Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.06.2003, Blaðsíða 6
Klifur Fyrir um tveimur áratugum ákváðu Evrópuþjóðirnar að tileinka árið í ár hagsmuna- og baráttumálum fatlaðra. Stjórnvöld og hagsmunasamtök fatlaðra skyldu beina sjónum að kjörum og þörfum fatlaðra til að geta lifað sem bestu lífi í Evrópu. Þau skyldu leitast við að sameinast um að finna leiðir til að bæta kjör fatlaðra á öllum sviðum. Evrópuár fatlaðra er skipulagt af Evrópuráðinu í samvinnu við EDF (European Disability Forum), samtök sem hafa innan sinna vébanda 37 milljónir fatlaðra í Evrópu. í hverju landi fyrir sig sjá bæði fagráðuneyti og frjáls félagasamtök um að standa fyrir atburðum og uppákomum á árinu. Markmið Evrópuársins Að auka skilning á réttindum fatlaðra til að koma í veg fyrir mismunun, þannig að fatlaðir geti að fullu nýtt sér réttindi sín til jafns við aðra. Að hvetja til umræðu um stöðu fatlaðra í hinum ýmsu þjóð- félögum og um þau skref sem eru nauðsynleg til að auka réttindi fatlaðra í Evrópu. Að auka samskipti og deila reynslu af því sem betur má fara á sveitarstjórnarstigi, á landsvísu eða á evrópska vísu. Að styrkja samvinnu milli allra aðila sem koma að málefn- um fatlaðra þ.e.a.s. ríkisstjóma, aðila vinnumarkaðarins, fé- lagasamtaka, stofnunum í þjóðfélaginu, einkamarkaðnum, hinna fötluðu sjálfra og fjölskyldna þeirra. Að gera hina fötluðu sýnilegri og sýna jákvæða hlið á fötl- uðum. Að auka meðvitund um mismunandi fatlanir og fjölbreyti- leika þess fólks sem býr við fötlun. Að auka meðvitund um um hina ýmsu fordóma sem fatlaðir þurfa að búa við. Að leggja sérstaka áherslu á rétt fatlaðra barna og ungmenna til menntunar til jafns við aðra og styðja og hvetja til fullrar aðlögunar þeirra í samfélaginu. WWW.ARFATLADRA.IS 6

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.