Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 9

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 9
Klifur ferðamannastöðum. Fyrir þann tíma hafi nánast ekkert tjármagn verið sett í þennan málaflokk. „Það er yf- irlýst stefna yfirvalda að bæta að- gengi á ferðamannastöðum. Stöð- ugt fleiri ferðamenn koma hingað til lands sem kallar auðvitað á gott að- gengi. I Skaftafell koma t.d. um 150 þúsund gestir yfir árið, þannig að oft og tíðum er mikill erill. Ferða- málaspekingar spá því hins vegar að eftir 10-15 ár verði árlegur gesta- tjöldi um 300 þúsund, svo það er eins gott að standa sig í stykkinu til að geta tekið á móti öllum þessum fjölda án þess að náttúran hljóti skaða af. Það hefur sýnt sig að yfir 90% gesta fylgja stígum og góðir stígar gera það að verkum að við eigum auðveldara með að stjórna mikilli umferð fólks. Góðir stígar verja því náttúruna fyrir skemmd- um, vegna þess að þá er fólk ekki að traðka á viðkvæmum gróðri.“ Gott aðgengi minnkar slysahættu Ragnar Frank segir gott aðgengi nýtist ekki aðeins fötluðum, heldur mörgum öðrum hópum, s.s. eldra fólki og barnafólki. „Svo má ekki gleyma ýmsum öðrum jákvæðum hliðum sem fylgja góðu aðgengi eins og t.d. í sambandi við slys og slysahættur. Stuttu eftir að fram- kvæmdir við stíginn hófust varð t.d. slys við Skaftafellsjökul þar sem kona féll niður í ískalda Skafta- fellsá. Það er engin spurning að það skipti sköpum að við gátum keyrt eftir nýja stígnum og bjargað henni.“ Liður í náminu Að sögn Ragnars Franks er það lið- ur í námi landslagsarkitekta að læra um mismunandi aðkomu, hvort sem það er fyrir göngufólk, hjólreiða- fólk, blinda, fólk í hjólastól eða aðra hópa. „Þá eru teknar fyrir mismun- andi breiddir á stígunr, mismunandi undirlag, farið yfir reglugerðir sem gilda um aðgengi í opinberum byggingum og á fleiri stöðum. Arkitektar eru því mun meðvitaðri um þessi mál en áður og þeir taka flestir tillit til þess í sinni hönnun. Ég tel að þessi mál hafi aldrei ',þ**r*' Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra heldur rœðu í tilefni afformlegri opnun göngustígsins. I bakgrunni má sjá göngustíginn sem nœr að Skaftafellsjökli. Svo má ekki gleyma ýmsum öðrum jákvœðum hliðum sem fylgja góðu aðgengi eins og t.d. í sambandi við slys og slysahœttur. Stuttu eftir að framkvœmdir við stíginn hófust varð t.d. slys við Skaftafellsjókul þar sem kona féll niður í ískalda Skaftafellsá. Það er engin spurning að það skipti sköpum að við gátum keyrt eftir nýja stígnum og bjarg- að henni.“ strandað á hönnuðunum sjálfum heldur fjármagninu, vegna þess að það er töluvert dýrara að hanna að- gengi fyrir sérhópa en hið hefð- bundna aðgengi. Göngustígurinn sem opnaður var í fyrra kostaði t.d. um 3,5 milljónir króna, sem er um helmingi meiri kostnaður en við gerð venjulegs stígs.“ Ragnar Frank lætur vel af nám- skeiðum sem Sjálfsbjörg hefur stað- ið fyrir um aðgengi fatlaðra í sam- starfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Hann segir þau mjög jákvæð og góða leið til að koma sjónarmiðum fatlaðra á fram- færi við hönnuði, byggingafulltrúa og aðra í þessum geira. Andstaða við breytingar Ragnar Frank segist hafa orðið var við mismunandi sjónarmið fólks varðandi breytt aðgengi á ferða- mannastöðum. „Margir hverjir eru hræddir við stórbrotna mannvirkja- gerð og vilja hafa þetta sem náttúru- legast. En oft gera hlutaðeigandi að- ilar sér ekki grein fyrir þeim mikla gestafjölda og mismunandi þörfum gesta sem koma á náttúruverndar- svæði. Sums staðar verður að taka tillit til allra gesta. En ég hef orðið var við að það er mikill skilningur fyrir hendi um nauðsyn þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Flestir eru já- kvæðari í garð framkvæmda af þessu tagi.“ Hefur þurft að taka tillit til að- gengis Eins og áður sagði eru tveir fatlaðir einstaklingar í fjölskyldu Ragnars Franks og segir hann það hafa leitt til þess að hann er mun meðvitaðri um gott aðgengi fyrir fatlaða en 9

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.