlýst stefna yfir- valda að bœta aðgengi á ferðamannastöðum. Stöð ugt fleiri ferðamenn koma hing- að til lands sem kallar auð- vitað á gott aðgengi. I Skaftafell koma t.d. um 150 þúsund gestir yfir árið, þannig að oft og tíðum er mikill erill. Fleiri ferðamenn kalla á gott að- gengi Að sögn Ragnars Franks hefur á s.l. fimm árum verið sett meira fjár- magn í að bæta aðgengi á vinsælum 8

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.