Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 5
Klifur Hittumst á Skógardegi Sjálfsbjargar í Haukadalsskógi Aðalfundur Sjálfsbjargar á Suðurlandi var haldinn 24. maí s.l. í Tíbrá á Selfossi. Gestur fundarins var Hreinn Osk- arsson skógarvörður á Suðurlandi. Hann átti frumkvæði að því að hafist var handa um gerð aðgengilegra skógarstíga í Haukadalsskógi á s.l. sumri. Þá sótti Sjálfsbjörg á Suður- landi um styrk í Pokasjóð til verk- efnisins og fékk úthlutað einni millj- ón króna. Verkið sóttist vel, en betur má ef duga skal. í ár var aftur sótt um styrk í Poka- sjóð og fékkst þá önnur milljón. Auk þess veitti Ferðamálaráð 350 þúsund krónur til verkefnisins. Aðalfund- urinn samþykkti að veita krónur 300 þúsund til verksins. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með þetta skemmtilega og þarfa framtak og vænta þess að víðar verði tekið til hendi svo að hreyfihamlaðir geti, eins og aðrir, notið íslenskrar nátt- úru. í blaðinu Við ræktum 2. tbl. 2002 fengu þeir sem stóðu að verkefninu í Haukadalsskógi „Rós í hnappagat- ið.“ í blaðinu segir: „Að þessu sinni veitir Við ræktum fyrrgreindum að- ilum rósina í hnappagatið fyrir fram- takið. Fram að þessu hafa þeir sem bundnir eru hjólastóli ekki átt kost á að fara urn skóginn nema með mikl- um tilfæringum." Við þökkum fyrir okkar part af rósinni. Stjórnin og skógarvörðurinn í skógarlundi. Myndir/Margrét Isaksdóttir. A aðalfundum er alltaf eitthvað gott í gogginn. í tilefni af Ári fatlaðra 2003 mun Sjálfsbjörg á Suðurlandi í samvinnu við Hrein skógarvörð, efna til Skóg- ardags Sjálfsbjargar í Haukadals- skógi. Verður hann auglýstur ræki- lega, svo fólk geti fjölmennt, hvort sem það er gangandi, í hjólastólum, eða með börn í vagni eða kerru. Á Alþjóðadegi fatlaðra 3. des. s.l. veitti landssambandið átta fyrir- tækjum og stofnunum í landinu við- urkenningar fyrir gott aðgengi. Af þessum átta viðurkenningum fóru sex á Suðurland. Mikil vakning er hér á Suðurlandi í aðgengismálum Svanur afhendir Hreini skógarverði framlag Sjálfsbjargar á Suðurlandi til skógarstígagerðar í Haukadalsskógi. fatlaðra. Félögum í Sjálfsbjörg á Suður- landi fjölgaði um átta milli aðal- funda. Eru það ánægjuleg tíðindi. Það munar um hvern einn til að vinna að málefnum fatlaðra. Stjórn félagsins verður óbreytt næsta árið og er Svanur Ingvarsson formaður. Pálína Snorradóttir, ritari. 5

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.